Morgunblaðið - 22.09.1968, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.09.1968, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1968 21 Kosningasigur Erianders ÞAÐ reyndust óþörf skrif í sænsku stjórnarandstöðublöð- unum fyxir kosninigamar, að vega og meta hvort Tage Erlender yrði að fara frá, ef hann missti 4 eða 5 af þeim þingsætum, sem hann hafði í „andra kammaren" fyrir kosn ingarnar. Stióxnarandstæðing- ar hu.gsuðu sér þennan mögu- leika, þó Gallup-könnunin sýndi stórvaxandi fylgi við Erlander frá sveitastjórnar- kosningunum 1966. En að hann bætti við sig 12 þing- sætum í stað þess að missa nokkur, mun engum hafa dottið í hug, 'hvorki Gallup né Erlander sjálfum. Enda skein gleðin út úr andliti hans, er hann sást í sjónvarp- iniu, er atkvæðatalningu var að ljúka. Það var allt annað andlit ,sem sást, er lokaum- ræðurnar fyrir kosningar fóru fram. Erlander mun hafa talið sigurinn vísan um það leyti sem atkvæðagreiðslu var að ljúka, því að 89% kjósenda h’öfðu greitt atkvæði en það sýndi að sósíaldemókratar voru samhuga en ekki tvístr- aðir eins og við sveitastjórn- arkosningarnar 1966, er fylgi þeirra stórhrakaði. Það var þetta áfall, sem gaf andstöðu- flokkunum sigurvonir, sem þeir höfðu svo ’hátt um fyrir kosningar. Þetta er stærsti kosninga- sigurinn, sem Erlander hefur unnið á sínum 22 áTa stjóm- arferli. Og fyrst nú hefur flokkur hans hreinan meiri- hluta í „andra kammaren“ (neðri deild) — 125 þingsæti af 233. — Hingað til hafa kommúnistar haft „líf hans í hendi sér“ ef svo mætti segja, þó að Erlender hafi ekki viljað vera upp á á kominn og segði fyrir kosn- ingarnar, að hann mundi frem ur segja af sér en að þiggja stoð kommúnistanna. — Hvað veldur þessum stór sigri? spyrja menn. Um ýmsar höfuðástæður eru allir sam- mála, t. d. þá, að sósíalistar hafi aldrei „agiterað“ jafn ákaft og nú ,enda sjáist það á hinni óvenjulegu kjörsó'kn. Þessi mikli kosningaundirbún- ingur er bein afleiðing af ó- sgrinum 1966. — Næst er bent á að vegna innrásar Nýju Delhi, 19. september —AP—NTB— AÐ MINNSTA kosti níu manns, þar af tvö börn biðu bana og nokkur þúsund slösuðust í dag í átökum lögreglu og ríkisstarfs- manna, sem hafa gert verkfall, víðsvegar á Indlandi. Að minnsta kosti 4.000 manns hafa verið handteknir á ýmsum stöðum fyr ir að hundsa bann stjórnarinn- ar við verkfallinu. Tveimur milljónum ríkisstarfsmanna var skipað að leggja niður vinnu í einn sólarhring, til að leggja á- herzlu á kröfu um Iaunahækk- un, en verkfallið fór víða út um þúfur. að BEZT er að auglýsa i Morgunblaðinu Rússa í Tékkóslóvakíu hafi frá'hvarfið úr kommúnista- flokknum orðið miklu meira en ella, og stoðaði þar ekkert þó Hermansson formaður flokksins lýsti fullri vanþókn- un á rússneska ofbeldinu. Sænsku kommúnistarnir hafa yfirleitt ekki grætt á fram- ferði goðanna í Kreml gagn- vart Tékkóslóvökum. Við Tage Erlander fyrstu sænsku kosningarnar eftir að Rússar kúguðu Tékka undir sig, 1948, féll atkvæða- tala kommúnista úr 10,4 í 6,3% og í stað 15 þingsæta fengu þeir 8. Og við kosn- ingarnar 15. þ.m. fengu þeir viðlíka kjaftshögg og 20 árum áður, því að atkvæðamagn þeirra lækkaði úr 5,2% í 2,9% og þingsæt'unum fækkaði úr 8 í 3. En þetta er ekki næg skýr- ing á sigrinum. „Folkpartiet" varð fyrir miklu skakkafalli líka, undir stjóm hins nýja foringja síns, Sven Wedén. í þessum flokk eru mjög sund- urleitar sálir, ekki síður en í vinstriflokknum norska, og Wedén hefur auðsjáanlega ekki sama lag á að halda hjörðinni saman og Bertil Ohlin hafði, en undir hans for ustu vsirð hagur flokksins beztur, og var hann þá stærst- ur borgarflokkanna. En nú missti hann 10 þingsæti og hefur aðeins 33. Hægri töpuðu einu og hafa 32. En „Center- partiet“ bætti við sig fjórum og hefur 39 og er stærsti borgaraflokkurinn. En það 'hefur lengi verið talað um, að þessi flokkur og Folk- partiet bræddu sig saman. Utanflokka var aðeins einn maður kosinn. — Ef borgara- flokkarnir hefðu sigrað var helzt talað um, að Gunnar Hedlund, formaður „Centr- um“ m'undi mynda stjórn. Það sem helzt var talið Erlanderstjórninni til stór- synda fyrir kosningarnar var 1) vaxandi atvinnuleysi 2) sí- hækkandi skattar, 3) skortur á íbúðum. — f stuttu viðtali að kosningunum loknum full- vissaði Erlander um að stjórn hans mundi fljótlega ráða bót á þessum vandkvæðum. Hvað húsnæðisleysið snertir bera kosningarnar ekki vott um að það sé svo alvarlegt sem af er látið. Því að þess ber að gæta, að við kosningarnar núna voru 600 þúsund nýir kjósendur (af 5,4 millj. alls) en það eru einmitt þeir — unga fólkið sem vill gifta sig — sem helzt verður fyrir barðinu á húsnæðisleysinu. En mikill meirihluti nýju kjósendanna hlýtur að hafa kosið stjórnarflokkinn. Erlander situr áfram með pálmann í höndunum. En hvað lengi? Það er fullyrt að hann rouni segja af sér for- sætisráðherra'embættinu og flok'ksstjórninni að loknu árs- þingi sósíalista næsta ár. Og að aðrir tveir ráðherrar og kannski fleirí muni fara líka. Eru þeir helzt nefndir Stráng og Torsten Nilsson utanríkis- ráðherra. Og hver tekur þá við? Flestir nefna Oluf Palme, hinn unga menntamálaráð- herra, sem mest veður hafa staðið um udanfarið — allra ráðherra. Han hefur verið spurður um hvort hann muni setjast í sess Erlanders, en tók því heldur fálega en neitaði þó ekki. En það er of snemmt að spá nokkru um nýja for- sætisráðherrann enn. Hitt þykir víst að Erlander fari frá. Og má þá segja að hann hætti lei'knum, þegar hæst fram fer, því að aldrei hefur vegur hans verið meiri en nú eftir hinn mikla kosn- ingasigUT. ESSKÁ. NÝTT SÓFASETT 3 ja og 4ra sœta sótar Ullar- og dralonáklœði Einnig áklceði úr nautshúð ettir pöntun íslenzk framleiðsla — Arkitekt Leif Ilansen. Húsgagnavetzlun Kaj Pind Grettisgötu 46 — Sími 22584. Traust fyrirtœki óskar að ráða karl eða konu sem aðstoðargjaldkera. TJmsóknir merktar „Framtíð — 6970“ sendist blaðinu. ANÍTA i Vestmannaeyjum auglýsir: Verðum með hannyrðavörur frá Handavinnubúðinni Laugavegi-63, Rvk., mánudag, þriðjudag og miðviku- dag n.k. Mikið úrval af nýjum vörum. ANÍTA, Vestmainnaeyjum. Atvinnutilboð óskast Ungur maður úti á landi sem vinnur við bókhald og gjaldkerastörf óskar eftir atvinnutilboði. Má vera úti á landi. Er vanur verzlunarstjórn og innkaupum. Gæti hafið störf um áramót. Tilboð sendist Mbl. fyrir 30. þ.m. merkt: „7000“. GARÐAHREPPUR Börn óskast til að bera út Morgunblaðið í Garðahreppi strax. Upplýsingar í síma 51247. VARAHLUTIR [fll NOTIÐ AÐEINS FORD FRAM- LEIDDA VARAHLUTI TIL END- URNÝJUNAR í FORD BÍLA—< ® KR HBI5TJÁN5SDN H.F. 11 M B 0 fl Ifl SUDURLANDSBRAUT 2 • SÍMI 3 53 00 ÁSKORUN til bifreiðaeigenda í Reykjavík. Skorað er á bifreiðaeigendur, sem enn hafa ekki greitt bifreiðaskatt fyrir árið 1968, að greiða hann þegar í stað, svo komizt verði hjá stöðvun bifreiðanna og lögtaksinnheimtu. Jafnframt er skorað á bifreiðaeigendur, sem rétt eiga til endurgreiðslu á gjöldum frá árinu 1967, vegna innilegu bifreiðanúmera á því ári, að framvísa kvittun frá 1967 og sanna með vottorði bifreiðaeftirlitsins rétt sinn til endurgreiðslunnar fyrir lok þessa mánaðar, en þá fellur endurgreiðslurétturinn niður. Reykjavík, 20. sept. 1968. TOLLSTJÓRASKRIFSTOFAN Arnairhvoli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.