Morgunblaðið - 25.08.1970, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.08.1970, Blaðsíða 10
MORiGUNHLAÐIÐ, ÞRJÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1970 I «■ 10 Frá iðnstefnu samvinnumanna 1970: Fjölbreyttur framleiðslu-— varningur ellefu verksmiðja í SAMKOMU- og sýnlngarsal Gefjunar á Akureyri, sem er 230 m2 að gólffleiti, sýna 11 verk- smiðj ur, sem ýmist eru eign Sam- bands íslenzkra samvinnufélaga eða sameign þess og Kaupfélags Eyfirðinga, fjölbreytilegan vam- inig og á ýrnsan hátt nýstárlegan og nýtízkulegan. Sýningin sem heild ber vitni um hugvitssemi, friamtak og tæk n if ramfarir, og virðist varhingurinn líklegur til að verða vinsæll og eftirsóttur bæði á innlendum og erlendum markaði. Greinilegt er, að for- ráðamenn, tæknimenn og starfs- fólk verksmiðjanna almennt hef- ur kostað kapps um að vanda vöruna í hvívetna. ICELOOK Iðnaðardeild SÍS hefur unnið að markaðsöflun í Vestur-Evrópu og í Vesturheimi fyrir ýmiss kon- ar tízkuvörur úr ull og skinnum, svo ogjiúsgögn, undir vörumerk- inu ICELOOK. Einkum er hér um að ræða prjónavörur og fatn- að frá Heklu (Ice-knit og Ice- sport), loðskó og skinnavörur frá Iðunni (Ice-boot og Ice-S'kin), ofnar flíkur, trefla o.fl. frá Gefj- uni (Ice-tex) og handunnar prjónavörur (Ice-style). I sama flókki eru, þótt ekki séu á sýn- ingunni, húsgögn frá Selfossi (Ice-furn) með Gefjunaráklæði. Sérstaka athygli vekja ýmislegar flikur úr loðskinnum og pels- mokkaskinnum, saumaðar í Heklu. Ásgrímur Stefánsson hjá pels-mokkakápum frá Heklu. ULLARVERKSMIÐJAN GEFJUN Frá henni eru ýmislegar nýj- ungar. Fyrst ber að nefna Gefj- unar-lopann, sem er einkum ætl- aður í peysur. Hann er bæði í algengum sauðalitum og litaður í 15-20 litum. >á eru sýnd kjóla- efni, einlitur dúkur í 7-10 litum. Hann er úr 65% ull og 35% tery- lene-gerviefni, ofinn í nýjum sviasneskum vefstólum. Enn eru á sýningunni nýjar tegundir af Merínó-grillon garni, en það er afar vinsælt og endist vel. >á má sjá fataefni með nýjum tízku- mynstrum. SKINNAVERKSMIÐJAN IÐUNN sýnir mokka-skinn í ýmsum lit- um og nappa-pels í mörgum lit- um, sem verður stærsti hluti framleiðslunnar. Einnig eru margs konar skinn og húðir. SKÓVERKSMIÐJAN IÐUNN sýnir hausttízku skófatnaðar handa konum, körlum og börnum og þar að auki vandaða kulda- skó. Alls eru um 50 gerðir á sýn- ingunni. FATAVERKSMIÐJAN HEKLA framleiðir 1000 úllarpeysur á dag, en 70% framleiðslunnar fer á Rússlandsmarkað. Þá eru 15 nýjar gerðir af peysum úr dralon ætlaðar t'il sölu á heimamarkaði fram yfir áramót. Auk ullar- og skinnavöru t'il útflutningls, sem áður var minnzt á, vekja pels- mokka'kápur sérstaka athygli. Framleiðsla þeirra er mjög vafa- söm, því að engin mistök mega eiga sér stað í meðförum flíkur- innar, þau verða ekki lagfærð eða afbur tekiin. Þess vegna er það aðeinis sérþjálfað úrvalsfólk, sem fæst við þessa framle'iðslu- grein. Þá eru sýnd vinnuföt, kuldaúlpur og sokkar, og enn fremur samfestingar úr nýju efni, sem er þannig gert, að það er úr næloni á ytra borði, en baðmull á innra borði. FATAVERKSMIÐJAN GEFJUN vinnur úr Gefjunar-fataefnum og flytur út föt til 6 landa auk sölu á innanlandsmarkaði. Verk- smiðjan hefir hafið framleiðslu einkennisbúninga, gerir m.a. alla einkennisbúninga fyrir Loftleið- ir hf. Sýndir eru nýir tweed- jakkar, sem virðast ágætir skóla- jakkar handa unglingum. EFNAVERKSMIÐJAN SJÖFN Þaðan er mikill fjöldi vöruteg- Ragnar Ólason, verksmiðjustjóri, í sýningardeild Skinnaverk smiðjunnar Iðunnar. Kristinn Amþórsson, Amþór Þorsteinsson verksmiðjustjóri og Hjörtur Eiríksson sýna hinn nýja Gefjunar-lopa. Ljósm. Sv. P. unda, sem verksmiðjain hefir framleitt árum saman, en til nýj- unga teljast nokkrar tegundir af hárþvottalegi (shampo), Kppral- tannkrem, Rex-glerflí®alím og plastlakkað Gljátex. En lang- mesta athygli vekur svonefnt Gólftex terrazzoplast, sem eflausit á eftir að njóta mikilla vinsælda. Það er slitsterkt plastefni í mörg um litum og hefir mikla við’loð- un við tré, stein og járn. Það springur ekki og þolir vel sýrur og lút. Það er einkum ætlað á gólf í verksmiðjuhúsum, göngum þvottahúsum, stiigum, bílskúrum, K AFFIBRENN SL A AKUREYRAR sýnir Braga-kaffi og Santos- kaffi og SMJÖRLÍKISG'ERÐ KEA þrjár gerðir smjörlíkis og kókós smjör. EFNAGERÐIN FLÓRA sýriir margar tegundir af efna- gerðarvörum, en sú tegund, sem rnes't selst, er ávaxtasafi. Aðrar meginframleiðsluvörumar eru 'sultur og safttegundir. KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ KEA fraimleiðir 7 tegundir af salati Aðalsteinn Jónsson, verksmiðjustjóri Sjafnar, skýrir eiginleika Gólftex fyrir Georg Hermannssyni og Ólafi Sverrissyni frá Borg- arnesi. skrifstofum og vinnusölum, svo sem í frysti'húsum, og annars staðar þar sem mikið mæðir á. Það hefir verið lagt á mörg hundruð fermetra gólffleti í Ið- unni og bifreiðaverkstæðinu Þórs hamri og 3000 fermetra í verk- smiðjuhúsi Gefjunar. Það hefir verið á gólfum vörugeymslu Sjafnar nú á aranað ár, og sér ekki á því, þó að þar sé daglega ekið um gólfið á vögnum, bílum og lyfturum. Gólftex er íslenzk útfærsla og endurbót á erlendri uppfinninigu, og er framleitt í 3 aðallitum, en hægt er að fjölga litunum eftir óskum og þörfum. og 13 tegundir af niðursuðuvör- um, þar af eru 10 tegundir af nið- ursoðnu kjötmeti ýmislega til- reiddu. Þá sýnir Kjötiðnaðarstöð- in pylsur, bjúgu og margs konar álegg, sem yfirleitt er í loft- tæmdum umbúðum. Ný fram- leiðslugrein er niðursoðnar kjöt- bollur. MJÓLKURSAMLAG KEA sýrair loks mjólk í hinum vin- sælu 10 lítra kössum, allis konar vörur unnar úr mjólk og mjólkur afurðum, þ.á.m. osta í margvís- legum umbúðum. — Sv. P. Richard Þórólfsson, verksmiðjust jóri, sýnir um 50 gerðir skófatn- aðar frá Iðunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.