Morgunblaðið - 29.01.1969, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.01.1969, Blaðsíða 3
MORÖUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAOUR 29. JANÚAR 1969 3 Hvað segja formenn atvinnumálanefndanna ATVINNUMÁLANEFNDIR hafa eins og kunnugt er setið á fundum í Reykjavík undanfarna daga og rætt hvað helzt sé til úrbóta í atvinmunálum. Morgunblaðið hafði tal af for- mönnum fimm af kjördæmanefndunum sjö og spurði þá um störf nefndanna, atvinnuástand í þeirra kjördæmum og hvað nefndirnar leggi helzt til.. Ekki tókst að ná tali af Gunnþóri Björnssyni form. Atvinnumálanefndar Austurlandskjördæmis og Jóni H. Guðmundssyni, formanni Atvinnumálanefndar Reykjaneskjördæmis. Óli Þ. Guðbjarsson, formað- ur Atvinnumálanefndar Suð- urlandskjördæmis: — Atviraiumálanefnd Suð- urlandskjördæmis byggir á störfum annarrar atvinnu- málanefndar, sem var starf- andi á vegum kauptúnanna fimm í Árnessýslu, frá því í nóvember í haust, en auk þess eru málefni austursýsl- anna tekin með. Vandamálin, sem við er a@ glíma, eru tví- þætt: annars vegar sjávar- þorpin þrjú og hins vegar landbúna'ðarþorpin fimm. Óli Þ. Guðbjartsson — Það, sem sameiginlegt er sjávarþorpunum er, að þar þarf traustari rekstursgrund- völl frystihúsa og útgerðar yfirleitt. Ef útgerðin kemst af stað og samningar nást, munu þeir 100 aðilar, sem þar eru atvinnulausir, fljótt- lega fá vinnu. Að sjálfsögðu eiga Vestmannaeyjar, sem og aðrir staðir við sjávarsíðuna allt undir því að samningar náist í yfirstandandi vinnu- deilu sem allra fyrst. — Landlbúnaðarþorpin fimm hafa sameiginlegt vanda mál, þar sem er samdráttux í byggingariðnaði. Kemur hann einna mest fram á Selfossi. Þáð sem við teljum að eirnk- um þurfi að gera er að efla hið almenna lánaikerfi varð- andi íbúðabyggingar. í öðru lagi leggjum við áherzlu á að framkvæmdum á svæðinu á vegum ríkisins verði hraðað og fjármagns aflað eins fljótt og hægt er. I því samibamdi er undirbygging vegarins frá Selfossi til Reykjavíkur fyrst á dagskrá. — Ég vil minnast á eitt enn. Það virðist vera all út- breidd skoðun áð atvinnumól á Suðurlandi séu í allgóðu ástandi, miðað við aðra lamds- hluta. Þá reikna menn ekki með, að undanfarin 2 ár hafa menn í þorpum Arnessýslu fjölmennt í örugga vinnu við Búrfellsvirkjun. Nú lýkur virkjunarramkvæmdum jafn- vel á næsta hausti og hvað tekur þá við hjá þessu fólki? Menn eru með ýmsar fyrir- ætlanir á prjónunum í sam- bandi við nýjan iðnrekstur, bæði á vegum einstaklinga og félaga, og er mikilvægt áð at- hugun fari fram á ýmsum þessum greinum og síðan ráðist í framkvæmdir þær, sem vænlegastar þykja til úrbóta. Ásgeir Ágústsson formaður Atvinnumálanefndar Vestur- landsk jördæmis: — Við höfum verið að safna gögnum um atvinnuástandið í kjördæminu og haft sam- band við verkalýðsfélög og sveitarstjórnir í kaupstað og kauptúnum í kjördæminu og erum að vinna úr þeim. — Það hefur verið atvinnu- leysi bæði til lands og sjáv- ar. Sjómannaverkfailið hefur a'ð sjálfsögðu haft sín áhrif, en þegar því lýkur ætti ástandið hjá þeim, sem at- vinnu hafa af sjávarútvegi að batna. — Það sem við leggjum megináherzlu á í okkar tillög- um er stuðningur við útveg og iðnað. Bátaflotinn þarf á Asgeir Agústsson stuðningi að halda — í hvers konar formi hann þarf að vera er erfitt að segja um á þessu stigi málsins. Við leggj- um álherzlu á aukin rekstrar- lán til skipaiðnaðarins og að úthluturi húsnæ'ðismálastjóm- arlána verði aukin í kjördæm inu í samræmi við það, sem ÁRSHÁTÍÐ Sjólfstæðisiélug- onna n Akureyri ÁRSHÁTÍÐ Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri verður haldin í Sjálf stæðishúsinu á Akureyri laugar- daginn 1. febrúar nk. — Ýmis skemmtiatriði. — Miðasala í Sjálfstæðishúsinu miðvikudaginn 29. jan. nk. kl. 18—20. — Borð tekin frá um leið. — Fjölmennið. Nefndin. — Flugvélardn Framhald af bls 1 flugstjórnarklefann og „veifaði annar þeirra eins konar sprengju," en hinn beindi skamm byssu að höifði honum. Skýrði Brown öugturninum fró því, að hann yrði að fljúga vélinni til Havana. gert hefur verið í Reykjávík. Það þartf að stefna að því að lánunum verði dreift jafnt um landið og þannig stutt að því að iðnaðarmöinnum sé tryggð vinna og fólki hjálpað til áð koma sér upp húsnæði Jóhannes Árnason, formað- ur Atvinnumálanefndar V estf jarðak jördæmis: — Við höfum verið að gera okkur grein fyrir atvinnuá- Jóhannes Ámason standinu í kjördæminu, bæði hjá sjómönnum, landverka- fólki og iðnaðarmönnum og kanna helztu orsakir ástands- ins nú i ársbyrjun og hvað helzt gæti orðið til úrbóta. Það er ekki aðeins brýn þörf að ráða bót á því ástandi, sem nú er, heldur þarf einnig að líta fram í tímann. — Atvinnuástandið hefur verið slæmt víða á Vestfjörð- um, einkum frá því í haust. Hvað snertir útgerð og fiskiðn að er aðalástæðan minni afli á sl. ári, en hann var rúmlega 9 þúsund lestum minni en með alatfli þriggja vertíða þar á undan. Mörg fyrirtæki í þess- um atvinnurekstri eiga í fjár- hagsörðugleikum, sem leitt hafa til vanskila á vinnulaun- um og á sl. sumri stöðvuðust nokkur þeirra alveg. Þar sem svo stóð á að þetta voru aðal- atvinnuveitendur viðkomandi staða, var ástandið alvarleg- ast. — Samdrátturinn í fiskiðn aðinum, sem er undirstöðuat vinnuvegurinn orsakar sam- drátt í byggingu íbúðarhús- næðis og er síður en svo bjart framundan hjá byggingariðn- armönnum. Því er þýðingar- mikið að framkvæmdir hefj- ist sem fyrst við þær opinberu byggingar, sem fyrirhugaðar eru. — Þegar við höfum gefið ríkisnefndinni skýrslu um á- standið og bent á það helzta, sem til úrbóta má verða, verð ur ekki meira að gert að sinni. Heima í héraði mun nefndin síðan fylgjast með ástandinu og gera tillögur um hvað 'helzt sé að gera til að bæta atvinnu ástandið. Þotan var á leið fró Lo,s Amgel- es og hafði komið við í iHouston. Átti hún að koma til Miami frá New Orleans með 25 farþega innanborðs, en sjö manna álhöfn var með vélinni. Þetta er 9. flug- vélin, sem neydd er til þess að lenda á Kúbu á þesisu óri. Orðrómur um, að Fidiefl Castro, forsætisróðherra Kiúbu, léti dæma þá, sem rændu flugivél- um, í fimm ára fangelsi, hietfur greinilega ekki orðið til þeas að koma fyrir flugvélarán, eins og bandarísk yfirvöld höfðu vonað. Birgir ísl. Gimnarsson Birgir ísleifur Gunnarsson, formaður Atvinnumálanefnd- ar Reykjavíkur: — Það er vaxandi áhyggju- efni hversu atvinnuleysi í Reykjavík hefur aukizt und- anfarnar vikur. Atvinnumála nefnd Reykjavíkur er að miklu leyti skipuð sömu mönnum og nefndin, sem starf aði á vegum borgarinnar áður. — Álit nefndarinnar er að þegar bátaflotinn fari af stað muni ástandið eitthvað lagast. Hins vegar er mikið atvinnu- leysi í byggingaiðnaðinum, sem ekki verður bætt úr nema með auknu fjármagni til hús- bygginga. — Rekstursfjárerfiðleikar iðnaðar og sjávarútvegs virð- ast vera miklir og er nauð- synlegt að gera átak í þeim efnum, til þess að bæta at- vinnuástandið. Að öðru leyti mun Reykjavíkúrnefndin nú næstu daga gera frekari til- lögur til úrbóta í ljósi þeirra sérstöku viðhorfa, sem skap- azt hafa með skipun atvinnu- mála ríkisins og hinna ein- stöku kjördæma. Lárus Jónsson Lárus Jónsson formaður Atvinnumálanefndar Norður- landsk jördæmis: — Við höfum eins og hinar nefndirnar verið að reyna að gera okkur heildarmynd af at- vinnuástandinu. Svo höfum við verið að koma okkur nið- ur á ákveðnar starfsreglur, bæði hvað varðar starf okkar hér og síðar heima fyrir. Meg- inatriðið er að raða verkefn- unum þannig niður að fyrst verði tekin fyrir þau mál sem strax geta stuðlað að því að bæta úr atvinnuleysinu. — Við erum búnir að gera okkur grófa grein fyrir þeim hugmyndum, sem orðið geta að liði strax og leggjum þær fyrir ríkisnefndina, en tökum Framhald á bls. 16 MYNDAMÓT hf. 1 PRENTMYNDAGERÐ AÐALSTRÆTI 6 SlMI17152 STAKSTEINAR Landssamtök sósíalista Ljóst er nú orðið að enn er mikilla tíðinda að vænta í her- búðum kommúnista og klofning ur þar engu minni en áður, þeg- ar kommúnistar voru að kljást við Hannibal og Björn. Er nú að koma fram, sem margir spáðu, að þegar kommúnistar hafa ekki lengur Hannibalista til að rífast við, hefjast innbyrðis deilur þeirra í milli. Á fundi Sósíal- istafélags Reykjavikur fyrir nokkru var lögð fram tillaga um breytingu á lögum félagsins, sem miðar að því að gera það að landssamtökum sósíalista. Jafn- framt var tillögu um útgáfu blaðs á vegum þessara samtaka vísað til stjórnar félagsins til athugunar en tillagan fékk já- kvæðar undirtektir á fundinum. Þessar tiltektir benda ótvírætt í þá átt að þessi stjórnmálasam- tök hyggist jafnvel standa fyrir framboðum í næstu kosningum. Nú er vitað að Sósíalistafélag Reykjavíkur er sá kjarni, sem haldið hefur utan um fylgi komm únista í Reykjavík og er því ekki ólíklegt að framboð á þess vegum mundi höggva mjög inn í atkvæðamagn hins endurskipu- lagða kommúnistaflokks, sem einnig á í vök að verjast hin- um megin frá, þar sem Hanni- balistar vinna ötullega að því að ná óánægðum kjósendum kommúnista inn í sínar raðir. Sá möguleiki er því augljóslega fyrir hendi að kommúnistar kremjist á milli þessara aðila og mun forustumönnum Kommúnist flokksins vera þessi hætta ljós enda hafa þeir gert ítrekaðar ráðstafanir til þess að telja fólkl trú um, að Sósíalistafélag Reykja víkur sé ekki lengur til. Verð- ur vissulega fróðlegt að fylgjast með framvindu mála á þessum vígstöðvum. ,/Úrsögn" í gær birti kommúnistablaðið yfirlýsingu frá nokkrum for- ustumönnum Kommúnistaflokks ins þess efnis, að enginn þeirra hefði frá áramótum verið félags maður í Sósíalistafélagi Reykja víkur. Þessi yfiriýsing er mjög einkennileg. Þegar Mbl. spurð ist fyrir um það fyrr í þessum mánuði, hvort þetta fólk hefðl sagt sig úr þessu félagi svaraði kommúnistablaðið því til að um leið og Sósíalistaflokkurinn hefði hætt starfsemi sinni hefðu ein- stakar einingar þess flokks, svo sem Sósíalistafélag Reykjavík- ur einnig hætt starfsemi sinnl og þar með hefði félagsskrá þess félagsskapar þurrkast út af sjálfs dáðum. Raunar var Guðmundur Vigfússon ekki þeirrar skoðun ar, þar sem hann sagði sig úr þessu félagi með löglegum hætti Enda kom það skýrt í ljós í yfirlýsingu frá stjórn Sósíal- istafélagsins, að félagið hættl ekki starfsemi sinni og lítur svo á, að allir þeir sem ekki segja sig úr þvi með löglegum hættl séu enn meðiimir í þvi. Nú er ástæða til að spyrja, hvort Sós- íalistafélag Reykjavikur lítur svo á, að yfirlýsing þessa fólks í kommúnistablaðinu í gær jafn- gildi lögmætri úrsögn. Alla vega er ljóst að þetta fólk hefur ekhi sagt sig úr félaginu með lög- legum hætti um áramót og þar með staðfestar ábendingar Mbl. um þetta efni. Þá er rétt að benda á að engin yfirlýsing lief ur verið gefin um það, að Ólaf- ur Jensson, meðlimur í miðstjórn Kommúnistaflokksins hafi sagt sig úr Sósíalistafélaginu heldur er þvert á móti ljóst að hann er enn meðlimur í því. Ætlar for- usta Kommúnistaflokksins að láta það óátalið?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.