Morgunblaðið - 14.04.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.04.1971, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1971 STUD. THEOL. RUNAR HAF- DAL HALLDÓRSSON Faeddur 4. janúar 1948. Dáinn 5. apríl 1971. SÚ FREGN barst í Háskólann að morgni þess 5. apríl sl., að einn af stúdentum guðfræði- deildarinnar hefði orðið fyrir slysi og lægi meðvitundarlaus á sjúkrahúsi. Þegar haft var samband við sjúkrahúsið var harmafregnin flutt: Rúnar Haf- dal Halldórsson hafði látizt þá um morguninn. Eftir hádegið átti að vera tími í hebresku. Við komum saman einungis til þess að minnast Rúnars en felldum síðan niður störf. Við minntumst hans með því að lesa úr kennslubókinni kaflann úr 103. sálmi Davíðs, sem hljóðar svo á íslenzku: Eins og himinninn er hár yfir jörðinni svo er miskunn hans voidug yfir þeim er óttast hann. Var hægt að tala um misk- unn Guðs, er dauðann hafði borið að á svo miskunnarlausan hátt? Eða sáum við fyrst í dauð anum hina dýpstu merkingu þessara orða? Við gátum falið vin okkar og félaga hinni mikiu miskunn Guðs, sem er voldug yfir þeim er óttast hann. Og við biðjum þess, að ljós trúar- innar skini inn í myrkur sorgar innar. Með þessar hugsanir í hjarta kveðjum við Rúnar heitinn og í þessum anda biðjum við for eldrum hans og ástvinum hugg unar frá Guði allrar miskunn- ar. Rúnar Hafdal Halidórsson innritaðist í guðfræðideild haustið 1969 og stundaði nám þá tvo vetur, sem honum var lífs auðið af mikilli kostgæfni. Rúnar var óvenjulegur piltur, hugsandi og jákvæður og hafði til að bera næma gagnrýnis- gáfu á allt efni náms og starfs. Ég varð þess strax var, að þarna fór piltur, sem kunni að hugsa sjálfstætt. Og það vakn- aði hjá mér löngun til þess að kynnasrt honum náið og viðhorf um hans. Ég varð aldrei fyrir vonbrigðum. Því að skarp- skyggni hans var tengd jákvæð um viðhorfum þess, sem trúir því, að dýprl merking búi að baki ytri fyrirbæra lífsins. Það er svo sárt, að þessu samstarfj skuli nú slitið, en jafnframt svo gott að geta falið hann mikilli og ósegjanlegri miskunn Guðs. Úr nemendahópnum og félags hópnum söknum við góðs drengs, ungs hæfileikamanns og ljúfs félaga. Við biðjum foreldr um hans og ástvinum huggun- ar og styrks frá Guði miskunn semdanna. Þórir Kr. Þórðarsou. Kveð'ja l'rá ömmu og afa Ég hugsaði um það, hvernig ég ætti að skilja það. „Það var svo erfitt í augum mínxxm“. Já, hvað getur verið þyngra en vita þig horfinn af vegi, líta þig liðinn, sem varst okkar æðsti auður, ökkar bjart asta von, okkar fegursti fram- tíðardraumur. Hvað sem segja má um æsku landsins nú, þá vaidir þú jafn- an hið góða, sanna og fagra, og þig var hvergi að finna nema í englaröðum glaðvæi'ðar og góðs. Þess vegna hafðir þú líka ákveðið og valið í námi þínu að ganga i þjónustu kirkjunnar. Þjónn guðs, það var hugsjón þín og hugsun. Og háskólanárn þitt var háð í þeim tilgangi, og djúp var gleði þín og hljóð með hverju spori, sem þú færðist nær framtíðaxtakmarki þínu. Okkur fannst þú aiitaf vera þjónn guðs, engili frá himni hins góða, þu barst okkur jafn an birtu og yi. Vorið var í ferð með þér. Það var ávallt sólskin í stof unni okkar, þegar þú varst kom inn. Eins meðan þú varst lítill. Og þótt árin liðu og þú værir orðinn lærður, ungur maður, þá varstu samt alltaf sami góði drengurinn. ,,En lífið er svo hverfult og lánið er svo valt“. Á einu and- artaki var búið, slysið orðið. Hvernig á að skilja það? Það er svo erfitt í augum mínum. En þessar ljóðlínur eru aðeins fleiri. „Það var svo erfitt í aug um mínum, ung ég kom inn í helgidóma guðs“. Þú sjálfur mundir leiða okkur inn í helgi dóm hins góða, helgidóm þagnar og friðar, og bæra varir til bæn ar í þeirri öruggu vissu að dauð inn er enginn endir, heldur að eins þáttaskil á verðandi lífs- ins, aðeins þrep á ferli eilífðar til hærra lífs til ódauðlegi'a heima. ,Sjá, ég fer burt að búa yður stað“, sagði sá Drottinn, sem þú vildir þjóna fyrstum og xtærstum, við sína vini, við hinztu kveðju. „Svo mun ég koma og taka yður til mín, að þér verðið þar sem ég er. Ég mun ekki skilja yður eftir mun aðarlausa“. Þetta finnum við anda þinn hvísla frá heimum ódauðleik- ans. Og gegnum móðu og mi3t ur höfugra tára reynum við að greina geisladýrð frá brosum þess guðs, sem gaf þig, finna svölun huggunar frá sjálfri lind lífsvatnsins. Mesta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. Þú hvíslar til okkar í kvöld- biæ hins unga komandi vors. Ekki að gráta amma mín. Vertu hughraustur afi minn. Lifið er eiiíft og fagurt. Dauðinn einn af englum guðs. Sorgin hið helg- asta í heimi kærleikans. „Yfir djúpi dauðans ljómar sól, Drottins sól á bláum vegum stjarna". Vertu sæll við söknum þín — en sjáumst aftur hinum megin. Drottinn blessi þig og varð veiti. Amma og afi. MIKIL og sár örlög gerast jafn an í mannlífinu. Slökkt er á lífskveik ungra og aldinna á voveiflegan hátt. Eftir stöndum við harmilostin, með þá stað- reynd í huga, að óræði lífsins héi' á jörð er mikið. í dag kveðjum við ungan efnismann Rúnar Hafdal Hall- dórsson, sem lézt af slysförum 5. apríl sl. — Hans vil ég minn ast, þótt mér sé full vel ljóst, að það verður af vanefnum gert. Fyrst af öllu vil ég segja það, að ég vænti mér meir af hon- um, en öðrum ungum mönnum, sem ég hef kynnzt á lífsleiðinni, svo augljósir voru mannkostirn ir. Hans stutta lífsskeið, sann aði iíka að þetta var meira en óskhyggja. Rúnar var af góðu bergi brot inn, fæddur í Reykjavik 4. jan. 1948, sonur hjónanna Báru Þóxð ardóttur og Halldórs Hjartar- sonar sjómanns. Kynni okkar Rúnars hófust er hann á 14. ári kom austur í Skálholt til að iétta mér ein yrkjaniuim sitönfin. Það gerði hann líka, svo sannarlega, ötull, fórnfús og umfram allt sam- vizkuíarnur við hvert það verk er honum var falið. Hann vann því fljótt hug og hjarta allra á neimilinu. - Hann var sannur gleðigjafi. — Það er æskan reyndar alltaf. I þrjú sumur kom hann hing að í slóð farfuglanna. Þá var vor í lofti svo fór hann aftur heim um leið og fugiarnir. Þá var komið haust, angurvær tregi yfir því horfna. Þannig finnst mér það vera í dag. En i huga Rúnars var aldrei neitt haust, þar var eilíft vor. Ég minnist þess að ungi mað urinn bar mikla lotningu fyrir mætti móður moldar og lífsins. Hann sá blómin og grösin grænu, teygja sig. upp úr sverð inum móti geislum sólarinnar, verða gróskumikii. Hann sá líka blómkrónurnar falla til móðurinnar, grösin blikna og iokum falia í jarðarskaut. Hann sá hina eilífu hringrás lífs og dauða í ríki náttúrunnar. Þar sem allt virðist hverfa til upp- hafsins — en rís þó alltaf aft ur upp. Þetta styrkti hann áreið anlega í trúnni á hið mikla ei- lífa líf. Næst gerist það í samskipt- um okkar Rúnars að hann bauðst til að vera hjá mér vetr armaður, sem var með þökkum þegið, hann langaði til að eiga nánara samfélag við búfénað- inn, sem honum þótti mjög vænt um; einnig vildi hann kynnast menningu og lífsvið- horfi sveitafólksins í fásinni vetrarins. Og hér var hann einn vetur, okkur og mörgum öðrum hér í sveit, dýrmætan í safni minn- inganna. Þegar frístundir gáfust stund aði Rxxnar dyggilega sitt tóm- stundagaman, lestur góðra bóka og ljóðagerð, sem þá var farin að þróast með honum. Þetta voru honum góðir förunautar aila tíð. Þegar hér var komið sögu hafði Rúnar ákveðið að nema búvísindi, en því miður fyrir íslenzka bændur varð ekki úr þeirri fyrirætian. Heldur fór hann í Menntaskólann á Laug- arvatni. Þar fóru í hönd ham- ingjuár, nám og starf með glöð um skólasystkinum og góðum kennurum, stórum áfanga var náð, glæsilegt stúdentspróf, þrátt fyrir annasöm störf að félagsmálum. Nú var stefnan mörkuð. Hann innritaðist í guðfræðideild Há- skóla íslands. Hann skyldi verða lærisveinn og þjónn Jesú Krists, flytja meðbræðrunum boðskap hans og fyrirheit. Þetta hefði Rúnari án efa tekizt mæta vel, tii þess hafði hann alla kost', stórt, hremt og kærleiks ríkt hjarta, ásarnt djúpskyggni og heiviíkju hugans. Ekki verður skilizt svo við þessi orð, að ekki sé minnzt á þann steika bakhjarl, sem Rún ar átti í lífinu, foreldrana og aðra ástvini, sem ótrauðir vora að fótna og livetja hann t>.l góðra veika. Hofium var íika áreiðanlega efst í huga virðingin og þakk- lætið til þeirra. Og nú höfum við haldið páska. í þeim birtist okkur sorgin og gleðin. Sorgin í píslar sögu freLsarans, en fögnuður og gleðin í upprisunni. — Sigt'i lífsms yfir dauðanum. Aigóður Guð láti hina björtu páskasól ásamt minningunni um góðan dreng lýsa upp soi'g- mædd hjörtu ástvinanna. Ég flyt þeim öllum, ásamt konu minni og dætrum hugheil ar samúðarkveðjur. Við kveðjum Rúnar hinztu kveðju þakklátum huga fyrir órofa tryggð og trausta vináttu Björn Erlendsson. ÞAÐ KOMA þær stundir að við stöndum ráðþrota gegn ráðstöf- unum hinna æðri máttarvalda, ekki sízt er siys og dauða ber að með skjótum hætti. Á slík um stundum skynjum við hve örstutt er á milli hláturs og gráturs, lífs og dauða. Það er erfitt að sætta sig við og sjá tilgang þess, að ungur og efni- legur maður í blóma lífsins skuli vera kallaður héðan brott úr heimi okkar daglega lífs. En það mun ekki vera ætlað okk- ur mönnunum að skilja tilgang lífsins til fullnustu, heldur að lifa því meðan það endist. Sérhvei't mannsbarn á sína ævisögu, hvort sem ævin er .úutt eða löng. Hver þeirra er með sínu yfirbragði og stílbrögð um, en þeim er það þó öllum sameiginlegt, að dauðinn setur lokapunktinn við síðasta kafl- ann. Þín ævisaga, Rúnar, er ó- venju litrík og kjarnyrt, og benti allt til þess að framhald- ið yrði ekki síðra hinum fyrstu köflum hennar. Það er því sárt að mæta þeirri staðreynd, að lokakaflinn hefur þegar verið ritaður. En þeim mun betur skulum við er eftir lifum festa okkur í minni og læra af þeirri stuttu, en efnismiklu ævisögu er eftir þig liggur. Þar eru margir og ólíkir kaflar hvað varðar viðfangsefni þín i lífinu. Þú tókst landspróf úr Mýrar- hixaskóla, fórst í Menntaskólann að Laugarvatni og útskrifaðist þaðan 1969. Að hausti sama árs settist þú í Háskóla íslands. í fyrstu stefndi hugurinn að námi í íslenzkum fræðum, en við nán ari yfirvegun valdir þú nám í guðfræðideild, og var það mörg um vinum þínum gleðiefni. Á sumrum stundaðir þú störf bæði til sjávar og sveita og öðlaðist þannig víðan sjóndeild arhring yfir ís>lenzka náttúru og þjóðlíf. Alls staðar gekkst þú heill til verks og ætlaðist til slíks hins sama af þeim er með þér störfuðu. Ef hreinskilni og heið arleiki var ekki fyrir hendi varð hópurinn að vera án þin-n ar þátttöku. Slík afstaða ásamt dugnaði og trúmennsku hefur valdið því, að þú varst ætíð kjörinn til trúnaðar- og fram- kvæmdastarfa meðal þinna fé- laga. En þú varst ekki gefinn fyrir að fara troðnar slóðir, ef svo bauð við að horfa. Gat þá ráðið ferðinni djúpur skilning- ur á mannlegum samskiptum á samt næmum tilfinningum, sem þú varst gæddur i svo ríkum mæli. Þetta, ásamt fjálglegum hugsjónum, mannlegum breysk leika og þjóðerniskennd gazt þú ofið í þann þátt er myndaði í senn frumlegan og ógleyman- legan persónuleika. Þessi örfáu orð eiga að vera þakkarvottur fyrir náin kynni mín af þér og þann lærdóm er ég hef af þeim dregið. Eftirmæl xn um þig hefur þú sjálfur sam ið með lífi þínu og gjörðum hér á jörð. En ef þetta líf er undir búningur að öðru lífi, þá er það vissa okkar er fylgjum þér til grafar í dag, að þú hefur verið vel undir það búinn. Ég bið þér, fjölskyldu þinni ug aðstandendum allrar bless- unar í komandi framtíð. Þinn vinur, Arnþór Flosj Þórðarson. „Ilniur gærdagsins uýr enn í vitum okkar gáski þinn rennur samau við trega okkar hlátur þinn bergmál i hugum vina þar sem óljós mynd þín Ixverfist i myrkan skugga . . .“ Tilveran brosti við okkur, líf ið leið áfram við gleði og söng og sorgin átti hvergi rúm í hjörtum okkar. Stundin var fag ur draumur og við vorum sjálf vonir okkar, vonir sem lífið virt ist albúið að láta rætast. En sorgin og gleðin ferðast jafnan saman að húsi okkar, og þegar önnur situr við borð með okkur, sefur hin í rúmi okkar. Og fyrr en varir blasir við nöp ur staðreynd. Með svörtum sorgarvængjum barst okkur, einu af öðru, hin hörmulega slysfregn, og síðan leið ein nótt, nótt ljúfsárra end urminninga milli vonar og ótta, sem varð að nýjum degi nýrrar vonar. En þá barst helfregnin. Þögult dauðastríð var á enda og ljúfur draumur okkar vakinn í sárum. Ein hinna fögru vona er nú dáin. En gætum þess þó, að vonir deyja með tvennu móti. Stundum deyr vonin á þann hátt, að hún breytist í sárustu vonbi’igði, jafnvel beiskju og ömurleik. En hún getur líka dá ið á þann hátt, að hún breytist í vissu, á sama hátt og morg- unninn deyr við það, að verða að hádegi og vorið deyr við það, að verða að sumri. Morgunninn deyr inn til nýs lífs og vorið einnig. Vonin, sem dó úr okkar hópi, dó á þann hátt að hún breyttist í vissu, því hefði hann lifað áfram í þessum heimi, hefði hann orðið ein þeirra vona, sem rætast á fallegan hátt. Hann brást eng- um. Hann var ekki von sem brást. En hann var von sem breyttist í veruleika á öðru sviði tilverunnar. „Stallari vor“ er dáinn. Hugsunin um þetta veldur því, að hugurinn leitar aftur til fyrstu funda okkar, hinnar fyrstu kynningar. Við kynnt- umst öll í menntaskóla á þeim árurn okkur, þegar öll sönn vin átta grundvallast. Við bjuggum sama í blíðu og stríðu í fjóra vetur, svo að öll kynni urðu náin og einlæg. Hann varð hrátt vinmargur og helzt ómiss andi í hverjum glöðum hópi. Glaðvær var hann og glettinn og naut hinnar ágætu söngradd ar hans vel við á öllum gleði- stundum. En hann var ekki að eins góður félagi í glöðum hópi, því hæfileikar háns nutu sín ekki hvað sízt í starfi. Því olli engin tilviljun, að hann valdist fljótt til forystu og forgöngu um málefni bekkjarins og brátt skól ans alls. Traust það, sem hon um var sýnt, átti hann líka æv inlega verðskuldað, og eftir að hann hóf nám við Háskóla fs- lands, var þess skammt að bíða, að honum yrðu falin trúnaðar- störf. Áhugamái hans voru möi'g og af margvíslegum toga spunnin. Líklega hafa bókmenntirnar bor íð þar hæstan hlut. Skýrust verður okkur myndin af hon- um, er við minnumst þeirra sxunda, er rætt var um ljóð og líf í þröngum hópi. 1 sál hans voru ofnir margir viðkvæmir strengir, sem slógu helzt á slík um stundum. En hann hafði ekki aðeins hjartai'ím, heldur hafði hann líka málið. Hann lét eftir sig mörg gullfalleg kvæði, sem voru okkur sum mjög hug leikin og voru sungin í okkar hópi. Ekki er að efa, að þessi gáfa hans hefði átt eftir að taka miklum þroska ef honum hefði orðið auðið lengi'i lífdaga. Á stjórnmálum hafði hann talsverðan áhuga og tóku skoð anir hans á þeim sviðum lit sinn af heitri rómantiskri ætt- jarðarást. Þó var eins og hugur hans kenndi helzt festu í vanga veltum um lífið og tilveruna, og í fullu samræmi við það lagði hann út í guðfræðinám að stúdentsprófi loknu, þótt ís- lenzk fræði lokkuðu líka. Nám- ið sóttist honum létt, og gaf hann sér ávallt tíma til að hjálpa góðum vini við hvað sem vei'a skyldi. Okkur er ljóst, að þessi fá- tæklegu orð megna ekki að draga upp þá mynd af hanum, sem við munum ávallt bera okkur í brjósti. Við vitum, að það sem drýgstan þátt átti í að Framhald á bls. 26.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.