Morgunblaðið - 21.10.1973, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.10.1973, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1973 23 námsfólkið nú umráð yfir stórri og vistlegri setustofu. Það er rétt og skylt, að það komi fram hér, sem allt of sjaldan hefur verið minnst á, en Guðrún talaði oft um við mig og vildi að ekki lægi í þagnargildi, að í starfi sinu og fyrirgreiðslu fyrir Islend- inga fyrr og síðar naut hún jafnan óskoraðs stuðnings manns sfns og barna, enda bersýnilegt, að henni hefði verið ókleift að vinna að þessum málum án hjálpar þeirra. Þeim, sem þekktu Brunborg- fjölskylduna, mun jafnan vera i huga hlýleiki og alúð húsbóndans og barnanna við þá Islendinga, sem bar að garði. Guðrún kom ekki til íslands frá þvi hún hætti söfnun sinni fyrr en i sumar. Ég átti þó nokkrum sinnum kost á að heimsækja hana á þessum tíma. Sérstaklega er mér í minni, er við hjónin bjuggum hjá fjölskyldunni um tíma fyrir þremur árum ásamt tveimur börnum okkar. Há- punktur þeirrar dvalar var vika í sumarbústað þeirra að Köllunar- kletti (Hörestenen) Þar undi Guðrún sér best á siðari árum, en hafði jafnan eitthvað fyrir stafni. Þessi vika leið heldur ekki í að- gerðarleysi. Snemma á morgnana var róið til fiskjar út á lognkyrran Oslófjörðinn, á daginn dyttað að bústaðnum, bændurnir í ná- grenninu heimsóttir eða farið í „kaupstaðinn" til matarkaupa. Eitt kvöldið sagði Guðrún okkur alla harmsöguna um Olav, en við höfum aðeins heyrt hana í brotum áður. Það sama kvöld sagði hún okkur einnig söguna um Erling og hvernig henni tókst með lagni og harðfylgi að ná honum úr höndum Þjóðverja. Og þessa daga að Köllunarkletti myndaðist gagnkvæm og sérstök vinátta milli dóttur okkar ungrar og Guðrúnar, enda þótt aldurs- niunur væri 65 ár. Og aldrei leið Guðrúnu betur en í hópi ungs fólks. Henni var á dá- lítið sérstæðan hátt illa við ellina og lítið fyrir að ræða um þá hluti. Innan um æskufólk var oft eins og hún yngdist um áratugi. Það þarf ekki að fjölyrða hér frekar um einstæðan dugnað og þá hæfileika Guðrúnar Brunborg, sem gerðu hana að þeirri persónu, sem hún var. Verk hennarog lífs- starf bera því glöggt vitni. Afrek hennar verða þó enn stærri fyrir þá sök, að hún var mikið bækluð frá barnæsku og lá langtímum saman á sjúkrahúsum. Þegar Guðrún kom hingað til lands s.l. sumar í boði bróður- sonar síns á Reyðarfirði, var bjart yfir henni eins og jafnan fyrr, en þó varð því ekki leynt, að heilsu- far hennar var ekki sem skyldi. Hún var þó vissulega óbuguð og bjartsýn, þegar ég kvaddi hana á Keflavíkurflugvelli um miðjan ágúst s.I., og strax farin að hlakka til að koma hingað aftur að ári. Heima I Noregi beið hennar að flytja úr gamla húsi Brunborg- f jölskyldunnar á Billingsad í litla íbúð á stúdentabænum á Kring- sjá, þar sem hún ætlaði að eyða síðustu árunum I nábýli við æskuna. Guðrún fékk þó ekki búið þar lengur en í tvær vikur, er hún fékk það áfall, sem varð henni að aldurtila 14. þ.m. Við hjónih viljum að lokum þakka Guðrúnu fyrir einlæga vin- áttu í rúmlega 20 ár og vottum eiginmanni hennar og börnum samúð okkar. Ég veit einnig, að ég mæli fyrir hönd fjölmargs íslensks námsfólks fyrr og sfðar, er ég þakka af heilum huga óeigingjart starf hennar i þágu þess. Ólafur Steinar Valdimarsson. New York, 15. október. NTB. □ AHsherjarþingið kaus I kvöld fulltrúa Hvfta-Rússlands, traks, Kamerúns, Costa Rica og Máritaníu I Öryggisráðið. Fulltrúar þessara landa taka sæti f ráðinu 1. janúar 1974 og sitja í þvf til 30. desember 1975. Þeir taka við af fulltrúum Guineu, Indlands, Panama, Súdans og Júgóslavfu. Auk nýju fulltrúanna og fasta- fulltrúa stórveldanna sitja f ráðinu fulltrúar Astralfu, Kenýa, Perú og Austurrfkis. Stefán Siggeirsson, forstjóri — Minning I dag verður til moldar borinn frá Stykkishólmskirkju Stefán Siggeirsson forstjóri. Hann andaðist snögglega að heimili sínu f Stykkishólmi laugardaginn 13. þ.m. Stefán var fæddur í Stykkishólmi 24. júlí 1907, for- eidrar hans voru hjónin Ása Sigurðardóttir og Siggeir Björns- son, sjómaður. Þessi fátæklegu orð sem ég sendi vini mínum Stefáni að leiðarlokum eiga að vera kveðju- og þakklætisorð frá mér fyrir ára- langa vináttu og velvild mér til handa. Stefán var drenglyndur maður og reyndist hann mér og mörgum öðrum slíkur, hann var sannur vinur vina sinna, og ávallt gott til hans að leita með vandamál sín, hann var svo framúrskarandi hollráður, og þvf vandalaust að fylgja ráðum hans. Er nú skarð fyrir skyldi hjá okkur vinum hans, er hann er svo snögglega horfinn sjónum okkar. Árið 1933 gekk Stefán að eiga eftirlifandi konu sína Aðalheiði Sigurðardótt- ur, hina mætustu konu, er var hans góði lffsförunautur alla tíð. Hún bjó honum fagurt og friðsælt heimili, þar sem öllum gestum þeirra leið mjög vel, húsbænd- urnir voru svo samtaka um gest- risni og alúð alla. Á heimili Stefáns og Aðalheiðar dvelja foreldrar hennar, bæði orðin öldruð. Sakna þau nú elsku- legs tengdasonar, sem var þeim svo undur góður. Stefán var um árabil forstjóri Olíuverslunar Is- lands hér í bæ, eða allt til dauða- dags; hann rækti það starf með mestu prýði, sem og öll önnur störf. Hann gekk heill og óskiptur að öllu, sem hann tók sér fyrir hendur. Stefán var ávallt glaður og gott að hitta hann, sérlega ef manni var eitthvað þungt f geði; þá sló hann oft á léttari strengi, þannig að maður fór hugléttari frá honum. Stefán og kona hans ólu upp systurdóttur hennar, sem nú er gift og búsett hér i bæ. Eiga ungu hjónin indæl börn, sem voru eftir- læti afa og ömmu. Nú eru þau sólargeislinn á heimilinu, ömmu og þeim öllum til gleði í hinni miklu sorg. Það er sár harmur kveðinn að okkur öllum vinum Stefáns, en sárastur er harmur og missir elskaðrar eiginkonu, dótt- ur, aldraðra tengdaforeldra sem og annarra náinna ættingja. Það stefna margir hlýir hugir heim á Laufásveginn til þessa elskulega fólks, bæði í dag og alla aðra daga, með samúðarkveðjum og fyrirbænum. En eitt vitum við með vissu, að látinn lifir. Elsku vinir, ég sendi ykkur öllum mínar innilegustu samúðar- kveðjur og bið ykkur allrar guðs blessunar. Að endingu þakka ég Stefáni vináttu liðinna ára. Far þú í friði friður guðs þig blessi. Stykkishólmi 20. okt. CamiIIa Kristjánsdóttir. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM tltskýrið þessi ritningarorð: „Þvf að hver, sem vill bjarga Iffi sfnu, mun týna þvt, og hver, sem týnir Iffi sfnu mfn vegna, mun finna það.“ — Táknar þetta, að kristnir menn glatist eilfflega, nema þeir séu fúsir til að láta Iffið? Ekki eru allir kristnir menn til þess kallaðir að fórna lífi sínu fyrir Krist. Dýpri merking þessara orð er sú, að sjálfselska okkar deyi. Kristur sættir sig ekki við eftirfylgd með hálfum huga. Hann kallar menn til að yfirgefa allt og fylgja sér. Sá, sem er einungis hálfkristinn, er alls ekki kristinn. Ég hygg, að vandi nútímans stafi að miklu leyti af því, hve líf okkar er margskipt. Mörgum verður trúin eins konar stöðutákn, virðingarmerki. En Jesús hvatti lærisveinana til að afneita sjálfum sér, taka upp krossinn og fylgja sér. Trúin á að umlykja allt, svo að við týnum sjálfum okkur vegna málefnis hans, og þá finnum við sjálfa okkur. Þetta er ekkert dularfullt. Iþróttahetjan, vísindamaðurinn, upp- finningamaðurinn eða hver annar, sem gleymir sjálfum sér við iðju sína, nær árangri á sínu sviði, finnur þannig sjálfan sig. Kristin trú er köllun til að gefa sig allan. Hálfum huga gerum við skrípa- mynd af málefni Krists. Þér skulið því ekki óttast að týna sjálfum yður, því að þegar þér áræðið það, mun lífið geisla af tilgangi og fyllingu. TIMaRITIÐ „HUS * HIBYLI 1 BOKABUÐUM Nýtt tölublað af „Hús & híbýli" er nú komið i allar helztu bókabúðir og nokkrar blaðsölur i Reykjavik, Kópa vogi og Hafnarfirði — og er á leiðinni i bókabúðir í öllum öðrum kaupstöðum og flestum stærri kauptúnum landsins. ÚTGEFANDI: NESTOR, AUSTURSTRÆTI 6, REYKJAVÍK. SlMI 10678. Snjómokstur í Þingey j arsýslum Sameiginlegur fundur sveitar- stjórnarmanna f Suður-Þingeyjar sýslu, Kelduhverfi og Húsavfk, haldinn á Húsavfk 18. sept. sl., skoraði á yfirstjórn samgöngu- mála að sjá til þess, að Vegagerð rfkisins framkvæmi snjómokstur í Þingeyjarsýslum á komandi vetri sem hér segir: 1. Leiðin Húsavík — Akureyri verði opnuð tvisvar í viku, þ.e. á mánudögum og föstudögum. 2. Leiðin Húsavík — Kópasker verði opnuð einu sinni í viku og auk þess Auðbjargarstaðabrekka eftir þörfum, þar sem hún ein lokar oft leiðinni. 3. Snjómokstur á öðrum vegum á svæðinu, sem kostaður er að hálfu af heimaaðilum, verði fram- kvæmdur eftir samkomulagi á hverjum tíma, eins og verið hef- ur. — Ferðakostn- aður Jónasar Framhald af bls. 3 Sjónvarpsstöðin greiddi ferða- kostnað hans til Bretlands og uppihald I Leeds, en ráðuneytið uppihald I Grimsby vegna fundar- ins og ráðuneytið greiddi einnig ferðakostnað og uppihald vegna Benedikts Gröndals og kvaðst Jónas Árnason síður en svo telja það ef tir. Selfoss - Elnbýiishús Til sölu 145 fm einbýlishús ásamt 50 fm bílskúr Húsið er ekki fullbyggt, en selst á núverandi byggingar- stigi. Fallegt hús. Sveinn og Sigurður, fasteignasala, Birkivöllum 13, Selfossi, sími 1 429. Opið virka daga kl. 2—6. ATHUGIÐ - ATHUGID Viðskiptavinir Vélsmiðjunnar Magna h.f. Vestmannaeyj- um, eru hér með beðnir að athuga breytt heimilisfang okkar, sem er Strandvegur 75 — 76, Pósthólf 1 36 Vestmannaeyjum, s:mi 99-6973. Félagsfundur N.L.F.R. verður haldinn fimmtudaginn 25. október, í Guðspeki felagshúsinu, Ingólfsstræti 22. kl. 9 síðdegis. Umræðu fundur um félagsmál. Stjórnin. Selfoss - Ibúdlr tll sdlu 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir í smiðum. Mjög góð 3ja herb íbúð á góðum stað Sveinn og Sigurður, fasteignasala. Birkivöllum 13, Selfossi, sími 1429. Opið virka daga kl 2 — 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.