Morgunblaðið - 22.03.1973, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.03.1973, Blaðsíða 15
MORGÚNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1973 15 Snjóbíll í Strandasýslu i ttuttumáli Tannlæknir í Rangárvallasýslu Hvolsvelli, 19. marz. T ANNLÆKN ASTOF A var opnuð hér á Hvoísvelli fyrir skömmu af tannlækninum ; Sæmundi Holgeirssyni. Binda margir góðar vonir við að hann fái nóg að gera, því ,.tannlæknir hefur ekki verið í Rangárvallasýslu áður. Tann læknirinn er með öll nýjustu og fullkomnustu tæki og auk þess annast hann tannsmiðar einnig. Hann hefur aðsetur i félagsheimilinu á Hvoli, þar . sem Landsbankinn hafði að- setur áður. — Ottó. Tveir læknar sinna fjórum héruðum Þingeyri, 15. marz. Hér er tíðarfarið gott og afli mik'll. Héðan er einn bát- ur á liriu, og síðan farið var að beita loðnunni hefur afl- inn glæðzt mikið. Við erum í stökustu vand- ræðum með læknishjálp, en læknarnir tveir á Patreksflrði hafa meira en nóg að gera, og varla nokkur sem ætlast til að þeir geti sinnt 4 héruð- um. Það liggur við, að kon- urnar fari suður til að fæða, svo slæmt er ástandið. Nýlega var ungur drengur með sprunginn botnlanga sendur írá Núpi og alla leið til fsa- fjarðar, en ekki náðist til læknis nær. Félagslífið er dauft um þessar mundir, en heilsufarið er gott, sem betur fer. Yfirfljótandi atvinna Hvammstanga, 19. marz. HÉÐAN er ailt sæmilegt að frétta. Ástandið er gott og yfirfljótandi atvinna. Allt er i fullum gangi, rækjuvinnsl- an, saumastofan, en þar vinna 10 konur að staðaldri, og er prjónað fyrir Álafossmarkað- inn. í rækjuvinnsiunni vinna 16 manns á hvorri vakt, en umnið er frá kl. 4 að morgni og til hádegis og frá kl. 13 til 11 að kvöldi. Afkastagetan í rækjuvinnslunni er 5—6 tonn á dag. Fyrir stuttu var stofnaður Lionsklúbbur hér og voru stofmfélagar 20 talsins. Þá er verið að æfa hér le'k- rit, enskan gamanleik, sem heitir Getraunagróði. 10 manns leika. Þá er verið að undirbúa árlega árshátið barnaskólans, sem haldin er fyrir alla þorpsbúa. — Karl. Sjálfkjörið í Framsókn Á AÐALFUNDI verkaikvenna- félagsins Framsóiknar, siena haCd- inn var sunmudaginn 11. marz siðastliðinn, vár stjómin sjáif- kjörin en hana s'kipa: Jóna Guð- jónsdóttir fonnaður, Þórunn Váldimarsdóttir varaformaður, Guðbjörg Þorsteinsdóttir ritari, Ingibjörg Bjamadóttir vararitari, Helga Guðmund.sdó11ir fjármáT.a- ritari, og varastjóm var sjálí- kjörin en hana sikipa Kristín Andtrésdóttir og Jóhanna Sigurð- airdóttiir. HÓLMAVÍK 19. mairz. Hér hefur afkoma fóiks verið góð i vetur, þvi að ravkjuveiði hefur verið miikil, en athafrialífið snýst aðalfega um sjóinn. Það má teljast til tíðinda að fyrsti snjóbíllimn, sem til Strandasýslu hefuir kómið, koim hingað á suminudaiginn, og kamur hann sér vel, því að þetta er fremur snjóþungt hérað. BíMinn mun fyrst og fremst verða notað- ur til lækmis- og sjúikraflufninga, en flestir hrepparniir standa að kaupumum. Einndig hefuir verið keyptur hingað nýr slökkviliðs- bill. Hér lrefur í um vitou tíma verið hlákia, og snjörinn þar af leið- andi óðum að hverfa, en vegir hafa spil'zt mikið um leið og frost leysir úr jörðu. — Andirés. f|| Vélamiðstöi Reykjavikurbargar óskar eftir bifvélav rkjum og vélvirkjum, einnig við- gerðarmönnum vana vélaviðgerðum. Upplýsingar hjá yfirverkstjóra Vélamiðstöðvar, sími 18000. SPILAKVðLD SJÁlFSTÆÐISfílVCAlA í REVKJ4VÍK Annað spilakvöld Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í þriggja kvölda keppninni, verður haldið að Hótel Sögu, Súlnasal, í kvöld, fimmtudaginn 22. marz, Ávarp: Geir Hallgrímsson. Félagsvist: Fimm glæsileg verðlaun. Heildarvinningur: Utanlandsferð með Ferðaskrif- stofunni Sunnu til Mallorka. Dans til kl. 1 e .m. Húsið opnað kl. 20.00. Miðar afhentir í skrifstofu Landmálafélagsins Varðar, Galtafelli, Laufásvegi 46, sími 15411. Tryggið ykkur miða í tíma. Skemmtinefndin. Austurbsejarbíó frumsýnir: Maður í óbyggðum LtUli Ul VLLl. UllLLUlLLt t Ótrúlega spennandi, meistaralega vel gerð og leikin, ný bandarísk kvikmynd í litum og Panavision, byggð á sannsögulegum atburðum. Bönnuð börnum innan 16 ára. _______________Sýnd kl. 5, 7 og 9. Hestamonnnfélagið FÁKUR Fræðslu- og skemmtikvöld verður í félagsheimilinu í kvöld, fimmtudaginn 22. marz, kl. 9 (21), fyrir ungl- inga innan 16-ára og gesti þeirra. Guðrún Fjeldsted talar um umgengni við hesta og reiðskóla Fáks. Sýnd verður kvikmynd um hesta. Þeim, sem eru í reiðskóla Fáks, er sérsaklega bent á að mæta. Nýkomið Blússur frá ,,Dearborn“; margir litir. ♦ Síðbuxur úr terylene með uppbroti, 36-44. ♦ Síðbuxur úr jersey og crimplene með teygju í mitti, 44-52. Laugaveoi 19 FYRIR ALLA VIGTUN AV6RY IÐNAÐARVOGIR LAGERVOGIR FISKVOGIR BÚÐARVOGIR KRÖKVOGIR KRANAVOGIR BÍLAVOGIR ÓLAFUR GÍSLASON & CO. HF. Ingólfsstræti 1 A, simi 18370. Viðgerðir og varahlutir: VOGIR HF., Norðurveri. Sími 23760

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.