Morgunblaðið - 06.12.1969, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.12.1969, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1969 3 Móralskir meistarar Ný bók eftir Þorstein Thorarensen komin út BÓKAÚTGÁFAN Fjölvi gef ur út nú fyrir jólin bókina „Móralskir meistarar — bar- daginn við broddana“ myndir úr lífi og viðhorfum þeirra, sem uppi voru um aldamótin. Höfundur er Þorsteinn Thor arensen rithöfundur og er þetta fjórða bókin í þessum flokki. Bókin er í sama broti og fyrri bækumar, sett í Prentstofu G. Benediktssonar en prentuð í Prentsmiðjunni Viðey. Myndir og myndatext ar eru unnir í Lithoprenti og Amarfell sá um band bókar innar. Káputeikningu gerði Halldór Pétursson. Morgunblaðið átti í gær við tal við -Þorstein Thorarensen og sagði hann þá: — Bókin fjallar um árekst ur tveggja hugmyndaheima eins og þeir urðu hér á landi. í rauninni er hér ekki rætt um neitt ákveðið tímabil sem slíkt, heldur um vissar kennd ir þjóðlífsins — hvernig hin ar lýðræðislegu frjálsræðis- stefnur koma inn í landið. Áður en þessi nýja stefna fer sem eldur í sinu um land ið, er hér ríkjandi einvalds- stjórnarfar. Ég lýsi þessu á þann veg, að fyrst segi ég frá, hvernig hið gamla valdstjórn ariar var og reyna að lýsa á hvaða hugmyndafræðilegum grunni það byggist. Kirkju- valdið er allsráðandi og þjóð félagið kemur fyrir sem væri það kalkað, hugsjónasnautt — valdhafarnir eru til fyrir valdið, og áður en vaurir, er komið svokallað klíkuþjóð- félag. Engar hugsjónir — að eins auður og völd. — Árið 1885 er mjög einkennandi og ég lýsi þessu mjög ítarlega. Magnús Stephensen er þá enn ekki orðinn landsihöfðingi, en er sterkastur allra og sækir mjög fram. Þegar ég svo leita að hinum nýju hugmyndum leita ég útlendra áhrifa. Þær eru eins konar tízkufyrir- brigði erlendis og ég geri grein fyrir þróuninni erlend- is. Ég er þeirrar Skoðunar, að við ritun sagnfræðilegra bóka hafi allt of lítið verið gert úr einmitt erléndum áhrif- um. Þá lýsi ég persónugerð Jó hanns Sverdrup, frelsisleið- toga Norðmanna, sem skyndi lega varð forsætisráðherra Noregs 1884, og hrundi þá ein veldið. Þetta var þá kölluð vinstri stefnan. Einnig lýsi ég Georg Brandes og tel ég að honum hafi aldrei verið gerð slík skil í ritum okkar. Um hann er ítarleg greinargerð og reynt er að skýra áhrií hans. — Þeir, sem komu heim með þessar stefnur voru ungu stúdentarnir. Fremstur þar í flokki var Finnur Jónsson, sem síðar varð prófessor. Hann var bráðlyndur og öfga Þorsteinn Thorarensen fullur, varð fyrir áfalli og dró sig í hlé. Arftaki hans var Páll Briem og er hann höfuð persónan og eitt mesta nafn í sögu okkar. Hans er ekki getið í kennslubókum, nema ef til vill fyrir það, að hann kom sem amtmaður á fót kláðaböðunum, en áhrif hans voru gífurleg. í þessari sögu legu endurskoðun lyfti ég Páli upp. Það sýnir sig, að það er ekki sá, sem völdin hefur, sem er hið hreyfandi afl í þróuninni. Við byggjum ekki á kenningum Magnúsar Stephensen, heldur Páls Briem og hans samherja. Og þá verður hinn mikli á- rekstur milli þessara tveggja tíma — hins gamla og hins nýja. Lítið sýnishorn af bar- áttunni er Latínuskólinn. — Björn Olsen gerist þar um- sjónarmaður nemenda og í ljós kemur, að hann er al- gjör fulltrúi gamla tímans. En þá rís gegn honum mikil alda og allt er í uppnámi í skólanum um 10 ára skeið. LatínuSkólinn er mjög ein- kennandi fyrir þennan árekst ur, sem verður í þjóðlifinu. Páll er foringi þeirra, sem öllu vilja bylta og öllu breyta og þótt hann hafi ekki komizt á toppinn, hefur hann gífur- leg áhrif. Eitt lítið dæmi er, að setningin: „Gjör rétt, þol ég órétt“ er úr ræðu Páls og hún er nú einkunnarorð Sjálf stæðisflokksins, þótt ég leggi engan dóm með þessu á gerð ir þess flokks, sagði Þorsteinn að lokum. Bók Þorsteins er 544 blað- siður, prýdd fjölda mynda. Hverfisslökkvi stöð í Árbæ Forseti SVFÍ tekur áskoruninni f BLAÐI yðar 28. nóvember sl. birtið þér áskorun til mín frá Baldvin Þ. Kristjánssyni, félags málafulltrúa Samvinnutrygginga Um að mæta sér á opinberum vettvangi til rökræðna, að því er virðist um afskipti SVFÍ af máletfnum Varúðar á vegum. Bið ég yður því að koma því á framfæri, að ég tek áskorun hans og er reiðubúinn til að mæta honum til rökræðna um nefnt málefni, þegar hann óskar þess. Ef hann kýs að umræðurnar fari fram í sjónvarpsþætti, verð ur hann eðlilega sem áskorandi að útvega rúm í dagskránni fyr ir þær. Hins vegar vil ég láta þess get ið, að ég tel aðalfund Varúðar á vegum eðlilegri vettvang fyrir umræður um þetta efni. Gunnar Friðriksson. - NATO Framhald af bls. 1 uppbyggingar rússneskra flotaeininga á Miðjarðar- hafi. (Þeir fyrirskipuðu nýja rannsókn á ástandinu þar, sem bendir til að þeir telji það ógna öryggi NATO ríkjanna). 3. Algera samstöðu um að minnka ekiki heildar hernað armátt NATO, fyrr en samn ingar nást við Austur-Evr ópu-ríkin um samræmdar aðgerðir á því sviði. 4. Nauðsynlegt væri að bæta upp brottflutning kanad- iskra herdeilda úr norður sveitum NATO m. a. með því að í stað þeirra kæmu herdeildir frá Bretlandi, V- Þýzkalandi og Hollandi. — á næsta ári Á NÆSTA ári verður væntan- lega tekin í notkun hverfis- slökkvistöð í Árbæjarhverfi. Er þá talið nauðsynlegt að fjölga í slökkviliðinu um 4 og verða þá starfandi 56 slökkviliðsmenn en voru 40 fyrir fjórum árum. Geir Hallgrímisson, borgar- stjóri, beruti á það í ræðu sinni á borgarstjórmarfundi í fyrradag, að hafa yrði í huga að á þessu tímabili hefur slökkviliðið einn- ig annazt eJdvarnir í Kópavogi, Seltjarnarnieshreppi og Mosfe'lls sveit. Jafnframt sagði borgar- stjóri, að athuga þyrfti, hvort slökkviliðið væri ekki orðið svo styrkt að mannaflia, að ekki þyrfti að koma til frekari fjölg- unar á næstunni. Benti borgar- stjóri á, að slökkviliðið hefði nú verið búið mun betri tækjakosti en einnig hefði útkölilum fækk- að. Árið 1965 voru þau 534, árið 1968 422 og það sem af er þessu ári aðeinis 301. Keflavík Sjálfstæðiskvennafélagið Sókn, Keflavik, heldur aðalfund mánu- daginn 8. des. kl. 9 í Æskulýðs- húsinu. Að loknum aðalfundar- störfum verðux spilað Bingó. — Góðir vinninigair. ROBERT ií i:\vi: i»v Honn slefndi morkvisst oð því oð verða forseti Bondoríkjanno, ekki oðeins til oð feta í fótspor bróður síns og rétta hlut hons, heldur fyrst og fremst til oð gera hugsjónir nýrrar oldor.að veru- lciko. í þcssori bók er rokin soga Ro- berts og hinnor óvenjulegu Kennedy- fjölskyldu, sem hófst of eigin rammleik til ouðs og æðstu metorða með þjóð sinni. — Hér er lýst þeim atburðum, sem dýpst hofo snortið íbúa heimsins ó vorum dögum. I bókinni er einnig fjöldi myndo. Gylfi Gröndol hefur undanfarin ór hoft veg og vonda of út- gófu timaritsins Úr- vols, og er nú rit- stjóri Vikunnor. STAKSTÍIMAR Lét ekki sannfærast Á fundi borgarstjómar Reykja vikur sl. fimmtudag urðu langar umræður um það, hvaða tilboði < skyldi taka í undirbyggingu Kringlumýrarbrautar. Helzti tals maður kommúnista í borgar- stjóm, Guðmundur Vigfússon, flutti ágæta ræðu um málið og færði sterk rök að þvi að taka ætti þriðja lægsta tilboðinu. Flokksbróðir hans Sigurjón Björnsson stóð þá upp og sagði, að bágt væri eftir allar þessar umræður að vsra jafnnær og áð- ur. Lýsti hann því yfir, að hann léti hvorki sannfærast af eigin flokksbræðrum í þessu máli né öðrum. Þetta voru ómakleg um mæli af hálfu Sigurjóns í garð Guðmundar. Það er nefnilega af ar sjaldgæft, að Guðmundur Vig fússon flytji jafn sannfærandi ræðu í borgarstjórn og hann gerði að þessu sinni. En óneitan- "■ lega voru orð Sigurjóns Björas sonar táknræn um ástandið i flokki þeirra beggja . Verkafólki í hag I þessum ummælum lét Guð- mundur Vigfússon orð falla, sem sérstök ástæða er til að vekja athygli á. Hann komst að orði eitthvað á þá leið, að það væri fremur í hag verkafólks að vinna hjá sterkum og traustum verk- takafyrirtækjum, sem gætu stað ið i skilum með launagreiðslur og aðrar greiðslur, en hjá veik burða fyrirtækjum, sem ættu í erfiðleikum. Þetta er alveg rétt hjá Guðmundi Vigfússyni. Og þetta á ekki afteins við um verktakafyrirtæki heldur og at- vinnufyrirtæki yfirleitt. Því mið ur eru atvinnufyrirtæki hér á íslandi alltof veikburða. Ein meginástæða þess er einmitt sú, að flokkur Guðmundar Vigfús- sonar hefur um langt árabil beitt áhrifum sínum til þess að veikja þessi fyrirtæki. Og það er alveg rétt, sem í þessum orðum Guð- mundar Vigfússonar felst, að það athæfi flokksbræðra hans hefur orðið til þess að skaða verka- fólk. Því miður er hann sjálfur heldur ekki saklaus í þessum efnum. Ár eftir ár hefur hann flutt tillögur i borgarstjórn um að leggja óhóflegar skattabyrðar á atvinnureksturinn í borginnL En kannski hefur atvinnuástand síðustu tveggja ára orðið til þess að opna augu Guðmundar Vig- fússonar. Þá er væntanlega hægt að ganga út frá því sem vísu, að hann muni ekki flytja tillögur - um aukna skattabyrði á atvinnu fyrirtækin, þegar kemur að síð ari umræðu um fjárhagsáætlun borgarinnar. Frumhlaup Kristjáns Kristján Benediktsson, borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins gerði sig sekan um alvarlegt frumhlaup er hann hóf umræður um þessi mál í borgarstjóminni. Þær stóðu hátt á þriðju klukku stund, sem er út af fyrir sig al gjörlega fráleitt. En það var mál manna, að loknum þessum um ræðum, að um margra ára skeið hefði borgarfulltrúi ekki fengið jafn háðulega útreið í umræðum og Kristján Benediktsson fékk að þessu sinni. Þegar hann stóð upp til andsvara í þriðja sinn, var hann eins og halaklipptur hundur og svo niðurdreginn, að áheyrendur komust ekki hjá því að kenna í brjósti um hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.