Morgunblaðið - 19.04.1972, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.04.1972, Blaðsíða 5
MORGUKBLABIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. APRlL 1972 Verkfræðinga- félag íslands sextíu ára VERKFRÆÐINGAFÉLAG Is lands á 60 ára afmæli 19. apiíl. Félagig var stofnað þann dag ár- ið 1912 og stofnendur voru 13 að tölu, þeir Ásgeir Torfason, efná- verkfræðingur, Benedikt Jónas- son, bæjarverkfræðingur, O. For- berg, landssímastjóri, M. E. Jess- en, vélfræðikennari, Jón Isleifs- son, verkfræðingur, Jón Þorláks- son, landsverkfræðingur, Th. Krabbe, landsverkfræðingur, Rögnvaldur Ólafsson, bygginga- meistari, P. Smith, simaverk- fræðingur, Sig. Thoroddsen, ad- junkt, K. Zimsen, verkfræðingur, G. Zoega, verkfræðingur og Þór- arinn Kristjánsson, verkfræðing- ur. Allir stofnendur félagsins eru nú látnir. Fyrsti formaður félagsins var Jón Þorláksson, landsverkfræð- ingur. Markmið Verkfræðingafélags- ins er: að efla verklega og visinda- lega þekkingu félagsmanna, að auka gagnkvæm kynni þeirra, að stuðla að tækniþróun í land- inu, að auka álit verklegrar og vís- indalegrar menntunar, að auka þekkingu og skilning á starfi verkfræðinga og að gæta hagsmuna stéttarinn- ar í hvívetna. Á aðalfundi félagsins, sem var haldinn 24. febrúar 1972, var fjöldi félagsmanna sem hér seg- k: Bygginga- og mælingaverkfr. Efnaverk- og efnafræðingar Rafmagnsverkfræðingar Skipa- og vélaverkfræðingar Ýmsir verkfræðingar o.fl. Eftirtaldar deildir starfa innan félagsins: Byggingaverkfræði- deild, efnaverkfræðideild, raf- magnsverkfræðingadeild, véla- verkfræðingadeild, Lífeyrissjóð- ur Verkfræðingafélags Islands, Stéttarfélag verkfræðinga. Félagið vinnur að markmiði sinu með funda- og ráðstefnu- höldum m.a. Á síðasta starfsári voru haldnir eftirfarandi fundir og ráðstefnur í félaginu auk 20 funda i deildum þess: Aðalfundur félagsins 24. febr. 1971. Sigurður Jóliannsson 231 þar af erlendis 27 62 þar af erlendis 7 64 þar af erlendis 4 74 þar af erlendis 15 29 þar af erlendis 4 Alls: 460 57 Ráðstefna um mælingakerfi íslands 7/5 ’71. Kynnisferð að Þórisvatni 28/8 ’71. Ráðstefna um íslenzkar skipa- smíðar 6/11 '71. Fundur um gerðardóminn í Straumsvikurmálinu 18/11 ’71. Ráðstefna um efnaiðnað á ís- landi 27,—28/11 ’71. Ráðstefna um mannvirkjagerð næstu ára 4/12 ’71. Stofnfundur verkfræðinga- klúbbs 24/1 ’72. Á yfirstandandi starfsári hef- ur m.a. verið haldinn fundur um áætlanir um verk- og tækni- menntun í landinu 27/4 ’72 og ráðstefna um matvælaiðnað 7.— 8/4 ’72. Fyrirhugað er að halda ráðstefnu um öflun sjófangs 26.— 27/5 ’72 og um orkumál Islands og um rannsóknir á íslandi næsta haust. Til þessara ráð- stefnuhalda er stofnað tll glöggv unar á verkmenningarstigi þjóð- arinnar um þessar mundir og þá verður einnig auðveldara að ákveða stefnu til áframhaldandi framfara og hversig haga beri verk- og tæknimenntun þjóðar- innar. Þetta þótti stjórn félags- ins viðeigandi verkefni í sam- bandi við 60 ára afmæli þess. Á fyrstu árum starfsemi sinn- ar gaí félagið út Árbækur og frá 1916 Tímarit Verkfræðinga- félags íslands. Þar eru m.a. birt- ar skýrslur og greinar um vis- indaleg og verkfræðileg málefni og tímaritið er merkt heimildar- rit um verkmenningu íslendinga á þessum tima. Ritstjóri þess er Páll Theodórsson, eðlisfræðingur. Verkfræðingafélag íslands hef- ur innan sinna vébanda gerðar- dóm til þess að skera úr ágrein- ingi manna um tæknileg mál. Gerðardómurinn var settur á stofn með samþykkt reglugerðar um starfsemi hans árið 1915. Nú- verandi formaður gerðardómsins er prófessor Theodór B. Lindal. Verkfræðingafélag Islands gef- ur út gjaldskrá fyrir verkfræði- störf, en gjaldskrárnefnd leið- beinir um notkun hennar og sker úr um það, hvernig skuli skilja ákvæði hennar. Verkfræðinigafélag Islands hef- ur frá öndverðu látið verkfræði- nám við Háskóia Islands til sín taka og hefur í því sambandi skipað margar nefndir hinna hæf ustu manna til þess að athuga og gera tíllögur um námsefni og kennslu við verkfræðideildina og ævinlega í góðu og nánu sam- starfi við kennaralið deildarinn- ar. 1 félaginu starfar fjöldi nefnda að ýmsum tæknilegum og félags- legum verkefnum, sem of langt yrði hér upp að telja. Félagið er aðili að Bandalagi háskólamanna og hefur fasta samvinnu við norrænu verkfræðifélögin, sem halda með sér árlega samvinnu- nefndarfund um sameiginleg áhugamál og annað það, sem til framfara horfir á sviði verk- fræði og raunvísinda. Næsti sam- vinnunefndarfundur verður hald- inn hér í Reykjavík dagana 19. og 21. apríl nk. í sambandi við 60 Framh. á bls. 21 r <; < Skátar í Breiðholtshverfi Örlygur Richter, félagsforingi skáta í Breiðholti. handa gestum í flokksher- bergjunum. Var gestkvæmt við þessa at- höfn. Mættir voru, auk þeirra sem fyrr eru taldir, fulltrúar frá Bandalagi islenzkra skáta, borgarráðsmenn og foreldrar skátanna og stór hópur af ung um skátum, sem margir eru að ganga i félagið núna. Munu þeir væntanlega ljúka nýliðaprófi fyrir Sumardag- inn fyrsta og geta tekið þátt í hátíðahöldum skáta þann dag. Skátasambands Reykjavikur, og hefur harrn unnið gott og mikið starf fyrir skátana í þessu nýja hverfi. Hann bauð gesti velkomna á sunnudag. Þá afhenti Geir Hallgrims- son, borgarstjóri, bygginguna og afhenti lykla að húsnæð- inu og árnaði skátunum í hverfinu heilla í starfi. Þór Sandholt, formaður Skátasam bands Reykjavíkur þakkaði og rakti sögu skátafélaganna og sambandsins í sl. 10 ár. Rakti hamn hvernig samstaða félag- anna innan sambandsins hefði aukizt. Félögin eru nú oi'ðin 7 og hafa flest orðið sín heim- ili, sem formaður Skátasam- bandsins kvað hafa orðið fyr- ir skilning og hjálpfýsi borg- arstjórnarinnar. Taldi hann, að ef svo hefði ekki orðið, þá hefði skátastarfið, eins og það var rekið frá heimilinu á Snorrabrautinni, smám saman lognazt út af. Húsnæði það, sem Urðar- kettír fá í Breiðholtsskóla, er 7—8 lítil flok'ksherbergi og eitt sveitarherbergi. Auk þess standa vonir til að skátarnir geti átt aðgang að samkomu- sal skólans. Þá afhentu konur nýja skátafélaginu gjafir, en Páll Gíslason, skátaforingi, flutti ávarp. Að svo búnu fi’am- reiddu skátarnir sjálfir kaffi fá afnot af heimili Á SUNNUDAG afhenti Geir Hallgrímsson, borgarstjóri í Reykjavík, Skátasambandi Reykjavikur til afnota hluta af kjallarahúsnæði í nýja skólanum i Breiðholtshverfi og skáta.sambandið lét það aftur í té nýstofnuðu skáta- félagi i Breiðholti. En skátar í Breiðholtshverfi nefnast Urðarkettir og var félag þeirra stofnað 22. febrúar. Félagsforingi þeirra er Ör- lygur Richter, sem til skamms tima var framkvæmdastjóri Við opimn skalaheiniilisins í Bi-eiðliolti a sunmidng.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.