Morgunblaðið - 26.02.1970, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.02.1970, Blaðsíða 10
I r 10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1970 Kynning frambjóðenda MORGUNBLAÐIÐ mun næstu daga leitast við að kynna frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík, en prófkjörið fer fram dagana 7., 8. og 9. marz nk. Mun blaðið leggja eina spurningu fyr- ir alla þá, sem á prófkjörs- listanum eru, en hún er svohljóðandi: Á hvaða þáttum borgarmálefna hafið þér mestan áhuga? Fyrstu 10 svörin fara hér á eftir og næstu daga verða birt svör annarra, sem á prófkjörslistanum eru. staklingum eða félögum þeirra framkvæmdir á sviði fram- leiðslu, þjónustu og uppbygging ar í svo ríkum mæli sem mögu- legt er, tel ég til hennar höfuð kosta, og undirstöðuna undir hinu fjölbreytta atvinnulifi sem er í Reykjavík og vonandi á eft- ir að blómgast. Slík framþróun skeður ekki án árvekni og mik- illa framkvæmda borgarstjórn- arinnar. Skipulag, orka, at- hafnasvæði og margvísleg fé- lagsleg aðstaða, eru frumskilyrði þess að fjölbreytt athafnalíf geti þróazt, atvinna og velmegun verði tryggð. verði tryggð. Að mínum dómi á það að vera hlutverk æskunnar að hafa forystu um þessa þróun. Albert Guðmundsson stórkaupmaður Hraunteigi 28. 46 ára. Maki: Brynhiidur Jóhannesdóttir. * Agúst Hafberg Ég er fæddur og uppalinn í Reykjavík, og hvergi annarsstað- ar, hérlendis, starfað. framkvæmdastjóri Skeiðarvogi 39. 42 ára. Makl: Árnheiður Guðmundsdóttir. Hugur minn stendur næst því, sem við köllum verklegar fram- kvæmdir annars vegar og mál- efni unga fólksins hins vegar. Að því er framkvæmdir á vegum borgarinnar varðar, eru þær að lang mestu leyti upp- bygging og rekstur hinnar miklu þjónustu sem hún veitir okkur borgurunum. Hér er fyrst og fremst um að ræða þætti sem erfitt eða ómögulegt er að fela öðrum, svo sem fræðslu og heil- brigðismál, sömuleiðis fram- leiðslu og dreifingu rafmagns og vatns, holræsagerð götur, hita- veita o.s.frv. Þarna er um að ræða sum mestu mannvirki og stærstu reksturseiningar sem til eru í landinu. Ég tel almenning gefa þessari starfsemi of lítinn gaum, jafn miklar kröfur og við gerum til hennar. Þáttur Reykjavíkurborgar í framleiðslu og þjónustu, sem einstaklingar og félög geta ann- ast, er þegar á heildina er litið tiltölulega lítill, og hlutfallslega minnkandi, sömuleiðis fer þátt- taka einstaklinga stöðugt vax- andi í mannvirkjagerð og fram- kvæmdum á vegum borgarinnar. Þá stefnu borgarstjórnar Reykjavíkur að fela ein- Um borgina hefi ég gengið sem blaðasöludrengur, sendi- sveinn, þingsveinn, verkamaður, innheimtumaður, skólapiltur, skrifstofumaður, síðan sem sjálf- stæður atvinnurekandi, og alltaf íþróttamaður, með þátttöku í félagsstörfum íþróttafélaga, íþróttahreyfingarinnar og verzl- unarstéttarinnar, svo svar mitt hlýtur að vera það, að öll mál- efni fæðingarborgar minnar vekja áhuga minn. Mér eru vandamál borgarbúa því kunn, og margra ára sam- starf við æskufólk borgarinnar hefur mótað mínar skoðanir um vandamál líðandi stundar, svo félagsmál heildarinnar eru mér hugljúft verkefni. Þá hefur starf mitt á vegum verzlunarsamtakanna að sköp- un nýrra ' verzlunarhátta með uppbyggingu á tollvörugeymslu í Reykjavik sannfært mig um, að borgin okkar é mikla framtíð sem viðskiptamiðstöð. Stofnunar fríhafnar á Reykja- víkursvæðinu verður vonandi ekki langt að bíða. Sívaxandi ferðamannastraumur til höfuðborgarinnar hlýtur að auka skilning á þörf nýrra fram- kvæmda. Það yrði mér ánægjulegt verkefni, að starfa að hinum ýmsu borgarmálefnum — starfa að samstillingu hinna ýmsu hags munahópa að bættum högum borgarbúa. Svar mitt við spurningunni er því: Ég hef áhuga á öllum fram- faramálum borgarinnar, sér i lagi félags- og verzlunarmálum. Alda Halldórsdóttir hjúkrunarkona Bauðalæk 15. 30 ára. Maki: Árni 1». Ámason, viðskiptafræðingur. Meðal grundvallaratriða til heilla, velfarnaðar og félagslegs öryggis samfélagsins, eru við- eigandi heilbrigðis- og félags- málaráðstafanir til eflingar heilsufari og heilsuvernd. Þeir málefnaþættir, sem eru mér því hvað huglægastir, eru þeir, er heilbrigðismál varða. Arinbjörn Kolbeinsson læknir HvassaJeiti 133. 54 ára. Maki: Sigþrúður Friðriksdóttir. Fyrst og fremst er að nefna heilbrigðismál, skipulags- og um- ferðamál og einnig fræðslumál. Þessir flokkar mála hafa það sameiginlegt að vera undirstaða lífshamingju einstaklinganna í nútíð og framtíð, þau eru grund völlur framkvæmda og framfara í samfélaginu. Mikil þörf er auk- innar fræðslu um skipulag og stjórnun heilbrigðismála. Fyrir- komulag heimilislæknisþjónust- unnar hefur haldist næst óbreytt í 40 ár og er því eng- in furða, að margt skorti á að kerfi þetta hæfi nútima þjóðfé- lagi og geti uppfyllt eðlilegar óskir þegnanna. í tillögum læknisþjónustunefndar Reykja- víkurborgar hafa komið fram hugmyndir um breytt skipulag þessara mála, þar sem heimilis- lækningar fá annan og veiga- meiri sess í heilbrigðisþjónust- unni, en nú er. Af öðrum mikil- vægum verkefnum þessa mála- flokks má nefna öll þessi atriði og fjölmargir fleiri þættir heil- brigðísmála þarfnast stöðugrar athygli almennings, þetta eru eng in einkamál lækna né stjórnmála manna. Með skipulagi nýrra borgar- hverfa er lagður grundvöllur að framkvæmdum, sem snerta dag- lega velferð okkar kynslóðar og einnig hag ókominna kynslóða iafnvel um aldaraðir, lengi býr að fyrstu gerð. Nátengt borgar- skipulagi eru reglur um bygg- ingahætti, sem aðkallandi nauð- syn er að breyta þannig að unnt verði að byggja hér hagkvæm hús, sem henta íslenzkum að- stæðum, þetta er undirstöðuatrðii við lækkun á byggingakostnaði. Fræðslukerfi er ætlað það hlutverk að byggja og viðhalda þekkingarmusteri þjóðarinnar, en þekking er sá grundvöllur, sem efnahagsleg og menningar- leg framtíð þjóðfélagsins bygg- ist á, það veganesti, sem unga kynslóðin fær, til þess að leysa vandamál framtíðarinnar og byggja betra þjóðfélag. * Asgeir Guðmundsson skólastjóri Eina<rsnesi 30. 37 ára. Maki: Sigríður Jónsdóttir, kennari. Af eðlilegum ástæðum eru barna- og æskulýðsmál mér efst í huga, þá rætt er um almenn borgarmálefni. Borgarstjórn hefur í æ rík- ari mæli sinnt málefnum yngstu borgaranna með byggingu dag- heimila, leikskóla og gæzluvalla auk annarra opinna leiksvæða. Hefur þar verið mörkuð stefna sem ég tel sjálfsagt að fylgt verði áfram. Algengt er að líta á barna- og unglingaskóla sem fræðslu- miðstöðvar einvörðungu. Vissu- lega er fræðslan aðalatriði skólastarfsins, en ekki skulum við gera lítið úr uppeldisgildi þess. I nútíma þjóðfélagi verð- ur skólinn að taka að sér stærri verkefni en áður eru þekkt, bæði er varðar nám og hið fé- lagslega líf barna og unglinga. Unglingar í dag eru hvorki betri eða verri en unglingar fyrri tíma, en þeir vaxa upp við að- stæður, sem fjöldi fullorðinna hefur ekki áttað sig á. Við fær- um málefni þeirra ekki til betri vegar með því að gefa enn laus- ari taum — þvert á móti. Mark- visst þarf að vinna að þv! að unglingar og æskufólk hafi störfum að sinna, því að í kjöl- far iðju- og athafnaleysis þró- ast margt misjafnt. Ég álít að skólar skyldunáms- ins eigi að sjá fyrir öllum þörf- um nemenda sinna í námi og fé- lagslegu tilliti, enda verði skól- anum gert það kleift fjárhags- lega og aðstöðulega. Tilkoma sérstakra skemmtistaða fyrir unga fólkið er ekki lausnin. Skólakerfið þarf að vera í stöðugri endurskoðun, svo að það geti gegnt hlutverki sínu I síbreytilegu þjóðfélagi. Vinna þarf að því að samræma menntakerfi, er tengi betur en nú er hin ýmsu menntastig og með því auka námsframboð og menntunarmöguleika. Áslaug M. Friðriksdóttir kennari Brúnalandi 21. 49 ára. Maki: Sophus Guðmundsson, skrifstofustjóri. Fyrst og fremst á fræðslu- og æskulýðsmálum. Sem móðir og starfandi kennari, hefi ég haft tækifæri til þess að fylgjast með þróun fræðslumála á undanförn um árum. Þrátt fyrir stórbætta aðstöðu í skólum borgarinnar, hvað húsnæði og kennslutæki varða, eru samt ætíð fjölmörg verkefni, sem bíða úrlausnar. Við lifum á umbrotatímum, þegar atvinnuvegir breytast ört og sívaxandi þörf er fyrir sér- menntað fólk á sviði iðnaðar- og tæknimála. Á næstu árum hljóta því að verða töluverðar breytingar á fræðslukerfinu í landinu, því að skylda hvers þjóðfélags er að búa börn sín sem bezt undir þau verkefni, sem þeirra bíða í framtíðinni. Með stóriðju og EFTA aðild skapast nýir möguleikar, sem krefjast þess, að þjóðin hafi þá menntun, sem að notum kemur, svo að allar vinnufúsar hendur fái notið sín á því sviði, sem þær hafa þekkingu til. Því ber okkur, sem eldri er- um, og að kennslumálum störfum að vinna að því að opna nýjar námsleiðir í samræmi við breytta staðhætti og einnig að skapa æskunni góð skilyrði til náms og tómstundaiðju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.