Morgunblaðið - 04.08.1967, Page 14

Morgunblaðið - 04.08.1967, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1M7 - 45.000 MENN Framhald af bls. 1 dollara hærri en gert var ráð fyrir í upphafi. Upphaflega var ákveðið að verja 75 milljörðum dollara til landvarna, en skatta- hækkanirnar munu færa ríkis- sjóði 6.3 milljarða dollara á yfir standandi fjárhagsári og meira á næsta ári. Johnson sagði, að ef .skatta- hækkanirnar yrðu ekki sam- þykktar mundi það hafa alvar- legar afleiðingar fyrir öryggi landsins og heilbrigði í efnahags málum, verðbólga mundi aukazt, lánavextir mundu hækka og þrengt yrði að peningamarkaðn- um, byrðunum vegna Vietnam- stríðsins yrði óréttlátlega skipt og greiðslujöfnuðurinn mundi versna. Frambjóðendur vilja samninga • í Suður-Vietnam hófu tveir borgaralegir frambjóðendur í forsetakosningunum, sem fram eiga að fara 3, september, kosn- ingabaráttuna í dag með þ”ví að hvetja til beinna samningavið- ræðna við stjórnina í Hanoi. Þessi forsetaefni, Tran Van Huong, fyrrum forsætisráðherra og Phan Khac Suu, fyrrum for- seti, eru skæðustu keppinautar Nguyen Van Thieu, forseta í for- setakosningunum, og telja samn inga við Hanoi eina ráðið tii að binda enda í styrjöldina. Tíu óbreyttir borgarar eru í framboði gegn Thieu og Nguyen Cao Ky, forsætisráðherra, sem er varaforsetaefni hans. Jafn- hliða forsetakosningunum verða kjörnir 60 meðlimir fyrstu öld- ungadeildar landsins, og eru frambjóðendur 480. Um 5.5 millj manna hafa rétt til að greiða atkvæði í kosningunum, sem að- allega munu snúast um félags- legar umbætur, aðgerðir gegn spillingu og aðgerðir til hjálpar þeim, sem harðast hafa orðið úti vegna stríðsins. • Tilkynnt var í Saigon í dag, að bandáríska beitiskipið „St. Paul“ hefði orðið fyrir sprengj- um Norður-Vietnammanna, er það gerði árás á járnbrautar- stöð við Chong Phu í Norður- Vietnam. Lítið tjón varð á beiti- skipinu, en nokkrar fallbyssur löskuðust eða eyðilögðust. Bandarískar flugvélar gerðu í gær harðar árásir á orkuver og járnbrautarstöð 60 km norðan við Hanoi og eldflaugastöðvar 23 km. norð-austan við Hai- phong. Ein bandarísk flugvél var skotin niður. Snemma í morgun réðust Viet cong-menn á hafnarmannvirki 13 km. suð-austan við Saigon, felldu 27 bandaríska hermen í og eyðilögðu 140.000 lítra af benzíni. • Mannfall Bandaríkjamanna í síðustu viku var minna en það hefur verið í nokkurri annarri viku síðan í febrúar. 114 féllu og 893 særðust. Um 1.339 Viet- cong-menn féllu. - STALÍN Framihald af bls. 1 sem helstríð hans stóð yfir í marz-mánuði 1953. Segir hún að hann hafi verið tólf klukku stundir að kafna og andlit hans hafi orðið svart ásýnd- um. Hafi hann liðið hræði- legar þjáningar, áður en hann Ioks lézt. Hún segir ennfrem- ur, að allt hafi verið gert, sem hægt var til að bjarga hon- um, en allt hafi komið fyrir ekki. Sjálfur hafi hann ef- laust flýtt fyrir dauða sínum, þvi að hann hafi óttazt að læknar mundu gera samsæri um að ráða hann af dögum og því ekki leyft neinum fær- um læknum að koma til sín í nokkra mánuði áður en hann lézt. „Hann tók töflur og joð öðru hverju, segir Svetlana — og daginn áður en hann fékk heilablóðfall tók hann sér gufubað, sem enginn læknir hefði leyft hon um eins og heilsu hans var háttað. • Svetlana segir, að hjarta sitt hafi ætlað að bresta af kærleika og sorg við að sjá hann kveljast svo undir and- látið. „Mér fannst ég hafa verið einskis virði sem dótt- ir og á engan hátt geta hjálp- að þessari einmana sál, þess- um aldna O'g sjúka manni, sem var forsmáður og aleinn á sínum mikla valdastóli", segir hún. Olga Franklin segir, að and stæðingum Sovétríkjanna verði tæpast mikil pólitísk gleði að lesa frásögn Svet- lönu. Allar persónur komi þar fram í ljósi virðingar, þar sé rætt um menn hugrekki, hugsjóna og þolgæði. Hún segir m.a. frá Nikita Krúsjeff og Nikolai Bulganin, sem grétu, er faðir hennar Jézt og tóku hana í fang sér t.jl þess að hugga hana. Stalín er í augum Svetlönu fyrst og fremst „faðir“ stundum þó óendanlega grimmur, en hún segir einn- ig að hann hafi verið maður, sem ekki kunni að drepa. Um þá getgátu, að Stalín hafi myrt móður hennar segir Svetlana. „Hversu auðvelt og einfalt málið væri, ef svo hefði verið“ og hún staðhæf- ir, að hann hafi aldrei drepið neinn utan hauka og héra — og ekki einu sinni vitað al- mennilega hvernig fara átti að því. Sem dæmi um grimmd hans og hörku tilgreinir hún hins vegar nokkur dæmi, t.d. er hann löðrungaði hana fyr ir að hafa, þá 17 ára, orðið ástfangin af miðaldra leik- ritaskáldi, sem var Gyðingur. Ennfremur er sonur hans elzti, Yasha, reyndi að fyrir- fara sér eftir að hjónaband hans hafði farið út um þúf- ur. Hann særðist en dó ekki og faðir hans var ofsareiður yfir þessu tiltæki hans. Hún segir einnig frá þeirri andstyggð, er faðir hennar hafði á ilmvötnum — „ég get ekki andað hér inni“ .hafði hann sagt. Og hann hafði ver ið gramur yfir því, að sjá eiginkonur og dætur ráða- mannanna í Kreml ganga í erlendum fatnaði. Hún segir líka, að hann hafi óttazt mannfjölda og haft and styggð á heimskingjum. Hann var hræddur við að fara út því þá mundi „múgurinn koma og klappa og standa og klappa með opna munnana — þessir heimskingjai “ hafði hann sagt einhverju sin íi. Olga Franklin segir, að bók in geti tæpast gert rússner.c- um yfirvöldum gramt í geði — það væri þá helzt»hversu opinskátt Svetlana ræðir um ástamál sín, því að Rússum sé lítt um það gefið að tala frjálslega um ásti- og kýn- ferðismál. - RÓÐRA- OG Framhald af bls. 5. 2—8 síðdegis og gildir hið sama í Kópavogi. Starfsdagar klúbbsins eru ráð- gerðir mánudaga, miðvikudaga og föstudaiga á kvöldin frá kl. 6 og fram um 10 og á sunnudögium frá kl. 2—6. Þeir félagar töldu að bátakost- ur klúbbsins væri nú þegar næigur fyrir 70—80 manns. Nú í sumar og haust verður jetta nokk'urskonar reynslu- og undirbúningstími, svo og vetur- inn til smíða og föndurs, en meg instarfsemin geti svo hafizt af fullum krafti með næsta sumri. Það lá vel á þeim Æskulýðs- ráðsmönnum er þeir ýttu einum af farkostum sínum á flot, sem bæði má sigla, róa og knýja með utanborðsvél og þeir voru aug- sýnilega bjartsýnir á að þetta yrði til gagns og skemmtunar fyrir marga af okkar yngri borg- urum. Farfugla- ferðir um helgina FARFUGLAR ráðgera tvær ferð ir um Verzlunarmannahelgina. Farið verður í Þórsmörk á f<j*tu- dagskvötd kl. 8 og á l'augardag kl. 2 e.h. Hin ferðin er um Fjallabaks- veg nyrðri í Eldigjá. Verður ekið auistur í Eldgjá L laugardag og divalið um kyrrt í gjánni og hún skoðuð á sunnudaginn. Kom;ð í bæinn á mánudagstovöld. IÞá verður sumarleyfisferð h|á Farfuglum 1:2.—19. ágúst. Farið verður í Öræfasveit og mark- verðustu staðir þar skoðaðir. Síðan verður ekið um Suður- sveit og Mýrar til Hornafjarðar. Flogið verður báðar leiðir. ITOLSK VAÐSTIGVEL I TÍZKLLITUIU IMÝTT URVAL • MUNIÐ AÐ TAKA MEÐ í SUMARLEYFIÐ • j,™-/.. xu,. fi • ÓVENJULEGA SPENNANDI SAKAMÁLASÖGUR • • ENGINN LEGGUR ÞÆR FRÁ SÉR ÓLESNAR [HEFNDARINNAR ■iqne ^ í tf*!! • f' • HEIMSFRÆGIR HÖFUNDAR 'ff,. •. V FÆST í ÖLLUM BÓKSÖLUSTÖÐUM ÞÓRSÚTGÁFAN. líönduð hústjöld frá Vestur - Evrópu Athugiö að til eru margar gerðir og gæðaflokkar hústjalda. Fullkomin viðgerðarþjónusta á staðnum. Sportvöruverzlun Kristins Benediktssonar, Oðinsgötu 1 HVERT SEM ÞÉR FARIÐ HVAR SEM ÞÉR ERUÐ - Hafið ætíð FERÐABAR trá EVER-WEAR með yður SKOÐIÐ FERÐABARINA HJÁ: HERRADEIL P. & Ó. TÓBAKSVERZLUN TÓMASAR HERRAHÚSIÐ AUSTURSTRÆTI 14 LAUGAVEGI 62. - Aðalstræti 4. LAUGAVEGI 95 The EXECUTAIR^ 880, The TYPEWRITEt BAR,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.