Morgunblaðið - 04.09.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.09.1968, Blaðsíða 13
 i MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. SEPT. Id68 13 „SÝNDU OG SEGÐU ÖLLUM HEIMI... Ótti og hatur í hernuminni borg 4. grein Magnúsar Sigurðssonar blaða- manns frá Prag Á ÖÐRUM degi eftir ininrásina var hernámið algjört. Á öllum aðalgötum Prag, við ai'lar mik- ilvægar opinberar byggingar og við allar brýr yfir Moldá stóðu raðir rússneskra skrið- dreka og annarra hervagna. Allt samband við útiönd var •slitið. Samgöngur jafnt til út- landa sem innanlands lágu niðri. Hernumin borg er óhugnan- l*g. Alls staðar ríkti ótt- inn. Hvarvetna þar sem fó'k átti leið framhjá rússn- esku hermönnunum eða her- vögnum þeirra, tók það á sig krók, En jafnframt óttanum mátti greina aðra tilfinningu á hverju andliti. Hatrið. Fólk htrækti á eftir skriðdrekunum, þar sem þeir fóru um, steytti hnefana og hrópaði ókvæðis- orð. Hvergi sáust börn. Pað virtist áberandi, að fó’lk reyndi að forðast að fara um hliðar- göttur en hélt sig mest á aðal- göúinum, enda þótt þar væri alls staðar sægur af skriðdrek- um. Skýrintgin var sú, að fólk var miklu öruggana, þar sem þúsund manns voru á ferli, enda þótt skriðdrekar yrðu á vegi þeirra, heldur en að fara um Miðargötur, þar sem mað- ur stóð kannski aleinn and- spænis röð af skriðdrekum. Rússnesku hermönnunum var einnig greinilega ljóst, að þeir voru staddir í fjandsamlegu landi. Peir yfirgáfu brynvagna sína sjaldan og þá aldrei öðru vísi en margir saman. Hrottaskapur sá, sem ein- kenndi hérnámið, gat ekki far- ið fram hjá nokkrum manni og sjá'lfum fannst mér 'hann raun- ar furðulegur, vegna þess að vita mátti fyrirfram, hve óskyn saimlegur hann var og hann hlaut aðeins að margfalda þá andúð og það hatur, sem inn- rásin skapaði. Víst var, að rúss nes’ku hermennirnir léku sér ekki að því að skjóta á fólk. Mér var sagt, að þeir beittu skotvopnum aðeins samkvæmt beinum skipunum frá liðsfor- ingjum sínum hverju sinni. Engu að síður þekktu rússnesku hermennirnir ekkert annað en byssuna, ef þeim var sýndur mótþrói. Hvergi sá ég þá t.d. beitá táragassprengjum, þar sem mannfjö'ldi safnaðist sam- an og ögraði þeim, en táragas- Báðum megin Wenseslasstrætis stóðu rússneskir brynvagnar í röðum. tók báðar þessar myndir. Greinarhöfundur sprengjur eiga að vera mein- lausar en virkar í því skyni að dreifa mannfjölda, sökum þess hve óþægilegt gasið er. En það drepur engan. Þegar það mikill mannfjöldi safnaðist að rúss- nesku skriðdrekunum, að her- Frá öðrum degi hernámsins í Prag. A hádegi efndu þúsundir ungs fólks til setuverkfalls á W ensesl asst ræti. mönnum fanmst þeiir þurfa að drei'fa honum, var gripið til vélbyssunnar. Fyrst var skotið upp í loftið og venjulegast naegði það, því að flestir flýðu þá, sem mest þeir máttu. En stundum nægði þetta ekki. Unga fólkið var einkum fljótt að átta sig á því, að vélbyssu- skothríð upp í loftið var hættu merki en í sjálfu sér ekki hættu leg. Það stóð því of't kyrrt og hélt áfram heitingum sínum við hermennina. Ástandið var þá samt engu að síður orðið stór- hættulegt. Hivenær sem var mátti búast við því, að taugar einhvers hermannsins biiuðu og hann sendi mamnþrönginni kúlnagusu. Ég tel ekki ólík- legt, að margir þeir, sem skotn- ir voru, hafi orðið fyrir byssu- kúlu einmitt við þessar kring- umstæður. Einstaka sinnum gripu rúss- nesku hermenninnir til hríð- skotabyssunnar sem stendur ofan á skriðdrekunum. Þá tóku undantekningarlaust allir til fótanna eins og þeir frekast gátu, því að þessar byssur voru ekki notaðar til þess að 'hræða fólk, heldur til þess að s'kjóta á það. I þessum byssum heyris't laegra en vélbyssumum og því ekki eins heppi'legar að því leyti til þess að skapa ótta. En það lærðist fljótt, að þá var virkilega áistæða til þess að vera hræddur, þegar þessar byssur fóru í gang. Þær eru enn hraðvirkari en vélbyssurn ar og með þeim má miða miklu nákvæmar. Á öðrum morgni hemámsins var þegar tekið að skipuleggja brottflutning útlendiinga úr landinu og voru það yfirleitt viðkomandi sendiráð, sem að því stóðu. Mikill fjöldi erlendra ferðamanna var í ÍPrag. Voru það bæði hópar á vegum ferða- sfcrifstofa eða einstaklingar og fjölskyldur á bílum síinum. Flestir vildu forða sér sem fyrst í burtu, en það var hæg- ar sagt en gert. Emginn þorði að hætta sér út á þjóðvegina upp á eigin spýtur. Þennan morgun var þegar skipulögð mikil bSIalest, sem átti að fara til Áusbuxríkis. Á hótelinu, sem ég bjó á, var uppi fótur og fit. Nær allir hugsuðu um það eitt að reyna að kom- ast brott en hvernig? Þeir, sem voru á sínum eigin bílum, höfðu að vísu farartækið, en þá var það benzínið. Enginn vissi, hvernig fara myndi, ef hann sæti uppi benzínlaus á miðri 'Ipið. Ef til vill var alveg eins gott að bíða og sjá hverju fram yndi, þvi að þetta var löug leið. Þá voru hinir, sem voru með ferðahópum. Benzínið virtist vera minna vandamál, að því er langferðavagna handa þessu fólki snerti. Svo var að heyra sem einhver loforð, óljós að 'vísu, hefðu verið gefin um að sjá þessum vögnum fyrir nægi legu éids'neyti. Vandinn var hins vegar sá að útvega slíka vagna. Frammi í anddyrinu á hóteli mínu stóðu tveir hópar ferða- fólks, annar sænskur, 'hinn bandarí'skur og biðu tilbúnir með allan farangur sinn í þeirri von, að langferðavagnar, sem lofað hafði verið, birtust úti fyrir. Tíminn leið og smám saman urðu allir úrkula vonar. um nokkra lausn. Skyndilega birtist gljáfægður sænskur vagn fyrir framan. Svíarnir hrópuðu húrra. Á örstuttri stund voru þeir búnir að koma faramgri sínum fyrir og horfnir burt. Eftir sátu þeir banda- rísku enn hnípnari en áður. I/oks eftir langa bið ók forn- aldarleg langferðabifreið upp að hóteldyrunum. Einn úr hópn um, ungur maður, kraup á kné og krossaði sig. — My God, I thank you. Aðrir brostu. Eng- lendimgur nokkur hljóp fram og til baka og tautaði. — Hvað á ég að gera? Hvað á ég að gera? Ég er með rándýra Jag- úarbifreið í bílskúr hér í Prag, en á aðeins 4 lítra af benzíni. Það þýðir, að ég kemst ekki einu sinni út úr borginni, 'hvað þá heldur til Austurríkis. Ég þori ékki að treysta á það að fá 'benzín á leiðinni. Það vita allir, að Rússar eru farnir að stöðva einkabíla unnvörpum og tappa af þeim benzínið handa skriðdrekum sínuim. En ég get ékki beðið. Það er ekk- ert samband við London, svo að konan mín og böm hafa ekki hugmynd um, hvernig mér 'hefur reitt af. Ég verð að fara. Ætli Rússar steli bílnum Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.