Morgunblaðið - 24.09.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.09.1971, Blaðsíða 17
MORGUiNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1971 17 Stóriðja er grundvöllur hagkvæmustu stórvir k j ana Okkur liggur á að beizla fallvötnin Allkynlegir tillburðir og aug- lýsingakappMaup hefir að und anförnu átt sér stað af hálfu ríkisstjómarinnar og þá sér- staklega iðnaðarráðherra Magnúsar Kjartanssonar, í sam foandi við ákvarðanatöku um Siigölduvirkjun i Tunignaá. Ekki ætla ég að gera þá, að ýmsu leyti broslegu tilburði, að umtalsefni í þessum greinar- stúf, en leiðrétta missagnir, sem fram hafa komið, og benda á nokkur atriði, sem meginmáli skipta. STEFNUMÓTUN STÖRVIRK.TANA: Það er rétt að minna á í upp- hafi, að það var stefina fyrrver andi ríkisstjómar að leggja á- herzlu á stórvirkjanir í fall- vötnum landsins, því að með þeim hætti væri almenninigi tryggð ódýrust raforka. Það var og er Ijóst, að stórvirkjan- ir eru framleiðslufyrirtæki, sem þurfa markað fyrir sína fram- leiðslu og verða þess vegna langtum hagkvæmari, ef þær eru byggðar í tengslum við stór iðju eða orkufrekan iðnað. Á grundvelli þessarar stefnu varð fyrsta stórvirkjun Islendiniga til, Búrfellsvirikjun í Þjórsá, í tengslum við álbræðsiuna í Straumsvík, sem telja má okkar fyrstu stóriðj uframkvæmd sinn ar tegundar. En frá öðru sjón- armiði má vissuiega líka kalla stóriðju hjá Okkur, stórfram- kvæmdir eins og Áburðarverk smiðju og Sementsverksmiðju, sem hafa um það bil nægilega framleiðsluigetu fyrir allan okk ar markað, og á hinn bóginn má segja, að fiskiðnaðurimn sé og hafi verið okkar stóriðja, ekki vegna orfcunotkumar held ur vegna hins mikla framleiðslu verðmætis, sem hann skilar í þjóðarbúið. Ég ritaði í fyrra allítarlega grein um stefmumótun iðnþró- unar á íslandi í tímaritið „Stefni“ — útgefandi Samband ungra sjálfstæðismanna, afmæl isblað í júní 1970. —- Ég vil leyfa mér að vitna til þeirrar greinar fyrir þá, sem hafa á- huiga á því að kynma sér þau stefnumörk og stefnumótun fyrr verandi ríkisstjórnar, sem lágu til grundvallar þeirri miklu iðn þróun, sem átt hefur sér stað hér á landi á síðastliðnum ára- tuig og ekki sizt síðari hluta hans. í þessari grein ræði ég m.a. stefnumðtun þáverandi rík isstj'órnar varðandi virkjanir og stóriðju, sem ég hafði gert grein fyrir á fundi Félags ís- lenzkra iðnrebenda, 5. feforúar 1966. Þar segir um þetta atriði: „Stefnt er að virkjun stórfljóta iandsins, byggimgu stórra orku vera, sem verði grundvöllur og orbuigjafi fjölþættrar iðmvæð- ingar i lamdinu. Orteuver lands ins séu eiign ísiendinga, en til þess að virkja megi i stórum stíl og undir lántökum verði ris ið á sem hagfcvæmastan hátt, er tryggl ódýrari raforku, og til að styrfcari stoðum sé rennt undir atvinnulíf landsmamna verði erlendu áhættufjármagni veitt aðiild að stóriðjiu, ef hag- kvæmt þykir samkvæmt mati hverju sinni ogr iandsmenn brestur fjárhagslegt bolmagn eða aðstöðu til framkvæmd- anna.“ RÖNG STAÐHÆFTNG RÁÐHERRA: Nú síkal ég láta þennan irin- igang nægja, en snúa mér að viðtali, sem iðnaðarráðherra átti við ÞjóðviJjamn 22. sept. s.l. í sambamdi við stórvirfcjun í Tungnaá. í þessu viðtali segir iðnaðarráðherra, Magnús Kjairt ansson, m.a. eftirfarandi: „Fyrr verandi iðnaðarráðherra lýsti því margsinnis yfir, að heimild Alþimgis, til stórvirkjana í Tumgnaá yrði því aðeins nýtt, að teknar yrðu jafnhliða á- kvarðanir um erlenda stóriðju hér.“ Þessi staðhæfing ráðherr ans er röng. Ég hefi aldrei gef- ið slífca yfirlýsimigu. 1 sambandi við notkun heimilda þeirra, sem fólust i þeirri löggjöf, sem ég beiitti mér fyrir á siðasta Al- þingi um virkjiun við Sigöldu eða Hrauneyjafoss í Tungnaá. Þvert á móti ræddi ég um það ailítarlega í báðum deildum Al- þingis, þegar ég laigði frumvarp ið um virkjanir í Tungnaá fyr- ir þimgið, að framkvæmdahrað- Eftir Jóhann Hafstein, formann Sjálfstæðis- flokksins inn og sá tími, sem kynni að líða milli hinna tveggja virkj ana réðist af því, hversu að öðru leyti tækist til um að tryggja mikla orkusölu og byggja upp stóran markað fyr ir raforku, m.a. með vaxandi stóriðju, en húsahitun með raf- magni ræddi ég jöfnum þræði, sbr. síðar. Þjóðviljinn hefur að vísu margendurtekið þau ósann indi, að ég hafi sagt í viðtali við Morgunblaðið fyrir kosn- ingar, að ekki væri hægt að byggja stórvirfcjun í Tungnaá, nema með samningi við erlenda aði'la um stóriðju jafnhliða. Við tal þetta birtist 29. maii síðast- liðinn í Morgunblaðinu, og þar er ég spurður: „Er unnt að byggja þessar stórvirkjanir upp án stóriðja eða orku- sölusamninga?" Svar mitt er: „Nei, það tel ég ekki vera, nema í óralangri framtíð. Af þessum sökum er verið að kanna stóriðjumöguleika á veg um r ikiss tj órn arinnar. “ Hér er ég aðeins enn að ítreka þau viðhorf, að stórvirkjanir verða byggðar með mestum hraða og með mestri hagfcvæmni í tengsl um við stóriðju í fiormi orfcu- fretes iðnaðar. Það er hægt að bygigja þær hægt og bítandi. En það kostar mikið fé að láta virkjanir sem kosta þúsundir millj. kr. standa hálfnýttar ár- um saman. Okkur liggur sannar lega á að virkja fallvötnin sem runnið hafa óbeizluð til sjávar. Ekki má gleyma því að orku sölusamningar við erlenda yrðu ætíð tímabundnir um margfalt skemmri tíma en nýtingartími vatnsaflsvirkjana er. Þá, eða fyrr, er virkjunin skuldlaus eign . okfcar íslendinga. Þegar Búrfellsvirkjun var ákveðin, þá lá það fyrir, aö með raf- orfcusölusamninigi við álbræðslu yrði virkjunin fulinýtt um 10— 15 áruim fyrr en ela, ef hún væri bytggð upp í smá áföngum án nokkurs orfcusölusamninigs við stóriðju. Sama máli mun einnig gegna um virkjun við Sigöldu, hún verður þeim mun óhagkvæmari og tefcur þvi iengri tíma, sem áfangarnir verða fleiri og minni, í stað þess að geta byggt hana upp i einum áfánga og þá helzt einn- ig þannig, að í bemu framhaidi af þeirri framkvæmd komi virfcjun Hrauneyjafossa. Slikt verður efcki gert að mínum dómi nema með orfcusölusamn- ingi við stóriðjufyrirtæki. Það segir lika í fréttatil- kynningu Landsvirkjunar nú, sem birtist í blöðunum undan- farna daga, að viðræður fari fram við erlend iðjufyrirtæki til þess að kanna, hvort grund- völlur sé fyrir samvinnu við þau um orkufrefcan iðnað á þann hátt og með þeim skilyrð- um, sem ríkisstjórnin setur. Ég vonast eftir góðum árangri á þessum vettvangi, því að það yrði öllum fyrir beztu, og hæst virt núverandi ríkisstjórn gæti vel við unað og iðnaðarráð- herra einnig, að vera þá orð- inn beinn arftaki fyrrverandi ríkisstjórnar í stórvirkjun- armálum og uppbyggingu stór- iðju. HVORKI ÁLBRÆÐSLA NÉ SIGÖUDUVIRKJUN: Iðnaðarráðherra segir einnig í viðtalinu við Þjóðviljann þetta: „1 þessu samþandi má nefna það, að þegar erlendir aðilar leita hófanna um starf- rækslu orkufrekra fyrirtækja hér á landi nú þessa daga, er þeim sagt, að orkuverðið geti aldrei orðið lægra en 35 aur- ar á kílóvattstundina, og þeir virðast telja það mjög eðlilegt." Ég vil upplýsa hæstvirtan iðn- aðarráðherra um það, að þetta hefur erlendum aðilum um langan tíma verið sagt, þegar þeir hafa leitað hófanna um möguleika til raforkukaupa hér, af hálfu þeirra fulltrúa, I iðnaðaráðuneytinu eða ann- arra, sem fyrir hönd fyrrver- andi ríkisstjórnar töluðu. Raf- orkuverð í heiminum er allt annað nú en það var, þegar Búrfellsvirkjun var byggð. Ennfremur var það ljóst frá öndverðu, að Búrfellsvirkjun var okkar hagkvæmasti val- kostur og því byrjað þar. Iðn- aðarráðherra endurtekur enn einu sinni órökstuddar fullyrð ingar sínar um það, að raf- orkusamningurinn við álverið hafi á sínum tima verið svo óhagkvæmur, að við hefðum fengið Sigölduvirkjun riflega ókeypis, ef samið hefði verið um 35 aura á kílóvattstund í stað 22 aura. Ég vil segja iðn- aðarráðherra það, að viðræður um stóriðju hér á landi við er- Dettifoss lenda aðila hófust eftir 1960, þegar þáverandi iðnaðarráð- herra, Bjarni Benediktsson, skipaði stóriðjunefnd til þess að kanna þá möguleika, sem hér kynnu að vera fyrir hendi. Var bæði rætt við Svía, Banda- ríkjamenn og reyndar fleiri að- ila auk Svisslendinganna. Við áttum þá hvergi kost á hærra rafmagnsverði, en endanlega var samið um við Svisslending- ana, og hefði þá verið sett á oddinn að fá 35 aura fyrir hverja kílóvattstund í stað 22 aura, hefði engin álbræðsla ver ið byggð hér á landi og eng- in ókeypis Sigölduvirkjun fengizt, af hagnaðinum af slíkri stóriðju, eins og gefur að skilja. Kostnaðarverð raf- orku í Sigölduvirkjun nú sann ar ekkert um hagkvæmni eða óhagkvæmni raforkusamninga, sem gerðir voru við Álfélagið á sínum tíma, bæði vegna þess, að raforkuverð er nú allt annað í heiminum en þá, og ennfremur vegna hins, að kostnaðarverð Búrfellsvirkjun ar, ef hún ætti nú að byggjast, væri allt annað, en það var, þegar húh var byggð. að ræða, að kostnaðarverðið sé talið þetta, þegar fullnýting virkjunarinnar er fyrir hendi. Sennilega er einnig átt við, að kostnaðarverðið sé þetta, ef Sigölduvirkjun er byggð í ein- um áfanga. Nú er það upplýst, að margir aðrir möguleikar hafa verið athugaðir og talað um að byggja hana í þremur áföngum. Engar upplýsingar hafa verið gefnar um það, hvað áætlað er, að kostnaðar- verðið verði með þeim hætti, en að sjálfsögðu hlýtur það að verða miklu hærra. Áætlanir voru gerðar um mismunandi kostnaðarverð á raforkunni frá Búrfellsvirkjun, eftir því, hvort hún yrði byggð i áföng um eða í einu stóru átaki í tengslum við stóriðju. Áætlað meðalkostnaðarverð í aurum á selda kílóvattstund frá Búr- fellsvirkjun hefði þá orðið svo sem eftirfarandi tafla sýnir, eft ir því, hvort byggt er á sölu til ísals eða álversins eða án sölu til álversins: Áætlað meðalkostnaðarverð í aururn á selda kílóvattstuind frá Búrfeilsvirkjun. Ár Með sölu til Án sölu til ÍSALs ÍSALs 1970 47,4 224,0 1971 41,3 143,5 1972 31,9 105,5 1973 24,7 84,5 1974 22,7 77,8 1975 20,9 64,2 1976 20,2 53,9 1977 20,1 fullnýtt 52,5 1978 20,1 45,3 1979 20,1 39,7 1980. 20,1 34,9 ÁBYRGÐARUEYSI AB KVEIKJA TÁLVONIR HJÁ AUMENNINGI: Iðnaðarráðherra segir, að raforkuverðið frá Tungnaár- virkjunum verði 32—35 aurar á kílóvattstund, það er fram- leiðslukostnaðarverð. Hvað á ráðherrann við með þessu? Ég þykist viss um, að hér sé um Þetta sýnir, að meðalkostn- aðarverðið á selda ktlóvaitt- stund frá Búrfelil'svirkj'un hefði s.l. ár verið nærri fimm sinnum hærra án orkusölu- samnings við álverið. Rúmlega þrisvar sinnum hærra á þesau ári, rúmlega þrisvar sinn- um hærra árið 1972, nálægt þvi Framh. á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.