Morgunblaðið - 10.07.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.07.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1008 17 - FRAKKLAND Framltald af bls. 1 pidou ákaflega fyrir starf hans og stjórnarforystu í þau rúm- lega sex ár, sem hann hefur ver- ið forsætisráðherra — og einnig fyrir forystu hans í kosninga- baráttunni á dögunum, er Gaull- istar unnu mikinn sigur. Jafn- framt gagnrýndu þeir ráðstafan- ir de Gaulles og „einræðislega meðferð hans á máli Pompi- dous“, eins og sagt var. Segir NTB, að Pompidou hafi verið mjög alvarlegur í bragði, er hann reis upp til a’ð þakka stuðn ing þingmanna og þagga jafn- <framt niður í hörðustu gagnrýni röddunum. Haft er eftir einum stuðnings- manna Pompidous, að frönsku þjóðinni muni reynast torvelt að skilja, hvernig de Gaulle geti farið svo með Pompidou eftir allt sem undan er gengið. En það er tekið fram, að ekki er vitað, 'hvort það var vilji Pompi- dous sjáifs eða ákvörðun forset- ans, áð hann yrði nú „réttur og sléttur þingmaður". Svo sem venja er, þegar þing kemur saman í Frakklandi í fyrsta sínn af afloknum kosning um, mun stjórnin biðjast lausnar á morgun og er þá viðbúið, að Couve de Murville hafi tilbúinn ráðherraiista sinn. De Gaulle ræddi við þá báða í dag, Pompi- dou og Murville, og þeir ræddu svo aftur við aðra ráðherra og þingmenn. • Eftirvænting og óvissa. Mikil eftirvænting ríkti í Frakklandi í dag vegna óvissunn ar um stjórnarmyndunina, Blöð in, útvarpið og sjónvarpið reif- uðu málin fram og aftur og veltu fyrir sér hvaða breytingar Couve de Murville mundi gera á sjórn- inni ef hann tæki vi'ð henni. Eru flestir sammála um, að þær verði all umfangsmiklar. Helzta verkefni nýju stjórnar- innar verður til að byrja með að framkvæma ráðstafanir þaer, sem de Gaulle ætlar að gera í innanríkismálum — og getið var að framan. Er talið víst, að Couve de Murville hafi verið hlynntur þessum ráðstöfunum frá upphafi og þeirri skoðun for setans, að sú stefna, sem Frakk- landi vedði nú fyrir beztu, sé einhvers konar millivegur miRi kapitalisma og kommúnisma. Pompidou, sem er fyrrum banka stjóri og íhaldssamari en Couve de Murville, er sagður hafa ver- ið andvígur þessum hugmyndum forsetans og því hafi slitnað upp úr samstarfi þeirra, — enda hafi de Gaulle verið kominn á þá skoðun, að Couve de Murville sé maður líklegri til að halda stefnumálum hans til streitu. Ýmsir telja, að þessi nýja þró- un mála bendi til þess að það verði Couve de Murville, sem tekur við af de Gaulle, þegar hann fer frá. Hinir sömu eru þeirrar skoðunar, að það vedði ekki á næstunni, því að forset- inn muni ætla að sjá til þess að ráðstöfunum hans í innanríkis- málum verði komið í örugga höfn, áður en hann lætur öðrum eftir æðstu stjórn landsmála. Pompidou hefur verið forsætis - JAPAN Framliald af bls. 1 ust af hörku gegn öryggissátt- mála Japans og Bandaríkj- anna. Þykja úrslitin því vís- bending til stjóranrinnar um, að henni sé óhætt að halda við þá afstöðu, sem hún hef- ur haft til sáttmálans og sam- bandsins við Bandaríkin. í efri deild japanska þings- ins eiga sæti 2S0 menn og var rúmur helmingur þeirra, eða 126 menn, kjörinn á sunnu- dag. Fara kosningar til deild- arinnar venjulega fram á þriggja ára fresti og er þá helmingur endurkosinn, en að þessu sinni bættist eitt sæti við vegna dauðsfalls eins þingmanna. Kjörtímabil þing- manna í efri deildinni er sex ár. Þegar talningu var að lang- mestu lokið í dag, þriðjudag, hafði Frjálslyndi flokkurinn fengið 69 þingsæti. Af þeim sætum, sem ekki var kosið um, hafði flokkurinn 68, svo að hann hefur nú samtals 137 menn í efri deild, en hafði áð- ur 139. Sósíalistar fengu að- eins 28 menn kjörna á sunnu- dag og hafa þá samtals 65 þingsæti í deildinni, með þeim, sem ekki var skipt um. Þeir höfðu áður 73 þingsæti. í fréttum í. gær, mánudag, þegar enn var ótalið í nokkr- um mikilvægum kjördæmum var talið víst, að Frjálslyndi- flokkurinn mundi halda þing- sætafjölda sínum og jafnvel bæta við sig, en það fór á aðra lund. Það fylgi, sem hrundi af Sósíalistum fór yfir á minni flokka, Komeita flokk inn, Lýðræðisleg asósíalista- flokkinn og Óháða. Enda þótt stjórnarflokkur- inn hafi tapað þessum tveim- ur þingsætum er svo litið á, að sögn NTB og AP, að jap- anska þjóðin hafi með kosn- ingunum gefið stjórn Satos umboð til þess að halda áfram þeirri afstöðu, $em hún hefur haft til öryggissáttmálans við Bandaríkin. Sósíalistar hafa barizt af hörku fyrir því að sáttmálanum verði rift þegar í stað. Sato og menn hans vilja hinsvegar viðhalda hounm og óska, að hann verði endur- nýjaður sjálfkrafa, þegar hann rennur út árið 1970. Sáttmálinn var gerður árið 1960, til tíu ára. Mál þetta var eina meiri háttar deilumál kosninganna í utanríkismálum, en fréttarit ari „New York Times“ bendir á, að í þingkosningum kjósi Japanir fremur um menn en málefni. Einna athyglisverð- astur segir hann, að hafi ver- ið sigur Frjálslyndra í héruð- unum Akita, Tochigi, Chiba og Kagoshima, því þau hafi til þessa verið talin ein af sterk- ari vígjum Sósíalista. í ýms- um kjördæmum á Honshu- eyju unnu Frjálslyndir líka óvænta sigra, — á einum stað unnu þeir frambjóðanda sós- íalista, í fyrsta sinn í tólf ár. A kjörskrá í kosningunum á sunnudag voru um 45 millj- ónir kjósenda, 48% karlar, 52% kohur. Kjörsókn var rúmlega 67%. Eisako Sato, forsætisráð- herra, hefur haldið á stjórnar- taumum í Japan frá því í des- ember 1964, þegar hann tók við af Hayato Ikeda, er lét þá af embætti vegna heilsu- brests. Sato gerði aðeins lítil- vægar breytingar á stjórninni þá, en hefur síðan breytt henni verulega nokkrum sinnum. Bróðir Satos, Nabosuke Kishi, var forsætisráðherra Japans á árunum 1957-60. Mismunandi nöfn þeirra bræðra eiga rót að rekja til þess, að þeir hafa báðir fjöl- skyldunöfn eiginkvenna sinna. Er það siður í Japan, að eiginmaður taki fjölskyldu nafn eiginkonunnar, ef hún á engan bróður til þess að við- halda ættarnafninu. Sato starfaði í 30 ár í ráðu- neyti því, er sér um járn- brautarsamgöngur í landinu og upp úr heimstyrjöldinni síðari skipaði Yoshida, þá- verandi forsætisráðherra, hann ráðuneytisstjóra í for- sætisráðuneytinu. Pólitískur ferill Satos hófst að marki ár- ið 1948, þegar hann gekk í Frjálslynda flokkinn, sem Yoshida var þá leiðtogi fyrir. Sato á sæti í neðri deild þings ins. Kosningar til hennar fóru fram síðast í janúar 1967. xáðherra frá því í apríl 1962. Hann er nú 57 ára að aldri. Murville er nokkuð eldri, 61 árs, og hefur átt sæti í stjórn lands síns frá því 1958, er de Gaulle komst til valda. Hann var utan- ríkisráðherra í tíu ár, en eftir óeirðirnar í landinu í vör var hann skipaður í embætti fjár- málaráðherra. Hann hefur mikla reynslu á svi'ði fjármála frá fyrri tíma, sérstaklega frá árunum 1930—40. Er raunar um hann sagt að hann hafi skarað fram úr í hverju, sem hann hefur tekið sér fyrir hendur nema helzt í golfi. Áður en hann varð utanríkisráð- herra, hafði hann verið sendi- herra lands síns í Kairo, Wash- ington og Bonn. rr . Atti að ná 1 vísindamenn - til að starfa fyrii austan tjald Bern, Sviss, 9. júlí. AP. SVISSNESKA lögreglan skýrði frá því í dag, að hún hefði handtekið austur-þýzk- an njósnara á flugvellinum í Zurich hinn 12. maí sl, eftir að í fórum hans fundust leyndir peningar og falskt vestur-þýzkt vegabréf, sem maðurinn hafði ljóslega not- að. Maður þessi er sagður heita dr. Helmut Bruno And- ers og vera fertugur að aldri, doktor í lögum og prófessor við Karl Marx-háskólann í Leipzig. Hann hafði um nokk- urt skeið haft það verkefni að ferðast milli Vesturlanda og fá vestræna vísindamenn einkum á sviði kjarnorkuvís- inda, til þess að koma austur fyrir tjald tii starfa. Dr. Anders verður leiddur fyrir rétt í Sviss á þeirri for- sendu, að hann hafi ferðazt til og frá á fölskum skjölum. I Hinsvegar verður ekki fjallað1 þar um ofangreinda starfsemi hans, þar sem hún hefur ekki beinzt gegn svissneskum borg urum. - JOHNSON Framhald af bls. 1 rómur á kreiki, að þessi fundur Johnsons með Thieu á Honolulu muni vera upphafið að miklum ferðalögum og fundahöldum for- setans þá mánuði sem eftir eru af forsetatíð hans. Johnson er nýkominn úr ferð um Mið-Amer- íku og getgátur eru uppi um, að Johnson hyggi á ferðir til Afríku, Asíu, S-Ameríku og Ev- rópu og jafnvel til Moskvu. Tilkynnt var í Washington síðla í dag, að ekki hefði end- anlega verið ákveðinn dagur fyr ir fund þeirra Johnsons og Thi- eu. Blaðafulltrúi forsetans sagði í San Antonio að Johnson mundi vera óblandin ánægja að hitfa Thieu og dagur yrði ákveðinn, þegar Johnson hefði rætt við ráð gjafa sína um málið. - EKKERT FINNZT Framhald if bl.s. 2 um úr hænsnum og kúm frá Skáldsstöðum, þar sem fólk veiktist, en þar hafa engir sýklar fundist í skepnum, enda allar við góða heilsu að sjá. Einnig hafa verið tekin sýni víð ar, en ekkert verið athugavert við þau. Þá hefur verið leitað í fóðri frá fyrirtækjum, sem selt hafa fóður það er notað var á þessum bæjum, en ekkert fund- izt. Ræktun tekur misjafnlega langan tíma. Ef sýnin eru ekki jákvæð er hægt að sjá það eftir hálfan annan sólarhring, en það tekur langan tíma að fá fram jákvæða svörun. Arinbjörn Kolbeinsson sagði, að sýkladeild Rannsóknarstofu Háskólans hefði tekið um eða yfir 100 sýni í allt í sambandi Mikil vinna er við sýnishomin, sem berast að norðan vegna taugaveigibróðursins, sem stakk sér niður í Eyjafirði. við þennan faraldur. Ekki væri stór hluti jákvæður af þeim. Rannsóknin er tvíþætt, blóðvatnsrannsókn og ræktun á sýklum. En með blóðvatnspróf- unum er oft hægt að sjá hvort viðkomandi hefur haft veikina áður, þó hann sé nú heilbrigð- ur. Hafa alls 21 sýni reynzt já- kvæð í ræktun frá mönnum. Það þýðir þó ekki að svo margir hafi sýkzt, því sumt eru endur- teknar prófanir. á hafa verið tekin fyrir sýni úr matvælum, en ekki fundizt merki um að sýklarnir hafi nokkurs staðar komizt í matvmli. T.d. hafa ver- ið tekin egg, en ekkert fund- izt. Nokkuð er mismunandi hve langan tíma tekur að rækta sýn- in á Rannsóknarstofunni. Flest- ar rannsóknirnar er hægt að gera á tveimur dögum, en þó getur þetta tekið lengri tíma, sagði Arinbjörn. Bæði á Tilraunastöðinni á Keldum og Rannsóknarstofu Há skólans hafa þessar rannsóknir verið mikið aukaálag á störlin, enda mikið verk. Þó hefur ver- ið komizt af án þess að auka vinnukraft. að er heldur ekki svo auðvelt, því takmarkaður fjöldi kann til slíkra starfa, sagði Arinbjörn. Gyðingaofsóknum Skuli hætt í Póll. Varsjá, 9. júlí — NTB — HELZTU foringjar pólska komm únistaflokksins héldu áfram fundum í dag í miðstjórninni og samkvæmt NTB-fréttum mun m.a. hafa verið fjallað um skýrslu hugmyndasérfræðings flokksins, Zenon Kliszko. Hann leggur til að hætt verði Gyð- ingaofsóknum þeim, sem stund- aðar hafa verið í landinu síð- ustu mánuði. Eins og kunnugt er hefur Gyð- ingum verið kennt um að hafa átt upptökin að stúdentaóeirð- um og götubardögum, sem urðu í ýmsum borgum Póllands í marz mánuði. Eftir það voru margir Gyðingar reknir úr embættum eða vísað úr flokknum. Kliszko segir að rangt sé að gera mun á mönnum á þennan hátt og fráleitt að dæma Gyðinga harð- ar en aðra ábyrga borgana. Kliscko segir að með þessum Gyðingaofsóknum sé aðeins ver- ið að dreifa athyglinni frá þeirri einu alvarlegu hættu, sem geti steðjað að, og sú hætta komi frá lendurskoðunarsinnum. Á fundiinum í dag flutti pró- AUGI SÍMI L1 i 1 ÍSINGAR SS*4*8Q ■HHHl ÖKUKENNSLA Torfi Ásgeirsson Sími 20037 fessor Adam Schaff varnarræðu, en hann hefur verið sakaður um að hafa æst nemendur sína til mótþróa. Hann sagði af sér em- bætti í marz sl. en hefur löng- um verið talinn einn helzti sér- fræðingur Pólverja í kenningum Marx. Ræða Schaffs hefur ekki v.erið birt. Bremsuborðar Bremsuklossar Viftureimar Ávallt fyrirliggjandi mikið úrval várahluta í flestar gerðir bíla. Athugið okkar hagstæða verð. Kristinn Cuínason hf. Klapparstíg 27. Laugaveg 168. Sími 12314 og 22675.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.