Morgunblaðið - 23.02.1971, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.02.1971, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1971 Jón G. Jónsson frá Tungu — Minning „Nú faekkar þeim óðum, sem fremstir stóðu.“ Þessi setning kom mér í hug þá er mér barst sú fregn, að Jón frá Tungu hefði látizt I Siglufirði hinn 14. þessa mánaðar. t Móðir mín, Margrét Tulinius, lézt að heimfli sínu laugardag- inn 20. febrúar. Jarðarförin ákveðin síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Hrafn Tulinius. t Móðir okkar, Guðbjörg Sigurjónsdóttir Færech, andaðist á heimili sftnu í Kaup- mannahöfn 14. febrúar. Karsten og Halldór Færech. t Eiginmaður minn, Hans Richard Beck frá KoIIaleiru, Reyðarfirði, andaðist þann 21. febrúar í sjúkrahúsinu í Neskaupstað. Fyrir hönd vandamanna, Hallfríður Beck. t Móðir okkar, Valhjörg Jónsdóttir, Borgarnesi, andaðisit í sjúkrahúsi Akra- ness föstudaginn 19. febrúar 1971. Jarðarförin ákveðin frá Borg- ameskirkju laugai-daginn 27. febrúar 1971 kl. 14. Bílferð með Sæmundi frá Um- ferðarmiðstöðinni kl. 10 f.h. sama dag. Finnbogi Ásbjörnsson, Þorbjöm Ásbjömsson, Sigurgeir B. Ásbjörnsson, Sesselja Sigríður Ásbjömsdóttir, Guðjón Ásbjömsson. Ég hef ekki það í huga, að ekki komi maður í manns stað. En hver maður hefur sín vissu sérkenni og persónuleika. Og þegar við, sem til elli erum komnir, missum einhvern úr fylkingu okkar, finmum við að autt er sviðið og í minningu okkar er einnig autt sæti, sem áður var skipað. Jón Guðmundur Jónsson hét hann fullu nafni. Hann fæddist á Gautastöðum í Stíflu norður hinn 28. maídag árið 1880, son- t Faðir minn, tengdafaðir og afi okkar, Björgvin Guðmundsson, trésmiður, frá Seyðisfirðl, andaðist að EHi- og hjúkrun- arheimilinu Grund laugardag- inn 20. þ.m. María Björgvinsdóttir, Jón Guðbrandsson og dóttursynir. t Eiginmaður minn, Böðvar Högnason, lézt I Borgarspítalarmm 20. febrúar. Una Sigurðardóttir. t Aðalbjörg Magnúsdóttir, Ásvallagötu 16, verður jarðsungin frá Foss- vogs'kirkju í dag kl. 13.30. Pálmi Pálmason, Sigurfinnur Arason, Pálmi A. Arason. t Faðir okkar og tengdafaðir, Sigurður ísleifsson, húsasmiður, Barónsstig 61, verður jarðsettur frá Foss- vogskirkju miðvifcudaginn 24. febrúar ld. 13.30. Kransar og blóm eru afþökk- uð. ur Jóns Jónssonar og konu hans, Sigríðar Pétursdóttur frá Sléttu. Var harrn af kjarnakyni kominn í báðar ættir. Langafi hans í föðurætt hét Jón Jóns- son. Fluttist hann ungur úr Eyjafirði, þá blásnauður, og tók sér bólfestu í Fljótum; keyptí Brúnastaði þegar jarðir Hóla- stóls voru seldar í byrjun 19. aldar og bjó þar stórbúi unz hann lézt skömmu eftir 1840. Var hann rómaður sjósóknari og atorkumaður, höfðingi í lund og stóð í fremstu röð samtíðar- manna sinna, vel metinn og vinsæll. Ungur að árum fluttist Jón með foreldrum sínum að Brúna stöðum og ólst þar upp. Kom snemma í ljós atorka hans og kappgiimi, atórhugur og raun- sæi. Hann sótti nám í Gagn- fræðaskóla Akureyrar fyrstu árin eftir að skólinn fluttist þangað frá Möðruvöllum. Hann stundaði nokkuð sjómennsku jafnframt vinnu á búi föður síns og reyndist snemma harð- sækinn og kappsamur atorku- maður, sem hafði yndi af vell ræktuðu búfé og fór vel með það. Hann kvæntist árið 1906 Sigurlinu Hjálmansdóttur frá Stórholti. Lifir hún mann sinn. t Maðurinin minn, Jón Ólafsson, Hafrafelli, andaðist í Landspítalanum að morgni 22. þ.m. Anna Runólfsdóttir. t Hjartans þakkir þeim, sem sýnt hafa mér samúð við burt- för manns míns, Lofts Gestssonar, Hjarðarhaga 42, og sérstakai' þakkir til þeirra, sem sýndu hormrn vináttu í hans veikmdum. Kristín Helgadóttir. t Öllum þeim mörgu, sem auð- sýndu f jölskyldum ofckar sam- úð við fráfall og jarðarför ísaks Árnasonar, Seljalandi, Vestmannaeyjum, þökkum Við af heilum hug og biðjum ykfcur blessunar Drott- ins. Jón Þ. fsaksson, Guðmunda M. Jónsdóttir, Einar Jónsson. Bjuggu , þau fyrstu árin & Brúnastöðum í sambýli við for- eldra hans, en fluttust svo að Tungu í Sléttu vorið 1910. Voru þau jafnan síðan kennd við þann bæ. Keypti Jón fyrst hálfa jörðina ásamt Þorgeirs- stöðum. Hinn helminginn keypti hann síðar ásamt Háakoti. Hafði hann þar jafnan síðan stórt bú og gagnsamt; undi aldrei við lítinn hlut eða hálfunnið verk. Hann undi eér jafnan bezt þeg- ar mikið þurfti að vinna, starfs- fús og starfsglaður. Búfé hans var valið að gæðum, vel fóðrað og gaf góðan arð. Hann húsaði vel bæ sínn, sem áður var í van hirðu, og gerðist mikill fram- kvæmdamaður. Er mér í ljósu minni þegar ég kom fyrst að Tungu, veturinn 1912—1913, hve búfénaður hans var vel rækt- aður og vel hirtur. Bar hann bóndanum gott vitni. Féll mér þá þegar, sem og jafnan síðan, vel við Jón að ræða. Kom í ljós að hann lét sér vera fátt mann- legt óviðkomandi, þótt land- búnaðurinn væri hans mesta láhugamál og hugðarefni. Ekki hallaðist á með þeim hjónum um myndarskap og góðan þokka. Þau voru bæði höfðing- leg í sjón og raun. Gerðu þau snemma garð sinn frægan með höfðingskap sínum og látlausri reisn, vinmörg og vinföst. Fleiri störf hafði Jón með höndum en búskapinn. Hann var lengi í hreppsnefnd og odd- viti hennar tíu ár, mörg ár í skattanefnd, úttektarmaður jarða, sýslunefndarmaður átján ár og hreppstjóri frá 1938, imz hann hvarf frá Tungu. Ýmis fleiri störf haf ði hann með höndum í þágu sveitair sinnar, þótt ekki séu þau hér talin. Svo breyttust timar og jafn- framt viðhorf. Skömmu eftir 1940 var reist rafvirkjunarstöð við Skeiðsfoss. Hafði sú fram- kvæmd þær orsakir að mikið af landi Stíflujarðanna fór und- Lr vatn, þar á meðal mestallt engjatún Tungu, svo að vatnið flæddi upp undir bæ, sem þó var efst í túni. Engjar fóriu að sjálfsögðu allar undir vatn. Fluttust þau hjón þá frá Tungu til Siglufjarðar og keyptu sér snoturt íbúðarhús í bænum, sem almennt var nefnt Tunga. Mun þetta hafa verið á árabil- inu 1942 til 1944. Bjuggu þau þar við sæmilega starfsorku all- mörg ár eða þar til fyrir skömmu, er þau þraut svo þrek, að þau kusu sér vist á elliheim- ilinu í Siglufirði. Oft kom ég til þeirra hjóna eftir að þau fluttust til Siglu- fjarðar. Þar var gömlum vinum gott að koma, þótt breytt væri um híbýli og háttu. Ekki rofn- aði tryggð þeirra við gróður jarðar og gamla vini. Ahuga- málin voru mörg og sífrjó sem áður, reisn hin sama. Aldrei létu þau orð falla á þá leið, að: mikils væri að sakna frá því t Þökkum innilega ajuðsýnda samúð og vinarhug við amdlát og jarðarför föður okkar, son- ar, tengdaföður og afa, Benedikts V. Guðnnmdssonar, Hafnargötu 6, Bolungarvík. Kristín Benediktsdóttir, Stefán Bjarnason, Bára Benediktsdóttir, Kristján Þorleifsson, HaraJdur Benediktsson, Karen Kristjánsdóttir, Víðir Benediktsson, Björg Guðjónsdóttir, Lárus Benediktsson, Jóiianna Benediktsdóttir, Ásrún Benediktsdóttir, Benedikt Steinn Benediktsson, Guðmundur Andrésson og barnaböm. sem áður, var, heldur tóku þau ellinni með eioskærri ertillingu og virtust una hlutskipti sínu vel. Má vera, að þau hafi húga- að fleira en tjáð var í orðum. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið. Verða þau hér tal- in: 1. Hjálmar, dó í bernsku. 2. Sigríður kennari í Reykja-' vík. 3. Ólöf húsfreyja í Kópavogi, gift Eiríki Guðmundssyni tré- smið og verkstjóra frá Þrasta- stöðum. — 4. Hilmar, lézt af slysförum fyrir 17 árum, kvæntur Magneu Þorláksdóttur frá Gautastöðum. Ein dóttir fæddist Jóni áður en hann kvæntist. Er það Dag- björt gift séra Kristni Stefáns- syni í Reykjavík. Öll eru þau systkin vel gerð og mannvæn. Fjögur voru fósturbörn þeirra hjóna. Hafa þau ÖU komizt til góðs þroska. Að síðustu þetta: Hinum látna vini mínium og frænda sendi ég hugheilar þakkir og árnaðaróskir yfir geimdjúpið, en konu hans og iniðjum votta ég heilhuga sam- úðarkveðjur. 17/2 1971 Kolbeinn Kristinsson. AÐ MORGNI þess 15. febr. sL hringdi síminn á vinnustað mín- um. Á hinum enda hans var fóstursystir mín, er tjáði mér, að faðir sinn hefði dáið kvöldið áður. Þó fagna megi, er löngum ævidegi lýkur án langvarandi þjáninga, verður ætíð söknuður samfara ástvinamissi. Með því ég hygg að einhver annar taki sér penna í hönd til að festa á blað minningar hins stórbrotna sveitarhöfðingja, þá mun ég leiða hjá mér upptalningu á upp runa, ættartölu og ehaistökum störfum hans, en vil þess í stað segja um hann nokkur orð al- menna eðlis, eins og ég reyndi hann og þekkti. Þó að margs sé að minnast á langri leið verður hér ekki nema fátt eitt nefnt. Að vísu má segja, að ekki gerist þörf langrar lýsingar á Jóni frá Tungu, eins og hann var al- mennt kallaður af þeim, sem þekktu hann eða kynntust eitt- hvað, því þar var hann sjálfur bezta vitnið, en það mun vera allstór hópur samferðamanma lágiir og háir, sem lögðu leið sína heim að Tungu þau mörgu ár, sem þau hjón, Jón og Sigur- lína, bjuggu þar, og var öllum tekið með sömu gestrisni. Hann var farsæll og mikil- virkur bóndi og hygg ég, að hann hafi verið á réttri hillu við ræktun á gróðurmold og bú- fénaði. Þó minnist ég þess, að hann lét orð að því faila, að sjórinn hefði átt hug hans á yngri árum, enda var hamn fengsæll svo af bar, þá hann látti fangbrögð við Ægi gamla. Enda hefði hann sómt sér vel við stjóm á fleyi um heimsins höf, hefði það orðið hans vett- vangur. Þannig hefur hugur hans togast nokkuð á um hvert ævistarfið skyldi verða. Hann valdi og sigldi hraðbyri mót erfiðum tímum þjóðarinnar og sigraði í þeirri baráttu með því að verða bústólpi sinnar sveitar og í forsvari á ýmsum sviðum. Hann var sér þess meðvitandi á unga aldri að menntun var einn af hyrningarsteinum hvers þjóðfélags og með það í huga aflaði hannn sér skólagöngu í Gagnfræðaskóla Akureyrar en en það var til undantekninga, að ungir bændasynir gætu veitt sér þann munað, sem skólagang an var um og fyrir síðustu alda- mót. Hann var árdagamaður sína tíma og hvatti unga menn og konur til starfs og dáða. Hon um voru ríkulegar gjafir gefn- ar til langs og gifturíks ævi- starfs; líkamlega hreyati og lífsgleði átti hann í ríkum mæli og þann persómileika, sem afl- aði honum óvenju mikiLs og góðs vinahóps. Mér verður lengi Framh. á bis. 25 , Börn og tengdaböm. t ÞORGEIR SVEIIMBJARNARSON Sundhallarforstjóri, andaðist að heimili sínu 19. þessa mánaðar. María Þorgeirsdóttir, Hannes Valdimarsson, Kristjana Arndal, Þorgeir Þorgeirsson. t ÓLAFUR A. GÍSLASON stórkaupmaður, lézt í Borgarspítalanum í Reykjavík sunnudaginn 21. febrúar 1971. Fyrir hönd ættingja Margrét Magnúsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.