Morgunblaðið - 29.09.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.09.1967, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. SEPT. 1907 MAYSIE GREIG: 19 Læknirinn og dansmærin að bíða með að segja þér það. Þið skuluð ekkert vera myrkfælin — ég er með svaka gott vasaljós. Ég keypti hann fyrir nokkuð af aurunum, sem mér tókst að pína út úr lögfræðingunum. Þetta er prýðis bíll, brúkaður MG. — Það þætti mér gaman. Ég hetf aldrei komið til Cannes. Hún kallaði á Dickie, sem hlýddi strax og kom hlaupandi, aldrei þessu vant. Hann var líka stórhrifinn af að mega fara til Cannes. — Fæ ég þá ís? spurði hann. — Já, þú skalt fá tíu, ef þú getur étið þá alla, sagði Tim og hló. Bílnum hafði verið lagt niður með veginum, spölkorn frá hús- inu, og því hafði hún ekki séð hann. — Ég vildi láta hann koma þér á óvart, sagði hann. Hún hló og steig upp í við hliðina á honum. Dickie settist í aftursætið. Þetta var yndislegur vordag- ur, og þau fóru sér hægt til þess að geta skoðað allt, sem fyrir augun bar. Verzlunin LAMPIIMIM Lítið inn í LAMPAIMIM Laugavegi 87. Sími 18066. Þau fengu sér te í Carlton- hótelinu. Þegar Dickie hafði lokið við ísinn sinn, tók hann að ókyrrast, svo að þau fóru með hann niður á ströndina. Hann var afskaplega hrifinn að því, sem þar bar fyrir augu. — Hversvegna gátum við ekki kom ið hingað í staðinn fyrir að vera í þessari leiðinlegu Antibes? — Cap d'Antibes er mjög í tízku, sagði Yvonne. — Já, en þar er ekkert að sjá. Yvonna var honum sammála í huga sínum. Andrúmsloftið þarna í Cannes töfraði hana. Cap d'Antibes kynni að vera í tízku, en það var óneitanlega miklu litasnauðara en Cannes. Þau Tim skoðuðu allt, sem þarna var að skoða og hlógu saman, og sem snöggvast fannst henni hann vera orðinn jafn- töfrandi og áður fyrr. Hún ósk- aði þess, að hún hefði aldrei hitt Marcel Sellier. Það var svo miklu auðveldara að vera ást- Laugavegi 87, auglýsir: Úrval af alls konar ný* tízku heimilislömpum, ljósakrónum og vegg- lömpum, meðal annars úr ekta bæheimskum kristal. Keramikborð- lampar búnir til í leir- brennslunni Glit, og Lampagerðinni Bast. Ný foiTn og áferð, eigulegir og vandaðir hlutir. Einn ig mikið úrval af gólf- lömpum, allt hentugar tækifærisgjafir. Góðir og ódýrir kastlampar, drag- lamapr, bað- og eldhús- lampar, stakir skermar á flestar gerðir af lömpum. fangin af Tim — þrátt fyrir alla galla hans. Það var rétt þegar þau voru að yfirgefa Carltoníhótelið, að hún kom auga á par, sem sat þarna eitt út af fyrir sig. Hún hrökk við. Þetta var Marcel og hávaxin, ljóshærð stúlka. Hún neyddist til að heilsa og Marcel stóð upp og gekk til hennar. — Mig langar að þú komir og heilsir upp á hana Alise, sagði hann. — Ég fékk mér nokkurra tíma frí til þess að sýna henni Cannes. Framkoma hans var mjög formföst. Honum virtist líða fjandalega. — Já, ég hefði gaman af að hitta hana. Komdu Tim, hér er tízkudama frá París Stúlkan var ekki einasta mjög lagleg, heldur líka sérlega glæsi- leg í klæðaburði. Tim varð sýni- lega hrifinn. Marcel kynnti þau. Alise brosti og bauð þeim að setjast niður og fá kaffibolla með þeim. Yvonne vildi halda áfram, en Tim þá boðið fúslega. Yvonne leit framan i Marcel. Hann var ekkert sæll á svipinn. En vitanlega uppfyllti þessi stúlka allar ströngustu kröfur. Hún var ekki einasta áberandi lagleg, með Ijósa hárið, heldur mundi hún auk þess leggja vel í búið, þegar þar að kæmi. Hún hefði gjarna viljað ljúka sem fyrst úr bollanum og kom- ast burt. Nærvera Marcels gerði hana órólega. Vissulega höfðu þau þegar sagt allt, sem þau áttu vantalað. Hann hafði sagt henni, að hann ætlaði að fara að skipan foreldra sinna og halda áfram í þetta fyrirfram ákveðna hjónaband. Og hún hafði látið sér það lynda — hún gat ekki annað. En Alise var hin altilegasta, og þó rétt eins og eitthvað óró- leg sjálf og tók vel kurteisismál- um Tims. Það var næstum orðið dimmt, þegar þau fóru frá Carlton og leituðu til bíla sinna. Tim gekk á undan með Alise. Yvonne sá allt í einu, að þau Marcel voru orðin ein út af fyrir sig. — Ég hef liðið allar helvítis kvalir síðan við hittumst seinast. elskan mín, sagði hann, og það var eins og orðin væru toguð út úr honum. — Getum við ekki hitzt? Eða ertu kapnski upptek- Buxnabeltin frá eru landsþekkt fyrir snið og gæði OUjmpia Laugavegi 26. in ,of upptekin af þessum enska kunningja þínum tii þess? — En hvað þá um Alise? Hvað mundi hún segja, ef við færum að hittast? — Hún kærir sig ekki meira um mig en ég um bana. Röddin var gremjuleg. — Ég komst að því fáum dögum eftir að hún kom. Hún lofar manni rétt að kyssa sig, en hefur enga ánægju af því. Og samt, þegar ég spyr hana, hvort við eigum að halda áfram með þetta hjonaband, þá játar hún því. — Hún kann að komast á aðra skoðun seinna. Og það er orðið talsvert siðan þið hafið hitzt. — Ég held ekki, að það breyti neinu. Ég vissi, að ég þráði þig, strax þegar ég sá þig dansa í fyrsta sinn. Hún er lagleg og velbúin, en ég elska hana bara ekki. En hamingjan sjálf má vita, hvort ég þori nokkurn tíma að segja það við hana. Viltu hitta mig einhvern tíma, Yvonne? Hún vissi vel, að hún ætti alls ekki að hitta hann. Það gat orð- ið of hættulegt. Hún var svo veik fyrir þar sem hann var ann- arsvegar. — Hvernig ætti það að vera mögulegt? — Ég gæti verið að koma í sjúkravitjun. Alise gerir sér ekki það ómak að njósna um ferðir mínar. En nú er enski elskhuginn þinn kominn aftur. Hvað geturðu sagt við hann? — Ég veit ekki, Marcel. En ég held, að eins og allt er í pott- inn búið, þá sé heppilegra, að við séum alls akki að hittast. En hún fékk fyrir hjartað um leið og hún sagði þetta. — Gott og vel, ef þú telur það heppilegast. En hún vissi, að hún hafði bæði sært han og móðgað. — Æ, Marcel, sagði hún biðj- andi, og snerti arm hans. — Umtöluð og spennandi ný is- lenzk skáldsaga. Listræn kápumynd eftir Hall- grím Tryggvason. Verð aðeins 95.00 kr., 264 blað siður. Bókaútgáían Tvistur Segðu þetta ekki. En það virðist bara engin framtið vera fyrir okkur tvö. Ég held, að það sé betra að við hittust, alls ekki. — Sjálfur þykist ég vita, að Alise sé fjandans sama. Hún verður ekta frönsk eiginkona. Hún ætlast ekki til, að ég verði sér trúr hvorki nú né fram- vegis. — Og þú ert ánægður með þetta? Hann yppti öxlum. — Ja, hvað get ég gert. Það er búið að panta allt, sem hún þarf í búið, og hún hefur þegar keypt allt hitt. For- eldrar hennar eru bezta vina- fólk foreldra minna. Hvernig get ég sett þetta allt út um þúfur? Hún kinkaði kolli seinlega. — Nei, þetta er víst rétt hjá þér. Ég vona bara, að þið verðið ham ingjusöm. — Hamingjusöm? át hann eft- ir og hló. — Ég ætlast alls ekki til að verða hamingjusamur í hjónabandinu, Yvonne, en ég veit það eitt, að ég verð að halda áfram með það. Og svo giftist þú auðvitað honum Timothy At- water og verður fín i-ðalsfrú. Það er greinilegt, að hann er alveg bálskotinn í þér. Hún brosti neyðarlega. — Þú átt við, að þarna sé tækifæri fyr- ir mig til að hækka í tign í heím inum? — Ég átti ekki við það. Þú hefur enga þörf á að verða meiri manneskja en þú ert þegar. Þú ert fullkomin eins og þú ert. En hann virðist vera mjög viðkunn- anlegur maður, og eins og ég sagði, er hann sýnilega bláskot- inn í þér. Við höfum skemmt okkur prýðilega saman, og eig- um við ekki að láta það nægja? — Já, látum það nægja, end- urtók hún eftir honum. En hún vissi mætavel, að þau gátu ekki látið þetta gott heita. Meðan hún væri lífs, mundi hún verða ást- fangin af honum. Og hún mundi verða hræðilega afbrýðissöm gagnvart þessari ljóshærðu Alise, sem átti að verða konan hans. Alise og Timothy virtist hafa komið mætavei saman. Þau hlógu dátt, þegar hin náðu í þau. En Tim var ekki eins glað- ur þegar þau voru aftur komin upp í bílinn. — Til hvers varstu að dragast aftur úr með lækninum? spurði hann og það þrátt fyrir það, að Dickie heyrði til hans. — Ég MÚSAEITUR er ómissandi þegar- þér gangið frá sumarbðstaðnum fyrir veturinn. FÆSTI APÓTEKUNUM Afgreiðslustúlka óskast ekki yngri en 25 ára. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. Skóvinnustofa Gísla Ferdinandssonar, Lækjargötu 6. Reykjavik — IMorðfjörður — vetraráætlun — Frá 1. október, mánudaga, miðvikudaga, föstudaga og laugardaga. Frá Reykjavík kl. 10 árdegis frá Norðfirði kl. 13. Aukaferðir eftir þörfum. FLUGSÝN H.F.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.