Morgunblaðið - 18.04.1971, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.04.1971, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1971 0 Skólatannlækningar Guðmundur Skúlason, fram- kvæmdastjóri. Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur skrifar: „Velvakandi góður. Þann 6. þ.m. birtist í dálki yðar grein Brynhildar Sigurð- ardóttur um skólatannlækning ar. Vegna þessarar greinar langar mig til þess að koma að nokkrum línum í dálki yðar, Tannlækningar skólabarna i Reykjavík á aldrinum 6—12 ára fara fram á tímabilinu frá 1. september að hausti til júniloka sumarið eftir. Mánuð- ina júlí og ágúst er i Heilsu- verndarstöðinni dagleg vakt vegna bráðra tannsjúkdóma skólabama á fyrrgreindum aldri, auk hinnar almennu vakt ar tannlæknafélagsins um helg ar. Við tannlækningar skóla- barna starfa nú 18 tannlækn- ar og kemur að meðaltali í hlut hvers og eins að hugsa um h.u.b, 570 börn á framangreind um tíma. Varðandi það atriði í bréfi Brynhildar, að dóttir hennar hafi ekki notið þjónustu skóla- tannlækninganna og ekki átt þess kost, er ekki hægt að stað festa fyrr en vitað er hvaða skóla barnið sækir, en slíkt verður ekki af greininni ráð ið. Þess er skylt að geta, að kunnugt er um, að böm hafa misst af timum hjá skólatann- læknum og kann þar ýmsu að vera um að kenna, þrátt fyrir boðanir heim á heimili margra barna um tannlæknistíma, auk þeirrar boðunar, sem fram fer í skólunum sjálfum. Nokkrum töfum og misskilningi kunna að valda tilfærslur barna milli bekkja eða milli skóla, og erf- itt kann að vera að finna þau fyrr en ný bekkjarskrá kemur 1 byrjun næsta skólaárs." 0 Stundum gleymist . . . „Nokkuð ber á því, að börn gleymi að mæta hjá skólatann- lækninum, flest fyrir vangá, sína eigin eða sinna, en þó ber við að fáein reyna að losna við tíma hjá skólatannlækninum af ásettu ráði. Ég er þó ekki með þessum orðum að gefa í skyn, að það siðasttalda eigi við dóttur Brynhildar, þar kunna aðrar ástæður að koma til. Að lokum vil ég geta þess, að viðtalstimi yfirskólatann- læknisins, hr. Óla Biltvedts Antonssonar, er í Austurbæjar barnaskólanum kl. 9—10, sími 25709, mánudaga til föstudaga, og veitir hann fúslega allar upplýsingar varðandi störf skólatannlæknanna og greiðir af fremsta megni götu þeirra, sem til hans leita varðandi tannlækningar skólabarna í Reykjavík. Með vinsemd og virðingu, Guðmundur Skúlason. Velvakandi þakkar þetta bréf kærlega. Er greinilegt, að þeir, sera skólatannlækningum stjórna hér í borginni, vilja hafa þá hluti i lagi. Mistök geta að sjáifsögðu átt sér stað, hverju svo sem um er að kenna, en af bréfi Guðmundar Skúlasonar má ráða að úr þeim ætti að vera auðvelt að bæta. 0 Mennskir menn eða fordæður? Svo nefnir Sigurlaug Björns- dóttir frá Veðramóti, eftirfar- andi bréf: „Fyrir nokkru sýndi sjón- varpið okkar I annað eða þríðja sinn tiltektir manna þeirra, er mest hafa sig í frammi við selkópahryðjuverk- in í Kanada. Þeim þarf því lík lega ekki að lýsa mikið nánar, en framkvæmd þeirra er með þeim hætti að til smánar er öllu mannkyni. Mikill fjöldi sela er á þessum slóðum, sem marka sér land, eyjar og sker til kæpingar, nokkurn veginn á sömu slóðum ár frá ári. Er kóparnir hafa náð nokkrum þroska, en byltast samt ennþá ósjálfbjarga i bólum sínum, er móðirin svo reynir að verja og vakta, þá mæta þar morðingj- ar þeirra i tæka tíð, áður en ungviðið nær að komast til sjávar. Allra sveita kvikindi eru þar saman komin, einnig frændur okkar, hinir siðmennt uðu frá Norðurlöndum, og hver getur svarið fyrir, að á meðal þeirra kunni að leynast ein- staka landi okkar. — Sem sagt, þeir eru þar komnir með lurka sína og lemja ósjálfbjarga ung ana, ekki með einu róthöggi, sem drepur, heldur mörgum höggum eftir ástæðum, eða þar til dýrin missa meðvitund í bili, en halda lifi. Síðan flá þeir kópana lifandi, svo kvalaóp þeirra heyrast vítt um kring. Reyni móðirin, sem er áhorf andi að öllu svinaríinu að verja börn sín, er hún bara blinduð, stungin og pínd á alla vegu, til mikillar kátinu fyrir böðlana. Líklega er mergurinn málsins sá, að með þessari að- ferð munu villimennirnir fá nokkrum skítugum krónum meira á hvert skinn en ella, svo hraðar hendur verður að hafa, enginn aur má ganga þeim úr greipum. En hvemig þeim tízkudrósum er varið, er klæðast slíkum blóðkuflum, með ánægju og yfirlæti, er erf- itt að skilja." 0 Hvernig er þetta hér? „Svo sem vitað er, eru hér Fa 1 JBÍléA IÆM GA X LUItZ ■=-25555 1^14444 mmm I3ILALEIGA IIVERFISGÖTU 103 VW SendiferíabiírciJ-VW 5 manra-VW svetnvajB VW 9manna-Undrtivef 7manni IITT A BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13 Sím/14970 Eftir k>kun 81748 eða 14970. m~m TIL ALLRA ATTA við Islands strendur allmiklar selagöngur, og hefur það einatt þótt gott búsilag að eiga slika tekjulind i landareign sínni sem selveiðinni fylgir. Margir leita til Velvakanda og óska sér upplýsnga um eitt og annað. Nú langar mig til að fara að dæmi þeirra og biðja hann að fræða mig um það, með hverjum hætti hið svokall aða „uppidráp" er framkvæmt hér hjá okkar þjóð? Það skyldi þó aldrei vera, að kylf- umar og barsmíðarnar væru einnig hér í fullum gangi? Að- eins einn mann veit ég íslenzk- an, er friðar selkópasvæði sitt algjörlega, jafnt fyrir heima- mönnum sem aðkomandi. Þótt sá maður hefði ekkert annað unnið sér til ágætis, mundi þetta nægja til þess að orðstír hans lifir." 0 Villimannleg grimmd „Það má ef til vill segja sem svo, að ekki sé meira né frá- leitara að granda þessum dýr- um en öðrum, því einlægt er maðurinn eitthvað að drepa, stundum af nauðsyn en of oft sér til einskærrar skemmtunar. Eitt sinn skal hver deyja, bæði menn og skepnur, hvort beitt er þar viðurstyggilegri, villi- mannlegri grimmd, eða til stað- ar eru bæði mannúð og mann vit. Svo mun þó vera fyrir þakkandi, að þótt við mennirn ir séum ef til viil ekki ýkja langt komnir frá villimannseðl inu, þá hlýtur það að vera mik ill meiri hluti fólks, sem frem- ur kysi að afsala sér öllum heimsins auðæfum, en að mis- þyrma á jafn skammarlegan hátt litlum, varnarlausum sel- kópi með sín fögru, óttaslegnu, biðjandi barnsaugu. Slíkt at- hæfi verða allir að vera sam- mála um að striði á móti guðs og manna lögum, sem og raun- ar mörg okkar önnur samskipti við málleysingjana. Dýrin eru, hvert og eitt sann arlega aumkunarverð, alla leið frá litlum ánamaðki, er þrædd ur er upp á öngul veiðimanns- ins, til allra hinna, stórra og smárra, villtra og taminna, svo ofurseld sem þau eru mannin- um með sína köldu grimmd, og sín yfirborðskenndu og glopp- óttu, mannúðar og menningar viðhorf. Sigurlaug Bjömsdóttir, frá Veðramóti." Þvi miður er Velvakandi alls ófróður um „uppidráp“, en ef til vill getur einhver les- andi hans bætt úr þvi. 0 Þakkar hjúkrun Hér er svo bréf frá hjúkrun- arkionu, sem starfaði öUl sin manndóimsár erlendis: „13. febrúar s.i. var ég lögð inn á lyfjadeUd Landspítalans undir handleiðslu hins ágtæta læknis Jóns Þorsteinssonar. Þar naut ég mj'ög fullkominn- ar læknishjálpar og hjúikrunar. Liltu síðar var óg færð á handlækningadeild, þar sem ég þurfti að gangast undir vanda sama aðgerð. Þar naut ég krunn áttu og hæfni hins ágæta lækn is Páls Gíslasonar, sem fram- kvæmdi aðgerðina og tóikst prýðiliega. Þar naut ég sömiu ágætis hjiálpar og fyrr á lyfja deildinni, bæði hálærðra lækna og hjúkrunarfiólks. Vegna starfs míns sem hjúfcr unarkiona erlendis hef ég kynnzt mörgum frægum spítöl- um, en mér er alveg óhætt að fullyrða, að enginn þeirra hef- ur veitt betri læknisaðstoð og hjúkrun en einmitt Landspítal- inn okkar hérna beima. Ég met mikils allt það, sem fyrir mig hefur verið gert oig sendi læknum Landispítalans ag hjúkrunarfólki alúðarþaikkir. Björg Sveinsdóttir frá Felli, Suðurgötu 15, Reykjavík." Saumastúlkur Óskum eftir að ráða vanar saumastúlkur. Laugavegi 26. OECD bókasölusýning Rit OECD, Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu. sem út hafa komið á síðustu árum, verða til sýnis og sölu i bókaverzlun okkar í Hafnarstræti 4, uppi, næstu daga. Ritin greinast í eftirtalda flokka: 1. Economics, 2. Intemational Trade and Payments, 3. Statistics, 4. Development, 5. Agriculture — Food — Fisheries, 6. Energy, 7. Industry — Transport — Tourism, 8. Manpower and Social Affairs, 9. Edu- cation and Science. BDKAVERZLUN SNÆBJARNAR. Hafnarstræti 4. BÍLALEIGA CAR RENTAL 21190 21188

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.