Morgunblaðið - 31.10.1970, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.10.1970, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1970 * - Aðalfundur Verzlunarráðs f Framhald af hls. 17 stöðvunarmálið er nú í höndum ríkisstjórnarinnar, og athugar hún nú hvaða leiðir helzt er haegt að fara. Forsaetisráðherra skýrði frá því í sjónvarpsviðtali fyrir fáum dögum að fram- kvæma þyrfti þessar aðgerðir fyrir 15. nóvember til þess að gagni kæmu. Eins og ég skýrði frá áður, er verzlunin enn illa sett miðað við aðrar atvinnu- greinar I landinu. Engar leiðrétt ingar hafa fengizt á álagningar- reglum, nema aðeins til þess, að vega upp á móti þeim launahækk unum, sem verzlunin hefur orð- ið að taka á sig. Að síðustu vil ég geta þess, að samtök verzlunarinnar lögðu fram kröfu um að fá reiknaðar í álagningu þær hækkanir, sem orðið hafa síðan í sentemherbyrj un bæði vegna launahækkana og annars kostnaðarauka, sem ekki hefur fengizt viðurkenndur enn þá. Krafa þessi var lösrð fram I Verðlagsnefnd, en hefur þar ekki fengið afgreiðslu og held- ur slæmar undirtektir, en það þótti sjálfsagt að leggia hana fram, svo hægt væri að meta stöðu verzlunarinnar, ef til ákvarðana kemur, á hvem hátt verðstöðvunin verður fram- kvæmd. NÝSKIPAN VERí>LAGS1vt4LA Þegar síðasti aðaifundur Verzlunarráðs íslands var hald- inn, var komið langt undirbún- ingi að «amningi frumvarps um skipun verðlagsmála, sem manna á milli er oftast kennt við Adolf Sonne, hinn danska sérfræðing i verðlagsmáhim, sem aðstoðaði við samningu frum- draga þess á árinu 1967. Bjart- sýnir menn voru vongóðir um, að málið fengist afgreitt á þvl Alþingi, er sat I fyrravet- ur, en meira voru menn i vafa um, hvenær lögin gætu tekið gildi. Það dróst nokkuð, að frum varpið væri tekið til afgreiðslu, en eins og öllum er í fersku minni, kom bað til atkvæða í efri deild skömmu fyrir náska í vor og var þá fellt m.a. með atkvæði eins af ráðherrum ríkisstjórnar- innar. Þetta kom mönnum mjög á óvart vegna þess, að sá hinn sami ráðherra hafði eiei áður lát ið að því liggja, að hann væri sérstakieea mótfallinn frumvarp inu, og höfðu menn gert ráð fyr- ir, að það væri samkomulag innan ríkisstjórnarinnar um að reyna að fá frumvarnið sambvkkt. Við atkvæðagreiðsluna kom fram, að Siálfstæðisflokkurinn var ein- huga um að fvigia máhnu fram, en skintar skoðanir voru í hin- um stjórnarflokknum, Alþýðu- fiokknum. Þvi miður varð verzlunin þama ,að bitbeini I nólitískum skolialeik. Það var revnt að æsa launþega og nevtendur gegn þessu frumvarni, sem fvrst og fremst má líta á sem málamiðl- un milli sjónarmiða verzlunar- innar svo og nevtenda og laun- þega hins vegar. Ríðan bessir at hurðir urðu á Alþingi, h°fur mál ið legið niðri að mestu. Eormenn verzlunarsamtakanna hafa þó gengið á fund rikisstiórnarinn- ar og forsætisráðherra nokkrum sinnum og hreyft við málinu. 1 sumar var að hevra að mikill áhugi væri á því að geta undir- búið, að flytja frumyarmð aftur í byrjun þess bings, er nú situr, en þá komu til umræðu ráðstaf- anir gegn verðbólguvandanum og var þá sýnt, að máiinu yrði að fresta enn um sinn oe hannig stendúr það í dag. Það virðist svo, að þegar til mikilla nóli- tískra átaka kemur.'há te'ii flest ir flokkar iitla þörf á að taka tiilit til verzlunarinnar í land- inu. SKIPULAGSMÁL VERZLUNARSAMTAKANNA Ef vikið er að félagsmálum verzlunarstéttarinnar, er þetta helzt að segja: Margir hafa haldið því fram, að nauðsynlegt væri að taka skipuiagsmálin til umræðu með það fyrir augum að breyta lögum Verzlunarráðsins verulega. En fram hafa komið mjög skiptar skoðanir, hvert stefnt skuli. Fundur hefur ver- ið haldinn, skipaður nokkrum fulltrúum frá þeim samtökum, sem að ráðinu standa, ásamt mér, sem formanni og öðrum full- trúa Verzlunarráðsins sérstak- lega. Hver um sig hefur lýst sín um skoðunum á þvi, hvernig ráð ið skyldi upp byggt og hvernig samstarfinu milli hinna einstöku félaga væri bezt komið. Samhug- u. var um að tengja samtökin föstum böndum og auka samstarf ið svo sem unnt væri og reyna að koma á föstu formi um verka skiptingu. Enn kom upp sú hug- mynd, að eðlilegasta skrefið til að auka samheldnina, væri það, að samtökin gætu fært starfsemi sína alla' undir sama þak og hefði þó hver og einn sér skrif- stofu fyrir sína aðalstarfsmenn, en reynt væri að koma á sameig inlegri þjónustu, svo sem fært þætti t.d. símaþjónustu, vélritun, fjölritun, dreifingu upplysinga, sameiginlegum furndarsölum og fleiru þess háttar. Fram- kvæmdastjórar samtakanna gætu svo haft vikulega fundi til að bera saman ráð sín um þau málefni, sem sam- eiginlega þyrfti að takast á við. Hins vegar er mörgum Ijóst, að varlega þarf að fara í sakimar. Hafa verður í huga, hvernig verzlunin á Islandi er unpbyggð, og hygg ég, að það sé nokkuð á annan veg én almennt gerist í nágrannalöndunum. Þar eru skýrari línur á milli iðnrekstr- ar og innflutningsverzlunar, um boðsverzlunar og smásöluverzl- unar en hér á landi. Hér er það algengt, að sama fyrirtækið sé í öllum greinum verzlunar og hafi með höndum iðnrekstur að auki. Getur þá orðið mjög vafa- samt, að hægt sé að draga fyr- irtækin í dilka í sérsamtökum. Einnig held ég, að forráða- menn félaga og fyrirtækja í ná- grannalöndunum geri sér betur grein fyrir því, að allt svona starf kostar æði mikið fé. Og beir skilja að slík fjárútlát koma fyrirtækjum þeirra að miklu gagni, þegar til eru stofnanir, sem koma fram fyrir hönd fjöl- mennra meðlimasamtaka. Hér hjá okkur er félagsandinn því miður ekki mikill, og ekki skiln- ingnum fyrir að fara um að eitt- hvað verði á sig að leggja fjár- hagslega til að einhver árangur náist. Nú eru árstillög meðlima sumra stéttarfélaganna komin upp í tæpar 6.000,00 kr. á ári. Á sama tíma gengur erfiðlega að fá greidd árgjöld til samtakanna hjá öflugum fyrírtækjum, sem nema mun lægri unnhæðum. Ef menn vilja ekki leggja meira en þetta á sig, sumir hverjir, þá er ekki mikils árangurs að vænta. Þessi skipulagsmál okkar eru því enn óleyst. Eg vil viður- ker.na hér, að ég á þar sjálfur mikla sök á, að eigi hefur lengra miðað. En málið er til umræðu og ég hygg að betra sé að fara að þessu með gát. Síðast þegar breytingar voru gerðar á lö-g- um Verzlunarráðsins voru þær lengi í undirbúningi og fengnir sérfræðingar til aðstoðar. Þó held ég, að árangur hafi varla orðið sem erfiði í bað sinn. En lög og skipulag geta aldrei ver- ið aðalatriði. Ég held, að fyrst og fremst ráði það árangri, hvern- ig samstarfsviljinn er. Og bví vil ég segja, að samstarfið við Fé- lag íslenzkra iðnrekenda, KauD- mannasamtök íslands og Félag íslenzkra stórkaunmanna hefur verið með ágætum á síðast liðnu ári. Starfað hefur verið mjög mikið saman, reynt að hafa sam- ráð um öll hin mikilvægustu mál og vil ég sérstaklega þakka for- mönnum og framkvæmdastjórum samtakanná góða og ánægjulega samvinnu. SKATTAMÁL ATVINNUFYRIRTÆKJA Verzlunarráð Islands hefur alltaf haft mikinn áhuga á því að stuðla að lagabreytingum um skattamál, þannig að atvinnu- reksturinn í landinu búi við sambærileg kjör og atvinnurekst ur í nálægum löndum. Mikið hef ur verið um þetta mál rætt á fundum í stjórn ráðsins bæði fyrr og síðar. En í ár komst nokkur hreyfing á málið við inn göngu Islands í EFTA. Ríkis- stjórnin skipaði nefnd embættis- manna til þess að fara yfir skattalögin og koma fram með breytingar til úrbóta. Ákvað þá stjórn Verzlunarráðsins að kalla saman skattamálanefnd þá, er starfaði á síðasta aðalfundi og gera hana að eins konar milli- þinganefnd til athugunar á þess um málum. Skattamálanefndin ásamt formanni og framkvæmda- stjóra Verzlunarráðsins átti nokkra fundi með embætt- ismannanefndinni og gat þar skýrt sjónarmið verzlunarinnar og atvinnurekstrarins í landinu í skattalegu tilliti. Jafnframt var farið fram á það við Félag end- urskoðenda í Reykjavik, að það benti á mann, sem vildi taka að sér að gera grein fyrir skatta- legri aðstöðu fyrirtækja í öðrum EFTA-löndum, borið saman við Island. Niðurstaðan af þeirri málaleitan var sú, að Bergur Tómasson, löggiltur endurskoð- andi, tók málið að sér. Vísa ég að öðru leyti til erindis hans, sem flutt verður hér siðar á fundinum. FJÁRFESTINGARFÉLAG ISLANDS HF. Á síðasta aðalfundi Verzlun- arráðs íslands var mikið fjallað um lagafrumvarp það, er þá var komið fram um Fjárfestingarfé- lag íslands og því veittur ein- dreginn stuðningur. Frumvarp þetta var samþykkt sem lög þann 25. apríl 1970. Eins og kunnugt er, var ákveðið, að Verzlunarráð fslands, Félag ís- lenzkra iðnrekenda og Sam- band íslenzkra samvinnufélaga skyldu hafa forgöngu um stofn- unina, ásamt þéim aðilum, sem samtök þessi vildu kveðja til. Síðan frumvarpið var samþykkt, hafa fundir verið haldnir með þessum aðilum og bankastjórum þeirra banka, sem gert var ráð fyrir að stæðu að stofnun fé- lagsins. Síðari hluta júní var svo skrifað bréf til 140 fyrirtækja, þar sem þeim var boðið að ger ast stofnaðilar að félaginu með hlutafjárframlagi að upphæð 1.000.000,00 kr. Ennfremur var boðið upp á, að hægt væri að gerast stofnaðili með 500.000,00 kr. framlagi. Gert var ráð fyrir að við stofnun væri greiddur % hluti hlutafjárloforðanna, en af- gangurinn á þremur árum. Held ur hefur málinu miðað hægt áfram síðan. Er sumarfri- um lauk hafa nokkrir fund- ir verið haldnir, en tekið hefur tíma að skýra það fyrir öllum þeim aðilum, sem koma til með að taka ákvörðun um þátttöku. Þegar svona nýjung er á ferð- inni, er ráðlegra að vanda all- an undirbúning sem bezt. En nú er málið komið á það stig, að ég tel miklar líkur til, að undirbúningi verði lokið í næsta mánuði og félagið verði stofnað fyrir áramót. Ég skora á alla fundarmenn, sem hér eru, svo og aðra meðlimi Verzlunar- ráðs Islands og annarra sam- taka innan þess, að leggja sig nú alla fram til stuðnings þessu máli. VERZLUNARSKALT fSLANDS Um málefni Verzlunarskóla ís- lands vísa ég aðallega til skýrslu framkvæmdastjóra Verzlunarráðsins er flutt verð- ur hér á eftir. Ég vil hvetja alla meðlimi Verzlunarráðsins til þess að fylgjast vel með málefn um þessa skóla. Hann hefur gegnt mjög mikilvægu hlutverki í fræðslukerfinu, og þurfum við að standa vörð um, að hann njóti aðstoðar og stuðnings til eflingar og framfara. Skóla- nefnd sú, er Verzlunarráðið vel ur, hefur lagt fram mikið starf til þess að undirbúa þær breyt- ingar, sem komu til framkvæmd- ar í fyrsta sinn nú á þessu hausti. Vil ég sérstaklega þakka skólanefndarmönnunum þeim Gunnari Ásgeirssyni, formanni, Gísla V. Einarssyni, Gunnari Magnússyni, Hirti Hjartarsyni og Þorvaldi Þorsteinssyni, svo og ritara nefndarinnar Þorvarði J. Júlíussyni, fyrir þeirra mikla framlag. LOKAORÐ Góðir fundarmenn. Ég fer nú að stytta mál mitt. Verzlunarstéttin horfir nú til baka til mikilla erfiðleikaára. En ég held, að við getum verið sammála um að heldur sé að birta til. Verzlunarstéttinni er það ljóst og hefur margoft ver- ið á það bent af hennar hálfu, að hagur verzlunarinnar í land- inu se í beinu hlutfalli við af- komu annarra þegna þjóðfélags ins. Þegar þjóðfélagið verður fyr- ir efnahagslegum áföllum og launastéttirnar verða að sætta sig við skertan kaupmátt, þá minnkar kaupgetan um leið og þar með afkoma verzlunarinnar. Nú hefur orðið mikill bati í efnahagslífi þjóðarinnar og allir landsmenn hafa bætt lífs- kjör sin. Um leið eykst kaup- getan og þar með hagur þess- arar atvinnugreinar. Hví er hér verið að hafa orð á svo augljósum hlut. Það er vegna þess, hve miklum blekk- ingum er ávallt þyrlað upp, þeg- ar grípa þarf til sérstakra að- gerða í peninga- og atvinnumál- um. Þá koma strax fram hávær- ar raddir um það, að nú þurfi að sjá um að hagur verzlunar- innar sé stórlega skertur. Reynt er að telja almenningi trú um, að af svo miklu sé að taka hjá þessari stétt, að hún sé aflögufær umfram aðra. En reynslan sannar hið gagn- stæða. Þrengingar undanfarinna ára hafa skert svo fjárhagslega stöðu fjölmargra verzlunar- greina, að þær eru vart lengur færar um að sinna hlutverki sinu. Því verður nú að snúa vöm I sókn. Verzlunin verður að keppa að því einhuga og án allr ar feimni, að krefjast viðurkenn ingar stjórnvalda á mikilvægi at vinnurekstrar síns. Það er mikið verk að vinna. Ekki einungis með því að halda vel á málstað stéttarinnar. Einn- ig með því að láta verkin tala. Strax og fjárhagslega reynist kleift á að hefjast handa um miklar framfarir i verzlunarþjón ustunni. Halda þarf áfram að byggja hagkvæmar verzlunar- miðstöðvar sem víðast á landinu, koma upp myndarlegum vöru- birgðastöðvum i nýtizku geymslu húsnæði, þar sem allri nýjustu hagræðingu verður við komið. Smærri fyrirtæki þurfa að vinna saman að stærri verkefnum, ann aðhvort trneð samstairfi eða sam- runa fyrirtækjanna. Verzlunar þjónustan á íslandi þarf að geta orðið til fyrirmyndar. Við eig- um vel menntaða og dugmikla verzlunarmenn. Búa þarf þeim viðunandi vinnuskilyrði. Það er því ósk mín og von, að okkur takist að halda þannig á málum á næsta starfsári, að við vinnum traust og eflum skiln ing annarra þjóðfélagsþegna á mikilvægi starfs okkar og hægt muni að eyða tortryggni og ó- vild í okkar garð. Við vonum að okkar fámenna þjóð öðlist skilning á mikilvægi þess, að allir standi einhuga sam an um að efla alla atvinnuvegi landsins og stuðla að góðu sam- starfi þegna þjóðfélagsins. Þakkir vil ég svo færa öllum meðstjórnendum mínum fyrir mjög gott og ánægjulegt sam- starf á árinu. Einnig flyt ég starfsmönnum Verzlunarráðs Islands beztu þakkir fyrir vel unnin störf. Sextugsafmæli: Helga Sveinsdóttir FRO HELGA Sveinsdóttir, — Vesturvallagötu 2 er 60 ára i dag. — Ótrúlegt en satt. — Að vísu eru 60 ár ekki hár aldur nú á tímum, en fyrr á árum var þetta þó nokkur aldur. En hver mundi trúa að þessi síglaða og sívinnandi kona hefði gengið 60 ára lífsveg. Nú er það svo að sjaldan er lífsbraut manna öll slétt og mal bikuð, svo það er ekki sama hvemig stigið er á, eða yfir steinvölu eða aðra hindrun sem á lífsbrautinni verður, — hvort það er gert með erfiðleikum og sjálfsmeðaumkvun, eða með létt leik og hlátri, en það hefur Helga einmitt gert, tekið lífinu með kæti og bros á vör. — Þetta er einmitt galdurinn við að lita svona unglega út, þótt árunum fjölgi. Helga er gift Kristni Ág. Ei- ríkssyni jámsmið, eiga þau yndislegt heimili sem þau hafa sameiginlega byggt upp og hef- ur Helga lagt þar mikið til með sinni listrænu handavinnu og góða smekk. — Ekki hefurheld ur staðíð á því að maður henn- ar hafi viljað og framkvæmt það sem hún hefur óskað að gert væri til að fegra heimilið. — Böm eiga þau þrjú öll ógift. — Helga og Kristinn hafa verið gift í 36 ár og hjónaband þeirra er til fyrirmyndar. Þar sér mað- ur og finnur hinn sanna félags- skap og góða samvinnu á milli hjóna á heimili sem ég álít að sé nauðsynleg til að lifa góðu og hamingjusömu lífi þegar aldur- inn færist yfir. — Öll sin hjú- skaparár hafa þau búið í sama húsinu, litlu húsi, sem þó er svo stórt þegar inn er komið, að þar virðist alltaf nóg rúm fyrir alla þeirra vini og kunningja — og þeir eru margir. 1 dag munu þeir líka verða margir sem koma til að óska afmælisbarninu til hamingju og gleðjast með þeim hjónunum. En þau taka á móti gestum frá kl. 3—7 síðdegis. Helga mín, afmælisdagurinn þinn — í byrjun vetrar — hefur í mörg ár verið sem bezti sum- arauki fyrir mig, — og svo er garðurinn ykkar yndislegi á sumrin eins og bezta sólarströnd suðrænna landa. Ég þakka ykkur hjónunum fyrir allar ánægjustundírnar sem ég hef notið hjá ykkur, bæði inni og úti. Beztu afmælisóskir frá einni úr eldri hópnum. A. Guðm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.