Morgunblaðið - 21.09.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.09.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. SEPT. 1968. Form. F.B. og þjóönýting byggingariðnaðarins ÞAÐ hefir vart farið framhjá mörmurn, sem fylgzt hafa með gagnrýni stjórnar Einhamars á hendur Framikvæmdanefnd bygg ingaráætlunar, að formaður henn ar, sem verið hefir til varnar, Jón Þorsteinsson alþingismaður, hefir jafnan komið fram í líki stjórnmálamannsins, þegar hann hefir gripið til i>ennans. Fram hefir komið nær ótrúleg vanþekking hans á því verkefni, sem hann hefir tekið að sér að stjórna. Hefði þó mátt ætla, að jafn greindur maður hefði áttað sig á því, að það er ærinn ábyrgð arhluti að taka að sér að eyða hundruðum milljóna króna af al- mannafé, án þess að hafa haft minnstu reynslu af framkvæmd- um af því tagi, sem um er að ræða. En því fer fjarri að JÞ telji sig á nobkurn hátt miður til verks- ins fallinn en þá menn, sem stundað hafa byggingarfram- kvæmdir áratugum saman — og í rauninni telur hann sig hafa allt umfram þá í þessu efni, þótt hann hreyki sér vitanlega mest af að hafa nær ótakmarkað fé til framkvæmdanna. Það er næsta broslegt að lesa síðasta skrif JÞ — í Mbl. 6. þessa mánaðar — því að þar fer stjórnmálamaðurinn á kostum. Þegar bent hefir verið á marg- vísleg mistök hans og vanþekk- ingu, segist hann vera í harðri sókn og læzt vinna mjög á í þessari deilu. Þykist hann báð- um fótum í jötu standa og sé ekki mikil hætta á því, að «in- staklingar geti byggt yfir sig eins og frjálsir menn á næstunni! Eru það heldur kaldar kveðjur til þeirra fjölmörgu einstaklinga, sem orðið hafa að hætta við smíði íbúða sinna á ýmsum bygg- ingarstigum, af því að fjármagn það, sem þeir áttu með réttu að fá hjá Húsnæðismálastjórn, hefir verið fengið FB og formanni, JÞ, til — á ýmsan hátt — vafasamr- ar ráðstöfunar. JÞ óskar greinargerðar fyrir stofnun Einhamars og verkefni þeirra samtaka. Um það segir hann: „Þar dugir ekki það eitt að hafa vakandi auga með bygg- ingarframkvæmdum rí'kisins og Reykjavíkurborgar í Breiðholt- inu og vilja frelsa FB frá ýmis- konar vitleysum og mistökum, líkt og Rússar vilja frelsa Tékkó- slóvakíu frá margvíslegum vill-u- kenningum, sem þar hafa skotið rótum.“ Hér komst JÞ heldur óheppi- lega að orði, því að ef menn gera samanburð á hegðun hans og FB og atbuTðum á erlendum vettvangi, þá liggur í augum uppi, að JÞ er handhafi Moskvu- valdsins, sem hyggst drepa allt frelsi í dróma og vill þá feiga, sem eru ekki reiðubúnir til að kyssa á vöndinn. f Mið-Evrópu hefir þróunin orðið slík, góðu heilli, að Rússar hafa ekki treyst sér til annars en að slaka á tök- um vegna eindreginnar sam- heldni og þjóðhollustu Tékka, og gæti svo farið um síðir hér á landi einnig, að Moskvuvald JÞ skildi aðeins eftir ógeðfellda minningu um tilraun til að gera framtak og dug einstaklingsins í húsbyggingarmálum að engu. Einhamar var einmitt stofnað- ur til þess — meðal annars — að tryggja það, að einstaklingar nytu áfram frelsis til að byggja og hefðu greiðari aðgang að fjármagni, á jafnréttisgrundvelli, en fé í þessu skyni væri ek'ki einvörðungu úthlutað samkvæmt duttlungum og hugdettum mis- vitra stjórnmálamanna. Einham- ar vinnur á vissan hátf eins og Tékkar, og stjóm félagsins treyst ir því, að eins og frelsisöld mun um síðir renna upp þar í landi, muni frelsið einnig sigra hér, en þeir, sem hafa unnið gegn því, hljóti aðeins skömm af, svo sem vert er. Er þess að vænta, að sem flestir íslenzkir stjórnmála- menn beri gæfu til að átta sig á þessu sem fyrst og grípi í taum- ana, áður en ríkisvaldið hefir látið vinna of mikil spjöll i þessu mál; og byggingariðnaðurinn hef- ir verið þjóðnýttur með öllu. JÞ telur upp 4 tölusett atriði til þess að færa sönnur á, hversu vel hann standi að vígi í deil- unni við Einhamar. Allt eru þetta þó atriði ,sem stjórn Ein- hamars hefir rætt margsinnis og reynt að fá JÞ til að skilja, svo að hún taldj ekki ástæðu til að tyggja ofan í hann einu sinni enn. Slíkt telur JÞ sönnun þess, að hann hafi betur! Má um þetta segja, að litlu verður Vöggur feginn, en vart mundi ritstjórn Mbl. verða fegin, ef stjórn Ein- hamars tæki upp á því að þylja í hverri grein öll þau atriði, sem rakin hafa verið og rökstudd áð- ur, en JÞ vill ekki skilja. ?n þess er að vænta, að lesendur Mbl. átti sig á þessu, og þeim eru þessi skrif ætluð ekki síður en formanni FB. Um þessi fjögur atriði er ann- ars þetta að segja: 1) Stjórn FB hefir fengið slíkt fjármagn til ráðstöfunar, að framkvæmdir fjölmargra ein- staklinga hafa stöðvazt til óbæt- anlegs tjóns. Það skiptir hér mestu máli fyrir alla aðila. 2) JÞ var bent á, að ef hann vildi láta skrif FB um bygging- arvísitölu Hagstofunnar koma fram, væri hægurinn hjá fyrir hann að birta þau sjálfur. Það hefir hann ekki talið hagkvæmt! 3) í dæmi því um kostnað við að fullgera 4ra herbergjía íbúð, sem stjóm Einhamars birti, var byggt á tölum, sem fram komu í tilboðum ýmissa verktaka til FB, svo og upplýsingum verk- taka nokkurs, sem hann birti í blaðaviðtali. Annað var áætlað samkvæmt verðlagi á efni í verzlunum, en vinna var áætluð samkvæmt uppmælingartöxtum. Standist dæmi Einhamars ekki, stafar slíkt einvörðungu af blekk ingum eða vaniþekkingu for- manns FB. En ef svo skyldi vera, að reikningslistin og yfirkostn- aðurinn hjá FB sé í mörgum til- fellum eins og við parketlögnina á gólfin, þá er skiljanlegt, hvers vegna formaður FB lítur svo á, að áætlunin standist ekki og ýmsa kostnaðarliði vanti. í viðtali, sem Vísir átti 22. júlí við tæknimenn FB — Björn Ól- afsson verkfræðing og Ólaf Sig- urðsson arkitekt — um svonefnd- ar Breiðholtsframkvæmdir, segir m. a. svo: „Parketgólfið var boðið út sér- staklega og kom lægsta tilboð bæði í efni og vinnu frá Dan- mörku eða 400 kr. á ferm. Við fengum ekki að taka danska iðn- aðarmenn til verksins, og varð trésmiðavinnan dýrari fyrir það. Hins vegar var efnistilboði Dan- anna tekið. — í reyndinni kostar parketið um 600 kr. á ferm.“ Nu er það svo, að skv. upp- mælingum, sem gerð er eftir uppmælingartaxta Trésmiðafé- lags Reykjavíkur. voru íslenzk- um trésmiðum greiddar tæpar 115 kr. á hvern fermetra, og er þar lökkun innifalin og ýmis vinna, sem unnin er samhliða. Yfirkostnaður nefndarinnar hlýt- ur því að vera öll vinnulaun Dananna að viðbættum rúmum 85 kr. á hvern ferm. Og það um- fram það, sem kostar að halda hér danska iðnaðarmenn. Þegar þessar staðreyndir eru skoðaðar, skal engan undra, þótt formaður FB segi í grein sinni, að í dæmi Einhamars sé allur yfirkostnað- ur alls ekki reiknaður! 4) FB fékk sitt byggingar- svæði afhent mörgum mánuðum á undan byggingarmeisturum og það var tilbúið, löngu áður en meistararnir gátu hafizt handa á sínu svæði. Er þá þessum atriðum svarað, en ef að vanda lætur heldur JÞ því fram í næstu grein sinni, að alls ekki hafi verið að þeim vik- ið! Þá segir JÞ svo á einum stað: „Einhamarsmenn halda ekki undan í allra augsýn. Þeir reyna að fela undanhaldið með ýmis konar sjónarhverfingum og til- burðum. Nú bera þeir það fram, að FB sé hætt við flestar þær nýjungar, sem nefndin tók upp og ég hafi hrósað sem mest.“ Er þá ekki úr vegi að nefna sumt af því, sem FB telur til „nýjunga“, sem hefir sannanlega verið reynt hór með misjöfnum árangri. Hefði FB fylgzt með þróun byggingarmála hér á síð- ustu áratugum, hefði hún getað sparað sór ofsadýrar tilraunir, eins og Einhamar hefir bent á. Er hér m. a. höfð hliðsjón af upplýsingum, sem tveir tækni- menn FB gáfu í fyrrnefndu við- tali í Vísi 22. júlí. Tæknimennirnir segja, að hætt verði við parketgólfin, sem FB taldi til hinna ágætu nýjunga sinna. Þau reyndust viðkvæm og sitthvað fleira að þeim. Það hef- ir til dæmis komið á daginn að „lagnir undir parketgólfum reyndust einnig miklu meiri og dýrari, en gert hafði verið ráð fyrir.“ Þessar fróðlegu upplýs- ingar sýna, að jafnvel tæknimenn FB unnu verk sitt blindandi og án hugsunar — fyrirfram. Úr því að tæknimönnum varð þetta á, var naumast við því að búast, að formaður FB væri skyggnari á verkið. FB ætlar einnig að hverfa frá þeirri „nýjung“ að hafa sameig- inlegt þvottahús í hvorri blokk, og framvegis mun þvottaherbergl fylgja hverri íbúð. Er JÞ þá kominn í þá skemmtilegu að- stöðu, að hann lætur FB taka upp „þvottahúskompur", eins og hann kallar slík herbergi á niðr- andi hátt, þegar hann rseðir um þægindi í íbúðum meistara í síð- ustu grein sinni. Má nærri geta, að það muni erfitt að brjóta þannig odd af oflæti sínu og renna í slóð meistaranna! En óhætt er að segja JÞ, að hann gæti lært margt fleira af meist- urum. Þá skal vikið að ýmsum „nýj- ungum“, sem FB ætlar að taka upp í sambandi við næsta áfanga sinn. Ein þeirra er sú, að ætlunin er að vélslípa gólf um leið og þau verða steypt. Slíkt er engin nýjung hér á landi, því að það var gert a. m.k. árið 1954, ef ekki fyrr. Tæknimennirnir segja ennfrem ur, að vatnslagnir verði hafðar utan á veggjum. Ekki er þetta nýjung hér, því að þetta er eitt af því sem menn gerðu hér endur fyrir löngu, en hurfu frá. „Nýj- ung“ FB er þess vegna í því fólgin að hverfa aftur til aðferða, sem lagðar hafa verið niður. Vissulega telst slikt afturhvarf til nýjunga! Enn segja tæknimennirnir Vísi frá steinsteyptum einingum, sem notaðar verði í næsta áfanga hjá FB. Það getur vel verið ,að þessir menn ( og JÞ líka) haldi, að þar sé um nýjungar að ræða, en slíkt er mesta vitleysa. Slíkar forsteyptar einingar hafa verið notaðar lengi hér á landi eins og allir kunniugir vita. Má t. d. benda á íbúðarhús, sem Sigur- linni Pétursson byggingaTmeist- ari hefir reist. Meðal nýjunga, sem verða í næsta áfanga hjá FB, er einnig talin sú, að „eldhús verða öll úti við glugga“ og að engir skápar verða í svefnherbergjum! Sýnir þetta að FB hefir smíðað gluggalaus eldhús, og er mesta furða, að JÞ s'kuli ekki hafa gum- að talsvert af svo frábærri nýj- ung, en eðlilegt er að spyrja hann, hvers vegna hann taldi ástæðu til að hverfa frá henni. Og vafalaust er það nýjung til að auka þægindi í íbúðum, að skápar verða ekki hafðir í svefn- herbergjum! „Nýjungum" þeim, sem FB hefir verið að stæra sig af á undanförnum mánuðum, hafa því verið gerð nokkur skil, og ættu menn, einstaklingar og opinberir aðilar, að sjá á því, sem hér hefir verið rakið, að megnið af „nýjungum" FB er atriði, sem hafa verið reynd hér. Hinu er ekki að leyna, að FB hefir tekizt að framkvæma eina nýjung, kannske óviljandi, en það er að smíða lélegri hús en almennt hefir tíðkazt hér, án þess að lækka byggingarkostnað- inn! Skal þá vikið að því langa máli, sem JÞ hefir um næsta reikular reikningsaðferðir FB á íbúðastærð. Er það harla klaufa»- NORRÆNA HUSIÐ POHJOLAN TAIO NORDENS HUS Við minnum á að Hand- og listiðnaðarsýning NORRÆNA HÚSSINS er opin alla virka daga frá kl. 17—22, laugardaga og sunnudaga frá kl. 14—22. Þar til nú hafa 15000 séð sýninguna. Hafið þér séð bana? Allra síðasti sýningardagur: sunnudagurinn 6. október. Verið velkomin. NORRÆNA HÚSIÐ. Félag byggingariðnaðarmanna A Arnesýslu Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða- greiðslu um kjör fulltrúa félagsins á 31. þing ASÍ, og 3. þing sambands byggingarmanna. Tillögum um einn aðalfulltrúa og einn til vara á þing ASÍ ásamt með- mælum að minnsta kosti 10 fullgildra félagsmanna skal skila til formanns kjörstjómar Sigurjóns Erlings- sonar, Lyngheiði 18 fyrir kl. 20 mánudaginn 23. þ.m. Tillögum um aðalfulltrúa og tvo til vara á þing SBN ásamt meðmælum að minnsta kosti 10 fullgildra fé- lagsmanna skal skila formanni kjörstjómar Lyng- heiði 18 fyrir sama tíma. STJÓRNIN. KRÓIVI HIJSGÖGIM Hverfisgötu 82 — Sími 21175. Nýtt símanúmer Hef fengið nýtt símanúmer á málflutningsskrif- stofu mína. Símanúmerið er nú 22120 Bírgir fsl. Gunnarsson hæstaréttarlögmaður Lækjargötu 6 B.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.