Morgunblaðið - 28.05.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.05.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ l-96'8. 3 LÖMBIN voru léttlynd og kát í blíðviðrinu í gær, ekki síður en mannfólkið. Vestur á Seltjarnarnesi var mýndar- legur hópur að fá sér blund um tvöleytið, en þegar fólk bar að, reistu flestar ærnar sig upp og gengu virðulega nær til að fagna gestunum, eins og sæmir íslenzkri gest- risni. Lömbin komu sporlétt á eftir mæðrum sönum, ekki eins spök, en forvitnin leyndi sér ekki. Þau höfðu látið sjatna í sér eftir hádeg- isdrykkinn og voru nú ágæt- lega upplögð til leikja. Innan stundar var allur lambahópurinn kominn á harðastökk farið var í ótal hringi, stokkið beinum fótum, svo að undir tók og síðan þotið á eldingshraða um þrautnagaðan blettinn. Öðru hverju var hlaupið eins og ör skot til mæðranna, gripið í spena og því næst eins og blátt strik í eltingarleikinn að nýju. Á öðrum stað voru tveir drengir að gefa hrossum og heimakindin var komin að og vildi fá sinn skammt líka. Hún og Blesi virtust perlu- vinir, hnusuðu hvort af öðru Friðbjörn, heimkindin, Blesi og Þorsteinn. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm. þau fljótlega vináttuböndum við' Seltjarnarnesbörnin og þiggja óhrædd af þeim góð- gæti. og fleiri börn á Seltjarnar- komið með brauð til að gefa nesi gera þeir sér tíðförult að kindunum. Ærnar voru áfjáð- girðingunum þar sem kind ar í að gæða sér á, og lömb- urnar og hestarnir eru, til að in komu í humátt á eftir. Fái strjúka þeim og horfa á leiki þau að lifa næsta ár bindast þeirra og athafnir. Við Grund á Lindarbraut « var þriðji kindahópurinn og fjöldi barna, en þau höfðu ͧÉ|ír og skiptust á trúnaðarmálum. Strákarnir Friðbjörn, 8 ára og Þorsteinn, 9 ára, sögðust vera búnir í skólanum og höfðu fengið einkunnir sínar í gær og eftir svipnum að dæma hafa þær verið hag- stæðar. Þeir ætla báðir í sveit í sumar og hlökkuðu til. Eins 'iíj&S&L.,.'*. '''!>> ■ iíwwmih ir-Y'^ " "" . - Guðbjörg, Guðmundur Karl, Ásbjörn og Ásta færa kindun um brauðbita. í Kapphlaupi. um hagsmuni þeirra sem hér fara saman við hagsmuni fjöld- ans, enda þótt fámennur hópur embættismanna hafi í svip mótað aðra stefnu, að því er virðist engum til gagns nema þeim. sem af misskilinni framsýni vilja merkja götur og gangvegi fram tíðarinnar, en gleyma, að hver kynslóð hlýtur og þarf að leysa sín vandamál sjálf. Framhaldsdeild í Kennaraskól- arium í haust SVO sem fyrr hefir verið frá skýrt, mun framhaldsdeiid Kennaraskóla íslands taka til starfa í byrjun september n.k. Viðfangsefni deildarinnar á þessu fyrsta starfsári er kennsla afbrigðilegra barna, einkum treglæsra og tornæmra. Náms- tíminn verður um 36 vikur, samfellt nám. Umsóknarfrestur rann út 1. maí sl. Nemendur verða milli 10 og 20. Fyrr á árum var oft litið til lögreglunnar með lítilli virðingu og menn áttu það til að gera lítið úr störfum hennar. Óhætt er að fullyrða, að þetta viðhorf hafi gjörbreytzt undanfarið. Á næstunni mun mikið mæða á lög reglunni við að tryggja áfram- haldandi öryggi í hægri umferð. Starfsemi lögreglunnar fyrir um ferðarbreytinguna hefur mótazt af miklum samstarfsvilja við al- menning og hún hefur gert mik- ið til að setja upplýsingar sínar fram á aðgengilegan hátt. Þá vekur það og athygli, að almenningur leitar í ríkara mæll en áður ráða hjá lögreglunni varðandi umferð og aðrar um- gegnisvenjur í fyrradag mátti víða sjá hópa fólks utan um lög reglumenn, sem veittu því upp- Iýsingar um umferðarreglur. Þannig á samvinna almennings og lögreglu að vera jafnt á þessu sviði sem öðrum. Úreltar hugmyndir um það, að lögreglan sinni störfum sínum aðeins með valdbeitingu eru að hörfa fyrir auknum skilningi á ábyrgðar- miklum störfum lögreglunnar, ásamt aukinni virðingu á vel unnum störfum hennar. Lög- reglan hefur einnig tamið sér nýja starfsháttu á nýjum tímum. Landeigendur í Mos- fellssveit mótmæla ÞANN 21. þ.m. voru saman komn ir að Hlégarði í Mosfellssveit 86 landeigendur úr Mosfellssveit og nágrenni, en til fundar þessa var einkum boðað vegna framkom- innar tillögu um friðun land- svæða í nágrenni Reykjavíkur til verndunar vatnsbóla, en þó sérstaklega vegna frumvarps til laga um breytingu á vatnalög- um, sem lagt var fram á síðasta Alþingi. En frumvarp þetta telja landeigendur fara mjög í bága við hagsmuni sína og verndun eignarréttar jafnframt skipulags lögum sem sett voru 1964, en þau lög ganga að dómi margra lögfróðra manna nær eignarrétti en stjórnarskrá heimilar og áð- ur hefir þekkzt. Ásamt land- og jarðeigendum í Mosfellssveit þar sem áð- urnefnt friðunarsvæði tekur einkum til voru mættir nokkrir land- og lóðaeigendur víðar að, sem telja sér hættu búna af fyrr greindri lagasetningu og áformum yfirvalda. Á fundinum kom fram svo- hljóðandi tillaga sem var samþ. og síðan undirrituð af hluta fundarm. „í tilefni auglýsingar sam vinnunefndar um skipulagsmál Reykjavíkur og nágrennis, er birtist í Morgunblaðinu 1. maí 1968, leyfum vér undirritaðir landeigendur, sem hagsmuna höfum að gæta í þessu sambandi, okkur að mótmæla eindregið þeirri skerðingu á eignum okk- ar, sem í fyrirhuguðum „vernd- arsvæðum" er fólgin og tökum jafnframt fram, að við áskilj- um okkur fullan bótarétt vegna þeirrar skerðingar á eignar- og afnotarétti landa okkar, sem í þessu er fólgin. Teljum við, að hér sé raunverulega um eignar nám á landréttindum okkar að ræða, og munum halda rétti okk ar til laga í samræmi við það.“ Einróma álit fundarmanna var að ákvarðanir og lagsetningur um þessi efni væru mjög fljót- færnislegar og . handahófs- kenndar. Lítið væri framhjá veigamiklum atriðum sem varða eignarrétt, hollustu, frelsi og ó- metanlega hagsmuni þess fjölda fólks sem leitar út fyrir þéttbýl- ið með fjölskyldu sína í tóm- stundum sjálfum sér og nánast alþjóð til gagns og farsældar. Fram kom að engar gagngerð- ar rannsóknir lægju því til grundvallar að setja svo mikl ar hömlur á byggingar og at- hafnafreisi á umræddu svæði. Hinsvegar væri t.d. bygging sum arbústaða í hæfilegri fjarlægð frá Reykjavík æskileg og ákjós- anleg enda mikil eftirspurn eft- ir slíku. Algjörlega væri ósann- að að nokkur hætta stafaði af umræddum byggingum eða önn- ur ráð væru nærtækari og eðli- legri til að tryggja neyzluvatns- þörf þéttbýlisins en banna þær. Samþykkt var að stofna form- lega félag til að kynna sjónar- mið landeigenda og standa vörð Virðing lögreglunnar Nauðsynlegar úxbætur Umferðarbreytingin yfir í hægri umferð gekk mjög vel í gær og ber að vona að sama verði uppi á teningnum, þegar fram í sækir. Strax í gærkvöldi fór nokkuð að bera á þvi, að menn virtu ekki nægilega þær hraðatakmarkanir sem settar eru til þess að tryggja öryggið. Brýna nauðsyn ber til, að menn virði þessar takmarkanir, því að e.t.v. minnir ekkert menn betur á breyttar aðstæður í um- ferðinni en það, að þeir mega ekki aka á sama hraða og venju lega. Allir hafa veitt því eftirtekt, að við meginumferðargötur mið bæjarins, Laugaveg, Austur- stræti, Hafnarstræti og Hverfis- götu, auk annarra gatna í gamla bænum, hefur ekki verið breytt um staðsetningu bílastæða og eru þau eins og í vinstri um- ferð, Veldur þetta því, að menn gera sér ekki jafngóða grein fyr ir umferðarbreytingunni, þegar þeir aka út úr þessum götum, eins og verða mundi, ef bifreið- arstöður yrðu færðar af hægri brún yfir á þá vinstri. Jafn- framt liggur ekki nægilega ljóst fyrir, hvemig menn eiga að haga akstri eftir þessum götum, hvort þeir eiga að aka alveg við vinstri brún eða á miðju gatn anna upp við bíla þá, sem þar er lagt. Hlýtur sú spuming að vakna, hvort ekki sé heppilegra að breyta hér til og færa bifr- eiðastæðin yfir á vinstri hlið gatnanna, þar sem þannig háttar að þau em aðeins öðm megin þeirra, jafnt á einstefnu og tví- stefnuakstursgötum. Úr gluggum Morgunblaðshúss ins sést yfir Austurstræti og Aðalstræti og vekur athygli, að umferðin norður Aðalstræti tmfl ar nokkuð umferð úr Austur- stræti og við hom Vesturgötu, Aðalstrætis og Hafnarstrætis myndast umferðarhnútur, þeg- ar bílar úr Aðalstræti ætla að beygja upp I Vesturgötu á hægri brún á móti umferðinni, sem kemur austur Vesturgötu. Væntanlega gengur þarna greið- ar, þegar menn hafa vanist breyttum aðstæðum, en einnig væri hugsanlegt að breyta eitt- hvað til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.