Morgunblaðið - 06.10.1972, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.10.1972, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1972 IiögTegluvörður var þegar í stað settur upp í kringiun áningarstað Sigaunanna i Norður-Noregi. Vítahringur Sígaunanna Osló í september. ALLT FRÁ því ég heyrði Sí- gauna nefnda á nafn hef ég ósjálfrátt tengt þá við ferða- lög, litadýrð og leyndar- dóma. Sígaunamir mínir komu í hestvögnum, dvöldust í stuttan tírna á hverjum stað, seldu hesta, sungu, döns uðu og hurfu síðan. — Það var ekki fyrr en í sumar að ég sá Sígauna með ei-gin aug- Eftir Sigrúnu Stefánsdóttur um og þá gerði ég mér grein fyrir því, að tilvera þessa fóiks nú er engan veginn eins litrik og leyndardómsfull og ég hafði haldið. Sígaunarnir eru hraktir og hrjáðir og ahs staðar óvelkomnir. Segja má að hver sé sinn- ar gæfu smiður, en þegar hóp ar fólks hætta að eiga sér til- verurétt, er sannleiksgildi orð taksins orðið rýrt. Sígaunam- ir eiga ekki lengur tilveru- rétt. Að minnsta kosti eiga þeir ekki tilvemrétt í velferð- arþjóðfélagi. Múr af fordóm- um skilur þá frá „siðuðu“ fólki og mörg þúsund ára göm ul menning þeirra og sérein- kenni hjálpa þeim ekkert við að lækka þann múr. HVERJIR ERU ÞEIR? En hverjir eru Sígaunamir og hvaðan koma þeir? 1 raun og vera veit það enginn með vissu. Sumir álíta þá vera uppranna í Ungverjalandi, eða Egyptalandi. Þeir eru einnig til sem halda að Sígaunar og Tatarar séu eitt og hið sama og séu komnir frá Rússlandi. Enn aðrir telja þá Gyðinga- ættar. — En eitt er vist. Þeir tala sitt eigið mál. Mál þeina er samsett úr orðum víða að komnum, en vísindalegar rannsóknir hafa leitt í ljós að engu að síður er hér um mjög gamait mál að ræða. Jafn- framt hefur komið í l'jós að einhvem tíma fyrir þúsund- um ára hafa Sigaunamir dvai izt á indverska málasvæðinu. Styður það þá kenningu að þeir séu upprunnir i Indlandi. En ekki er vitað, hvað hrakti þá á flakk. Leið þeirra lá í vestur. Fyrst um Persíu og Litki-Asíu, síðan um Palest- ínu og Egyptaland og loks inn í Evrópu. Til Norðurlanda komu þeir fyrst í byrjun 16. aldar. Allt frá þvi Sigaunamir komu fyrst til Evrópu hafa þeir mætt fordæmingu og jafn vel ofsóknum. Víða vora jafn vel sett sérstök lög, sem mið- uðu að því að útrýma þeim. En lög eru oft strangari á pappímum, en í raunveruleik- anum og Sígaunamir fengu víða að ferðast nokkum veg- inn óáreittir. Og það var ekki fyrr en í heimsstyrjöldinni síð ari að Sigaunum var útrýmt í stóram stil. Þá voru þúsund- ir af þeim drepnir af Þjóð- verjum. Útrýmingarlögum þessum er ekki beitt liengur, en í þess stað nota hin sið- menntuðu Evrópulönd mjög ströng bönn við að hlieypa Sí- gaununum inn í lönd sín og þeim reynist mjög erfitt að fá landvistarleyfi. Nú hrekj- ast þeir frá einum stað til annars, lamaðir af fátækt, þekkingarleysi, atvinnuleysi og húsnæðisleysi. Enginn vill hafa þá. ÓVEUKOMNIR GESTIR í NOREGI 1 sumar var mikið skrifað um Sígaunana i norskum blöð um. Skrif þessi voru svo neí- kvæð og liítilsvirðandi að ó- sjálfrátt rak mann í roga- stanz. Voru það virkilega Norðmenn, sem skrifuðu þannig. Sú þjóðin, sem ekki fer dult með það i orðum, hversu frjálslynd hún sé í umgengni við aðrar þjóðir og kynþætti. — Ástæðan fyrir skrifum þessum, var sú að á miðju sumri kom 65 manna hópur Sígauna akandi frá Finnlandi til Norður-Noregs. Komu þeir á lélegum bílum og voru börn og kvenfólk flutt í aftaní-vögnum. Póstrán hafði verið framið í Finnlandi á sama tíma og Sígaunarnir dvöldust þar. 1 augum almenn ings era Sígaunar og þjófn- aðir svo tengdir hver öðrum að almenningsálitið dæmdi þá þegar í stað seka. Ekki er það mitt að dæma um, hvort þeir frömdu það rán, en eitt er vist að graninn fengu þeir með sér í veganesti, þegar þeir yfirgáfu landið. Norska lögreglan vildi þegar visa fólkinu úr landi og senda þá yfir til Finnlands aftur. Neit- uðu Sígaunamir. Sögðust þeir vera saklausir af ákærunni og vera á leið til Danmeirkur. Þá upphófust blaðaskrifin. 1 ná- kvæmum frásögnum gat öll norska þjóðin fylgzt með því, hvernig strangur lögreglu- vörður var setrtur upp í kring- um áningarstað Sígaunanna. Stoltir lögregluþjónar gáfu blaðamönnum nákvæmar lýs- ingar á einkatífi Sigaunanna. Og verst þótti þeim að geta ekki svarað spumingum blaðamanna um hve margar kvennanna ættu von á sér. „Þær era nefnilega allar svo umfangsmiklar, að erfitt er að dæma um hver er ólétt og hver ekki,“ sögðu lögreglu- þjónamir afsakandi. Sérstakri gæzlu var komið á, þegar Sígaunamir keyptu inn nauðsynjavörur og tjald- stæðið þar sem þeir bjuggu tæmdist af ferðafólki. — Þar sem yfirvöldin hér í Noregi sáu sér ekki fært að flytja Sígaunana nauðuga yfir til Finnlands, höfðu þau sam- band við dönsk yfirvöld og báðu þau að létta af sér hinni þungu byrði. Þegar jákvætt svar barst frá Danmörku sögðu lögregluþjónarnir i blaðaviðtölum: „Þá getum við andað léttara." Strangur lög- regluvörður fylgdi hópnum suður eftir Norégi og hefði mátt ætla að þarna væri um að ræða flutninga á stórglæpa mönmum, hættulegum um- hverfi sínu, en ekki flutniniga á bláfátækum barnafjölskyld- um. ÖSKUHAUGARNIR NÆSTI SAMASTAÐUR Þegar til Danmerkur kom voru það öskuhaugarnir í Kaupmannahöfn, sem urðu aðsetursstaður þeirra. 1 nokik- urn tíma hættu skrifin í norsku blöðunum og hélt ég að það benti til þess, að Dan- ir hefðu gert eitthvað annað fyrir hópinn en að fordæma hann. En fyrir nokkrum dög- um rakst ég á litla frétt í norsku blaði. Þar segir: Sí- gaunamir verða að fara burt úr Danmörku. — Útlendinga- eftirlitið mælir með þvi við dómsmálaráðuneytið að Sí- gauinunum 65 verði vísað úr landi. Hefur hópurinn sótt um landvistair- og atvinnuleyfi, en fengið neitun. Og nú hafa þeir sótt um landvistarleyfi sem pólitískir flóttamenn. Að sögn J.J. í dómsmálaráðuneyt inu er fráleitt að þeim verði veiitrt landvistarleyfi sem siik- um. — Svo mörg vora þau orð. Hrakningum þessa litla Sígaunahóps er því ekki k»k- ið frekar en annarra Sígauna í vel'feirðarlöndum Evrópu. Þeir eru lokaðir inni í sam- eiginleguim vítahring: Þeir hafa engar fastar tekjur og án tekna eigmast þeir ekki þak yfir höfuðið né fastan sama- stað. Þei.r eru neyddir til þess að flakka með þeim afleiðing- um að þeir fallla ekki inn í okkar menntakerfi. Án mennt unar fá þeir ekki vinnu og án atvinnu fá þeir ekki fasrt- ar tokjur. Þar mieð lokast víta hringurinn. HVERNIG Á AÐ RJÚFA VfTAHRINGINN? Eftir að hafa l'esið blaða- skrifin í sumar, hlýtur mað- ur að spyrja sjálfan sig, hvert stéfni fyrir þetta hrakita fólk. Sígaunarnir sjálfir era þess ekki megnugir að brjótast út úr vítahringnum. Þvi miður virðumst við ekki helduir hafa vilja eða áhuiga á að veita þeim þá aðstoð, sem þeir þarfnast. Við iiokurn þá úti. Og ef svo ólíktega viil til að eitthvað bærisrt í samviziku okkar, flýjum við þegar í stað bak við þægilegan múr fordóma og lagabókstafa. Þair fáum við þegar í sitað sálar- ró á ný, mieðan Sigaun'nn ek- ur burt, barnmargur, pan’ngti liaus og hrakinn. Talið er að Sígaunarnir séu upprunnir í Indlandi. /r---------:----- SILDARRETTIR Karrýsíld Súr-sætsíld Tbmat síld MarineruösíLd Sherry sild Sænsksíld Sherry Herríng sild ofL BRAUDBORG Njálsgötu 112 Símar 18680 16513 Smurða brauóió frá okkur á veízluboróíó hjá yóur Kaiffísníttur Hcilau' og hálfar sneíóair Cocktaúlpifmaur íbúð óskast Einn af srtarfsanönnuan okkar ósfcar að taka á leigu 2ja tii 3ja herbergja íbúð í Reykjavík, Kópavogi eða Hafnarfirði. Upplýsingar í skrifstofunni og í sirna 25600. VERK HF., Laugavegi 120.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.