Morgunblaðið - 27.05.1971, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.05.1971, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐH), FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1971 23 Jiynd og góðviljuð. Segja má að JHJúHyndi hennar varð kunnuigt öllum mönnuim.“ Hún mátti ekk- erit aumt sjá svo ekki væri hún farin til að reyna að hjálpa. Sæi hún einhvem sorgbiitinn og tár falla, sýndi hún svo einliæga sam úð og hjartanlega meðhyggð. En jafnframt hafði hún svo rikan eiginleika til þess að geta bros- að hlýlega gegnum tárin. Helga var grandvör í orði og öliu sínu líferni. Hamdtakið hennar var einkar hlýlegt og aUt viðmót hennar aðlaðandi og eliskulegt — það leyndli sér ekki að á bak við það allt sló göfugt og kærleiksrikt hjarta. Við, sem þekktum hana bezt, allt frá bernskuskeiði hennar til sið- ustu stundar, reyndum ávallt þetta sama í fari hennar — sömu tryggðina og góðvildina. Hygg ég, að allir, sem kynntust Helgu, geti tekið undir þáð. Iðju söm var hún bæði á heimili sínu og utan þess, og mátti hún ekki vamm sitt vita í því starfi sinu frekar en öðru. Trú var Helga söfnuði sínum og kirkju. Við það ólst hún upp í foreldrahúsum allt frá blautu barnsbeini. 1 kirkjunni var sæti hennar aldrei autt meðan heilsa og kraftar entust. Einnig þar naut sín vel einlægni hennar og hjartahlýja. Oft iífgaði hún upp Við guðsþjónustur með glaðlegu Viðmóti og fallegum söng. Árið 1938, á jóladaginn, gi^ ist Helga eftirlifandi manni sin- um Karli Sæmundssyni, bygg- ingameistara. Þau hjóndn eignuð ust tvö börn, Jón Ævar og Auði Eddu. Lengst af hafa þau búið á Reynimel 22. Þar bjó Helga eiginmanni sinum og bömum gott og fallegt heimili. 1 byrjun þessa árs lá leið hennar á Landakotsspítaia, en þar dvaldi hún síðustu mánuði ævi sinnar. Hedstrið sitt háði hún með æðruieysi og rósemi og fól sig Guðd og alla sóna. Við fyrirheit drottins gladdist hún óumræðiiega og hafði þá örugga fullvissu að Guð mundi að lok- um leiða aila sína til sigurs. Nú hefur hún „barizt góðu baráttunni, varðveitt trúna og fullnað skeiðið". Og svo á hin- um mikla degi drottins mun hún öðlast kórónu lífsins, ,,sem hann hefur heitið öftlum þeim er elskað hafa opinberun hans." Helgu er sárt saknað af okkur fjölmörgum góðvinum hennar og safnaðarfólki, en sár ast þó af eiginmanni og bömum hennar ásamt systrum og öðrum nánum ástvinium. öll fjöilskylda miin og ég, vottum þeim öUum okkar dýpstu og innilegustu samúð og hluttekningu og biðj- um þeim öllium blessunar Guðs. Þetta verður ekki nein ævi- saga hinnar látnu. Aðrir gera það betur, en aðeins til að bera fram nokkur kveðjuorð Hjart- ans þakkir fyrir góða samfylgd og allt gott. Fel það í eftirfar- andi erindum eftir V. Br: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fýlgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir tál grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér vinur, far vel á braut! Guð oss það gefi, gilaðir vér megum þér síðar fylgja í friðarskaut. ÖI. Guðmundsson. Kæru vinir. Hjartans innilegustu þakk- ir fyrir stórgjafir, heimsókn- ir og heillaóskir á áttræðis- afmæli mínu 9. maí sl. Pálina Pálsdóttir, Eyrarbakka. Jón Sumarliðason frá Breiðabólstað Féll þar sá er góðgjamastur gekk að starfi í vorri byggð. Maður sem að agg og illska var öllu fremur viðurstyggð. Harun er svo á hverju máli hélt að gætti rétts og sanna. Harun er aldrei henda mundi að halla sóma nokkurs manns.“ í DAG er Jón Sumarliðason frá Breiðabólstað í Miðdölum lagð- ur til hinztu hvíldar í Fossvogs- kirkjugarði við hlið konu siruruar Guðrúnar Magnúsdóttur. Á að- fangadag jóla s.l. er Jón reikaði um milli grafa framliðinina og lagði blóm á leiði ástvina sinna, var hajrun skyndilega sviptur máli og mætti og féll til jarðar. Síðan hefur harun verið sjúkl- iingur unz hann lézt 20. maí s.l. Jón var fæddur að Breiðaból- stað í Miðdölum 13. sept. 1889 og dvaldi þar bemsku- og upp- vaxtarár sín. Tók við búsfoxráð- um af móður siinni árið 1915. Bjó þar samfleytt í 37 ár til áa-siinis 1952. Árið 1955 fluttist hann ásamt Sæunni systur sinni til Reykjavíkur. í afmælisgrein um Jón 13. sept. 1969 segir svo í Morgun- blaðinu: „Jón var hreppstjóri og oddviti Miðdalahrepps tugi ára. Hanin var ennfremur formaður í stjóm Kaupfélags K. Hv. Búð- ardal. Formaður Ræktunarsam- bands Suðurdala. í sauðfjánsjúk- dómanefnd. í fasteignamats- nefnd Dalasýslu. Þá sat hann einmig í landsdómi. Eims og sjá má af hér frá greindu hafa Jóni verið falin ýmis og óskyld verk- efni til meðferðar og úrlausnar. Það mun allra mál er til þekkja að ávallt hafi verið unnið að hverju máli með dómgreind, hagsýnd og sarungirni. Það mun heldur ekki ótítt að til hana sé leltað er vanda ber að höndum og eru þá holl ráð veitt af heil- indum“. Emrufremur segir svo í sömu grein: „í fæstum orðum sagt: Hér er sannur sómamaður á ferð“. Ég vil nú á þessari kveðjustund taka undir þessi umimæli. Harun var vitur öðlings- miaður og tildurlaus fyrir- menmslka voru einkunnir harus. Á 70 ára afmæli Jóns sendi Jóhannes skáld úr Kötlum nokkr ar afmælisvísur og er ein þeirra svoraa: „Allt sem hafði hreinan tón, hver einin gróðurblettur. Þreifst í ákjóli þínu Jón. Þú varst einis og klettur." í þessu fagra listræna erindi er Jóni lýst sem verrudara alls þess fagra og góða, alls sem hefur hreinan tón. Þau Jón og Guðrún eignuðust eina dóttur, Elfeabetu, sem gitft er Guðmundi Magnússyni deiidarstjóra í rík isenduriskoðun. og eiga þau 4 börn öll í heimahúsum og fagurt og friðsælt menningarheimili. Þegar leiðir skilja nú í bili votta ég Jónd Sumarliðasyni frænda mínum og vini ininilegar þakkir fyrir margar ánœgju- og fróð leiksstundir. Við hjónin færum honum innilegasta þakklæti fyrir órofa tryggð og allt gott frá fynstu kynmum. Ég efast ekki um að þar hafa beðið vinir í varpa sem von var á gesti og að nú sé hann korruinn í hóp ást- vina sinina laua frá jarðneskum þrautum. Þú reyndist trúr og raunum úr ert leiddur laun að fá. Aðalsteinn Baldvinsson. Hugheilar þakkir færi ég öllum þeim, sem glöddu mig á fertugsafmæli mínu 20. maí sl. Sérstaklega þakka ég syst- kinum mínum og vinnufélög- um fyrir góðar gjafir, blóm og skeyti. Lifið heil. Ársæll Elíasson. 1 dag fer fram útför Jóns Sum arliðasonar, fyrrum hreppstjóra, frá Breiðabólstað í Miðdölum, Dalasýslu, frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Nokkur fátækleg orð verða hinzta kveðja min til þessa mæta manns og góðvinar. Hann fæddi.st að Breiðabólstað I Sökkólfsdal 13. sept..' 1889, son ur hjónanna Sumarliða Jónsson- ar frá Miðskógi og Elísabetar Baldvinsdóttur frá Bugðustöð- um. Jón var því grein af góðum stofni, er átti sér djúpar rætur Suður-Dölum. Níu ára að aldri missti Jón föður sinn aðeins 43 ára gamlan. Elísabet móðir hans lét þó ekki bugast, heldur hélt hún áfram búskap að Breiðaból- stað ásamt 5 börnum sínum. Bjó hún við mikla rausn og skörurags skap og veitti börnum síraum hina beztu fræðslu og gott upp- eldi. Var það heimdli rómað fyrir gestrisni og glaðværð, stjórn- semi og framkvæmdir. Þangað komu þreyttir og göngumóðir vegfarendur af Bröttubrekku og hliutu hvild og bezta beina, og sjálfsagt þótti að koma þar við áður en lagt var á Fjaliið á suð- urleið. Árið 1914 tók Jón við búsfor- ráðum af móður sinni, er hún dó, og bjó þar samfleytt til ársins 1952. Hinn 3. júlí 1915 kværatist Jón Guðrúnu Magnúsdótíur bónda á Gunnarsstöðum í Hörða dal, Dalasýslu, hinni ágætustu myndarkonu. Eignuðust þau hjón eina dóttur barna, Elísabetu, sem búsett er í Reykjavík, gift Guðmundi Magnússyni, deildar- stjóra í ríkisendurskoðun. Enn- fremur ólu þau hjón upp eitt fósturbarn og tvö börn önnur nutu þar uppeldis í skjóli for- eldra sinraa. Heimilið að Breiða- bólstað blómgaðist að farsæld og hamingjn. En allt er í heim- inum hverfult. Hin unga hús- freyja kenndi meins hins hvíta dauða. Árið 1928 varð hún að fara á Vifilsstaðahæli, þar sem hún hiaut að dveljast laragdvöl- um, unz hún lézt árið 1956. Er Guðrún veiktist, tók Sæunn, systir Jóns, við húsmóðurstörf- um að Breiðabólstað, og annað- ist þau af stakri prýði. Árið 1958 fluttust þau systkin alfarin úr Dölum og bjuggu síðan lengst af saman að Gunnarsbraut 34 í Reykjavík, unz Sæunn andaðist í júlí sl. ár. Mannkostir Jóns komu vel i Ijós í aðdáanlegri umhyggju, er hann sýndi alla tíð móður sinni meðan hún lifði, elskaðri eiigin- korau, sem hann reyndi á allan hátt að hjálpa í þungbærum veikindum, og systur sinni, er hann virti og mat mikils. Snemma var Jón valinn til margvíslegra stanfa fyrir sveit sina og sýslu. Hlaut svo að fara um slíkan mann, sem gæddur var háttvisi, góðri greind og höfð- iragislurad. Sat hann leragi í hreppsnefnd Miðdalahrepps og var oddviti um árabil. Hrepp- stjóri frá 1927 og sýslunefndar- rruaður frá 1928. Formaður skóla- nefndar. 1 stjórn Kaupfélags Hvammsfjarðar, sáttamaður, i fasteignamatsnefnd Dalasýslu. Lengi í sauðfjársjúkdómanefnd. Formaður Ræktunarsambands Suður-Dala um skeið. Formaður Hestamannafélagsins Glaðs i Mið dölum i aldarfjórðung. — Ridd- ari af fálkaorðu. Skömmu eftir að Jón fluttist til Réykjavíkur gerðist hann starfsmaður Alþingis um þing- timann, þar til haran lét af þvi stanfii fyrir a'ldurs sakir. 1 möng ár unnum við Jón sam- an í sýslunefnd og við önnur fé- lagsstörf. Gott var með honum að vinna. Um hann mátti segja, eins og Ara Arnalds, sýslumann; „Með gætnum huga, glöggum ráð um, greiddir marga lífsins þraut". Fyrir mörgum ánum lá ungur sonur minn um tíma á Landa- kotsspítala. Rak hann upp stór augu, þegar þangað kom aldrað ur höfðingsmaður og tók hann tali. Það var Jón frá Breiðaból- stað, sem frétt hafði af tilviljun, að þarna lægi ungur maður, sem e.t.v. hefði gaman af að fá heim- sókn. Á aðfangadag jóla veiktist Jón skyndilega af heilablæð- ingu. Var hann fluttur á Landa- kotsspitala, þar sem hann lá mátt farinn, unz hann lézt á uppstign ingardag, 20. maí s.l. Dóttir hans, tengdasonur og 4 mannvænleg börn þeirra komu tíðum að hvilu hans, og sýndu honum umhyggju og ástúð. Hinztu vinarkveðjn oig þökk fná mér og fjölskyldu minni sendi ég hinum ilátna heiðurs- manni. Aðstandendum hans og vinum votta ég samúð og árna þeim góðs gengis á braut fram- tíðar. Friðjón Þórðarson. „-1 ESIO g»W8a»at|i 1 ioclecii Guðrún Árnadóttir — Kveðja F. 15/10 1968. D. 21/5 1971. VORIÐ er árstími fegurðarinn- ar. Þá skína sólargeislarnir skærast, þá birtast blómin og þá ómar loftið af söng frjálsra vængfara. Vorið með sína björtu daga er ekki sizt veröld barn- anna. Hvert barn er hluti hins eilifa vors, því að það býr 1 brosi þess og ijómar í augum þess. Nú á þessum vordegi gengur lítil telpa inn á vegi þess vors, sem skin ofar öllu jarðnesku. Hún hefur verið okkur ljósgjafi og Guðs gjöf, en er nú aftur farin til Hans, sem gaf hana. Sá, sem sagði: „Leyfið börnun- um að koma til mín“, mun taka á móti henni og annast hana. Hjá honum er hún óhult. Hann leiðir nú litlu stúlkuna okkar I heimi' friðarins. Ástvinir. KEFLAVlK Skrifstofuvinna Starf skrifstofustúlku 1. júlí næstkomandi. Umsóknir sendist til fyrir 12. júní. hjá Rafveitu Keflavíkur er laust frá Rafveitu Keflavíkur Hafnargötu 17, RAFVEITUSTJÓRI. Atvinna Heildsölufyrirtæki óskar að ráða nú þegar skrifstofustúlku til starfa i söludeild. Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg. Umsóknir sendist afgr. Morgunbl. fyrir föstudagskvöld merkt: „Vélritun — 7122". Karlakórinn Vísir Söngskemmtim í Austurbæjarbíói fimmtudaginn 27. mal kl. 7,15. Kórinn endurtekur söngskemmtun sína föstudag UPPSELT. kl. 7,15. Söngstjóri: Geirharður Valtýsson Einsöngvarar Guðmundur Þorláksson, Kristinn Georgssoa, Sigurjón Sæmundsson. Þórður Kristinsson. Blandaður kvartett: Guðný Hilmarsdóttir, Magdalena Jóhannesdóttir, Guðmundur Þorláksson, Marteinn Jóhannesson. Undirleik annast: Eltas Þorvaldsson, Magnús Guðbrandsson, Rafn Erlendsson, Þórballur Þorláksson. Aðgöngumiðar hjá bókaverzlunum Lárusar Blöndal og Sig- fúsar Eymundssonar, og í Tösku- og Hanzkabúðinni v/Berg- staðastræti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.