Morgunblaðið - 18.02.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.02.1968, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. FEBRUAR 1988 snáðar hlaupa nú um með skamm byssu í beltinu. Allir, konur og börn, ganga með alvæpni. Gott, maður yðar hefur einnig byssu. En það sannar bara ekki að hann ætli sér að nota hana á yður. Frú Halmy spratt á fætur. — Já, en hann sagði sjálfur að hann ætlaði að myrða mig, hrópaði hún. Nemetz horfði lengi á hana í þungum þönkum. — Hvað viljið þér að ég geri? — Taka hann fastan. — Svo hann geti ekki flúið til Vesturlanda með stúlkunni? Hún kom auga á gildruna og þagði við. — Þér hafið komizt í þetta áður, ekki satt? spurði Nemetz. Rifrildi, uppistand, ögranir, eða er þetta í fyrsta skipti, sem þið skammizt? Frúin tók vasaklút up úr tösku sinni og þurkaði sér um augun. Lykt af Arpége fyllti skrifstofuna og var fyrir ilm- skynjun Nemetz sem mikil nautn. — Ó, andvarpaði hún með tár- in í augunum. Hann hefur ver- ið svo hryllilegur í seinni tíð. Ég meina, við höfum rifizt áður, en aldrei svona. Nú hrópar hann á eftir mér, eða þá að hann segir ekkert einasta orð dögum saman. Og ef ég reyni að segja eitthvað, fer hann sína leið. — En hann talaði þó við yður í dag, ekki satt? — Jú, og þvílíkt tal. Hann sagði að hann ætlaði að skjóta mig. Ég veit að hann gerir það. Hún hélt áfram að stagast á því sama: dauðahótuninni. — Hann hefur þegar leigt mann til að flytja sig og stúlk- una til Austurríkis. Ég veit ekki hvað hann heitir. Lítill, ljós- hærður og mjög ungur. Hann lítur ekki út fyrir að vera einum degi eldri en tuttugu ára. Hann kom heim til okkar til þess að tala við manninn minn. Þetta var ekki þeirra fyrsti fundur. Þeir höfðu þegar komið sér saman um daginn, greiðsluna og þvíum líkt. Sem sagt, það var í dag sem hann kom, en hálftíma of snemma. Maðurinn minn var þá enn ekki kominn heim. Ég hafði ekki hugmynd um hvaða maður þetta var, né hvert erindi hans væri. Ég bauð honum inn ef hann vildi bíða. Svo fórum við að tala saman. Hann vissi ekki annað en að ég væri með í þess- ari ráðagerð, og lét því allt uppi um málið. En svo þegar maður- inn minn kom heim, og honum 3 varð ljóst hvað skeð hafði, jós hann sér auðvitað yfir piltinn og rak hann á dyr, eins og hann vildi aldrei sjá hann fyrir aug- liti sínu framar. En ég er al- veg sannfærð um að þetta var aðeins gert í blekkingarskyni. Þeir hittast áreiðanlega aftur. Það er þessvegna sem ég óska 18. FEBRÍJAR. Hrúturinn 21. marz — 20. apríl. Þú færð góðar og gleðilegar fréttir, sem færa þér óskipta ánægju. Gerðu lista yfir þá hluti, sem þú þarft að koma í verk. Nautið 21. apríl — 21. maí. Dagurinn verður óvenju rólegur, en far- sæll og þú hittir að máli eða talar í síma við fjarstadda vini. Þú kemst að merkilegu leyndarmáli. Tvíburarnir 22. maí — 21. júní. 1 dag muntu reka þig harkalega á þá staðreynd, að það borgar sig 'ekki að rök- ræða við konu. Það er betra að hlusta. Krabbinn 22. júní — 23. júni. Farðu í kirkju, þar muntu einnig hitta ýmsa, sem þú hefur ekki séð lengi. Ástin er I blóma hjá hinum ungu og þeir sem hafa lengi verið hjónabandi eru einnig mjög hamingjusamir. Ljónið 24. júlí — 23. ágúst. Taktu þeirri ábyrgð sem á þig er lögð af alvöru og skyldurækni. Láttu ekki stolt þitt ná yfirhöndinni. Reyndu nýjar leiðir. Jómfrúin 24. ágúst — 23. september. Skrifaðu ýmsum vinum þínum bréf, það mun gleðja þá. Notaðu kvöldi’ð til að fara í heimsóknir, en ekki skaltu vaka frameftir. Vogin 24. september — 23. október. Þú munt hitta marga Vogmenn í kirkj- unni í dag. Vertu heima að öðru leyti í dag og kvöld og bjóddu vinum þínum að vera hjá þér. Talaðu eki um stjórnmál. Drekinn 24. október — 22. nóvember. Langþráð ósk þín mun að öllum líkind- um verða uppfyllt í dag. Bíddu þó með frek- ari aðgerðir, unz þú hefur kannað málið. Bogmaðurinn 23. nóvember — 21. desember. Farðu í kirkju, síðan skaltu halda beint heimt og undirbúa veizlu sem þú skal hafa í kvöld. Margir munu ver’ða til að hjálpa þér. Steingeitin 22. desember — 20. janúar. Þú lendir í ýmsum rómantískum ævintýr- um í dag, sem þú nýtur í ríkum mæli. Flýttu þér hægt. Vatnsberinn 21. janúar — 19. febrúar. Þú lendir í ýmis konar deilum í dag, en láttu það ekki á þig fá. Ef þú sýnir stillingu og hógværð mun allt fara betur en á horfir. Fiskarnir 20. febrúar — 20. marz. Horfðu á hvernig annað fólk vinnur og taktu það þér til fyrirmyndar. Farðu í þitt bezta skart og skemmtu þér vel. 19. FEBRÚAR. Hrúturinn 21. marz — 20. apríl. Láttu ekki einkamál þín trufla þig við skyldustörf þín. Þú getur gert ýmislegt í báðum, ef þú ert hress og athafnasamur. Gríptu tækifæri sem býðst. Nautið 21. apríl — 21. maí. Hagstæður dagur til allra aðgerða í pen- ingamálum. Sýndu þó eki óráð síu, ella getur illa farið. Taktu lífinu með ró og vertu ekki óþolinmóður. Tvíburarnir 22. maí — 21. júní. Þáð er hætt við, að ýmislegt leiðinlegt gerist í einkalífinu þínu í dag. Slappaðu af og taktu því af prúðmennsku. Farðu snemma til rekkju. Krabbinn 22. júní — 23. júní. Um fram allt skaltu gæta þess í dag, að flana eki að neinu. Þú skalt gera upp við þig, hvaða ákvarðanir eru þýðingarmestar og haga þér samkvæmt því. Ljónið 24. júlí — 23. ágúst. Vertu ekki með of miklar ýkjur og gerðu eki alltaf úlfalda úr mýflugu. Forðastu að segja nokkuð né gera, sem hægt er að mis- skilja. Jómfrúin 24. ágúst — 23. september. Ræktu starfið af kostgæfni. Verzla'ðu. Kvöldið skaltu nota til heimsókna eða bréfa- skrifta. Vogin 24. september — 23. október. Þú verður að sýna fólki meiri þolinmæði. Gerðu ekki ráð fyrir því, að alir séu jafn skarpir og þú. Starfaðu vel. Drekinn 24. október — 22. nóvember. Vertu einbeittur og hopaðu hvergi, þó að þú mætir andspyrnu. Einkamálin ánægjuleg og viðburðarík. Klæddu þig snyrtilega. Kvöldið er gott til hvers konar félagsstarf- semi. Bogmaðurinn 23. nóvember — 21. desember. Reyndu að læra af reynslunni og hjakka ekki alltaf í sama farinu. Hafðu samband við ættingja þinn, sem langar að heyra frá þér. Engin viðskipti skaltu ákveða í dag. Steingeitin 22. desember — 20. janúar. Þú skalt sýna undirmanni þínum meira traust, hann er þess verður. Skemmtu þér í kvöld, en gætu hófs í öllu. Vatnsberinn 21. janúar — 19. febrúar. Forðastu þras og nöldur, þá verður dag- urinn heillaríkur og þér gefst kostur á að kynnast mörgu skemmtilegu fólki. Fiskamir 20. febrúar — 20. marz. Einbeittu þér að þvi að hlusta 1 dag og talaðu sem allra minnst. Reyndu að. taka allt með í reikninginn. Þú færð góðar hug- myndir. að lögreglan komi til skjalanna. Það ætti ekki að verða erfitt að finna unga manninn. . . — Viljið þér að einnig hann sé tekinn fastur? spurði Nemetz háðslega. — Brýtur hann máske ekki lögin, 'eða hvað? Hjálpar fólki til að flýja land. Margur hefur verið hengdur fyrir minna. Nemetz lét sem hann hefði ekki heyrt síðustu orðin. Hann vildi alls ekki deila við hana. — Þér sögðuð við mann yðar að þér munduð hindra flótta hans. Samt sem áður lét hann yður fara, án þess að skerða hár á höfði yðar, þótt hann hefði fulla ástæðu til að ætla að þér munduð ákæra hann. Sýnir ekki einmitt þetta að honum er ekki jafn annt um að framfylgja hót- un sinni, og þér ímyndið yður? Frúin starði á hann stórum augum. — Ég er hrædd um að ég hafi gengið villur vegar, sagði hún. Eg vissi ekki að lögreglan væri í slagtogi með fasistum. Nemetz var vanur getsökum ó- ánægðra málflytjenda. Hann lét því nægja að yppta öxlum. — Reynið nú að taka á skyn- seminni, frú Halmy. Það er ekki hægt að koma hingað inn og fá mann tekin fastan alveg formála laust. — Þér viljið þá ekkert gera í málinu? spurði hún all fast- mœlt. Bara sitja aðgerðarlaus og láta hann myrða mig. Nemetz andvarpaði. — Nei, við munum skoða mál- ið, kalla manninn yðar fyrir, og hlusta á hvað hann hefur að segja. Svo framarlega sem ein- hver fyrirfinnist til þess að flytja honum fyrirkallið bætti hann við og brosti út í annað munnvikið. — Og þegar þar að kemur, verður hann og stelpan löngu komin yfir landamærin. Þolinmæði Nemetz var nú al- veg á förum. — Sem þýðir það að þá haf- ið þér ekkert að óttast lengur. Er það ekki einmitt það sem þér eruð að fara fram á? — Nei, hrópaði hún, en átt- aði sig og lækkaði röddina. — Það er að segja að mér finnst ég ekki vera örugg á meðan hann leikur lausum hala. Og ef lögreglan vill ekkert í málinu gera, verð ég að leita annara ráða. Sem betur fer á Hafnarstræti 19 Sími 13835. ég vini í herráðinu. Nemetz fékk nærri ómótstæði- lega löngun til þess að gefa henni utanundir. — f yðar sporum mundi ég halda Rússunum utan við þetta mál. Hún stóð upp og hneppti að sér kápunni. — Þér gefið mér ekki færi á öðru, var hið þrákelknislega svar hennar. Það var bankað. frene kom inn með skjal. — Afsakið að ég trufla, en þetta var að koma frá þriðju hæð. Sakamálafulltrúi Porkai óskar álitsgerðar innan klukku- stundar. Nemetz leit á skjalið. Það var læknisvottorð í löngu afgreiddu morðmáli. frene hlaut að hafa gripið það upp úr einhverri skúffunni. Annars gat ekkert verið sent ofan frá þriðju hæð, því eina veran sem þar hélt til, var gamall köttur. Og hvað Por- kai fulltrúa snerti, þá hafði hann ekki sézt í marga daga. Að vel yfirlögðu ráði hafði hann samein azt hinum mikla mannastraumi, sem lagði leið sína yfir austur- ísku landamærin. Irene gat verið hreinasta nlága, en hún kunni vel að los- ast við erfiðan gest. — Viljið þér vera svo góð að taka á móti kæru frúarinnar og láta hana undirrita hana? — Með ánægju, svaraði hún brosandi. En brosið hvarf, þeg- ar hún snéri sér til frú Halmy. — Komið með mér frú. Nú þegar. Við getum ekki eytt öll- um deginum í þetta. — Hvað ætlar hún að skrifa? spurði frú Halmy. — Nú, það sem þér eruð rétt búnar að segja við mig, svaraði Nemetz, en stutt og án útúrdúra. — Hvers vegna á ég að skrifa undir? Hún virtist dálítið rugl- uð. Irene tók svarið af vörum Nemetz. — Vegna þess að kæra verð- ur að liggja fyrir, áður en lög- reglan hefst nokkuð að. Og enn- fremur vegna þess að einhver verður að bera ábyrgðina, ef kæran hefur ekki við rök að styðjast. Er þetta nægilega ljóst? Án þess að bíða svars hélt hún áfram: — Komið, sakamálafulltrúinn á annrikt. Hún svo að segja hratt frú Halmy út. Eftir augnablik heyrð Svangir rata i Sælkerann tJrval sérrétta, ódýr hádegisverður Smurt brauð og samlokur Borðið á staðnum. Sækið eða hringið og fáið sent.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.