Morgunblaðið - 18.03.1970, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.03.1970, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MlÐVIKUDiAGUiR 1». MAHZ 1970 Stefnan að minnka barnaheim- ili og gera þau heimilislegri - Rætt við Sigurlaugu Bjarnadóttur Sigurlaug Bjarnadóttir, vara- íulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjóm, á sæti í bama- vemdamefnd og félagsmálaráði borgarinnar. Þegar við hittum hana nýlega að máli, barst talið að baraaheimilum og leikskólum borgarinnar, og síðan áfram að öðmm heimilum á vegum borg- arinnar. Kom þar m.a. fram, að Sigurlaug er fylgjandi þeirri stefnu, sem orðin er ofarlega á baugi, að minnka slíkar stofn- anir og gera þær þar með heim- ilislegri. Úr þessu spjalli varð eftirfarandi viðtal. En Sigur- laug tók fram, að frá sinni hendi væri það engin tæmandi skýrsla, heldur aðeins lauslegt rabb. Fyrsta spumingin var, hvað væri nýtt að frétta af bamaheimilum og leikskólum. — Nú, ætli það nýjasta sé ekki dagheimilið og leikskólinn við Sólheima, sem verið var að vígja mú fyrir Skömmiu svar- aði hún. Þar með eru nú í borg- inni alls 11 leikskólar og 10 dag heimili. Reynt er að dreifa þeim sem mest, svo ekkert hverfi verði afskipt. Þó hefur nú hverf ið mitt, Laugarneshverfið, af einhverjum ástæðum orðið á eft ir hvað leikskóla snertir. Nokkrar framtakssamar konur kvörtuðu loks og söfnuðu und- irskriftum nú í vetur, og mér sýnist hafa verið brugðið skjótt við. Búið er að ákveða stað fyr- ir leikskólann, við Leimlæk, á lóð Laugalækjarsbóla, og áætl- að er, að byrjað verði að byggja hann í haust. Á þessu ári verð- ur auk þess byrjað á tveimur öðrum leikskólum, í Fossvogi og Breiðholtshverfi. Gert er ráð fyrir, að Breiðholtsheimilið verði fullbúið á árinu, en hin ekki. — Almennt talað, þá er vax- andi þörf, bæði hér og annars staðar fyrir dagvistunarstofnan ir, bæði dagheimili og leikskóla, segir Sigurlaug ennfremur. Þó em dálítið skiptar skoðanir um þetta. Ég held, að ég fari ekki rangt með, er ég segi, að barna sálarfræðin í dag sé ekki eins hlynnt heils dags vistun bama á slíkum stofmmum, og áður, fyrir nokkmm árum. Að nú sé fremur hneigzt að því, að móð- irin eigi ekki að vera í burtu frá barninu allan daginn fyrstu árin. Þamia áttu einmitt leikáteól- arnir að geta orðið nokkur mála miðlun. Þar getur barnið verið hálfan daginn, þar sem það kynnist félagslegri umgengni við jafnaldra og lærir ýmislegt, en dvelur svo á heimili sínu hálfan daginn. Jafnframt gera þau móðurinni í mörgum tilvik- um fært að stunda starf utan heimilis, þannig að hún þurfi ekki, meðan á barnauppeldinu stendur, að slitna alveg úr sam bandi við sína starfsgrein, sem hún kannski hefur lagt á sig fyr ir langt og kostnaðarsamt nám. Ég er því hlynntari leikskólum. En dagheimili verða þó auðvit- að alltaf nauðsynleg, því marg- ar mæður eru beinlínis knúnar til að vinna úti allan daginn af fjárhagsástæðum eða jafnvel af áhuga á sinni starfsgrein. Ein- stæðir foreldrar, karlar eða kon ur ganga að sjálfsögðu fyrir um rúm á þeim fyrir börn sin. — Vantar mikið á að hægt sé að fullnægja þörfinni? — Samkvæmt könnun, sem gerð var fyrir 7 árum, var á- ætlað, að í Reykjavík þyrftu að vera dagheimili fyrir 810 börn, 10 á hverja 1000 íbúa og leik- skólar fyrir 1944 börn. Við þá könnun var höfð hliðsjón af slíkum könnunum á Norðurlönd um og hún er sem sagt nokk- urra ára gömul, svo gera má ráð fyrir einhverjum breyting- um. En núna er rúm fyrir 547 börn á dagheimilum og þannig hægt að mæta % af þörfinni. Hvað leikskólana snertir, er þörfinni fullnægt að % sam- kvæmt þessari könnun, en rúm er nú fyrir 1130 börn í leik- skólum borgarinnar. Annars liggur nú fyrir félagsmálaráði ný könnun á þörfinni í þessum efnum, sem miðar einungis við íslenzkar aðstæður, en bygg- ir ekki á erlendum könnunum. Auk þessara dagvistarheimila eru svo gæzluleikvellir, sem gegna mikilvægu hlutverki, en hafa að sjálfsögðu aðeins að- stöðu til útivistar fyrir börnin. Ástandið er sesn sagt þannig, að biðlistar eru bæði á dagheiimM- um og í leikskólum. En til skamms tíma höfum við ekki verið verr sett en nágranna- þjóðir okkar á Norðurlöndum, sem við gjarnan miðum við, jafn vel betur en Norðmenn. En mér skilst, að síðustu árin hafi Sví- ar gert stórátak í þessum efn- um, svo að líklegt er, að nú séum við komin nokkuð aftur úr þeim. — Hvað kostar að hafa barn á dagheimili? — Á dagheimili, þar seim börn in eru frá morgni til klukkan 5 eða 5.30, borga aðstandendur 1800 kr. á mánuði. En borgin greiðir svo annað eins. Aðstand endur greiða því aðeins helm- ing af þvi, sem vistun barnsins kostar. Kostnaður borgarinnar er þannig á hveTt barn um 25 þúsund kr. á ári. Gjaldið fyrir hvert barn í leik skólunum er 1000 kr. á mánuði fyrir hálfan daginn. Þar greið- ir borgin 350 kr. á mámuði með hverju barni. Rétt er að taka það fram hér, að Barnavinafé- lagið Sumargjöf, sem byrjaði þessa starfsemi fyrir 45 árum, fær heimilin til rekstrar, eftir að borgin hefur greitt stofn- kostnað, og borgin greiðir svo rekstrarhallann. Stofnikostnaður inn? Jú, hann er mikill. Þessar nýju stofnanir í Sólheimunum, dagheimilið Sunnuborg og leik- skólinn Holtaborg, kostuðu hátt í 21 milljón króna, þ.e. bygging- ar með innréttingum. — Hvaða aldursflokk taka þessar dagvistunarstofnanir? — Dagheimilin taka börn frá 3ja mánaða og upp í 6 ára. Hins vegar taka leikskólamir börn frá 2ja til 6 ára. Þannig lendir 6 ára aldursskeiðið inn á milli og verður hálfgerður vandræða aldur. Börnin fara þá hvorki í almennan skóla, né komast í leikskóla. Þarna verða tilfinnan leg vandræði. Hefur komið til mála hjá félagsmálaráði að stofna til föndur- éða skólaheim ila til að brúa þetta bil. En svo er í ráði, að skólaaldur verði færður niður um eitt ár. Þá leysir það að nokkrú þennan vanda. — En hvað úm þáu allra yngstu? — Þar kemur Vöggustofan á Hlíðarenda til. Hún er ekki allt af fullskipuð, en það er víst nokkuð misjafnt. Fyrir nokkr- um árum voru vöggustofur tald ar góðar og gildar, gott ef þær voru ekki beinlínis í tízku. Nú mun það almennt talið, að dvöl á vöggustofu í meira en tvö ár samfleytt sé uppeldislega mjög óæskileg, og helzt ekki neima neyðarúrræði. Sjálfsagt þurfa slíkar stofnanir að vera til, en helzt sem bráðabirgðaúrræði að eins. Nýjung, sem tekin hefur ver- ið upp á síðari árum, sums stað ar erlendis er hið svokallaða einkafóstur, en þannig má nýta húsnæði og ummönnum fólks, sem hefur aðstæður til að taka Sigurlaug Bjamadóttir. börn á sín heimili um lengri eða skemmri tíma. Hér hefir þetta verið teikið upp, og valin notek- ur einkaheimili á vegum Barna- verndarnefndar Reykjavíkur, sem taka börn í skammtímafóst- ur, en það getur verið tilkomið með ýmisum hættá, vegna veik- inda foreldra eða einhverra tima bundinna erfiðleika á heimilinu. Þetta hefur reynzt mjög vel. Þarna er t.d. tilvaldið tækifæri fyrir hjúkrunarkonur eða fóstr ur, sem hafa sérmenntun, til að nýta hana, þó þær hafi ekki að- stæður til að vinna utan heimil- is. Þær geta þannig aflað auka tekmia og orðið um leið saimfé- laginu að liði. Gert er ráð fyr- ir að setja megi allt að þrjú börn á heimili og vel er borg- að fyrir þau, enda gerðar mikl- ar kröfur um atlæti og umhugs- un fyrir bamið. Þessi nýjung fellur mjög vel inn í þá stefnu, sem uppi er, að hafa börnin fremur á smáum heimilum en stofnunum. Á sl. ári voru 10—20 börn þannig vistuð á 7 einka- heimilum um lengri eða skemmri tíma og er ætlunin að byggja þannig upp þetta nýja fóstur- kerfi, seim ég trúi a!ð eigi fraim- tíð fyrir sér og er jákvætt. — En svo eru fjölskylduheim ilin annað? Framhald á. bls. 13 UPPÁBÚINN EÐA í SLOPP EKKERT JAFNAST Á VIÐ TOP ! TOP tobak er tipp topp tobak CAMEL verksmíðjunum TOP TÓBAK í VINDUNGANA TOP TÓBAK í PÍPUNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.