Morgunblaðið - 29.07.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.07.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1967 Aían WilHams: PLÁTSKEGGUR varlega hérna. Hann gerði þýð- ingarmikla þögn og fór að naga ólívu. Hudson var kominn til þéirra. Hann horfði á Neil ög van Loon og lyfti brúnum, og St. Leger ræksti sig. Og þegar hann talaði aftur, var það vand- lega settlegt. — Hr. Ingleby, það er f jarri mér að ætla að fara að kenna vönum blaðamanni handverkið, ekki sízt manni með yðar frægðarorð, og segja honum hvað hann eigi að gera eða ekki gera. En í þessu til- viki — hann saup á glasinu — finnst mér, að mér beri að vara þig við. — Vara mig við? Hvað áttu við? St. Leger tók upp aðra ólívu og athugaði hana vandlega. — Vara þig við sumu af því fólki, sem þú þekkir hérna. Þú getur treyst okkur Hudson hérna til fullnustu. Við segjum þér ekki annað en það, sem er þér fyrir beztu. Hudson hallaði sér fram og áhyggjufullt andlitið á honum leit út eins og klofin spýta. Kon- jakið kom, Neil og van Loon sátu þöglir og biðu. St. Leger sneri glasinu til og frá milli fingr- anna. — Ég hef verið hér í borg inni árurn saman, hélt hann áfram — og heyrt sitt af hverju, sem ekki er ætlað til prentunar. Hann leit við og horfði í augun á Neil. — Einhver sagði mér, að þú hefðir komið hingað í fylgd með manni, sem heitir Charles Pol? Neil kinkaði kolli og saup á glasinu. Svo að það átti þá að fara að spyrja hann spjörunum úr í annað sinn og í þetta skip+i voru það hans eigin starfsbræð- ur. Hann svaraði: — Já. Hvað um það? — Hvað um það? át Hudson eftir. — Sjáðu til, Ingleby, þó verður að vita, hvernig ástatt er hérna í borginni. Þú kemur hingað með manni sem er svona hér um bil efsti maður á svarta listanum hjá Leynihernum. Viss 24 irðu það? Hann sést koma hérna út úr hótelinu með blaðamann með sér! Hvað heldurðu, að hald ið verði um okkur hina? Við er- um ekkert hrifnir af þessum köllum úr Leynihernum, en við verðum að lifa með þeim samt. St. Leger kinkaði kolli. — Ég ar hræddur um, að hann hafi á réttu að standa, Ingleby. Þessi maður, Charles Pol, gæti orðið okkur öllum hættulegur. Ég veit nú ekki, hvernig hann náði í þig, en hinsvegar veit ég, að hann hefur gert það í mjög ákveðnum tilgangi. — Hann náði í mig, sagði Neil og það var beizkja í rödd- inni, — af því að hann vantaði mann til að stjórna bátnum hing að. Leynihernum er vel kunn- ugt um þetta allt saman, og ég er þegar búinn að útskýra það fyrir honum í rnorgun. — Hvern hittirðu? spurði Hud son. — Það get ég ekki sagt ykkur. — Þú getur treyst okkur, sagði St. Leger aftur. — Ég treysti ykkur, sagði Neil, — en ég held bara, að það væri miklu hættuminna okkur öllum, ef ég segði ykkur það ekki. St. Leger kinkaði kolli með al vörusvip og svo varð þögn. Neil fannst sér hafa veitt betur í þess um umræðum. Hann kunni ekki við að vera gagnrýndur af starfs bræðrum sínum fyrir það, sem i hans augum var ekki annað en vankunnátta í starfi. Þá sagði St. Leger: — Það hef- ur víst ekki verið herramaður að nafni Le Hir, sem þú hittir í morgun? Neil starði á hann og fór um hann: — Hvernig vissirðu það? — O, ég gat mér þess bara til, sagði St. Leger, — ef þú færir að tala við einhvern, þá var hann sá líklegasti. Hann fæst við það, sem kallað er gagnnjósnir. Hudson dró snöggt að sér and ann, svo að hvein í. — Hittirðu ofurstann? Guð minn almáttug- ur! — Þú þekkir hann, eða hvað? — Ég þekki til hans, sagði Hudson. — Skipaði hann þér að hafa þig burt úr landinu? — Nei, sagði Neil, — hann var mjög kurteis við mig, og við drukkum kaffi saman, og hann spurði mig, hvort ég þekkti Pol, ég kvað svo vera og hann lét það gott heita. St. Leger brosti. — Góðurinn minn, ef þú heldur, að Le Hir sé til í að „láta það gott heita“, eins og þú orðar það, þá — fjrrir gefðu að ég segi það — þá hefur þú heldur barnalegar skoðanir í því, sem er að gerast hér í borg- inni. Neil roðnaði, en sagði ekkert. Van Loon starði bara á tómt konjaksglasið sitt, og vonandi að fá eitt tll. St. Leger var að virða fyrir sér eina ólívuna enn, og andlitið var gamalt og eins og í hvíldarstellingu. — Ef Le Hir ofursti hetfur ekki kallað á þig í morgun til þess að reka þig úr landi, hélt hann áfram, — þá er ekki erfitt að geta sér til, hvað hann vildi. Og það er áreiðan- lega ekki að fá mynd af sér í blaðinu. — Hann vildi fá skýringu á því, hvernig ég hefði kynnzt Pol, sagði Neil. — Það var allt og sumt. St. Leger hristi höfuðið. — Nei, Ingleby minn góður, það var nú ekki allt og sumt. Ég held, að Le Hir hafi viljað láta þig útvega sér upplýsingar um Pol. Neil sagði ekkert en St. Leger NÝ GERÐ AF TAUSCHER-SOKKUM TAUSCHER-sokkaverksmiðjurnar fram- leiða emníg sokka úr venjulegum perlon- þræði, 30 denier. Gerð: SCHERZO Eru þeir sokkar miklu ódýrari, heldur en MENUETT. Þess1 nýja og ódýra gerð af TAUSCHER- sokkum, er nú komin á markaðinn hér á landi. Getið þár nú valið um, hvort heldur þér óskið eftir hinni sígildu og alkunnu gerð af Tauschersokkum í grænu umslögunum MENUETT, eða hina nýju og ódýru gerð SCIIERZO. TAUSCHER -sokkarnir í grænu umslögunum. G e r ð : MENIiETT 30 denier, eru framleiddir úr sérstakri tegund af perlon þræði, sem er ákaflega eftirgefanlegur. Þeir falla því einkar vel að fæti, eru mjög teygjanlegir, og hindra ekki eðlilegar hreyfingar. Það er því bæði gott og þægilegt að vera í TUSCHER-sokkum, eins og flestar konur þekkja af eigin raun. Þetta, ásamt góðri endingu, er ein aðal- ástæðan fyrir vinsældum þeirra. TAUSCHER - sokkarnir fást í flestum vefnaðarvöruverzlunum um land allt, í öllum tízkulitum. UMBOÐSMENN: ÁGÚST ÁRMANN H.F. - SÍMI22100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.