Morgunblaðið - 12.11.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.11.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1968 Foch marskálkur undirritar vopnahiéssamning-inn í járnbrautar- lestinni í Co miegne-skógi. Vopna- Framhald af bls. 13 neituðu að hlýða. Raunar bend ir margt til þess, að hér hafi verið um að ræða tiiraun yfir- manna heraflans til þess að spilla fyrir vopnahlésviðræðun um. 4. nóvember voru nær all- ar borgir landsins í höndum uppreisnarmanna. Þann dag var gerð bylting í Múnchen, Lú'ðvík konungur Bæjaralands lagði niður völd og lýst var yfir stofn im lýðveldis. Þótt spartakistar stæðu fremst ir í flokki í þessum uppreisn- um vildi meirihluti þeirra, sem þyrptust undir rauða fána bylt ingarinnar, aðeins berjast fyrir friði, sem talið var að aldrei kæmist á fyrr en Vilhjálmur legði niður vö'ld. 7. nóvember tilkynntu ráðherrar jafnaðar- manna í stjóm Max af Baden, að ef keisarinn legði ekki niður völd innan sólar- hrings, segðu þeir sig úr stjórninni O'g tækju að sér stjórn byltingarinnar. Raunar vildu hægfara jafnaðarmenn eins og Friedrich Ebert og borg araflokkarnir allt til vinna að stemma stigu fyrir upplausnar hættunni og beina byltingar- hreyfingunni í öruggan farveg. Ebert lét svo um mælt að hann „hataði þjóðfélagsbyltingu eins og syndina." En allar tilraunir til að fá Vilhjálm keisara til að leggja niður völd virtust vera unnar fyrir gýg. Árangurslaust var reynt að fá Hindenburg mar- skálk til að tala um fyrir keis- aranum, en hann taldi sig bund inn af hollustueiðnum, sem hann hafði svarið honuim. Keis- arinn hafði jafnvel í hótunum um að siga hernum á uppreisn- armenn, en ti’l yfirherstjórnar- innar í Spa streymdu stöðugar tilkynningar um, að herinn væri í upplausn. Eftirmaður Ludendorffs, WiflheOim Gröner hershöfðingi, sagði að vonlaust væri að láta herinn bæla niður byltinguna: mikilvægustu stað- ir við Rín væru á valdi upp- reisnarmanna og hersveitir í mörgum landshlutum hefðu gengið í lið með þeim Ástand- inu var lýst þannig, að herinn vildi ekki sækja gegn Banda- mönnum, jafnvel ekki undir forystu keisarans. Hann vildi ekki sækja gegn bolsévíkum. Hann vildi aðeins vopnahlé, en vildi ekki snúa aftur til Þýzka- lands undir forustu keisarans, aðeins undir forystu yfirmanna sinna. Hik kom á Vilhjáim keisara, þegar jafnvel Hindenburg gamli snerist gegn honum, og sagðist hann vilja koma í veg fyrir borgarastyrjöld, en setti það skilyrði, að hann fengi að snúa aftur til föðurlandsins að vopnahléi loknu í fylkingar- broddi hersveita sinna. Keisar- inn skildi ekki, að öll þjóðin, en ekki aðeins örfáir kommún- istar stóðu að býltingunni. Þar sem Hindenburg þagði tók Gröner til máls, því að hann var sá eini sem þorði að segja sannleikann, og sagði: „Yðar hátign, þér ráðið ekki lengur yfir neinum her. Herinn vill halda heim í röð og reglu und- ir forystu yfirmanna og hers- höfðingja sinna en ekki undir stjórn yðar hátignar, því að hann stendur ekki lengur á bak við yðar hátign.“ Keisarinn varð sótrauður af reiði og sagði: „Ég krefst þess að fá þessa yfirlýsingu skrif- lega. Ég vil, að allir herfor- ingjar lýsi yfir því svart á hvítu, að herinn standi ekki lengur á bak við æðsta her- stjóra sinn. Hefur herinn ekki svarið mér holQustueið?“ Augu hans skutu gneistum. Innanrík- isráðherrann sagði: „Eins og nú er ástatt skipta eiðar ekki máli“ — ★ — í Berlin hafði brotizt út bylt- ing. Verkamenn höfðu lagt nið- ur vinnu og gengu fylktu liði til miðborgarinnar. Max prins hringdi til Spa og sagði að það eina sem bjargað gæti ástand- inu væri að keisarinn legði nið ur völd. Keisarinn vildi ekki trúa Max og hélt að hann hefði misst kjarkinn. En Max skild- ist á samtölum við aðalstöðv- arnvar í Spa að keisarinn mundi leggja niður völd á hverri stundu. Allar hersveitir í Berlín höfðu svikizt undan merkjum og útlit var fyrir að stjórninni yrði kollvarpað. Max var of fljótur á sér og tilkynnti að keísarinn hefði lagt niður völd, en þannig bjargaði hann ástandinu. Gengið var að kröfu jafnaðarmanna um, að Ebert myndaði stjórn. Skömmu áður höfðu spartakistar lagt undir sig keisarahöllina og lýst yfir stofnun sovétlýðveldis á tröpp- um hennar. í dauðans ofboði hljóp Schneidemann fram á svalir þinghússins og lýsti yfir stofnun sósíalistísks lýðveldis. Vilhjálmi keisara hafði verið steypt af stóli og keisaradæmið verið iagt niður. Reiði Vilhjálms varð tak- markalaus. Áður en hann frétti um atburðina í Berlín hafði hann fallizt á að leggja niður völd, ef það væri vilji þýzku þjóðarinnar, en nú hélt hanm því fram að hann væri ennþá konungur Prússlands. En nú var ö'llu lokið. Hanr. var eins og rotta í gildru. Hann gat hvergi verið óhultur í Þýzka- landi, en gat heldur ekki ver- ið um kyrrt í Belgíu. Nú tók Hindenburg við stjórninni, enda taldi hann sig ekki leng- ur bundinn af hollustueiðnum og baráttan stóð nú milli bolsé víka og sósíalista. Hann sagð- ist ekki geta tekið sér á herð- ar þá ábyrgð að sjá keisarann dreginn til Berlínar af upp- reisnarmönnum og framseldan byltingarstjórninni sem fangi. „Ég verð að ráðleggja yðar há- tign að fara til Hollands,“ sagði hann. Vilhjálmur keisari brást reið ur við, en varð að láta í minni pokann. Hann fór frá Spa snemma dags án þess að kveðja herforingja sína og beið í járn- brautarlest sinni á landamær- unum unz hollenzka stjórnin ákvað að veita honum land- vist. Vopnahlésdaginn 11. nóvember bauðst hollenzkur aðalsmaður af enskum ættum, Godard Bentinck greifi, tilþess að láta keisaranum kastala sinn I té. Seinna keypti hann litla höll, Doorn í Utrecht-hér- aði og bjó þar til dauðadags 1941. — ★ — Vopnahlésviðræðum Banda- manna og Þjóðverja var hrað- að vegna upplausnarástands- ins í Þýzkalandi. Af tillögum herforingjanna sem ákvóðu vopnahlésskilmálana, voru til- lögur Haigs vægastar, tillögur Pétains voru harðari og tillög- ur Pershings ef til vill ákveðn- astar, en Foch yfirhershöfðingi, sem hafði oddaaðstöðu sigldi byr begigja. 29. október skipaði þýzka stjórnin fulltrúa sína í vopna- hlésviðræðunum. Formaður þýzku sendinefndarinnar var Matthias Erzberger. einn af leiðtogum kaþólsikra í þýzika þinginu. Fulltrúi frá þýzku yf- irherstjórninni var skipaður í sendinefndina, en skipun hans var dregin til baka á síðustu stundu til þess að láta líta svo út, að þýzki herinn hefði ekki farið fram á vopnahlé. Árla morguns 7. nóvember var Foch sent sikeyti með nöfn- um þýzku fulltrúanna Þýzka stjórnin lýsti jafnframt yfir því, að hún mundi fagna þvx, ef koma fulltrúanna leiddi til bráðabirgðavopnahlés „í þágu marmúðar“, en Foch virti þá bón að vettugi og tilkynnti að- eins hvar á vígstöðvunum og hvenær fulltrúarnir ættu að mæta. Síðan hélt Foch marská'lkur ásamt Sir Rosslyn Wemyss að- mírál, formanni brezku flota- málanefndarinnar, í járnbraut- arlest til Rethondes í Compieg- ne-skógi. Þegar Foch tók á móti þýzku fulltrúunum sagði hann: „Hvað viljið þið?“ Erz- berger reyndi nokkur undan- brögð, en einu tilslakanirnar, sem hann fékk framgengt voru smávægileg tæknileg atriði. Honum hafði verið skipað að undirrita hverja þá skilmála sem fyrir hann yrðu lagðir, og þeir voru aðgengi'legri en hann hafði þorað að vonia. Þegar skilmálarnir höfðu verið undir ritaðir í járnbrautarvögnunum sagði Erzberger: „Sjötíu millj- ón manna þjóð þjáist, en deyr ekki.“ Foch svaraði aðeins: „Það er gott“ og fór án þess að kveðja með handabandi. Helztu skilmálarnir sem Erz- berger undirritaði kl. 5. fyrir hádegi 11. nóvember voru þess- ir: (1) Bardögum hætt kl. 11 (2) Brottflutningur fró her- teknum svæðuim og Elsass- Lothringen. (3) Heimflutning- ur borgara Bandamannaþjóð- anna (4) Framsal mikils magns hergagna. (5) Brottflutningur frá vinstri bakka Rínar og brú arsporðum handan fljótsins (6) Heimflutningur stríðsfanga (7) Framsal kafbáta og kyrrsetning skipa samkvæmt ákvörðunum Bandamanna. Þótt vopnahléi hefði verið komið á var friður ekki sam- inn fyrr en níu mónuðum síð- ar í Versölum í júní 1919. Um miðjan desember 1918 höfðu hermenn Bandamanna sótt að Rín, og síðan komu þeir sér fyrir austan fljótsins, Bretar við Köln, Bandaríkjamenn í Koblenz og Frakkar í Mainz. Sumir kafbátar Þjóðverja höfðu gefizt upp, aðrir voru kyrrsettir og enn öðrum hafði verið sökkt. Úthafsfloti Þjóð- verja var kyrrsettur í Scapa- flóa og þar sökktu þýzkix sjó- liðar honum í júní 1919. Ver- salsaamningurinn stuðlaði að myndun lýðræðisstjórnar í Þýzkalandi, en Weimarlýðveld- ið átti erfitt uppdráttar vegna skaðabóta, efnahagsörðugleika og margra annarra vandamála og tókst ekki að koma í veg fyrir endurvakningu þýzkrar hernaðarstefnu. Þjóðríkin, sem stofnuð voru á rústum Habs- borgarríkisins njóta fæst sjálf- stæðis nema að nafninu til á 50 ára afmæli vopnahlésins og kúgunin er síður en svo horf- in. Átökum var hvergi nserri lok ið þótt friður kæmist á: Borg- arastyrjöld geisaði í Rússlandi í tvö ár, Bolsévíkar voru ekki yfirbugaðir í Þýzkalandi fyrr en í febrúar 1919. Kommúnist- ar brutust til valda í Ungverja landi, en hvítliðar brutu þá á bak aftur og hrifsuðu völdin. Pólverjar börðust við Rússa unz þeir hrundu sókn þeirra við Varsjá í ágúst 1920. Grikk- ir börðust við Tyrki í Litlu- Asíu unz Mústafa Kemal Ata- túrk vann sigur við Smyma í september 1922. Þjóðflutningar Gyðinga hófust til Palestínu og innbyrðis deilur Araba og sameiginleg barátta þeirra gegn Bretum og Frökkum hófst. Helztu heimildir: Barry Pitt: 1918 A.J.P. Taylor: The First World War Edmund Taylor: The Fall of the DynastieS Virginia Cowles: The Kaiser Landsmálafélagið VÖRÐUR heldur ALMENNAN FÉLAGSFUND í Sjálfstæðishúsinu, á morgun miðvikudaginn 13. nóv. kl. 8.30. — Forsætisráðherra dr. Bjarni Benediktsson flytur ræðu: Hvað er framundan? Á eftir verða umræður. STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.