Morgunblaðið - 14.12.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.12.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1968 15 hiraar nýjar stúlfcur og aðrir kennarar. Tveir af þeim eru lif- andi ennþá, séna Sigurbjöm Á. Gíslason og frú Sigríður, ekkja Ágústar H. Bjiarniasonar, próf- essors. Kennslufyrirkomulag var lítot og áður, þó bæ-ttust við námsgreinar og þar á meðal var náttúrufræði og vorum við svo heppnar að fá Dr. Helga Jóns- son fyrir kennam. Minniat ég sérstaklega þeirm tíma, það var eins og nýr heimur opnaðist fyr ir mér. Þetta var ljómandi skemmtilegur vetur. Það ár kom í ljós hvem mann forstöðukon- an hafði að geyma. Atvik kom fyrir, sem olli okkur sorgar, en göfugmennska forstöðukonunnar breyddi yfir misfellumiar, svo engin ör urðu eftir. Alltaf var blessuð gamla forstöðukonan við bænir með okkur og öll samver- an milli þess eldra og yngra var traustvekjandi. Ég var í fjórða bekk þremur árum seinna. Þá kynntist ég for stöðukonunni ennþá betur og svo seinna sem kennari við skólann. Skólinn var nú fluttur í ný húsakynni, þar sem hann er enn, allt var rýmra og betra til kennslustarfa. Þar voru úrvals- kennarar þá, eins og alltaf hafði verið kostað toapps um að hafa, og úrvals bekkjarsystur! Sömu vom stoðirmar, sem skól- inn hvíldi á, sem sé: Vandvirkni í öllu til munns og handa, sið- gæði og trúmennska á öllum sviðum. Þetta var sá skólaandi, sem hlaut að rótfestast hjá nem- endurn við daglega umgengni við kennara og skólastjóra, sem öll höfðu þetta kennslumarkmið. Þetta varð líka drjúgt veganesti, þegar alvara lífsins toallaði, eða svo hefur mér reynzt. Ingibjörg H. Bjrnason var kona, sem vildi láta gott af sér leiða í hvívetna, kona sem hlaut að vera virt af framkomu sinni, hvar sem hún fór, velmenntuð í orðsins beztu merkingu, skiln- ingsgóð og hollráð ef til hennar var leitað, trygg og sönn. Þetta er minn skilningur á hennar lífs starfi og mikið er ég þakklát fyrir kynni mín af þessum hefð- arkonum, tveimur fyrstu stjórn- endum Kvennaskóla fslands. Þegar frk. Bjarnason hneig í valinn, batt ég blómvönd af eil- ífðarblómum og lagði á kistu hennar, það var ekki frá mér einni, ég lét hann þar sem þakk- arkveðju frá öllum þeim, sem sótt höfðu veganesti í skólann henn- ar. Það er áreiðanlegt að þær hafa, vitandi eða óafvitandi, dreift frækomum eilífðarblóma út frá sér í störfum sínum í þeim vertoahring, sem þeim var mark- aður, og enga ósk á ég betri fyrir minn gamla skóla, en að honum auðnist að vekja guðs- ótta, drengskap og sanna menn- ingu meðal nemenda sinna og að þeim takist að verða kyndilber- ar á sínu verksviði hjá oktoar kæru þjóð. Nú, þegar minnst er hundrað ára fæðingardags hinnar ágætu skólaforstöðukonu Ingibjargar H. Bjarnason, vil ég að lokum færa þakkir fyrir áhrif þau, er mér lánaðist að njóta undir hand leiðslu hinna góðu stjómenda skólans, á minni skólagöngu. Éig vona að þjóðin ototoar eignisit sem flestar konur líkar þessum liðnu forystukonum að sönnu manngildi. Guðrún J. Snæbjörnsdóttir. Fröken Ingibjörg H. Bjarna- son, forstöðukona Kvennaskól- ans í Reykjavík, var í senn skóla (stýra, kennari og húsmóðir í skólanum. Ekki er auðvelt að gera sér grein fyrir í hverju þessara starfa hún naut sín bezt, þar sem hún var afburða- kona í öllum þessum greinum. Hún var virðuleg, teinrétt og fáguð í allri framkomu. Náms- meyjamar virtu hana og dáðu fyrir glæsileik hennar og sér- stæðan persónuleitoa, sem hún hélt til æviloka. Þegar hún birt- ist, stöðvuðust samræður og námsmeyjar könnuðu í skyndi, hvort allt væri í þeirri röð og reglu, sem vera bar, hvort fatn- aður færi vel á snögum, glugga- krótoar sneru rétt, og hvort rusl vseri nokkursstaðar sjáanlegt. Því að allt varð að vera í röð og reglu, og engum, sem þektoti stjómsemi hennar og reglusemi, hefði dottið í hug að vera með ærsl eða ólæti í návist hennar. Sem toennari var fröken Bjaraa son litríkur persónuleiki, fjölhæf en ströng og skapmikil. í okk- ar tíð kenndi hún heilsufræði, og dönsku í efri bekkjunum, og það var lítil hætta á, að náms- meyjar kæmu illa undirbúnar í tíma til hennar. Hún lét sér mjög annt um að kenna námsmeyjum fágaða fnamkomu, góðar umgengn isvenjur og holla lifnaðarháttu enda hafði hún sjálf á yngri árum tamið sér siðfágun og sam- kvæmishæfni. T.d. lærði hún (dans- og leikfimiskennslu við Pauls Pedérsens Institut í Kaup mannahöfn, og var hún fyrsti is- lendingurinn sem lauk prófi í þeim greinum. Mun það hafa orð ið til þess, að hún kom á leik- fimiskennslu við Kvennaskólann í Reykjavík. Húsmóðirin, Ingibjörg H. Bjarnason, var ógleymanleg kona. Sem húsmóðir annaðist hún stórt heimili, þar sem var öll heimavistin og hússtjórnardeild in. Svo annt lét hún sér um námsmieyjarnar í heimavistinni sem væru þær hennar eigin dæt ur. Hún vildi hag þeirra og far sæld í hvívetna, að þær mættu komast til manndóms og mennta, — Vera sannmenntaðar ytra og innra, bera það með sér í lífinu, vera fyrirmynd og auðga með því annarra líf, og fegra um- hverfi sitt. Fröken Ingibjörg var fædd „aristokrat". Sem slík gekk hún um skólann meðal kennara og námsmeyja. Sem slík sat hún í húsmóðursæti í borðsal heimavist ar og hússtjórnar. Þar var oft glatt á hjalla, þótt alls hófs væri gætt. Forstöðukonan ræðin og gamansöm, jafnframt því að hún hafði vakandi auga með öllu, sem fram fór, bæði hjá námsmeyjum og frammistöðu- stúlkunum. Gestaboð á eintoaheimili henn ar voru okkur, sem nutum, ó- gleymanleg. Hvort sem boðið var Framhald á bls. 20 lœkjartorgi & vesturveri ■ Lampar frá Fog & Mörup — Lýsandi gæðavara — Vegna gengisbreytingarinnar féllst Fog & M0rup á að lækka verðið á sendingu þeirri er við erum að taka upp núna um 20%. F.M. lampar eru gæðavara á fleiri sviðum en hvað efni og vinnu við- kemur. Stórglæsilegt útlit og hár- nákvæm ljósdreifing er einnig í sér- flokki. RAFBÚÐ Domus Medica, sími 18022. Ath. ávallt næg bílastæði. Storisefni með breiðri blúndu — Höfum fyrirliggjandi glœsilegt úrval af alls konar gluggatjaldaefnum og áklœðum Einnig handklœði, rya mottur, rúmteppi og jóladúka Flest etni og handklœði enn á gamla verðinu - Lífið inn, þar sem ÚRVALIÐ er MEST ÁKLÆDl OC CLUCCATJÖLD SKIPHOLTI 17 - SÍMI 1-75-63

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.