Morgunblaðið - 07.02.1969, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.02.1969, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1969. „Leii Ericson Drive“ HRAÐBRAUTIN Shore Park- way liggur inn til New York borgar, og hafa vegayfirvöld New York ríkis ákveðið að I breyta um nafn á hraðbraut- inni utan borgarmarkanna og ' nefna hana Leif Ericson Drive. í fréttaskeyti frá AP í gær segir að nú hafi fulltrúi í skrúðgarða- og hraðbrauta- nefnd New York borgar lagt til að breytingin nái einnig til hraðbrautarinnar innan borgarmarkanna. Þykir þetta tíðindum sæta, því flutnings- maðurinn heitir Angelo J. Arc uelo og er, eins og nafnið bend ir til af ítölskum ættum. Til þessa hafa ítalskir Bandaríkja menn verið lítt hrifnir af Leifi heppna. Arcuelo segir að þótt hann flytji þessa tillögu sína, sé hann ekki þar með að viður- kenna Leif heppna. Kveðst hann þess fullviss að það hafi verið Kólumbus, sem fann Ameríku árið 1492 fyrstur manna. (Þess má geta að í frétt- inni frá AP er sagt að Leifur sé norskur). Samstarf stórkaup- manna og iðnrekenda — um sölu á íslenzkum iðnvarningi? FÉLAG íslenzkra stórkaup- manna hefur sent Félagi ís- lenzkra iðnrekenda bréf og ósk- að eftir viðræðum um á hvem hátt meðlimir Félags ísl. stór- kaupmanna gætu aðstoðað við sölu íslenzks iðnvarnings á er- Iendum mörkuðum og innan- lands. Hefur stjóm Félags ís- lenzkra iðnrekenda ákveðið að taka upp viðræður við Félag ís- lenzkra stórkaupmanna um þessi mál. Björgvin Schram, form. Félags ísl. stórkaupmanna, sagði Morg- unblaðinu, að félagsmenn álitu hyggilegt að nota þau sambönd, sem kaupsýslumenn hafa vítt um heim, til að kanna markaðsmögu leika fyrir íslenzkar iðnvörur. — Þess vegna hefði félagið sent Fé- lagi ísl. iðnrekenda óskir um að félögin tækju upp viðræður um útflutningsmöguleika og mögu- leika á samstarfi á því sviði og á Minni áfengisneyzla — 1968, miðað við árið á undan AFENGISNEYZLA landsmanna var 11.3% minni en árið áður, að því er segir í tilkynningu frá Afengisvamarráði. Áfengissalan hækkaði þó um 37.9 millj. króna, eða um 7%, en á árinu 1968 varð veruleg hækkun á áfengi. Miðað við 100% áfengi var áfengisneyzl an á mann 2,11 lítrar 1968, árið þar á undan var hún 2,38 1, 1966 2,32 1 og árið 1965 2,07 lítrar. Heildarsala útsölustaða var sem hér seigir: Reykjavík kr. 448.937.684,00 Akureyri ísafjörður Siglufjörður Seyðisfjörður Keflavík Vestmannaeyj ar 40.822.655.00 15.570.950.00 9.763.756.00 11.249.920.00 26.923.365.00 19.63(1.070.00 Loftárás á Biafra 300 FÉLLU, 500 SÆRÐUST Umuahia, Biafra, 6. febr. (AP) UM 300 manns fórust og 500 særðust þegar flugvéi úr flug- her Nígeríu gerði loftárs í dag á markaðstorgið { bænum Um- uahiagu, skammt frá Umuahia í Owerrl héraði í Biafra. Segja sjónarvottar að mannfjöldi hafi verið á torginu þegar þota frá Nígeriu birtist skyndilega. Flaug hún lágt yfir toigið og skaut á mannfjöldann úr hríðskotabyss- um og lét aldflaugasprengjum rigna yfir hann. Flest særðra og fallinna voru konur og böm. Er þetta mesta mannfall, sem orðið hefur í loftárás Nígeríu- flughers frá því flugvélar réðust á bæinn Outchamarket norðan Skipstapar í Japan Tókíó, 6. febr. — NTB — HÖRKUBYLUR hefur gengið yfir Japan að undanförnu og valdið miklu tjóni. í dag gekk stormurinn yfir Hokkaido eyju og sökkti 11 japönskum skipum og eyðilagði um 170 fiskibáta, sem lágu í höfnum á eyjunni. Mikil snjókoma hefur verið, og var herlið kvatt á vettvang í dag til að aðstoða um tvö þúsund bíla, sem sátu fastir í snjónum. Fyrir tveimur dögum var storm urinn yfir Formósu. Fórst þar skip, en 16 mönnum var bjarg- að. Hins vegar steyptist banda- rísk flutningavél, sem var að koma til Formósu frá Filipseyj- um, í sjóinn, og fómst 13 af 14 mönnum um borð. Allir flutn- ingar í lofti og á láði hafa stöðv azt í Norður-Japan vegna veð- urs, og eru margir helztu þjóð- vegir þar lokaðir. við Onitsha 1 fyrra. f þeirri árás féllu 500 og fjöldi særðist. Að sögn hafa loftáTásir á óbreytta borgara í Biafra harðnað mjög undanfarið. SFHÍ. sofnor tíl Biofra STÚDENTAFÉLAG Háskól ís- lands hefur ákveðið að gangast fyrir söfnun til styrktr nauð- stöddum í Biafra í samráði við Rauða Kross íslands. Söfnunin fer fram 7.-15. febrú- ar 1969. Tekið verður á móti framlögum í anddyri iháskólns og í Laugavagsútibúi Landsbankans, þar sem námslánin eru afhent. SFHÍ heitir á háskólamenn að leggja sitt af mörkum og sting- ur upp á því, að hver og einni gefi 200 krónur. (Frá stjórn SfFHÍ). innanlandsmörkuðum. Jafn- framt var beðið um skrá yfir allar íslenzkar iðnvörur, sem nú eru á boðstólum. Kvaðst Björg- vin vona, að af samstarfi gæti orðið, því það yrði vafalaust beggja hagur. Gunnar J. Friðriksson, form. Félags ísl. iðnrekenda, sagði Morg.unlblaðinu, að stjórn félags- ins hefði ákveðið að taka upp viðræður við stór-kaupmenn um þessi mál. Kvaðst hann vona, að úr samstarfi gæti orðið og að það leiddi til jákvæðs árangurs. — Sagði Gunnar, að það væri iðn- rekendum mikið hagsmunamál auk þess sem það væri þjóðar- nauðsyn, að útflutningur á ís- lenzkum iðnvörum væri sem mestur og beztur og mætti eins- kis láta ófreistað til að svo gæti orðið. Hvorugur vildi neitt segja um það, hvernig þessu samstarfi yrði bezt háttað. Um það væri of snemmt að segja á þessu stigi málsins. Fjallvegir óiærir ÖXNADALSHEIÐI var ófær í gær, en í gærmorgun var stórum bílum og jeppum fært um Holta vörðuheiði og allt norður í Skaga fjörð á leiðinni Reykjavík — Ak- ureyri. 1 dag átti að aðstoða bíla. Á Suður- og suðvesturlandi var færð ágæt og stórum bílum var fært í Búðardal en ófært var í Gilsfirði og sennilega ófært um Svínadal. Á Vestfjörðum voru allir fjallvegir lokaðir, en í gær var eitthvað fært innan sveita, m. a. út frá ísafirðL Ófært var til Siglufjarðar og ur fyrir Ólafsfjarðarmúla og færð var tekin að þyngjast í Eyja- firði vegna snjókomu. Ófært var uln' um Dalsmynni, en reynt verður að ryðja þann veg á mánudag, ef tíð leyfir. Vegir á Norðausturlandi voru ófærir vegna snjóa og sömuleiðis vegir á Ausrtfjörðum, nema hvað Suðurfjarðavegur hefur ef til vili verið fær stórum bílum í gær. Þilið, sem dunkurinn hékk á, og borðið, sem hann hægri sést í gluggann, sem Páll þeyttist út um. Ljósm. Mbl. Þorgeir Pétursson. ÞEYTTIST ÚT UM GLUGGA — við sprengingu brauL Búrfelli, 6. febrúar. ÞRJATÍU lítra hitavatnsdunkur sprakk í kaffistofu starfsfólks- ins hér í gærkvöldi. Tvennt var í kaffistofunni, þegar sprenging. in varð, eldhússtarfsfólk — Páll Jónsson og Kristjana Guðmunds- dóttir. Við sprenginguna þeyttist Páll út um glugga og hafnaði hann í snjóskafli fyrir utan, ómeiddur en Kristjana meiddist lítillega á fæti. Við sprenginguna gengu veggir kaffistofunnar til um eina 5 sm. og gat kom á ioftið en megin- hluti dunksins féll niður í gegn um borð og á gólfið. Ytra byrði dunksins flattist út við spreng- inguna. — ÞP. Breyting á lögreglusamþyktinni: Heimild til dansleikjahalds — fyrir unglinga yngri en 16 ára BORGARSTJÓRN samþykkti í gær breytingu á lögreglusam- þykkt Reykjavíkur að því er tek til heimild unglinga yngri en 16 ára til veru á dansleikj- Breyting þessi er m.a. gerð vegna hins nýja æskulýðsstað- ar, sem borgin mun reka. Breytingin fer hér á eftir: „Unglingum yngri en 16 ára er óheimill aðgangur og dvöl á almennum dansleikjum eftir kl. 20.00, öðrum en sérstökum ungl- ingaskemmtunum, sem haldnar eru af skólum, æskulýðsfélög- Kvikmynd um bofnvörpu- veiðar við Crœnland MJÖG athyglisverð kvikmynd fyrir íslenzka áhorfendiur verður sýnd á kvikmyndasýningu Germ aníu á laugardaginn kemur (8. febr. kl. 2 e.h. í Nýja B4ó). Sýnd er ferð botnvörpuskips af nýjustu gerð á Grænlands- VIÐTALSTIMI BORGARFULLTRÚA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Borgarfulltrúar Sjálfstæðififlokksins munu fyrst um sinn hafa viðtalstíma hvem laugardag milli kl. 2—4 e.h. í Valhöll v/Suðurgötu 39. Taka þeir þar á móti hvers kyns ábendingum og svara fyrirspurnum er snerta málefni Reykjavikurborgar. Tveir borgarfulltrúar munu taka á móti hverju sinni, og er öllum borgarbúum heimilt að notfæra sér viðtalstíma þessa. Laugardaginn 8. febrúar verða frú Auður Auðuns og Styrmir Gunnarsson til viðtals. mið og lýst vinnubrögðum um borð. Ferðin að heiman úr þýzkri höfn tekur níu daga, og þeigar komið er á miðin er kastað og sérmyndir gerðar um nýtingu vörpunnar. Aflinn er tekinn um borð og vinnsla hefst, flakað er í nýtízku vélum og fiskurinn frystur, en unnið er fiskimjöl úr úrgangi. Nokkuð er lýst lífi sjó- mannanna um borð í þessu stóra nýja skipi. Tvær aðrar myndir verða sýndar, þ.á.m. verðlaunakvik- mynd um eðlis- og efnafræðing- inn August Kekulé (1829-1886). Hin myndin er bæði fróðleg og skemmtileg og er um nagdýrið hamstur. Fréttkvikmyndin fjall- ar að þessu sinni m.a. um við- brögð Þjóðverja við irinrás Varsjárríkjanna í Tékkóslóvak- íu, heimsókn de Gaullee í Bonn, knattspyrnukeppni Þjóðverja og Austurríkismanna (þóttur í heimsmeistarakeppni 1970) o.fl. Öllum er heimill ókeypis að- gangur að kvikmyndasýningum Germaníu. (Frá Germaniu). um eða öðrum aðilum, sem til þess hafa leyfi og háðar eru sér stöku eftirliti. Forstöðumenn dansleikja er skylt að fylgjast með því, að ákvæði þessi séu haldin, að viðlögðum sektum og eða missi leyfis til veitingahalds eða skemmtanahalds um lengri eða skemmri tíma. Hvers kon- ar þjónusta við böm og ungl- inga eftir löglegan útivistartíma, önnur en heimflutningur, er bönnuð að viðlagðri ábyrgð þess, er þjónustu veitir. Handhöfum þjónustuleyfa er skylt að fylgj- ast með því, að ákvæði þessi séu haldin.“ - SVÍINN Framhald af bls. 1 síðustu styrjöld. Það var 25. jan- úar 1946, sem þessir 146 her- menn voru afhentir. Mikil mót- mælaalda hafði risið í Svíþjóð gegn afhendingunni, en óttazt var, að hermannanna biði ekkert nema bráður dauði. Gekk á með mótmælum, hungurverkföllum og sjálfspíslum áður en afhend- ingin fór fram, en síðustu and- mælin voru þau, að liðsforingi frá Lettlandi skar sig á háfls á bryggjunni í Treleborg, fremur en bíða þann dauðdaga, er hann taldi á næstu grösum. Mikið hefur verið rætt um það í Sviþjóð, hvort rétt hafi verið að afhenda Rússum her- mennina og hafa sumir talið þessa afhendingu helzta stjórn- málahneyksli í Svíþjóð í seinni tíð. Bók Enquists fjallar um þetta mál, og hefur hann rann- sakað það eftir því sem kostur hefur verið og talað við mikinn fjölda fólks, sem á einhvern hátt var við mál þetta riðið, m.a. hef- ur hann talað við nokkra þeirra, sem afhentir voru, en örlög þeirra urðu ek-ki eins grimm og óttazt hafði verið. Á bls. 15 er grein um Per Olov Enquist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.