Morgunblaðið - 02.03.1973, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.03.1973, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1973 Jón Mathiesen, kaup- maður — Minning 1 DAG fer fram frá Hafnarfjarð- arkirkju útför Jóns Mathiesen, kaupmanns í Hafnarfirði, en hann lézt á Borgarsjúkrahúsinu í Reykjavík þann 24. febrúar sl. eftir skammvinn veikindi. Með Jóni Mathiesen er genginn mikill og litríkur persónuleiki, maður, sem um áratuga skeið setti svip á bæinn og bæjarlífið í Firðinum. Jón Mathiesen var fæddur í Reykjavik 27. júlí 1901, sonur hjónanna Arnfríðar Jósefsdóttur Jósefssonar frá Efsta-Bæ á Akranesi og Matthíasar Á. Mat- hiesen, skósmíðameistara í Hafn arfirði, en Ámi faðir Matthíasar og bræður hans voru þekktir at- hafnamenn i Hafnarfirði á síð- ustu öld, synir Jóns Matthíasson ar siðast prests í Arnarbæli. Þau Arnfriður og Matthías bjuggu fyrst í Reykjavík, en filuttu til Hafnarfjarðar 1913. Böm þeirra voru fjögur. Jón var þeirra elzt- ur, en auk hans voru Svava hús- móðir í Hafnarfirði, Ámi Matt- hías, sem var verzlunarstjóri og einn af eigendum Verzlunar Ein- ars Þorgilssonar í Hafnarfirði og Theodór Árni, læknir i Hafnar- firði. Eru þau öll látin. Jón Mathiesen hóf ungur verzl unarstörf, fyrst hjá öðrum, en tvítugur að aldri stofnaði hann sína eigin verzlun, sem hann rak til dauðadags. Á uppvaxtarárum Jóns voru kjör þjóðarinnar allt önnur en þau eru í dag og mögu- leikarnir minni og takmarkaðri. Það þurfti því mikið áræði og duignað til að ráðast í stofnun eigin fyrirtækis fyrir kornungan mann á þeim tíma. En Jón Mat- hiesen átti til að bera mikla bjart Býni og vinnuþrek og með þessa eiginleika að veganesti byrjaði hann sina verzlun. Oft hefur ver- ið á brattann að sækja hjá is- lienzkri verzlun og Jón Mathie- sen fór áreiðanlega ekki varhluta af þeirri reynslu, fremur en aðr- ir, sem við verzlun fást. En hann var stórhuga og stefndi hátt. Ár- ið 1929 réðst hann í að byggja hús sitt við Strandgötu í Hafnar- firði. Var það óvenju mikil bygg ing í þann tíð. í þessu húsi starf- rækti Jón síðan eina stærstu verzlun bæjarins um árabil og á síðasta vori fagnaði hainn þeim roerka áfanga, að hálf öld var lið in frá stofnun verzlunarinnar. Verzlim Jóns Mathiesen var um margt sérstæð og eftirminni- leg þelm, sem þangað komu. Þar ægði saman hinum margbreyti- legasta varningi, enda kaupmað- urinn jafnan með mörg járn í eldinum samtímis. Jón var ávallt hress í bragði og smitandi glað- værð hans gaf búðinni sérstakan persónulegan blæ. Viðskiptavin- imir voru flestir vinir og kunn- ingjar, sem árum saman höfðu lagt leið sína til Jóns. Það var þvi talað í kunnuglegum tón við hvern og e'.nn og í búðinni minnti Jón helzt á góðan heimilisföður. í raun reyndist líka Jón Mathie- sen mörgum viðskiptavina sinna sem slíkur, ekki sízt, ef eitthvað á bjátaði. Sú saga skal ekki rak- in hér, en vist er um það, að margur saknar nú vinar í stað og svipur Strandgötunnar er ekki samur og jafn, er Jón Mat- hiesen er horfinn. Umfangsmikil verzluinarstörf nægðu ekki athafnaþrá Jóns Mat hiesen, enda var hann gæddur óvenju ríkri lífsorku og starfs- þreki. Áhugamál hans voru fjöl þætt og víða kom hann við og lét til sin taka um dagana, þótt störf hans að félagsmálum séu ef til vill kunnust. Á yngri árum var Jón Mathie- sen áhugasamur íþróttamaður og síðar einn af forystumönnum hafnfirzkrar íþróttahreyfingar, meðal annars formaður Fimleika félags Hafnarfjarðar um skeið. Iþróttamaðurinn í Jóni lifði, þótt árunum fjölgaði og mun margur ti’ dæmis minnast hans frá h n- um árlegu víðavangshlaupum í Hafnarfirði, þar sem hann var óþreytandi að hvetja hina ungu til afreka og jafnvel hljóp með og leiddi þá yngstu í mark, þegar þeir voru að örmagnast á sprett- inum. Það orkar ekki tvímælis, að Jón Math'esen er í hópi þeirra, sem hvað bezt hafa unnið að efl- ingu hafnfirzkra íþróttamála á liðnum árum. Iþróttamenn hafa metið störf hans að verðleikum, sem meðal annars má marka af því, að hreyfing þeirra í Hafnar- firði sæmdi hann sínu aeðsta við- urkenningarmerki. Jón Mathiesen var ávallt ein- lægur bindindismaður og einn af forystumönnum Góðtemplara- reglunnar í Hafnarfirði. Hann var formaður Rauða kross-deild- arinnar í Hafnarfirði og um skeið formaður Kaupmannafé- lags Hafnarfjarðar og forseti Rotary-klúbbsins. Hér er aðeins stiklað á stóru, enda ekki ætlun- in að gera fjölþættum félags- störfum Jóns nein tæmandi skil. Síðast en ekki sízt vil ég þó minnast fáeinum orðum starfa Jóns Mathiesen á sviði stjóm- mália. Um langan aldur var hann ótrauður baráttumaður sjálf- stæðisstefnunnar og einn af for- ystumönnum Sjálfstæðisflokks- ins í Hafnarfirði frá stofnun. — Hann var á sinum tíma einn af stofnendum Landsmálafélagsins Fram og formaður þess um tíma. Þá var hann í fulltrúaráði sjálf- stæðisfélaganna i Hafnarfirði frá stofnun þess, varabæjarfuHtrúi, átti í mörg ár sæti í útgerðar- ráði Bæjarútgerðar Hafnarfjarð- ar, í stjórn heilsuvemdarstöðvar Hafnarfjarðar og Sjúkrasamlags ins. Ýmsum fleiri trúnaðarstörf- um gegndi Jón á vegum Sjálf- stæðisflokksins og síns bæjarfé- lags, en þau verða ekki rakin nán ar hér. Jón Mathiesen var stór og fyr- irmannlegur á velli, örlyndur og aðsópsmikill í framgöngu. Yfir- bragð hans var karlmannlegt og á stundum nokkuð hrjúft, en uind ir bjó viðkvæm lund og tilfinn- ingarík. í vinahópi var hann glettinin og gáskafullur og átti auðvelt með að hrífa aðra menn með. Hann var þvi vinsæll og vinmargur, ekki sízt hjá ungu kynslóðinni, enda bamgóður með afbrigðum. Jón var einlægur trú- maður og leitaði styrks, þegar syrti að í lífinu. Dauða síns beið hann líkt og ferðamaður heimkomu. Jón Mathiesen var tvíkvæntur. Fyrri konu sína, Soffiu Axelisdótt ur, missti hann eftir skamma sambúð. Síðari kona hans er Jakobina Mathiesen, ættuð úr Keflavík. Frú Jakobína er hin mætasta kona, hreinskiptin og sköruileg i framkomu. Þau áttu sér hlýlegt og fagurt helmili og voru mjög samhent, enda lágu áhugamál þeirra víða saman. Þeim hjónum varð tveggja dætra auðið. Eldri dóttirin, Soff'ía, sem gift var Davíð Sche- ving Thorsteinsson, forstjóra í Reykjavík, lézt í blóma lífsins fyrir nokkrum árum. Yngri dótt- irin, Guðfinna, er gift Banda- rikjamanni, Martin Bevans, kapt eini í bandaríska hernum. Eru þau búsett í Florida. Ég vil að lokum votta frú Jakobínu og öðrum aðstandend- um Jóns Mathiesen mina dýpstu samúð. Guð bliessi minningu hans. Árni Grétar Finnsson. Góður drengur er geng- inn. Hollvinar er að minnast. Jón Mathiesen setti svip sinn á söguspjöld Hafnarfjarðar í nærri sex áratugi. Vann bæjar- félagi sinu lengi og farsæl ævi- störf á mörgum svíðum og reynd ist raungóður og sannur sonur Hafnarfjarðar. 1 dag fer útför hans fram frá Hafnarfjarðarkirkju. Rifjast nú upp á skilnaðarstundu liðin stim leið og vinátta, er við kunningj- ar hans nutum í nærveru hans og varpa Ijóma og birtu á ldðn- ar samverustundir. Jón Mathiesen fæddist í Bröttuigötu 6 i Reykjavík, 27. júlí 1901. Foreldrar hans voru Arnfríður Jósefsdóttir frá Akra nesi og Matthías Á. Mathie- sen skósmíðameistari. Tólf ára gamall fluttist Jón með foreldr- um sinum til Hafnarfjarð- ar. Systkini Jóns voru þrjú og öll dáin á undan Jóni, Árni, lyfjasveinn og síðar verzlunar- stjóri, Theódór læknir og Svava húsfrú. Öll búsett i Hafnarfirði til æviloka. Jón Mathiesen naut ekki skóla göngu, þvi starfið til aðstoðar heimilinu kallaði fljótt á þátt- töku hans. Ellefu ára, síðasta ár hans í Reykjavík, vann hann á rakarastofu að „sápa inn“. Starf unglinga, sem þá var til, en þekkist ekki nú til dags og reyndar ekki um mörg ár að und anfömu. Á mölinni í Hafnarfirði hóf hann fiskvinnu og vega- vinnu síðar hjá Sigurgeiri Gísla syni verkstjóra næsta ár. 1 þjón ustu hans á fermingaraldri keyrði Jón í eitt ár hestvagn miUi Hafnarfjarðar og Reykja- vikur, árin 1915 og 1916 og flutti þá mannskap og matvæli auk annars vamings, en í þá tíð voiru ekki á vegakerfi landsins önn- ur farartæki. Oft heyrði ég Jón minnast þessarra æskuára af sannri gleði og sem merk- um áfanga. Fimmtám ára gamall réðst hann búðarþjónn til Kaupfélags Hafnfirðinga í þjónustu Péturs V. Snælands og síðar Sigurðar Kristjánssonar kaupfélags- stjóra. Þá mat hann báða mik- ils að verðle'kum sem góða hús- bændur. Hugur Jóns stefndi snemma að því að verða unigur eigin hús- bóndi, Tvitugur að aldri fór hann á fund Magnúsar bæjar- fógeta Jónssonar í Hafnarfirði og æiskti þess að kaupa borgara bréf, til þess að geta stofnað efg ið fyrirtæki. Bæjarfógeta leizt vel á hinn unga svein, gjörvulegan á velli og góðlegan á svip, en til ör- yggis áður en flógeti skrií- aði undir borgarabréfið spurði hann Jón um aldur, en borgara- bréf var háð 21 árs aldri. Þeg- ar hann fékk að vita hið sanna sagði fógeti við Jón, þú átt sann ariega borgarabréf skilið mörg- um fremur, en þeir sem orðnir eru 21 árs gamlir. Því trausti, er honum var þarna ungum auðsýnt brást hann aldrei og engum alla ævi. Jón Mathiesen hóf verzlunar- rekstur að Strandigötu 13 í Hafnarfirði 8. april 1922. Hann laðaði að sér viðskiptavini sak- ir vinsælda og vann sjálif- ur lengstan vinnudag í verzlun- inni þótt hann hefði verzlunar- þjóna í starfi og vinnutími þá ekki takmarkaður. Ég hlaut þá gæfu að komast 12 ára gamall sendisveinn til Jóns Mathiesen í tvö sucmur með an barnaskólaleyfi voru á sumr um ásamt Stefáni Sigurðssyni, nú kaupmanni í Stebbabúð í Hafnarfirði. Milli okkar þriggja hnýttust vináttubönd og M'tum við Stefán ávallt til Jóns sem hms góða húsbónda og eink um félaga, er lét sér annt um hjú sín og hefir sú vináttutaug aldrei slitnað. Árið 1929 hóf Jón Mathiesen nýjan þátt í verzlunarsögu srnni. Hann byrjaði þá á bygg- ingu stórhýsis að Strandgötu 4 i Hafnarfirði og hóf í eigin hús- neeði stærstu verzlun í Hafnar- fiirði 1930 og rak hana af mynd arskap og dugnaði í yfir hálfa öld. Jón Mathiesen kvæntist Soffíu Axelsdóttur, fósturdóttur Páls Briem, húsasmíðameistara í Haflnarfirði, 925. Frú Soffla lézt eftir stutta sambúð þeirra hjóna. Síðari kona Jóns var Jakob- Lna Petersen frá Keflavík. Þau gengu í hjónaband 1928. Lifir hún mann sinn. Þau eiignuðust tvær dætur, Soffiu, er ung and- aðist og Guðfinnu, sem giflt er erlendis. Jón Mathiesen kom mikið við sögu íþróttamála i Hafnarfirði frá æskuárum, og óskiptur áhugi á þeim sviðum fýlgdi honum til æviloka. Hann var einn af hvatamönn- um og frumherjum stofnun- ar knattspyrnufélagsins „17. júní“ og var annálaður í þá tið sem bezti markmaður Is- lands. En ein íþróttagrein var honum ekki nægjanleg. Hann iðkaði skautaiþrótt ag var þar í stjórn, í stjórn Fiimleikafélags Hafnarfjarðar og í stjóm Sund- félag® Haínarfjarðar. Skáta- hreyfinguna studdi hann drengi lega. Formaður Iþróttaráðs Hafnarfjarðar var hann um skeið og hlaut guliimerki þess og íþróttasambands Islands. Mörg flieiri félagsmál lét Jón Mathiesen sig máli skipta og fórnaði störfum fyrir. Meðan hann var starfsmaður í Kaup- félagi Hafnarfjarðar var hann í stjórn Verzlunarmannafél.ags Hafnarfjarðar, hins eldra, og beitti sér fyrir styttingu vinnu- tima starfsfólks verzlana, sem þá var frá klukkan átta að morgni til klukkan nlíiu að kveldi. Hann var heiðursfélagi Kaupmannafélags Hafnarfjarð- ar og Kaupmannasambands Is- lands. Mikið og í einlægni starfaði hann að bindindisimálum alla ævi. Hann var formaður Rauða kross deildar Hafnarfjarðar, í stjórn hjúkrunarheimilisins að Sólvangi, Sjúkrasamiags Hafnar fjarðar og er hér eigi talið allt upp um félagsstörf Jóns Mathie- sen. Hann átti um skeið sæti í út- gerðarráðii Bæjarútgerðar Hafn arfjarðar og meðan ég var for- maður þar, kynntist ég á nýj- an leik, frá því að ég var sendi sveinn i búð hans, hversu ein- lægur og heilsteyptur hann var i hugsun og sérhverju starfi. Hans líf var gleði ökkar vina hans. Élg votta eftirldfandi eig- inkonu Jóns, Jakobínu Mathie- sen, dóttur þeirra Guðfinnu og ættingjum þeinra og ástrvinum inniiega hluttekningu og samúð. Adolf Björnsson. Við lát Jóns Mathiesen, frænda míns, koma mér í hug margar lljúfar endurminningar frá löng- um kynnurn mínum við hann ag hans kæru fjöl'skyldu. Vinskap- ur okkar hófst, þegar okk- ur systur minni var boðin sum- ardvöl hjá þeim, þá ung að ár- um. Þau urðu mörg sumrih, sem við dvöldumst þar, ýmis-t í ilbúð fjölskyldunnar i Hafnarfirði eða sem oftar var í sumarbústað þeirra við Urriðakotsvatn. Þær sumardvaldr verða mér minnis- stæðar ævilangt. Við systir min samlöguðumst fljótt fjölskyldunni, og þar sem ég hafði misst föður minn korn- ungur, varð það svo, að ökkur Jóni varð fljótt báðum ljúft, að ég kallaði hann Jón pabba í dag legu tali, og betri pabba átti víist áreiðanlega enginn strákur. Sum ardval'ir mínar hjá Jakobinu og Jóni og dætrunum tveim er í minni mér sem einn óslitihn sól- ardagur. Alla daga höfðum við krakkarnir nóg að sýs'la, en há- marki náði gleðin að aflíðandi degi, er von var á Jóni heim úr búðinnd. Þá var oft skokkað upp á hálsiinn til móts við þrekinn, brosmildan mann, hendinni stumgið í stóran, hlýjan lófa, sem snaraði sveinsstaulanum í he-nd- ingskasti upp á stórar, breiðar axlir, þaðan sem sá vitt um heim. Á sunnudagsmorgnum var stund um farið í reiðtúr á gamlia veð- hlaupaklárnum, honum Blesa, skipzt á um að sitja gæðinginn, stundum meira að segja teymt undir kringum vatnið. Þá voru sílim athuguð i læknum og kríiu- ungamir skoðaðir. Á fögrum sól seturskvöldum við spegffllsiiétt vatnið var oft unaðslegt að heyra fl'ugumar suða á glugga- rúðunum og heyra glaðvært tal fjölmargra gesta, þar sem hjón- in voru hrókar alis fagnaðar. Þau stjórnuðu þessu ölu sann- arlega samhentum höndium, Jakobina, glæsileg og ástrik eiig inkona og móðir og Jón, stór og sterkur og traustur heimilisfað- ir með sinn höfðinglega, hliýja glettniissvip. En Jóni Mathiesen þarf ekki frekar að lýsa. Hann var alllur þar sem hann var séður. Enginn mun hafa farið bómleiður frá hon um, ætti hann einhvers úrkosta. Persónutöfra og hans l'étta l.ynd- is vildu ekki aðeins flullorðnir njóta, börn og dýr hænd- ust ósjálifrátt að homum. Á þess- um bemskuárum fanns-t mér sem tveir menn myndu ódauðtegir í þessum heimi, ég sjálfur og Jón frændi, svo stór pabbi. Ég sá eitt sinn táknræna mynd af Jóni í dagblaði. Hún var af viðavamgs- hlaupi i Hafnarfirði og hann einn áhorfendanna hafðá stökkið út á hl-aupabrautina til að hjáliþa örmagna ynigsta þátt- takandanum í mark. 1 fyrra renndi Jón sér á símum gömiliu skautum með ungiingum á tjöm- inni í Hafnarfirði. Þamnig var hann. Honum auðnaðist ekki að- eims að skilija bamshugi sinna ungu vina, heldur einnig að varð veita sinn eiginn ásamt sterkum persónuleika aLlt til hinzta dags. Bjarni Jónsson. MLnir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimitar köld. Ég kem eftir kanniski í kvöld með klofinm hjálm og rifinn skjöld, bryn-ju slitna, sundrað sverð og syndagjöld. H.J. Ég hafði vi'kið frá, vikutíma i annarri viku febrúar. Er ég kom aftur heim ag fór að fara um Fjörðinn, fannst mér einkenni- lega við bregða, er ég gekk fram hjá verzlunarhúsi Jóns Mathiesen Strandgötu 4. Dyr voru læstar. Hvergi ljós að sjá. Stólilinn við skrifborðið auður. Jón Mathiesen hvergi sjáamteg- u-r. Hvað hafði komdð fyr-ir? Hvar var Jón ? Það var næsta furðulegt, að Jón væri ekki í verzlun sinni. Annaðhvort sitjandd í stól són- um, eða á þönum um verzlun- ina með hóp viðskiptavina alit í kringum sig. Við vorum orðnir vanir þvi Hafnfirðingar í meira en hálifa öld, að sjá Jón við verzlun sín-a, veitandi öllum þjónustu. Gl-aðan, háværan og fjörmikinn og leysandi hvers manns vanda. Ég átti eftitr mairg ar göngu-r framhjá húsi-nu, inn 1 húsið, dvöl í húsinu. En sömu vonbrigðin blöstu við mér dag eftir dag. Jón var ekki sjáanleg ur. Svo er það lau-gardaginn 24. febrúar, að ég er úti við störf Framh. á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.