Morgunblaðið - 09.06.1968, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.06.1968, Blaðsíða 8
8 MORUUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1998 Dömur látið ekki hárvöxt lýta útlit yðar. MOHAIR eyðir hárunum. HAIRSTOP hindrar að þau vaxi aftur. Fæst á flestum snyrti- stofum og í Sápuhúsinu. Póstsendum. ESTIIETIC-umboðið Sími 98-1149. Hestaeigendur Kynbótahestur, Hrossaræktarsambands Suðurlands, Léttir frá Vík, verður staðsettur í hesthúsum Fáks, við skeiðvöllinn, til júníloka. í júlí verður hann staðsettur í hrossagirðingu Fáks og Harðar að írafelli. Hestamannafélögiu Fákur og Hörður. Orlof húsmæðra í Reykjavík—Kópavogi og Hafnarfirði verður að Laugum í Dalasýslu júlí- og ágústmánuð. 5 hópar frá Reykjavík: 1. hópur frá 1. júlí til 11. júlí 2. hópur frá 11. júlí til 16. júlí 3. hópur frá 16. júM til 21. júM 4. hópur frá 21. júlí tll 31. júM 5. hópur frá 31. júlí til 10. ágúst Umsóknum veitt móttaka frá og með 2. júní að Hallveigarstöðum Túngötu 14, (dyrabjalla K.R.F.I.) mánud., miðvikud., föstud. og laugardaga kl. 4—6 e.h. s. 18156. Orlofshópur Kópavogs. Frá 10. ágúst til 20. ágúst. Umsóknum veitt móttaka í Félagsheimili Kópa- vogs. Nánar auglýst siðar. Orlofshópur Hafnarfjarðar. Frá 20. ágúst til 30. ágúst. Umsóknum veitt móttaka í Hafnarfirði. Nánar auglýst síðar. Þeim konum, sem eiga erfitt með að vera lengi að heiman, er sérstaklega bent á 2. og 3. hóp. Ath. auglýsingu í dagbók. ORLOFSNEFNDIRNAR. DODGE D 400 Hin margra ára reynsla á fslandi sannar gæði og endingu DODGE vörubíla. Umboðið getur boðið vandlátum vörubílaeigendum 5 og 6 tonna DODGE D 400 til afgreiðslu strax. DODGE D 400 eru tilvaldir bílar fyrir heilverzl- anir, byggingafél., sendibifreiðastjóra, bændur og fL sem þurfa sterka, hagkvæma og endingargóða ameríska vörubíla. Kynnið yður verð og kjör DODGE D 400 strax í dag. CHRYSLER-umuboðið VÖKULL H/F. Hringbraut 121 — sími 10600 Glerárgötu 26 — Akureyri. T ryggingaskól- anum slitið TRYGGINGASKÓLANUM var slitið með samisæti að Hótel Sögu 22. f.m. Formaður skóla- nefndar flutti skólaslitaræðu og rakti í stórum dráttum starf- semi skólans á liðnum vetrL Skipuð var á vegum skólans „orðanefnd" til að íslenzka er- lend orð og orðasambönd, sem notuð eru við vátryggingar. Kenndar voru 2 greinar, bruna- tryggingar og enskt vátrygging- armál, og lauk báðum námskeið unum með prófi. Kennslu í brunatryggingum annaðist Hilmar Pálsson, full- trúi, en enskukennsluna í>or- steinn Egilsson, fulltrúi. í bruna tryggingum luku 14 nemendur prófi. Prófdómari var Benedikt Sigurjónsson, hrd. Ágætiseink- unn hlaut Hreinn Bergsveins- son (Samvinnutryggingum). í ensku vátryggingamáli luku 10 nemendur prófi. Prófdómendur voru Brian Holt, sendiráðsfull- trúi, og Sveinn Jónsson, fulltrúi. Ágætiseinkunn hlutu Hörður Felixson (Tryggingamiðstöðinni), Arngrímur Arngrímsson (Bruna bótafélagi íslands), Hermann Hallgrímsson (Samvinnutrygg- ingum) og Sverrir Þór (Sam- vinnutryggingum). Tryggingaskólinn, sem hóf starfsemi sína haustið 1962, er rekinn á kostað Sambands ísl- tryggingafélaga og fyrst og fremst ætlaður starfsmönnum tryggingafélaganna. Að lokinni afhendingu próf- skírteina, ávörpuðu Baldvin Ein arsson, formaður Sambands ísl. tryggingafélaga, og Stefán G. Björnsson, formaður Sambands brunatryggjenda á íslandi, hina nýútskrifuðu nemendur og af- hentu bókaverðlaun þeim, er á- gætiseinkunn hlutu. Skólanefnd Tryggingaskólans skipa Jón Rafn Guðmundsson, formaður, Tryggvi Briem og Þor steinn Egilsson. Aðollandur Koupfélogs Suðurnesja AðALFUNDUR Kaupfélags Suð urnesja var haldinn í Aðalveri í Keflavík laugardaginn 25. mai s.l. Auk stjómar, deildarstjórna og endurskoðenda, voru mættir á fundinum um 40 fulltrúar frá öllum deildum félagsins. Formaður félagsstjórnar, Hall- grímur Th. Björnsson, setti fund inn og bauð velkomna fulltrúa og aðra viðstadda. Þá minntist hann Þórarins Ólafssonar tré- smíðameistara, sem látizt hafði á árinu, en hann var í vara- stjórn félagsins og hafði lengi átt sæti í deildarstjórnum þess. Fundarstjórar voru kjörnir, Guðni Magnússon og Svavar Árnason og ritarar Ásbjörn Egg ertsson og Sigurður Brynjólfs- so n. Formaður flutti skýrslu félags stjórnar, en kaupfélagsstjóri, Gunnar Sveinsson, las og skírði reikninga félagsins, er lágu fjrr- ir fundinum í prentaðri árs- skýrslu. Var afkoma félags- ins góð eftir atvikum. Heildar- vörusala var kr. 91.868.992.60. Er eignir félagsins höfðu verið afskrifaðar, skv. lögum um kr. 975.325.00 og greiddir vextir af stofnsjóðsinnstæðum félags- manna, var rekstrarhalU kr. 35.461.93. Benedlkt Jónsson fram- kvæmdastj. flutti skýrslu um rekstur Hraðfrystihúss Kefla- víkur h.f., sem er eign kaupfé- lagsins. All mikill rekstrarhalli varð á rekstri hússins, en heild- arvelta þess á árinu varð kr. 47.665.838.36. Var þetta erfiðasta rekstursár hússins frá því kaup félagið eignaðist það. Úr stjórn kaupfélagsins áttu að þessu sinni að ganga þeir Hallgrímur Th. Björnsson og Svavar Árnason, en voru báðir endurkjörnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.