Alþýðublaðið - 23.07.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.07.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ siðprúðan og skilvísan, vantar til að bera Alþýðu- : : : blaðið til kaupenda í Vesturbæinn. : : : Til ReykjaFfjarðar vantar nokkrar stúlkur í síldarvmnu. Nánari upplýsingar á skrifstofu H.f. Eg’gert Ólafsson, Vesturgötu 5. Æoffira fíásefa vantar á snurpuveiðabát í sumar. — Góð kjör. — Finnið Þórarinn Dúason Ránargötu 29 A, eða Kristinn Ottósson Vesturgötu 29. Xoli konngur. Eftir Upton Sinclair. Fjórða bók: Erfðaskrá Kola konunqs. (Frh.). Jú, jú, laukrétt", var hrópað einum rómi. „Haltu áfram!" „Þeir láta hann fá tuttugu og fimm dali og sjúkrahúsleguna — Og/hvað haldið þið, að það verði mikið? Þeir láta hann út á göt- una, áður en hann getur staðið á fótunum, Það vitið þið ve! — þeir fóru þannig að við Pete CuIIen". „Já, það er bæði víst og satt!" „Bölvaðir málfærzlumennirnir eru nú þar inni — þeir fá þá til þess, að skrifa undir skjal, áður en þeir eru svo frfskir, að þeir viti hvað þeir gera! Og eg, sem gat hjálpað honum, fæ ekki að fara inn til hans! En nú dugar þetta ekki lengur ! Erum við þræl- ar, eða hundar, að við sætturn oss við þetta?" „Við sættum okkur ekki lengur við það!" hrópaði einhver. „Við förum þangað og iítum sjálfir eftir!" „Já, komiðl" æpti annar. „Fjandann ætli við skeytum um skammbyssurnar þeirra og blóð- varga!“ Hallur braust í gegnum fjöid- ann. „Tim!“ kaliaði hann, „hvar hefurðu heyrt þetta?“ „Einn, sem var þar inni, sá það". „Hver?" „Það get eg ekki sagt. Þeir ráku hann. En það er maður, sem þú þekkir eins vel og eg. Hann sagði mér það. Þeir ætla að svíkja föður minn um skaða- bætutnar!" „Það eru þeirrá ær og kýr", kallaði Wanchope, enskur verka- maður sem stóð rétt hjá Halli. „Það er vegna þess, að þeir vilja ekki lofa okkur inn". „Þeir hafa farið eins með pabba“, sagði annar, og Hallur sá að það var Andy, hinn kornungi Grykki. „Þeir ætla að fara að láta vittna í nr. tvö á morgun", kall- aði Tim. „Hver ætíar að fara þangað aftur? Og það með Alec Stone, sem kærir sig kollóttan um mennina og bjargar ösnunum!" „Við förum ekki niður í nám- una, fyr en hún er örugg!“ æpti Wanchope, „látum þá vökva hana, eða eg fer mína leið!" „Þeir skuiu láta okkur fá okk- ar þyngd kola!“ hrópaði annar. „Við krefjumst vogareftirlitsmanns, og heimtum það sem við vinnum fyrirl" Því næst æptu þeir aftur á Joe Smith. Hallur var alveg ráðalaus. Hann hélt að sigurinn væri unninn — en þá byrjaði baráttan afturl Verkamennirnir horfðu til hans, kölluðu á hann sem hinn djarf- asta upphlaupsmanna. Þeir vissu ekkert um hina skyndilegu breyt- ingu, sem orðið hafði á Joe Smith. Verkstjórinn geymdi þá sögu hjá sjálfum sér. Meðan hann hugsaði sig um, hélt uppþotið áfram. Bretinn Wanchope stökk upp á tröppur og fór að tala. Hann var lotinn og slitinn, en við þetta tækifæri sýndi hann óvenju þanþol í lung- unum. Hailur hlustaði steinhissa á hann. Hann hafði sízt af öílu getað trúað þessum hægláta, og að því er virtist sljóa manni, til þessa bardagahugar. Tom Olson hafði leitað hófanna hjá honum og sagt, að hann vildi ekkert heyra, og hafði svo ekki hugsað meira um hann. Nú stóð hann þarna á tröppunum og sjó úr sér illyrðunum! , Vöndoðustu og beztu reiðhjólin í Bankastræti 12. Jóh. Norðfjörð. kaupendur blaðsins, sem hafa bú- staðaskifti eru beðnir að tilkynna afgreiðslunni það. Sömuleiðis- eru menn ámintir um að gera að- vart, ef vanskil eru á blaðinu Verzlunin „Hlíf“ á Hverfisgötu. 56 A, sími 503 selur: Ágætar kaitöflur í sekkjum og lausri vigt, dósamjólk á 1,00, steikarafeifina ágætu og leðuiskæði. niðurrist. Ritstjóri og ábyrgðarm&ður: Ölafur Friðriksson. Prentsmiðjan Guteuberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.