Morgunblaðið - 30.07.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.07.1968, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIi), ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1968 „Fæ aldrei betri bíl né ðruggari" GUÐJÖN Guðjónsson, l»if- vélavirki, var nýkominn aust an frá Hellu, þegar við hitt- um hann að máli í gær og auð vitað fór hann þangað í biln- um sínum, en hann er Ford, árgerð 1930. — Þetta er eiginlega fræg- ur bíll, sagði' Guðjón, þegar við inntum hann eftir sögu bílsins. Fyrst eftir að hann kom til landsins, var hann til sýnis i glugga Ford-umboðs- ins — PáU Stefánsson. Venju legir bílar af þessari gerð kostuðu þá 3500 krónur, en þessi var 1000 krónum dýrari. M.a. voru hvít sæti í honum og ýmislegt fleira borið í hann, sem ekki var í öðrum bílum af þessari gerð. Og það var margur maðurinn, sem horfði löngunaraugum á þennan dýrðlega sýningargrip I glugganum. Svo er það maður norðan af Akureyri, sem kaupir bíl- inn og átti hann í tíu ár. Ekki veit ég neitt af því, sem á daga hans dreif fyrir norðan, en að þessum #íu árum liðn- um keyptu bræðurnir Adoif og Axel Smith bílinn. Þeir notuðu hann mikið við vinnu sína, m.a. meðan þeir lögðu miðstöðvarnar fyrir Bretann að Reykjum. í þeim ferðum skemmdust sætin og voru þá sett í hann sæti, sem ennþá eru sem ný að sjá. Eftir að Adolf setti svo upp þvottahús sitt á Berg- staðastígnum notaði hann bíl- inn við alla keyrslu því við- víkjandi. Þá lét hann smíða þetta hús á hann hjá Kristni vagnansmið og öðrum breyt- ingum hefur bíllinn ekki tek- ið til þessa, nema hvað ég hef skipt um dekkin. — Hvenær eignaðist þú svo bílinn? — Það var 1961 að ég fékk hann hjá Adolf. — Hvað gafstu fyrir hann? — Við skulum ekkert vera að nefna neinar tölur í því sambandi. Þetta varð svona að samkomulagi okkar Adolfs í milli. — Og hann hefur ekki bil- að mikið um æfina þessi? — Nei, hann hefur gengið eins og klukka, vélin aldrei slegið feilpúst, og þó má segja, að hún hafi alltaf ver- ið á fullu gasi. Að minnsta kosti veit ég að svo hefur einhver virðuleiki yfir þessum bíl, þó húsið sé seinni tíma smíði. (Ljósm. Sv. Þorm.). verið allt frá því að hann komst í eigu Axels og Adolfs. Þeir voru óhræddir við að leggja hann í erfiðið bræð- urnir og aldrei hef ég hlíft honum. Auðvitað er hægt að eyði- leggja þessa bíla með ein- hverri asnameðferð — það er Samlir bifar með virðu- splunkunýjum Ford 1930 eft- ir sem áður. Þessi saga segir sitt um ágæti þessarar teg- undar. — Og ekki þykja þeir nú Guðjón Guðjónsson horfir stoltur á vélina, sem aldrei hefur slegið „feilpúst" í 38 ár. auðvitað svo með allt — en hrein bilun er sjaldgæf í þess um bílum. Enda hefðu Ford- verksmiðjurnar örugglega farið á hausinn, ef ekki hefðu komið til framleiðsla á lé- legri bílum síðar. Ég get sagt ykkur svona til gamans smásögu um einn mektarmann í Danaveldi. Hann keypti á sínumí tíma tvo svona bíla. Annan setti hann inn í skúr og geymdi, en í hinum ók hann allar sínar leiðir og eftir lýsingunum að dæma, var það ekki alltaf bezta leiðin, sem hann valdi. Jæja, fyrir skömmu lagði hann svo þessum bíl eftir langa og dygga þjónustu, tók hinn út úr skúrnum og nú ek ur þessi mektarmaður 1 aðeins góðir. Heyrt höfum við talað um þá sem fallega bíla. — Já, þeir eru það. Þeir hafa einhvern virðuleika, sem mér finnst vanta hjá þessum nýrri bílum. — Og þá er ekki dónalegt að aka þessum bíl, ég tala nú ekki um, ef veg- urinn er slæmur. Það er hreint eins og hann vindi sig eftir veginum. — Og nú ertu nýkominn úr ferðalagi? — Já, ég hef alltaf setzt öruggur upp í þennan bíl og farið þangað, sem ég ætla mér. Og alltaf hefur hann komið mér áfallalaust heim aftur. Hvað sem verður, þá er ég viss um, að ég fæ aldrei betri bíl né öruggari. — Sjálfsbjörg Framhalð af hls. 19 niðúr allir tollar og gjöld af bifreiðum til öryrkja og mælir eindregið með tillögu Norður- landa um að þau gjöri samræmd ar ráðstafanir um niðurfellingu aðflutningsgjalda og annarra gjalda vegna bifreiðakaupa ör- yrkja; þingið beinir þeirri áskor un til borgar- og bæjaryfirvalda, að þau hlutist til um, að á opin- berum bifrefðarstæðum sé eitt stæði merkt og sérstaklega ætlað fötluðu fólki, og sé það mun rýmra en önnur, vegna erfið- leika fatlaðs fólks við að komast í og úr ökutækL í1 stjóm Sjálfsbjargar voru kjörin: Formaðtir Theodó.r Jóns son, Reykjavík, varaformaður Zophanías Benediktsson, Reykja vík, ritari, Ólöf Ríkharðsdóttir, Reykjavík, gjaldkeri, Eiríkur Einarsson, Reykjavík, meðstjórn- endúr: Jón . Buch, Reykjavík, Ingibjörg Magnúsdóttir, ísafirði, Heiðrún Steingrímsdóttir, Akur- eyri, Sigurður Guðmundsson, Reykjavík, Lára Angantýrsdótt- ir, Saúðárkróki. Framkvæmdastjóri landssam- bandsins er Trausti Sigurlaugs- son. -----♦--------- < — Bókmenntir Framhald af bls. 10 þar sem fegurðin ríkir ein, hví- Iik sögulok! Þannig ratar Ingibjörg beina leíð að hjörtum lesenda sinna. Við getum áfellst hana fyrir, að hún skuli ekki vera meiri rit- höfundur en hún er. Við getum beðið um meiri undirstraum og sannara líf i sögum hennar. Við getum fárast yfir rangsnúnum smekk fjöldans, sem sækist eft- ir þvílíku lesefni. En væri Ingibjörg meiri rit- höfundur en hún er — hver er þá kominn til að segja, að hún væri eftir sem áður „einn mest lesni rithöfundur á íslandi"? Ingibjörg má nefnilega hafa til síns ágætis nokkuð, eins og hún er. Hún virðist gædd frum- stæðri, ódrepandi frásagnar- gleði. Ekki er heldur vafi á, að hún skrifar um það eitt, sem er henni sjálfri hugleikið. Og „það, sem kemur frá hjartanu, fer til hjartans.“ Og svo eru söguefni Ingi- bjargar ekki heldur einstæð. Svipuð efni hafa um langt skeið tíðkazt í afþreyingarbókmennt- um, að ekki sé minnzt á allar kvikmyndirnar. Kvikmynda- framleiðendur um víða veröld hafa sent frá sér óteljandi myndir, sem talizt geta á svip- uðu srtigi og sögur Ingibjargar, meira að segja keimlíkar að efni. Læknatilbeiðslan er alþjóð- leg tízka. Ástin er alltaf númer eitt. Og hamingjuendir er fyrsta boðorð handa þeim, sem fram- leiða skemmtibókmenntir og „lélegar“ kvikmyndir. Þegar öllu er á botninn hvolft, er því sfður en svo furðulegt, að sögur Ingibjargar skuli njóta svo mikillar útbreiðslu sem raun ber vitni. Endurshoðun landuíræðibóhu EVRÓPURÁÐIÐ hefur gefið út rit um kennslu í landafræði og endurskoðun bóka og uppdrátta, sem notaðir eru við þessa kennslu. Er ritið árangur af starfi á fjórum ráðstefnum, sem Evrópuráðið gekkst fyrir um þessi efni. Var ein þeirra haldin í Reykjavík sumarið 1964. í rii- inu eru 7 aðalkaflar, og er þar sagt frá ráðstefnunum, en síðan fjallað um svæðaskiptingu Evr- ópu, kort og landabréfabækur, ýmsar algengar villur í kennslu- bókum, þar á meðal villur í frá- sögnum um ísland, um samstarf kennara og kennslubókahöf- unda, hjálpargögn við landa- fræðinám og gildi þess. Þá eru í ritinu ýmsar skrár og samþykkt- ir, sem gerðar voru á ráðstefnum Evrópuráðsins um þessi efni. Ritið er fáanlegt bæði á ensku og frönsku, og er hinn enski tit- ill þess: Geography Teaching and the Revision of Geography Textbooks and Atlases. Snæ- björn Jónsson & Co. h/f er um- boðsmaður bókaútgáfu Evrópu- ráðsins hér á landi. (Frá Uppl.deild Evrópuráðsins) Erlendur Jónsson. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu ÉG fæ ekki skilið, hvað má valda því, að menn glatist. Fyrst ber að hafa í huga, að Ritningin kennir, að við menn séum þegar glataðir. Mér er ljóst, að marg- ir hyggja, að allir séu hólpnir og að við förum til him- ins, þegar við deyjum, ef við forðumst þjófnað, sið- ferðisafbrot og morð. En Biblían segir: „Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð“. Okkur finnst öllum auðveldara að segja ósatt en að halda fast við sann- leikann; auðveldara að hata en elska; auðveldara að reiðast en að stilla sig. Þeta sýnir, að við erum að eðli til syndarinnar, Jafnvel lítil, yndisleg börn hata, berjast og skrökva, foreldrum sínum til mikillar furðu. Það, sem máli skiptir, er því ekki: „Hvað á ég að gera, til þess að ég glatist" heldur: „Hvað á ég að gera, til þess að ég verði hólpinn“? Einmitt hér sjá- um við tilganginn með krossi Krists. Þó að Adam, fyrsti maðurinn, syndgaði með vitund og vilja — og það gerum við líka — gerði Guð ráðstafanir til að frelsa manninn fá tilhneigingu hans til hins illa. Ráð hans var krossinn. „Meðan við enn vorum óstyrkir, dó Kristur . . . fyrir óguðlegan“. (Róm. 5,6). Biblían boðar, að við séum hólpnir, ef við treystum því, sem Drottinn fulkomnaði á krossinum. En við hljótum að taka á okkur ábyrgð synda okkar, ef við virðum hann að vettugi, sem dó fyrir okkur. „Sá, sem hefur soninn, hefur lífið“. (1. Jóh. 5,12). Svo einfalt er það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.