Morgunblaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1973 7 Bridge Hér fer á eftír spil frá úrtöku mótinu i Bandarífcjunuim fyrir Olyrrjpiumótið 1972, og eigast hér við heimsmei.sterarni r og sveit frá New Yor'k. Norður S: Á G 8 7 5 H: Á-G-7 T: D-8-3-2 L: K Vejstnr Austur S: K-D-10-9-4-3 S: 2 H: 10 9-8 H: K-6-5-4-3 T: 6-5 T: 9-7-4 L: G-6 L: 8-7-4-3 SHffinir S: 6 H : D-2 T: Á-K-G-10 iL: Á-D-10-9 5-2 Við annað borðið sátu heims- meistararnir A-V og þar gengu sagnir þannig: s. V. N. A. 11. 2 sp. D. A.P. Spilið varð 4 niður og sveit- ju frá New York íéktk 700 fyr- 1T. — Við hitt borðið sátu héíms meistararnir N-S og sögðu þann íg: S. V. N. A. 1 I. 1 sp. 2 gr. P. 3 t. P. 3 sp. P. 4 I. P. 4 hj. P. 4 gr. P. 5 sp. P. 6 sp. P. 7 t. A.P. Þar sem trompin voru 3-2 hjá an-dstæðimgunum og iaufa gosi var ekki vaidaður vennst al- siemman. Sagnhafi iosnar við hjörtun í borði í laufin heima. Blöð og tímarit Sveitarstjómarmál, 5. tbl. er nýkömið út. f blaðinu er m.a.: Sveitarféiögin og þjóðhátiðin mikla, .eftdr Pál Lindal, — Norr- æna sveitarstjórnaráðstefnan að Laugarvatni, — Hagvexti eru takmörk sett, eftir Magnús Kjart an-sson, heilbrigðis- og trygg- ingaráð'herra, — Fjórðungs- þing Vestfirðinga 1972, — Unn- ið að Inn-Djúpsáætlun, — Sam- eining sveitarfélaga, — Bóndi er bústólpi, eftir Jóhann T. Bjarnason, framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirð- inga, — Gatnagerð úr varanlegu efni á Vestfjörðum, eftir Ólaf Eriingsson, verkfræðing, — Frá Sambandi sveitarfélaga í Áustur landskjördæmi, — Safnastofnun Austurlands, eftir Hjörleif Gutt ormsson, kennara, — Kvnning sveitarstjórnarmanna, — Frá stjórn sambandsins, — Fréttir frá sveitarstjórum, — Boðað til ráðstefnu um grunnskólafrum varpið. 10. handbók sveitarstjórna er einnig nýkomin út. Þar er m.a. fjallað um svæðaskipulag, aðal- skipulag og endurskoðun sveit- arfélaganna. DAGBÓK BARXAWA.. FRRMHflbÐSSfi&flN Geitin og sauðurinn Róssoeskt ævmtýri EINU siimi voru geit og sauður á g’angi saman. Þau höfðu poka meðferðis og skiptust á um að halda á hon- um. í pokanum var úlfshöfuð, sem þau höfðu fundið á fÖrnum vegi. Þau komu sér saman um að það gæti verið ágætt að taka það með. Þau gengu og gengu og um kvöldið komu þau auga á bál framundan. „Ég held, að það sé bezt að við förum þangað og höf- umst við í nótt hjá bálinu, þá éta úlfamir okkur ekki,“ sagði sauðurinn. En þegar þau komu að bálinu, sáu þau, að umhverfis það sátu úlfar í hóp og voru að borða kvöldmatinn srnn. „Gott kvöld, sauður og geit. Komið þið hingað og bragðið á grautnum okkar og þegar þið eruð orðin södd og sæl, þá skulum við éta ýkkur,“ sögðu úlfarnir. Sauðurinn og geitin urðu hrædd, eins og gefur að skilja og geitin velti því fyrir sér, hvernig þau ættu að komast úr þessari klípu. „Þökkum gott boð, en við höfum nú sjálf nesti með okkur,“ sagði hún. Og svo kallaði hún í sauðinn: „Heyrðu, taktu upp úlfshöfuðið, sem þú ert með í pokaeum.“ Sauðurinn tók upp úlfshöfuðið. „Nei, nei, taktu stærra höfuð en þetta,“ sagði geitin. Sauðurinn stakk höfðinu aftur of- an í pokann og dró sama höfuðið upp aftur. „Nei, ekki þetta,“ sagði geitin, ,láttu mig heldur fá það stærsta.“ Hver skrambinn, er ekki pokinn bara fullur af úlfs- höfuðum! hugsuðu úlfarnir. Þetta er ekki efnilegt. Bara að við getum nú komizt undan. „Eldurinn er að ku]na,“ sagði einn úlfanna, „ég er að hugsa um að fara og sækja dálítið sprek.“ Að svo mæltu .fór hann og kom ekki aftur. „Hvað er nú þetta?“ sagði atmax úlfurinn. „Bróðir minn fór að sækja sprek, en hann kemur ekki aftur. Ég verð að fara og hjálpa hon- um.“ Að svo mæltu fór hann og hann kom heldur ekki aftur. Þxiðji úifurinn sat og hugsaði sig um dálitla stund. Svo sagði hann: „Ég skil ekki, hvað þeir eru að slóra. Það er víst bezt að ég farx og reki á eftir þeim.“ Svo stökk hann burt og hvarf líka. Geitin og sauðurinn voru ánægð. Þau átu allan grautinn og fóru síðan leiðar sinn- ar södd og sæl. En þegar úlfarnir hittust aftur, sögðu þeir hver við annan: „Hvers vegna urðum við hræddir við sauðinn og geitina ? Þau eru alls ekki sterkari en við. Komið þið, við skulum fara og éta þau.“ Þegar þau komu að eldstæðinu, var eldurinn kulnað- ur, potturinn tómur og geitin og sanðurinn á bak og burt. tJlfamir stukku á eftir þeim. Þegar geitin og sauð- urinn heyrðu, að úlfarnir komu á eftir þeim klifruðu þau upp í tré, geitin ofar, sauðurinn fyrir neðan. Stærsti úlfurinn lagðist fyrir neðan tréð, ]ét skína í tennurnar á sér og bjóst til að bíða eftir því að geitin og sauður- inn dyttu niður. Og vesalings sauðurinn skalf svo af hræðslu, að hann datt beint ofan á höfuðið á ú]finum. Þá kallaði geitin ofan úr trénu: „Já, ágætt, komdu með það stærsta.“ Þegar úlfurinn heyrði, hvað geitin kallaði, varð hann svo hræddur að hann tók til fótanna og hinir á eftir. Og síðan hefur enginn úlfanna þorað að koma ná- lægt geitinni eð>a sauðnum. HENRY SMÁFÓLK I FINP IT DlfFICULT T0 E5EIIEVE THAT HE IUA5 CALLED T0 THE y[, UHITE COURTE^ TELEPHONEÍ | ) feA 1 \ / \ / T_A vi — Ég á erfitt með að trúa því aið lia.nn hafi verið kallaðwr í , hvita viðhaffnarsímann! ITKDIN'AM)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.