Morgunblaðið - 03.02.1972, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.02.1972, Blaðsíða 12
12 MORGU'NBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. FBBRÚAR 1972 Fyrirspurn Gylfa Gíslasonar á Alþingi í gær: Eiga launþegar að bera hækkanirnar bótalaust Forsætisráðherra hummaði fram af sér að svara Á FUNDI neðri deildar aiþingis i gær urðu talsverðar uniræðiir um það, hver áhrif breyting skatt kerfisins liefði á vísitöluna og hvaða skoðun ríkisstjórnin hefði á þvi máli. Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra lét þá skoðnn í ljós, að ríkisstjórnin gæti eng- in áhrit' haft á það mál, en hins vegar töldu Jóhann Hafstein og Gylfi 1». Gíslason, að í þessu efni ætti að meta hvaða áhrif hin breytta skattheimta hefði í heikl á þyngd skattbyrðarinnar. í því sambandi beni Jóliann Hafstein m.a. á, að rikisstjórnin gæti beitt meirihlntavaldi sínn á Alþingi til þess að breyta svo ákvæðun- um um vísitöluna, að þar væri tekið tillit til tekjuskattsins, ef þess þyrfti með. Ólafur Jóhannesson forsætis ráðherra gat þess að frumvarp ið hefðí verið samþykkt í efri deild óbreytt, enda út af fyrir sig engin dei'la um réttmæti þess að framlengja gildi verðstöðvun- arlaganna fram til áramóta. Gylfi Þ. Gíslason (A) sagði að umtalsverðar hækkanir hefðu orðið á landbúnaðarvörum síð- an allsherjarkjarasamningarnir írá 4. des sl. voru undirritaðir. Nefndi hann sem dærni um hin- ar gífurlegu verðhækkanir, að súpukjöt i fyrsta floikki hefði hækkað úr 124,50 kr. kg í 144,00 kr., skyr úr 24,50 kr. í 38 kr. og 45% ostur úr 142,50 kr. i 167.00 kr. Þetta undirstrikaði að ekki f1:. ^ ríkti stöðugt verðlag í land- : f inu. Nú væri spurningin hvort sú væri enn stefna rík- isstjórnarinnar, að launþegar ættu að bera þessa hækkun á búvörunum ásamt með öðrum hækkunum eins og bjfreiðatryggingum, án þess að fá það bætt í hækkaðri kaupgjaldsvísitölu, en sú hefði verið stefna ríkisstjórnarinnar að afnám nefskattanna ætti að lækka visitöíluna um 3,7 stig, þótt aðrir skattar eins og tekjuskatt urinn hefðu verið hækkaðir í staðinn. Alþingismaðurinn sagði, að sér væri ekki grunlaust um, að ríkisstjórnin hefði haldið að þetta væri sitt mál, hún gæti ráðið því, hvort þetta hefði áhrií á visitölugrundvöllinn eða ekki. Þó væri það svo, að opinbei Sjálfskuld- arábyrgð RÍKISSTJÓRNIN lagði í gær fram á Alþingi frumvarp þess efnis, að henni sé heimilt gegn tryggingum, sem hún metur gild ar, að veita sjálfsskuldarábyrgð á lánum tii kaupa á skuttogur- um. Ábyrgð megi veita fyrir allt að 80% af kaupverði skuttog- ara. í greinargerð segir, að nauð synlegt sé að ábyrgð ríkisins sé með þessum hætti gagnvart hin- um erlendu lánveitendum, en ekki einföld, eins og heimilað var í fjárlögum. ur. 1 þessu sambandi vitnaði hann til áliits eins af prófessor- um viðskiptadeildar Háskólans, , , , _ þar sem fram kom, að heimilis- nefnd, kauplagsnefnd, œtti aðj faðir með 2 börn borgaði meira kveða a um þetta. Enn hefði ekki reynt á, hvern úrskurð hún gæfi. Umimæli Halldórs E. Sigurðsson- ar fjármálaráðherra við fjárlaga afgreiðsluna gæfu þó tilefni til þess að spyrja, hvort sú væri enn skoðun og stefna ríkisstjórn- arinnar, að kerfisbreytingin á skatt'heimtunni ætti að lækka vísitölu framfærslukostnaðar þannig, að launþegar verði að taka á sig hækkanirnar undan- farið, þ. á m. hækkun landbúnað- arvaranna, bótalaust. Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra, sagði að sú ákvörðun, að bifreiðaeigendur yrðu að bera nokkra sjálfsskuldarábyrgð væri umferðarmái, og þess vegna væri alrangt að nefna það í sam- bandi við vísitöluna og með öllu óvíst, hvort tillit yrði tekið til þessa í visitölunni. Þá sagði hann, að vísitalan ætti að mæia vissa kostnaðarliði. Ef hækkun yrði á þeim, hækkaði vísitalan. Ef þeir lækk- uðu, þá lækkaði hún. Þess vegna yrðu menn að sætta sig við það, ef kostnaðarlið- irnir lækkuðu, að þá yrði tillit tekið til þess við vísitöiuút- reikninginn, alveg eins og menn fengju uppbætur, ef liðirnir hækkuðu. Forsætisráðherra sagði að það væri algjörlega á valdi kaupiags nefndar, hvort niðurfeliing nef- skattanna ætti að koma til lækk- unar á visitöiunni, en gat þess um leið, að niðurfellingin væri ekki orðin að lögum. Ríkisstjórn in hefur ekkert um það að segja, sagði forsætisráðherra. Jóhann Hafstein (S) sagði það ekki rétt hjá forsætisráðherra að hin breytta tilhögun á bif- reiðatryggingum væri bara um ferðarmál, þótt umferðarsjónar- miðin blönduðust þar inn i. Það sem úrslitum hefði ráðið, um þá ákvörðun, hefði verið það sjón- armið, hver áhrif þetta fyrir komulag hefði á vísitöiuna.. Al- þingismaðurinn sagði, að það gæti haft þýðingu í sambandi við umferðina, að eigin áhætta væri einhver, en að sínu mati vœri gengið of langt. Sú upphæð, sem miðað væri við, gæti örvað menn til að hlaupa frá tjónum og sköð- um, sem þeir yllu. Þetta mái hefði þurft miklu nánari athug unar við og væri enn eitt dæmi um það fljótræði sem allt of oft einkenndi ákvarðanir ríkisstjórn- arinnar. Alþingismaðurinn sagði að forsætisráðherra hefði enn einu sinni stagast á þeirri biekkingu að almanna- tryggingar- gjöld og sjúkra samlagsgjö'.d hefðu verið felld niður. Sannleikurinn væri sá, að bæði þessi gjöld hefðu hækkað með hækk uðum tryggingum, þótt aðrir að ilar yrðu að greiða þau enn áð en áður vegna þessarar tilfærslu, en þar væri um 86% af skatt- greiðendunum að ræða. Þetta álit viðskiptapróíessorsins hefði komið fram opinberlega og hefði það ekki verið véfengt. Alþingismaðurinn vék að því, að forsætisráðherra hefði sagt, að það stæði ekki i hans valdi að hafa áhrif á það, hvaða úr- skurð kauplagsnefnd gæfi í þessu sambandi. Á það mætti þó benda, að rikisstjórnin hefði með meirihiiuta alþingismanna á bak við sig löggjafarvalid og gæti breytt ákvæðunum um vísitöl- una, þannig að tekjuskattsins gætti þar með sama hætti og nef skattanna áður. Gylfi Þ. Gíslason sagði að for- sætisráðherra hefði í hógværð og kurteisi vikið sér undan því að svara efni fyrirspurnar sinn- ar. Aðalatriði í málinu væri það, hvort það væri enn stefna og skoðun ríkisstjórnarinnar að það væri réttmætt, að sikattkerfis- breytingin ieiddi til 3,7% lækk- unar á vísitölunni, svo að laun- þegarnir í landinu yrðu að bera bótalaust, þær hækkanir, sem orðið hefðu á undanförnum vik- um, síðan síðustu kjarasamning- ar voru undirritaðir. Endurvarpsstöð í turni Hallgrímskirkju? Rætt um þingsköp á fundi Alþingis 1 gær Á FUNDI neðri deildar Al- þingis í gær voru allmiklar um ræður um þingsköp Aiþingis. Þar kom m. a. fram í máli Benedikts Gröndals, að ti! þess að unnt sé að sjónvarpa beint úr Alþingi, skorti sjónvarpið nauðsynlegan tækjabúnað. í fyrsta lagi bifreið með litilli sjónvarpsstöð, en einnig þyrfti endurvarpsstöð til að koma seni tengiliður við sjónvarpið inni á Laugavegi. Er turn Hall grímskirkju heppilegastur til þeirra nota að mati alþingis- mannsins. í máli þeirra Eysteins Jóns- sonar og Gunnars Thoroddsens kom m. a. fram, að þeir töldu, að stytta þyrfti þann tíma sem fer í fyrirspurnir, til þess að þingstörf geti gengið með eðlilegum hætti. Jóhann Hafstein lagði á það áherzlu, að nú væri tími til þess kominn, að þingmenn gerðu upp við sig, hvort stefna bæri að því að liafa eina málstofu í stað tveggja, eins og nú er. Eysteinn Jónsson (F) gerði grein fyrir frumvarpi til laga um þingsköp Alþingis, en þetta er í fimmta skipti, sem frumvarpið er lagt fram af þingmönnum úr öllum stjórn- málaflokkum. Hann rakti fyrst þau nýmæli, að ákvæðinu um fyrirspumir í sameinuðu Al- þingi eru gerð fyllri skil en nú er og stefnt að því að gera um ræður um þær nokkru styttri og hnitmiðaðri. f sambandi við útvarps- og sjónvarpsumræður i stórum dráttum efni frum- varpsins, en í því eru m. a. er gert ráð fyrir breyttri til- högun og það nýmæli tekið upp, að ef Ríkisútvarp- ið óskar að útvarpa um- ræðum frá A1 þingi, sé það ir, heimilað, að höfðu sam- ráði við for- menn þingflokkanma. Eysteinn Jónsson sagði, að það hefði m. a. spillt fyrir- spurnartímum á Alþingi, að ráðherrar svöruðu með of löng um ræðum. Nægilegt væri að skammta þeim 10 mínútur, enda hefðu þeir tækifæri til þess að láta skriflega greimar- gerð koma til viðbótar, sem út- býtt yrði til þingmanna. Fyrir- spyrjendum nægðu 5 minútur, en þeir væru alltof langorðir. Almennt sagði hann, að um- ræður um fyrirspurnir hefðu ekki tekizt nógu vel, þær væru of langdregnar og sner- ust of oft upp í almennar stjórnmálaumræður. En til þess væri ekki ætlazt og það væri óviðeigandi. Vitnaði hann i þessu efni til brekka þings- ins, en þar er ein klukku- stund á viku ætluð bæði fyrir fyrirspurnir og svör og nægði til að taka fyrir fleiri tugi fyr- irspurna. Þingmaðurinn taldi, að fyrirspurnir væru mjög gagnlegar og prýðilegur liður í þinghaldinu og þess vegna væri nauðsynlegt að ýta undir þær, með því að koma þeim fyrir á styttri tíma. Spurning- in væri sú, hvort aðeins ætti að leyfa fyrirspyrjanda og ráð herra að taka til máls eða hvort einnig ætti að leyfa öðr- um alþingismönnum það og takmarka þá ræðutíma þeirra við 2 mínútur. Tatdi hann hið síðara réttara. þar sem oft væri ávinningur að því, að alþingismemn hefðu tækifæri til að varpa fram fyrirspurn- um út af þeim upplýsingum sem ráðherra eða fyrirspyrj- andi hefðu gefið. Þingmaðurinn taldi nauðsyn legt að stytta ræðutíma stjórn- málaflokkanna í útvarpsum- ræðum og taldi nægilegt að hverjum flokki yrðu ætlaðar 30 mínútur, sem yrði skipt í 15, 10 og 5 mímútur. Gunnar Thoroddsen (S) tók undir með Eysteini Jónssyni um, að ákvæðin um fyrirspum ir hefðu að mestu leyti misst marks. Ætlunin hefði verið, að þær tækju aðeims stutta stund í upphaíi þingfundar en nið- urstaðan orðið sú, að þær tækju oft mjög iangan tíma og stundum svo, að meginhluti fundartímans færi í þær. Hamn taldi 2 mínútur of naum- an skammt og var fremur á þeirri skoðun að rétt væri að einungis fyrirspyrjandi og ráð herra hefðu málfrelsi um fyr- irspurnir. Þingmaðurinn gerði að um- talsefni, hversu erfitt gengi að þoka máium áleiðis í samein- uðu þingi og gat þess m. a., að oft tæki vikur og jafnvel mán- uði að koma málum til nefnd- ar. Það hefði aftur leitt til þess, að þing- menn væru tekn-ir að flytja þings- ályktunartil- lögur í deild- . ......._j um til þess að "d gr* ' '■ jjí; þær kæmust fyrir á dag- gkrá. Þetta þyrfti nánari athugunar við. Þá taldi al- þingismaðurinn nauðsynlegt, að um fyrirspurnir utan dag- skrár yrðu settar ákveðnar reglur, en umræður um þær tækju oft meginhluta fundar- tima, þannig að þau mál, sem á dagskrá væru, yrðu ekki tek in fyrir. Þingmaðurinn benti á það, að einung'is ein þingnefnd, ut- anríkismálanefnd, væri milli- þinganefnd, þótt á síðustu ár- um hefði skapazt sá siður, að fyrst formaður fjárveitingar- nefndar en síðar fleiri nefnd armenn, hefðu verið kvaddir til við undirbúning fjárlaga Hefði það orðið til gagns fyrir störf nefndarinnar. Hann kvaðst ætla það til gagns fyrir meðferð mála á Alþingi, ef heimilt væri að kveðja þing- menn til starfa milli þinga, einnig úr öðrum nefndum. — Loks sagði þingmaðurinn, að nauðsynlegt væri að endur- skoða ákvæði þingskapa um atkvæðagreiðsiu og kosningar í þingi, en um þær væri mis- munandi sikilningur meðal þingmanna, einikum varðandi kjör forseta. Eysteinn Jónsson kvaddi sér aftur hljóðs og sagði æskiiegt að sjónvarpið gæti haldið inn- reið sína inn á Aiþingi, það væri vandasamt mál og lýsti hann eftir hugmynd í því efni. Benedikt Gröndal (A) sagði að í rauninni væri ekki hægt að sjónvarpa frá Alþingi eins og sakir stæðu í dag, til þess skorti dýran tækjabúnað, lít- inn bíl með sjónvarpsstöð og endurvarpsstöð í turni Hall grímskinkju, en Rikisútvarpið hefði ekki treyst sér til að kaupa þessi tæki. Auk þess taldi hann mi'kla annmarka á því, að unnt væri að sjónvarpa beint úr fundarsal Alþingis, þar sem hann væri lítill og þröngur og erfitt um öll skil- yrði. Jóhann Hal'ste.in (S) lagði á það áherzlu, að frumvarpið væri nú lagt í fimmta ckipti fyrir Alþingi og að þingflokk- arnir ættu að taka höndum saman um að afgreiða það. Hér væri ekki verið að setja þingsköp fyrir alla framtíð, heldur væri hægt að sníða aí því vankanta jöfnum höndum, ef fram kynnu að koma. Þá gat hann um það að húsbygg- ingarnefnd Alþingis hefði nú aftur tekið til starfa og því skipti rniklu máli, að alþingis- menn gerðu það upp við sig, hvort gera sfcyldi ráð fyrir því, að þingið starfaði í fraimtíðinni í einni eða tveimur málstof- Um ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.