Morgunblaðið - 15.06.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.06.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1968 19 Gís/f Guðmundsson: Setiö á Ferða málaráðstef nu STUNDUM hefi ég verið að velta því fyrir mér hve um- hverfi og störf geta haft sterk áhrif á geðslag manna og jafn- vel útlit. Oft mótar slíkt inn- hverfar sálir, sem hafa ekkert í augum eða svip nema rúinarist- ur brauðstrits og fé3ýslu, ensem betur fer sleppa margir við slíka smækkun verundarinnar: máske táltölulega fleiri hér á fslandi en víðast annarstaðar, því að þeir, sem komast í trúnaðarsam- band við náttúru þess formyrkv ast seint í yfirbragði eða skap- höfn. Þessar hugsanir vöktu í huga mínum er ég horfði á Hallgrím Jónasson í ræðustól á Ferðamála ráðstefnunni og hlustaði áhann flytja erindi sitt: Ferðir um ó- byggðir íslands. Áratuga trún- aðarsamband hans við þá furðu veröld var. svo greinilegt í fasi hans og málflutningi og það vakti hjá mér minningar um tvo gengna samferðamenn, þá Helga Jónasson frá Brennu og Þor- stein Jósepsson. Báðir voru þeir vinir og samstarfsmenn Hall- gríms, ég vil leyfa mér að segja sálufélagar, og þeim fylgdi þessi sami óræði bjarmi, sem svo erf- itt er að skilgreina. Skyldi hann ekki stafa frá minningum um töfrafegurð ólýsanlegra heið- ríkjudaga, sem stundum láta bíða töluvert eftir sér, en raða sér svo í hugskotið, líkt og dýr mætar perlur á festi. Sjálfur hefi ég heimsótt all mörg ríki veraldar og séð töluvert af þeirra dýrð. Á því flakki hefi ég oft orðið fyrir sterkum hug- hrifum á fögrum eða merkum stöðum: þá hefur gjarnan skot- ið upp 1 huga mímum einni slikri minningarperlu að heim- an, sem með bjarma sínum hef- ur aukið á gildi stundarinnar. íslenzka Hallgríms var mynd- auðug og hljómmikil að vanda, í fórum sínum á hann mikið af snjöllum lýsingarorðum og er ó- spar á þau, vitanlega lauk hann máli sínu með nokkrum erindum úr eigin smiðju. Að erindihans loknu sá ég ekki betur en að hópurinn sæti nokikuð keikari í sæti og' með meiri birtu í svip énda uppskar hann mikið lófa- tak. Honum var einnig þakkað með orðum, ég lagði þar orð í belg og lét í Ijósi þá skoðun, að útlendir ferðamenn væru jafn snortnir af töfrum íslenzkra ör- æfa, og við heimamenn. Því bæri okkur að vinna að því af al- efli, að bæta skilyrði til ferða- laga um þau svæði og vinna markvisst að þvi, að útrýma glæframennskunni, sem allt of oft hefur einkennt þau á und- anförnum árum. Erindi Hall- gríms undirstrikáði ráðstefnan með eftirfarandi ályktun: „Ferðamálaráðstefnan 1968 telur það mikilvægt, að unnið verði markvisst að auiknum ferðalögum landsmanna um sitt eigið land og þakkar Ferðafé- lagi íslands og öllum þeim að- ilum, sem unnið hafa lofsvert brautryðjendastarf á því sviði. Hún samþykkir, að þetta verði eitt af þeim málum, sem tekin verða fyrir, til umræðna og á- lyktana, á næstu ráðstefnu. Landkynningarmál voru næ8t á dagskrá og hafði Lúðvig Hjálmtýsson framsögu. Erindi hans var stutt, máske einum um of, en ég 3kal viðurkenna það, að honum var þar töluverður vandi á höndum. Þessi mál eru afar margþætt og svo margt um þau að segja, að engin leið er að gera þeim viðhlítandi skil nema í löngu máli. Til þess var tími hans of naumur og því varð hann að stikla á stóru. Það sama verð ég að gera nú, annars yrði úr því löng grein, máske skrifa ég hana síðar. í umræðunum um málið kom það fram, að ýmsum virtist sem nokikur brotalöm hafi verið á þessari starfsemi okkar og að ekki hafi verið nægileg samstilling eða samvinna á milli þeirra aðila, sem að henni hafa unnið. Samkvæmt lögum er það hlutverk Ferðaskrifstofu rík- isins, að hafa forgöngu um land- kynningu og til þess, hefur hún fengið fjárveitingu frá Alþingi. Út af þeirri fj árveitingu, og ráð stöfun hennar, varð hún fyrir heiftarlegum árásum á fyrri ráð- stefnum, var jafnvel borið á brýn að hún misnotaði hana. Nú var ekki lengur hægt að bítast út af því, því að fjárveitingin var skorin niður á síðasta þingi. Þorleifur Þórðarson, forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins, var á ráðstefnunni og sat í þetta skipti á friðarstóli, fékk jafn- vel að heyra viðurkenningarorð um þá umdeildu stofnun. Bæði hann og aðrir sem tóku til máls hörmuðu þessa vafasömu sparn- aðarráðstöfun. En lofsvert mátti það teljast að enginn, ekki einu sinni Þorleifur ympraði á því, sem þó var nokkuð rætt manna á milli, að máske hefðu hinar illskeyttu deilur út af fjár- veitingunni gefið stjórnarvöld- unum nokkra átyllu til niður- skurðarins. Svo fór málið í nefnd sem skilaði tillögum næsta dag. Eftir töluverðar um- ræður voru þær samþykbtar, að mestu óbreyttar, sem ályktanir ráðstefnunnar. Helztu atriði þeirra voru þessis „Ferðamálaráðstefnan harmar niðurfellingu landkynningarfjár af fjárlögum 1968. Hún álítur að þetta framlag hafi á undanförn- um árum verið notað jöfnum höndum, til að byggja upp nýja atvinnugrein í landinu og til að kynna menningu og atvinnulif treystir því á skilning stjórn- valda landsins á nauðsyn þess, að taka þetta framlag inn á fjár- lög aftur og auika það verulega." „Ráðstefnan telur brýna nauð- syn á réttri og aukinni land- kynningu erlendis, og að á und- anförnum árum hafi verið unn- ið að þessu af dugnaði en van- efnum. Hún telur brýna nauð- syn, að allir aðilar, sem hafa hag af auknu aðstreymi erlendra ferðamanna til landsins, samein- ist um þetta mál. Ráðstefnan beinir þeirri ósk til hæstvirts samgöngumálaráðherra, að hann skipi nefnd, sem hefur það höf uðverkefni, að gera tillögur um framtíðarskipun landkynningar- mála.“ f ályktun ráðstefnunnar, sem síðar verður getið, var fleiri verkefnum vísað til þessarar nefndar, ef hún skyldi verða skipuð. Þá var lokið afgreiðslu mikilvægs máls, sem mér fannst ráðstefnan fjalla um af ábyrgri hófsemi. Næst flutti ungfrú Gerður Hjörleifsdóttir erindi um ís- lenzkan heimilisiðnað, sem vakti verðskuldaða athygli enda vai það vel samið og sköruglegf. flutt. Þessi ungi kvenmaður, sem er handavinnukennari að mennt, tók við starfi framkvæmdastjóra hjá Heimilisiðnaðarfélagi ís- lands fyrir ári síðan og er Hk- leg til að koma ýmsu góðu í verk. í öllum ferðamannalöndum er sala minjagripa mikil tekju- lind, sem fjöldi manns hefur at- vinnu af, ýmist að öllu eða í tómstuindum. Yíðast er meginá- heirzlan lögð á framleiðslu muna, sem sýna þjóðleg sérkenni og listhefð, enda sækjast útlendir gestir mest eftir slíku. í gamal- grónum ferðamannalöndum hef- ur löng og skipuleg þróun skap- að ótrúlaga fjölbreytta fram- leiðslu og ákveðna festu í henni. Hjá okkur rí'kir frumbýlingshátt urinn enn þó margt hafi færst í rétta átt á síðustu ár- um. Fáar þjóðir eiga að baki eins rótgróinn og umfangsmikinn heimilisiðnað, eins og við ís- lendingar, annar iðnaður var ekki til í landinu fram að síð- ustu aldamótum. En svo datt botninn úr öllu slíku og það svo rækilega, að á tímabili virtumst við vera á góðri leið með að gláta þt-ssari dýrmætu þjóðararf leifð. En árið 1913 stofnuðu nokkrir þjóðhollir áhugamenn Heimilisiðnaðarfélag íslands og því á þjóðin mikið að þakka. Það glæddi hinn fölskvaða eld og héðan af mun hann ekki kulna. Félagið hefur haldið uppi víðtækri fræðslu- og upp- lýsingastarfsemi og rekur nú heildsölu og smásölu með ís- lenzkan heimilisiðnað. Ég talaði nokkur orð við Gerði í ferð- inni og lagði sérstaklega fyrir hana eftirfarandi spurningar: „Væri ekki hægt, að nota tækni fjöldaframlleiðslunnar að ein- hverju leyti við framleiðslu minjagripa, án þess að það rýri hið listræna og þjóðlega gildi hlutanna um of, en lækki fram- leiðslukostnaðinn. í öðrum lönd- um hefi ég séð þetta gert með góðum árangri? Hún svaraði: „Ég tel líklegt að þetta væri gerlegt í vissum tilvikum, en samt með mikilli varúð. Við höf- um farið þá leið, að kenna fram- leiðendum okkar betri vinnuað- ferðir og tækni og á þann hátt aukið afköst þeirra verulega. Annars verðum við lítið vör við kvartanir út af of háu verði, vandaðir og vel unnir munir standa æ undir sínu“. Síðari grein Síðari spurningin var þessi: „Telur þú ekki nauðsynlegt að koma á einhverskonar gæðamati á þjóðlegum minjagripum og losa okkur þannig við ýmiskon- ar grodda, sem maður verður stundum var við? Svar hennar var: „Við höfum slíkt mat og merkjum alla okkar vöru með sérstöku merki félagsins. Mér fyndist æskilegt að koma á mati, sem næði til allra". Mér þótti vænt um að svör hinnar sér- menntuðu konu voru svipuð mín um viðhorfum, einkanlega þó við síðari spurningunni. Við eigum dýrmæta þjóðlega arfleifð og eig um að færa okkur hana í nyt og ávaxta hana, án þess þó, að gera hana ajð tís'ku- eða tildurs- fyrirbæri. Ég þekki roarga af þeim mönnum, sem verzla með minjagripi og treysti þeim til einlægs samstarfs í þessu máli. Á ráðstefnunni var önnur kona frú Elsa Guðjónsson safnvörður, hámenntuð vísindakona, sem sannarlega þarf að hafa með í ráðum. Ráðstefnan undirstrik- aði erindi Gerðar með eftirfar- andi ályktun: „Framleiðsla ýmiskonar minja gripa er snar þáttur 1 ferða- málum hverrar þjóðar. Ferða málaráðstefnan 1968 skilur nauð syn þess, að fjölbreytni sé sem mest í framleiðslu þjóðlegra minjagripa og felur Ferðamála- ráði, að taka þetta mál til at- hugunar og umræðna við þá aðila, sem nú vinna lofsvert starf á þessu sviði“. Hið þriðja og síðasta af að- almálum ráðstefnunnar var Veiðimál og framsögumaður Þór Guðjónsson veiðimálastjóri. Er- indi hans, um nytjafiska í ám og vötnum á íslandi með skugga myndum til skýringar, var hið fróðlegasta og gerður góður róm ur að. Þór Guðjónsson hefur ekki ætíð átt sjö dagana sæla í sínu starfi, orðið fyrir svæsn- um árásum, en umborið þær með virðingarverðri stillingu og sýnt meiri prúðmennsku í mál- flutningi en árásarmenn hans. Raunar hefur hann staðið á milli tveggja elda, tveggja hatrammra andstæðinga, netaveiðimanna og stangaveiðimanna. Báðir aðilar hafa verið aðsópsmiklir en þeir síðarnefndu þó mun harðari, enda hefur náttúran og dýrðin verið meira þeirra megin á und- anförnum veltiárum. Hefur það komið greinilegast fram í stöð- ugu kapphlaupi um hvert ein- asta straumvatn, sem nokkuð kvikt er í, og með þeim afleið ingum, að verð á veiðileyfum er næsta furðulegt hér á landi. Mig skortir þekkingu, til að dæma um það, hvor þessara að- ila hafi meira til síns máls í hinni hatrömmu deilu. Stanga- veiðimenn segja: „Þið þverlegg- ið árnar, dragið á í þeim og not- ið jafnvél gildrur". Netaveiði- menn segja: „Þið fasskellið árn- ar endanna á milli, frá morgni til kvölds með fullkomnustu veiði- tækjum og tálbeitum, þið stund- ið „húkk“ og skiljið eftir öngla og línudræsur í fisk- um, sem sitja hjá ykkur, og veslast svo upp“. Þetta eru ófagrar lýsingar en báðir hafa nokkuð til síns máls, í báðum hópum eru til óprúttn- ir menn, sem fara lítt að sett- um reglum í veiðiskap sínum. En eru þessir aðilar ekki að dei'la um keisarans skegg, hvor eigi að klippa það og hirða bróðurpart inn. Væri þeim ekki nær að kom ast að raunhæfu samkomulagi, svo að báðir geti stundað sinn veiðiskap, sér ti'l ábata og á- nægju. Veiðimálastjóri myndi vissulega fagna slíkum Fróða- friði, því að þá gæti hann ein- beitt sér að hinu mikilvæga starfi, að skila komandi kyn* slóðum stóraukinni arfleifð í ám og vötnum landsins, sem hafa haldist sporðakvik fram á þenn- an dag, þrátt fyrir stöðuga rán yrkju allt frá dögum Hrafna- Flóka. Frá mínum sjónarhóli, eftir að hafa tekið á móti erlendum ferða mönnum í yfir tvo áratugi, er það miður skemmtilegt ástand, að geta hvergi komið þeim í sæmilega veiðiá nema fyrir einhvern kunningsskap, og þá á okurverði, sem fæstir kæra sig um að borga. Pleiri en einn framámaður stangveiðimanna hefur beinlínis sagt við mig, að útlendingar ættu ekkert erindi í íslenzkar veiðiár, þær ættu að vera fyrir heimamenn. Ef þetta er hin almenna afstaða í þeirra hópi verður seint hægt að gera þessa vinsælu íþrótt að þeim þætti í ferðamálum okkar, sem hún gæti orðið. Það urðu nokkrar umræður um málið á ráðstefnunni en þá einkanlega um eitt atriði, sem einnig getur talist til náttúru- verndar. Það var hin sívaxandi hætta á mengun straum- og stöðuvatna vegna aukins þétt- býlis, gálauslegra framkvæmda og margskonar hriðuleysis í um- gengni okkar mannanna. Guð- rnundur Kristjánsson, formaður Landssambands stangaveiði- manna, vakti máls á þessu og bennti sérstaklega á Blliðaám- ar, sem nú væru í bráðri hættu Hann sagði réttilega að það væru ekki margar höfuðborgir, sem ættu laxveiðiá innan borg. armarkanna, en nú liti út fyrii, að við gætum ekki státað af þvl mikið lengur. Þessi aðvörun hans var rækilega undirstrikuð í uggvekjandi sjónvarpáþætti, nokkrum dögum síðar. Það voru allir á einu máli um þetta al- varlega mál og hin algera sam- staða staðfest með eftirfarandi ályktun ráðstefnunnar: „Ferðamálaráðstefnan 1968 vekur athygli viðkomandi yfir- va'lda á nauðsyn þess, að koma í veg fyrir mengnn strauan- og stöðuvatna og vill í því sam- bandi benda sérstaklega á það, sem er að gerast á vatnasvæði Elliðaánna í Reykjavík.“ Ennfremur var samþykkt eftir farandi ályktun: „Veiði í ám og vötnum, svo og ferðir um há- lendi íslands, eru þau verðmæti íslenzkra fierðamála, sem leggja ber sérstaka áherzlu á að nýta, til þess að auka ferðamanna- strauminn til landsins. Það er ósk ráðstefnunnar, að nefnd sú sem um getur í annari samþykkt hennar, taki þessi tvö mál ti'l at- bugunar og geri tillögur um framtíðarlausn og skipulag þeirra.“ Nú var komið að dagskrár- liðnum önnur mál. Ráðstefnuna sátu nokkrir ungir veitinga- menn og þeir báru fram mál, sem var rætt og gerð um sam- þykkt á ráðstefnunni í fyrra, um að leyft verði að selja vín með mat á öllum gistihúsum landsins, sem þess óska. Það urðu töluverðar umræður um þetta mál og flutningsmönnum bent á, að hér væru fleiri en eitt ljón á vegi, t.d. væri ekki nóg að fá þetta samþykkt á Al- þingi heldur einnig í viðkomandi héruðum. Að loknum umræðum var áskorun ráðstefnunnar 1967 endurnýjuð einróma. Að lokum við ég svo geta um mál, sem ég bar fram á ráð- stefnunni, lokum Almannagjár fyrir bílaumferð. Til grundvall- ar málflutningi mínum lagði ég grein, er birtist í þessu blaði þann 8. okt. síðastliðið haust, þar sem ég andmælti þessari ráðstöfun kröftuglega, birti einn ig andmæli nokkurra framá- manna í ferðamálum og lagði fram ákveðnar tillögur um fram- tíðarSkipulag umferðar um gjána. Þessar tillögur mínar lagði ég nú fyrir ráðstefnuna til umræðna og afgreiðslu og þær eru þessar: 1. Tekinn verði upp einstefnu akstur norður Almannagjá og allir þungaflutningar um hana bannaðir, nema akstur hóp- ferðabifreiða sem eru með ferðamannahópa. Lögð verði ein föld akrein um gjána með ryk- bundnu yfirborði (olíumöl eða malbiki) en hjá Skarðinu (Lög bergi verði gerð hliðarrein á 100-200 m kafla. Gengið verði frá grassverði báðumegin veg- arins eða gróðursettar íslenzk- ar blómjurtir. 2. Bannað verði að leggja bif- reiðum í gjánni nema á áður- nefndri hliðarrein, og þar að- eins takmarkaðan tíma. Hesta mönnum sé leyft að ríða norð- ur gjána (frá Hestagjá) og stanza hjá Lögbergi en ekki annarstaðar. 3. Athugaðir verði möguleik- ar á, að setja upp sjálfvirkt h'lið á veginn, ofan við Kára- staðastíg, og tekinn vegartollur af öllum bílum, sem vilja aka um gjána. Þeim tekjum verði varið til að greiða kostnaðinn við þess ar framkvæmdir og til viðhalds. Það urðu fjörugar umræður um málið, ekki vegna ágrein- ings um það sjálfit, aðeims ein hjáróma rödd mælti lokuninni bót, heldur út af því, hvernig ætti að afgreiða það. Að lokum samþykkti ráðstefnan eftirfar- andi ályktun: „Ferðamálaráðstefnan 1968 beinir því til Alþingis, 1 sambandi við endurskoðun laga um náttúrúvernd, að taka fullt tillit til þarfa almennings um ó- hindxaðan aðgang að fögrum stöðum, og eðlilegum útivistar- svæðum. f tilafni af því, að nú er ver- ið að endurskoða lögin um þjóð- garðinn á Þingvöllum, telur ráð- stefnan að hraða beri al'lsherjar- skipulagi hans, og beinir þeim tilmælum til Alþingis og Þing- vallanefndar, að taka til endur skoðunar ákvörðun sína um bann við allri bifreiðaumferð um Almannagjá". Síðan voru tillögur mínar sam þykktar, sem viljayfirlýsing ráð stefnunnar til Ferðamálaráðs. Ráðstefnunni lauk með kvöld verðarboði samgöngumálaráð herra á Hótel Höfn. Því stjórn- aði Brynjólfur Ingólfsson, ráðu- neytisstjóri, fyrir hönd ráðherra, sem ekki gat mætt sökum ann- ríkis, og gerði það vel og skör- uglega. Að mínu áliti, þá átti ráðstefnan honum og Sigurði Jóhannssyni vegamálastjóra töluvert að þakka. Þeir voru ætíð reiðubúnir til að veita upplýsingar og svara spurning- um og áttu verulegan þátt í hin- um jákvæða árangri hennar. Ég hield að ráðstefnan í heild verði flestum, er sátu hana, nokkuð minnisstæð en þó sér í lagi þessi kvöldstund. Á borðum voru góðar, en hóflsamlegar, veiting- ar, það var létt yfir hópnum g ræðumönnum líka. En fyrir utan gluggana blasti við eitt stór- Frarnh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.