Morgunblaðið - 14.12.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.12.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. DES. 1967 t 1^S»SIM11-44-44 mHlf/Ð/fí Hverfisgötu 10S. Sími eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748 Sigurður Jónsson BILALEIGAIM - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. LpÆiuujÆ>y RAUDARARSTÍG 31 SfMI 22022 Látið ekki dragast að athuga bremsurnar, séu þaer ekki lagL — Fullkomin bremsu- þjónusta. Stilling Skeifan 11 - Sími 31340 AU-ÐVITAÐ' ALLTAF 5 Atburðurinn við sendiráðið Magnús Finnbogason skrifar eftirfarandi: Ég óska, að Velvakandi birti eftirfarandi álit mitt á aitburði þeim, er mannsöfnuður steð- næmdist framan við sendiherra bústað Bandarikjanna og brenndi þar brúðu, er átti að tákna Bandaríkjaforseta: Utanríkiisráðuneyti íslands á tvímælalaust áð biðja sendi- herra Bandaríkjanna afsökunar á atburðinum og viðurkenna hreinskilnislega, að það skorti bolmagn og aðisrtöðu til að koma í veg fyrir hópgöngur og múgæsingar, jafnvel þótt múg- urinn fremji verk, sem íslenzka þjóðin sean heild blygðast sín fyrir. -ár Að létta andlegt og líkamlegt böl náungans Velvakandi f dag birtist hér bréf frá Skagstrendingi, svar til lækn- iskonu: Ég hefi lesið grein yðar í „Velvakanda" 1. des. og ég vil góðfúslega óska eftir að þér lesið með athygli grein mína sem ég ritaði í Velvakanda 22. nóv., þar sem ég legg áfherzlu á ríkjandi vandræði m_: að fá lækni til að starfa í læknis- héruðum sem eru án lækna. úti á landsbyggðinni. >ar sem virðist benda til misskilnings hjá yður, og grein yðar fjall- ar einkum um annríki læknis, og sem að þér teljið mig bera lítt skyn á, sem sjá má af því að þér teljið mig þurfa að dvelja mánaðartíma á heimili yðar td að fylgjast með störf- um manns yðar sem læknis. En ég get sagt yður, frú, að mér er fyllilega ljóst að stanf lækna er erfitt. og gaf yður alls ekki í grein minni tilefni að hug- leiðingum yðar. Sný ég mér því að kjarna málsins. — Það er þyrnir i augum yðar þessi orð mín í grein minni sem ég tek hér orðré'tt upp: „Mörgum manni verður á að spyrja sjálfan sig. Er læknastéttin á íslandi orðin svo úrkynjuð ,að hún treysti sér ekki til starfa úti á landi, og vanti þá eiginlsika sem kall ast fórnfýsi?" Nú skulum við athuga stað- reyndir. í fyrsta lagi: Það vantar lækna í hin ýmsu læknahér- uð, en læknar fást ekki til Starfa þar. og sem s-vo leiðir til margháttaðra erfiðleika. í öðru lagi: Þess er eigi fá dæmi (ég þarf eigi langt að líta til baka) að læknar hafa tekið héruð, starfað þar stutt- an tíma, talið þau of erfið, flutzt í stærri kaupstað, eink- um í Reykjavík og það á bezta aldursskeiði og heilsugóðir. í þriðja lagi: Það eru eigi fáir læknar sem eftir nám, hverfa til starfa af landi burt og láta ekki sína eigin þjóð njóta starfskrafta sinna. Þessi þrjú atriði sem ég benti á sanna ótvírætt að þá lækna vantar fórnfýsi og eru í úrkynjun frá því sem áður var, auk þess sem ég get rétti- lega bætt við, gagnvart þeim sem hverfa af landi burt til starfa fyrir aðra þjóð hafa „svikizt undan merkjum“. Ég vona að þér skiljið orð mín rétt, og tek það fram að orð mín og ummæli um lækna byggist á því viðhorfi sem nú er, og viðurkenni að þeir yf- irleitt starfi af ósérplægni. T. d. er mér ljúft að benda á að læknir Blönduóshéraðs tekur hér í þorpinu á móti sjúkling- um vikulega einn dag, þrátt fyrir mikið annríki heima fyr- ir. Að endingu vil ég draga upp fyrir yður mynd. Hún er þessi: Aldraður læknir, hættur lækn isstörfum sakir elli, lí'tur til baka yfir farinn veg. Hann minnist þess að hafa staðið meðan" kraftar og heilsa leyfðu í erfiðu héraði, leitað sér auk- innar þekkingar utanlands þá hægt var. Hann minnist ým- issa atburða sem allir miðuðu. með hliðsjón af starfi hans, til að létta böl náungans andlega og líkamlega. Þessi maður getur án efa lagst rólegur á koddann. Virðingarfyllst Skag'strendingur. ★ Hvers vegna eru strætisvagnar ekki með keðjur í hálku? Vegfarandi hefur sent Vel- vakanda eftirfarandi bréf: Herra Velvakandi Morgun- blaðsins. Viltu gera svo vel að birta fyrír mig nokkrar línur um það sem ég álít mjög alvarlegt málefni. Þriðjudaginn 5. þessa mán- aðar kom ég að mjög hörðum árekstri á gatnamótum Freyju götu og Baldursgötu. Þar lenti strætisvagn á sendiferðabíl og stórskemmdi hann (ef ekki eyðilagði). Ég heyrði á tal manna um atburð þennan og virtust allir á sama máli að ökumaður strætisvagnsins bæri alla ábyrgð á óihappi þessu, og heyrði ég fólk hreita ónotum í vagnstjórann, sem tók þessar athugasemdir sem sjálfsagðan hlut. Ég sneri mér að ökumanni straátisvagnsins og spurði hvað hann hefði um þetta að segja og svaraði hann eitthvað á þá leið að hann hefði litlar málsbætur og bæri sjálfsagt alla ábyrgð á þessu þar sem hann væri keðjulaus og mikil hálka. Ég spurði hann þá af hverju hann væri keðju- laus. Þá glotti hann og sagði: „spurðu lögregluna. hún er hér“, og benti á Lögreglúþjón- ana, sem vor-u að mæla út áreksturinn. Ég kastaði þessari spurningu fram og svarið var: ,.spurðu vagnstjórann". Nú vil ég £á þessu svarað, af hverju strætisvagnarnir mega ösla hér um götumar hvernig sem færð in er keðjulausir? (Það hlýtur einhver að vita þetta), en ég mdnnist þess ekki að hafa séð strætisvagn á keðjum, og mig minnir að ekki sé nema 2-3 dagar síðan slys varð með þeim hætti að strætisvagn rann í hálku á mann á hjóli og slasaði hann. Er ekki um heldur mikla áhættu að ræða hér og beinlínis verið að bjóða slysunum heim með svona háttalagi. Svo vil ég að lokum benda lögreglunni á að næst þegar hún sendir í útvarpinu aðvör- un til vegfarenda um hálku á götum að hafa hana eitthvað á þessa leið: Þar sem mikil hálka hefur myndast á götum borgarinnar eru vegfarendur beðnir að passa sig á strætis- vögnum. Virðingarfyllst Vegfarandi. + Hvað langar þig helzt að vita, pabbi? í dag svarar annar bíógest- ur bréfi bíógests, sem birtLst í Velvakanda 22. nóv. sl.: Svar til bíógests. sem skrif- aði í Velvakanda 22. nóv. Hann segist vera mér ósam- mála um að fólk yfir 16 ára viti flest um kynferðismál. Hann um það. Mér þætti bara gaman áð heyra, ef hann ætlaði að fara að fræða strák eða stelpu, sem væru komin yfir þennan ald- ur, um þessi efni. Ætli að færi ekki líkt fyrir honum og pabbanum í skrítl- unni, að loks þegar hanr. ætl- aði að fræða son sinn, stálp- aðan strák, um þessi mál. þá spurði strákur bara: Hvað vantar þig helzt að vita pafobi? Það nær auðvitað engri átt að vera að banna fólki að sjá svolítið hressilegar kvikmynd- ir, en það mætti alveg hafa sama hátt á eins og hafður er við hrollvekjandi myndir. Að taugaveikluðu fólki eða við- kvæmu fólki sé ráðlagt að sjá ekki myndina, svo það eyði- leggi ekki fyrir hinum. Biógestur. PACER 8TAR Ijósprentunarvélin fæst ennþá á gamla verðinu sem er ÓTRÍ7LEGA LÁGT EÐA AÐEINS KR. 3.084.00. Sisli <3. dofínsen 4 UMBOÐS- O G HE1L.DVERZI.UN SÍMAR: 12747 -16647 VESTURGÖTU 45 Vesturgötu 45 — Sími 12747. 7[/ottiús borðstofuhúsgögnin ERU LANDSÞEKKT FYRIR VERÐ OG GÆÐI.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.