Morgunblaðið - 19.04.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.04.1968, Blaðsíða 16
16 MOKGUNBLAÐIÐ, FöSTUDAGUR 19. APRÍL 19«« Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands. NÝJAR STÓR- FRAMKVÆMDIR í ræðu þeirri, sem Bjarni Benediktsson forsætis- ráðherra flutti í eldhúsdags- umræðunum í fyrradag, benti hann m.a. á þá stað- reynd ,að talsmenn stjórnar- flokkanna hefðu vorið 1966 meðan allt var í fullum blóma, bent á, að bygging Búrfellsvirkjunar og ál- bræðslu mætti ekki dragast, því að of seint væri að hefja undirbúning slíkra fram- kværnda, þegar atvinnuleysi væri skollið á. Jafnframt lagði forsætisráðherra áherzlu á það í ræðu sinni, að frambúðaröryggi í at- vinnumálum yrði ekki tryggt nema með því að nýta að fullu öll landsins gæði. Ástæða er til að vekja at- hygli á þessum ummælum forsætisráðherra einmitt vegna þess, að ein af fjöl- mörgum röksemdum, sem stjórnarandstæðingar beittu í baráttu sinni gegn ál- bræðsluframkvæmdunum og 'Búrfellsvirkjun var einmitt sú, að svo mikil atvinna væri í landinu á þeim tíma, að þessar framkvæmdir mundu draga vinnuafl frá undirstöðuatvinnuvegunum og þess vegna bæri að fresta þeim. Enginn þarf lengur að fara í grafgötur um, hvorir höfðu á réttu að standa vor- ið 1966, stjórnarandstæðing- ar eða stjórnarsinnar. Frá því um áramót hefur gætt töluverðs atvinnuleysis í landinu en í sumar munu um 1000 manns vinna við Búr- fellsvirkjun og rúmlega 600 við álbræðsluna í Straums- vík og ætti öllum að vera Ijósit hvernig atvinnuástand- ið í landinu væri, ef ekki væri unnið að þessum fram- kvæmdum- En þrátt fyrir þessar miklu framkvæmdir, sem nú standa yfir og ljúka mun á næsta ári, er það vissulega rétt sem forsætisráðherra sagði í ræðu sinni, að fram- búðaröryggi í atvinnumálum verður ekki tryggt nema all- ar auðlindir landsins verði nýttar svo sem kostur er. Þess vegna gagnar ekki að sitja auðum höndum, þótt þessar miklu framkvæmdir standi yfir, heldur verður þegar í stað að hefja undir- búning að nýjum stórfram- kvæmdum og liggur þá bein asit við að halda áfram að virkja fossaaflið og byggja upp orkufrekan iðnað í tengslum við nýjar stórvirkj anir. Hið svonefnda Iðnþróunar ráð hefur nú tekið við þeim verkefnum ,sem stóriðju- nefndin hafði með höndum á sínum tíma, og einsýnt virðist að Iðnþróunarráð taki föstum tökum það verk- efni, að undirbúa áframhald þeirrar iðnvæðingar, sem hafin er í landinu með ál- bræðslunni. Rétt er að minna á þau ummæli dr. Jóhann- esar Nordals formanns banka stjórnar Seðlabankans á árs- fundi bankans fyrir skömmu, að nauðsynlegt væri að hefja undirbúning að nýjum framkvæmdum, þegar fram- kvæmdum við Búrfell og ál- bræðsluna lyki, til þess að tryggja nægilega öran hag- vöxt í landinu og batnandi lífskjör fólksins. Þettá er tvímælalaust eitt stærsta verkefni, sem ríkisstjórn og Alþingi standa nú frammi fyrir og nauðsynlegt að vinda bráðan bug að því að koma þessum verkefnum á alvarlegt undirbúningsstig. HUGSUNARHÁTT- UR SELSTÖÐU- KAUPMANNA að verzlunarfrelsi, sem ríkt hefur hér á landi í stjórnartíð núverandi ríkis- stjórnar hefur gjörbreytt öll um lífsháttum fólksins í landinu og erfitt er að trúa því, að nokkur maður vilji enn snúa til þeirra tíma, þeg ar opinberar nefndir og ráð tóku ákvarðanir um það hvað almenningur á íslandi mátti kaupa og hvað ekki. Samt sem áður skjóta stöð- ugt upp kollinum raddir úr herbúðum Framsóknar- manna og kommúnista um það, að verzlunarfrelsinu fylgi bruðl og óhóf og þá er sérstaklega talað um inn- flutning á tertubotnum í því sambandi. Ólafur Björnsson alþm. og prófessor, gerði þennan haftaáróður Framsóknar- manna og kommúnista að umræðuefni í snjallri ræðu, sem hann flutti við eldhús- dagsumræðurnar í fyrradag og sagði þá m.a.: „Minna má á það ,að um sl. aldamót, þegar fyrst fór að myndast vísir til verkalýðshreyfingar hér á landi var öðruvísi á þetta litið af forustumönn- VŒJ UTAN ÚR HEIMI r eins árs einræði herforingja í Grikklandi Næstkomandi sunnudag er ár liðið frá því herforingja- stjórnin í Grikklandi komst til valda og sennilega er ein- ræði hennar sterkara nú en nokkru sinni fyrr, þrátt fyrir óánægju og vaxandi efasemd ir fólksins sem hún stjórnar. Vissulega er allt rólegt á yf- irborðinu, svo m fclu rólegra nú en nokkru sinni á undan- förnum árum eða jafnvel ára tugum. Stjórnin hefur losað sig við alla hættulegustu and stæðinga sína, blóðsúthellinga laust. Þeir eru flestir í haldi einhversstaðar á eyjum úti, í fangelsum, og fer ýmsum sög um, og ekki öllum fallegum af aðbúðinni þar. Aðrir eru í stofufangelsi þessa dagana, svo sem Georges gamla Papan dreu og Kanellopolous, báðir lyrrverandi forsætisráðherr- ar. Enn aðrir eru tryggilega geymdir í útlegð, svo sem þeir Andreas Papandreu og Kon- stantin konungur. Hin dipló- matíska einangrun, sem her- foringjastjórnin varð að búa við í upphafi, hefur nú verið rofin, NATO-löndin og önn- ur ríki hafa hvert að öðru viðurkennt stjórnina og tek- ið upp eðlileg samskipti við hana. Og svo hafa herforingjarn- ir, sem fyrir byltingunni stóðu, skipt um föt, hengt ein kennisbúningana sína inn í skáp og farið í borgaraleg föt röndóttar buxur og diplomata frakka. Og þeir hafa svo sem gert meira, þeir hafa, segja allá- reiðanlegar heimildir, útrýmt að verulegu leyti þeirri spill- ingu, sem var svo megn orðin í grísku stjórnar- og embætt- ismannabúðunum. Þeir hafa líka lýst því yfir, að senn muni gengið til atkvæða um nýja stjórnarskrá — og fyrr eða síðar muni lýðræðið aftur fá sinn sess í Grifcklandi. Þessar vonir hengja þeir eins og gulrætur fyrir framan nef íbúanna meðan þeir reyna að teyma þá til fylgis við sig. En þrátt fyrir ítrekaðar til- Papadopoulos Konstantín raunir hefur þeim ekki tek- izt að vinna hylli almennings. En hvað, sem hver segir, haf a herforingjarnir sýnt það á þessu síðasta ári, að þeir kunna að nota vald, þegar þeir hafa fengið það. Að vísu hafa þeir líka sýnt, að þeim er afskaplega áfátt í stjórn- vizku og vita lítið um efna- hagsmál. Eftir þetta er er eins og lífið í Grikklandi sé alls ekki raunverulegt. Það kann að vera eitthvað hæft í þeim á- sökunum, sem koma erlendis frá, að politískum föngum sé misþyrmt — en gagnvart íbú um landsins hefur einræðis- stjóm herforingjanna ekki verið sérlega harðhent Á göt unum eru fáir hermenn og Georg Papandreou lögreglumenn, færri en til dæmis í Róm eða París. Hvergi eru sjáanleg vígorð, hvorki um hlutverík, afrek né markmið stjórnarinnar eða einstakra manna hennar. Pólitískum föngum hefur fækkað úr sex þúsund í upp- hafi í tvö þúsund og embætt- ismenn halda því fram, að ekki sé verr með þá farið en tíðkist í öðrum löndum Ev- rópu eða Ameríku — hvað svo sem er rétt í því. Grískur fréttamaður segir um með- ferðina í fangabúðunum. „Það er hin sálræna spenna og kúg un, sem er verst. Líkamlegt ofbeldi varð ég ekki var við“. Grískur almenningur lítur svo á, að einræðisstjórnin sé tiltölulega mild, — en fólkið er ekki ánægt fyrir það. Það óttast, að stjórnin muni sýna Jdærnar, þegar henni sýnist og það veit hreint ekkert, hvað fyrir henni vakir. Sum- ir telja, að hún viti það ekki sjálf. En þótt hvergi sjáist merki um almennan stuðning, sjást heldur hvergi merki um upp- reisn og það staðfesta and- stæðingar stjórnarinnar bæði til hægri og vinstri. Fyrrver- andi ráðlherra, sem var hand- tekinn, en er nú laus úr haldi og gagnrýnir stjórnina opin- skátt segir: “Ég sé engin Framhald á bls. 20 um verkalýðsins á þeim tíma. Þá var það fyrirkomu- lag ríkjandi í launagreiðslum að fólkið fékk kaup sitt greitt, ekki í peningum held ur í úttekt hjá atvinnurek- anda sínum, sem jafníramt rak verzlun, ásamt útgerð eða öðrum atvinnurekstri. Þá var það aðalbaráttumál verkalýðsins að fá kaup sitt greitt ekki í úttekt heldur peningum, sem væru til frjásrar ráð- stöfunar til kaupa á varningi samkvæmt eigin vali og í þeirri verzl n, er bauð bezt kjör- Það kostaði talsverða baráttu að fá þesisu fram- gengt, því að atvinnurekend ur þeirra tíma hafa vafalaust sagt við verkamenn sína og sjómenn, að það yrði þeim sjálfum fyrir verstu að fá kaup sitt til frjásrar ráð- unar, því að þá mundu þeir freistast til þess að eyða því í gráfíkjur og döðlur, sem mér skilst samkv. frásögnum aldraðs fólks að hafi verið tertubotnar þeirra tíma.... “ Og síðan sagði Ólafur Björnsson: „En það er í raun inni þessi verzlunarháttur selstöðukaupmannanna sem fram kemur hjá stjórnarand stæðingum er þeir gagnrýna viðskiptafrelsið, þó hann komi fram í nokkuð dulbú- inni mynd vegna breyttra aðstæðna frá því sem var um sl. aldamót. En þeir segja al- veg eins og selstöðukaup- mennirnir ,að þegar fól/kið fái að ráðstafa fjármunum sínum eftir eigin vild, þá kaupi það útlenda tertu- botna og kex og geti þannig komið þjóðarbúinu á vonar- völ. ’ Það þurfi því að tak- marka þetta frelsi með því að setja að nýju á fót gjald- eyrisúthlutunarnefndir til þess að ákveða hvaða varn- ingur megi vera á boðstólum fyrir landslýðinn og hverjir megi verzla með hann“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.