Alþýðublaðið - 29.08.1958, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.08.1958, Blaðsíða 4
4 A 1 þ ý 8 u b 1 a S i 3 Fcstudagur 29. ágúst 1958 Úígefandi: Samband ungra jafnaðarmanna. Ritstjórar: Unnar Stefánsson. Auðunn Guðmundssoa, Guðmundsson, formaður SUJ: Í>AÐ virðist orðið nokkuð al- ínennt álit, að við lausn efna- iiagsvandamálanna komí ekki íiema tvær leiðir tij greina: uppbótaleið eða gengislækkun. Núverandi ríkisstjórn valdi fyrri leiðina í maí sl., er hún lagði fram tillögur sínar til lausnar efnahagsmálunum. — Uengi áður hafði mikið venð um það rætt, hvora leiðina fcæri að fara. Hvorug leiðin þótti Þó góð og ýmsir veltu því fyrir sér, hvort ekki mundi vera til nein önnur leið út úr ógöngum efnahagsmálanna- Er ■engin þriðja teið til? spurðu menn. Jú, vissulega er sú leið tii og einmitt Albýðuflokkur- inn hefur oft áður rætt um þá leið. Og sú leið er almenn nið- •urfærsla verðlags og kaup- gjalds. Við umræður um efna fcagsmál undanfarið hefur ein •og ein rödd minnzt á niður- færsluleiðina, en svarið hefur alltaf verið hið sama. Sú leið er ófær. Þetta svar hefur ekki verið rökstutt nánar, en þó hefur það nægt til' þess að nið- urfærsluleiðin hefur almennt ekki verið á dagskrá undanfar- ið. i -•• sf ; AUKUM KAUPMÁTT KKÓNUNNAK En hvað er þá hæft í því, aS niðurfærsluleiðin sé ófær? Lít- um fyrst á málið fræðilega. Það liggur fyrir og er viour- kennt, að íslenzka krónan er ofmetin. Það þýðir, að kaup- fcráttur krónunar er minni en hann var Þegar gengi íslenzku krónunnar var síðast breytt í marz 1950. Samkvæmt lögum, er þá voru sett er gengið 1 $ = 16,32 kr. 1 £ = 45,70 kr. Síð- an hefur verðlag hækkað mun meira hér á landi en í Banda- ríkjunum og Bretlandi og öðr- um viðskiptalöndum okkar. Láta mun nærri, að verðlag ’hafi tvöfaldazt hér á landi síð- an 1950. Við fáum því helm- ingi minna fyrir 16,32 kr. í dag en við fengum fyrir þá u.pphæð árið 1950. Kaupmáttur íslenzku krónunnar (hefur rýrnað um helming. Hins vegar mun kaup máttur dollarsins svipaðt’r og áður. Það finnast aðeins tvær leiðir til þess að leiðrétta þelta xnisræmi: gengisbrevting eða niðurfærsla verðlags. Með S s s s ■S s s s s s s s s s S Garðar Gíslason h.f. S S , bífreiðaverzlun, S s 6 og 12 volta. hlaðnir og óhiaðnir. gengisbreytingu, lækkun á gengi íslenzku krónunar, við- urkennum við að verðgildi krónunnar hafi rýrnað og skrá- um nýtt gengj í samræm; við raunverulegan kaupmátt krón. unnar. Með niðurfærslu verð- lags aukum við kaupmátt krón unnar á ný. Gengisbreytingin er mun auðveldari leið, þar eð þá þarf aðeins „eina breyt- ingu“. Það þarf aðeins að breyta skráðu verði hins ísl. gjáldmiðils, En eigi að fara niðurfærsluleiðina tekur breyí ingin til alls verðlags á vörum og hvers konaf þjónustu. Það er eins og annars vegar sé um I að ræða breytingu á einum ; peningasamningi, en hins veg- ar breytingu á þúsundum pen- ingasamninga. Auðveldari leið in hefur verið farin hér, þegar svipað hefur verið ástatt cg nú. Þannig var genginu breytt árið 1939 og aftur árið 1950. Margir virðast þeirrar skoð- unar, að gengisbreyting sé eðli legri ráðstöfun en niðurfærsla og áhrifaríkasta leiðin til þess að skapa greiðslujöfnuð í við- skiptum við útlönd. Ýmsar aðr ar leiðir koma þó vissulega tU greina- . Þegar eftirspurn eftir erlend um gjaldeyri er of mikil, mið- að við framboð, er gengisbreyt ing ein leiðin, er til greina kemur til þess að skapa jafn- vægi. Gengislækkun mundi þannig draga úr eftirspurn eft- ir erlendum gjaldeyri., auk þess sem hún bætti aðstöðu út- flutningsatvinnuveganna og vei'kaði á þann hátt til aukins framboðs á gjaldeyri. En ýms- ar aðrar leiðir koma emnig til greina í þessu skyni svo sem innflutningshöft, gjaldeyris. skömmtun o. fl. Eigi gengis- breyting að ná tilgangi sínum er algerlega undirskilið, að hún valdi ekki hækkuðu kaup- gjaldi, er leitt geti til aukinnar eftirspurnar eftir gjaldeyri á ný. Þar sem kaup breytist eft- ír vísitölu hér á landi, er ætíð hætta á þessum vérkunum gengislækkunar. Yið slíkar að- stæður er gengislækkun gagns íaus til Þess að skapa jafnvægi. Aðalhx-ttan í sambandi við niðurfxrslu er sú, að af henni leiðj samdrátt í atvimiulííinu. Sérstaklega er sú hætfa fyrir hendi, ef búizf er við áfram- haldandi verðlækkunum. En sé unnt m sannfæra menn um að aðeins sé um eina „niður færslu“ að ræða, þarf ekki að vera hætta á samdrættí. LEIÐIR NIÐURFÆRSLA TIL KJARASKERÐINGAR? Helzta mótbára vérkalýðs- samtakanna gegn niðurfærslu er sú, að af henni hljótist mikil kjaraskerðing fyrir launþega vegna lækkunar kaupgjalds. Vafalaust yrðl kjaraskerðing nokkur, þar eð kaup mundi Iækka örar en vöruverð, en hið sama á við um: aðrar efnahags- málaráðstafanir og ef til vill einna helzt um gengislækkun. Hins vegar mætti bæta Iaun- þegum þá kjaraskerðingu með öðrum ráðstöfunum. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um hugsanlega framkvæmd á niðurfærslu, þar eð sú leið hef- ur ekki verið rannsökuð, a- m. k. ekki hin síðustu ár. Er efna- hagsmálin voru til umræðu í miðstjórn Alþýðuflokksins í apríl sl., spurðist ég fyrjr um það, hvort ríkisstjórnin hefði látið rannsaka niðurfærsluleið- ina, en fékk þau s>vör, að svo hefði ekki verið. Hins vegar at- huguðu þeir próf. Ölafúr Björnsson og Benjamín Eiríks- son þessa leið nokkuð árið 1950 og skýrðu frá þeim athúgunum sínum í álitsgerð, er fylgdi gengislækkunarfrymvarpinu I það ár. Töldu þeir, að 30% í lækkun kaupgjalds mundj ! lækka framfærsluvísitöluna • um 20—23%. Ýmsir haida, að j unnt sé að lækka kaupgjald og verðlag jafnt í einu, en svo er ekki. Lækkun kaupgjalds hef- ur aðeins áhrif á hina innlendu liði vísitölunnar. Hugsanlegt er þó, að reynt yrði að lækka eitt- hvað verð innfluttra vara með jækkun álagningar og tolla. Ekki væri nóg að færa niður kaupgjald, heldur yrði einnig að færa niður nafnveið skulda i hlutfaiiL við lækkrn kaup- gjaids og nafnverð peningainn- stæðna í bönkum. og ö'cirum peningastofnunum yrði einnig að færa niður til samræmis. VERKALÝÐSHREYÍTNGIN ANDVÍG? Talið hefur verið, að verka- íýðshreyfingin væri andvíg nið urfærslulei&inni, bar eð hún gæti ekki fallizt á meiri lækk- un kaupgjalds en vérðlags. Hins vegar hefur verkalýðs- hreyfingin fallizt á, að lagðir væru á vörur óbeinír skattar til þess að halda uppbótakerf- inu gangandi. Með því hefur verkalýðshreyfingin fallizt á ráðstafanir, er að nokkru h<?fa rýrt kaupmátt launanna. Út- koman er að sjálfsögðu hin sama fyrir launþegana, hvort heldur hann fær fleiri krónur Og minna fyrir hverja þeirra eða færri krónur og meira fyr. ir hverja. Allt bendir nú tiL þess, að ekki verði unr-.t að halda uppbótakerfinu leng: enn gangandi, Raddir um geng islækkun munu þá aftur heyr- ast. VerkalýSshreyfingin á þá aðeins einn mótleik: mður- færsluleiðina. Verkalýðshreyf- ingin verður því að vaija milli gengislækkunar og niður- færslu. Hún getur ekki hafnað báðum leiðunum. Ég er eindregið þeirrar skoðunar, að rannsaka beri niðurfærsluleiðina. Sú leið hefur þann kost, að með fram 'erölagsþróunin 1948-1958. 700 1 * 1 1 1 1 f 6t> 0 1 SSc 1 Soo 1 VSt I * IS 'f •1 / Ái; / % 1 j ^r; ij f V f 1 jJ f 4 / ■ # m 1 é' 1 ¥ i /i ■Hþ i f p' ■0 m v! M 1 # H t m 1 b m * % I f > m 1 i Þ # 1 x % m í » Í •» • % » /9SD-'?«* Línurit betta sýnir verðlagsþróunina samlcvæmt vísitölu fram færslukostnaðar ffá ársbyrjun 1958 til ársloka 1957. Miðað er við gam.la vLitöIugrundvöIIinn og vísitalan frá 1950 um reiknuð samkvæmt því en vfeitij u gr u n d v <Y l.i n u. m var brcytt í marz 1950. í ianúar 1948 var vísitalan 310 stig, 1949 var hún 326, 1950 var hún 352, 1951 var hún 544. 1952 var hún 540, 1953 var hún 557, 1954 var hún 561, 1955 var hún 571, 1956 var hún 621 og í jan. 1957 660 stig en í des. 1957 678 stig = 191 stig samkvæmt núgildancli grundvelli. Eins og línuritið sýnir hækkaði vístalan lítið í stjórnar- tíð Stefáns Jóh. Stefánssonar. En eftir myndun samstjórnar íhaldsins og framsóknar 1950 hækkaði vísitalan ört enda gengið lækkað í marz 1950. í des. 1952 knúðu verkalýðsfélög in fram verðlækkanir með verkfaili og lækkaði vísitalan þá nokkuð eins off línuritið sýnir. Síðan smáhækkaði vísitalan aftur har til núverandi ríkisstjórn tók við vöhlum og verðfest ingin tók gildi í ágúst 1956. Var vísitalan þá óbreytt til febrúarloka 1957. Frá valdatöku núverand; ríkisstjórnar og út árið 1957 hækkaði vísitalan aðeins um 5 stig samkvæmt núgildandi vísitölu — úr 186 (660) í 191 (678) stig. Er það at- hyglísvert, að þegar áhrif Alþýðuflokksins hefur gætt í lands málum hefur verðlagi vei'ið haldið í skefjum en þegar íhald ið hefur verið við stjórn hefur vísitalan rokið upp úr öllu valdi. kvæmd hennar eru gerðar róttækar ráðstafanir gegn verðbólgu. Allt frá byrjun síðari heimsstyrjahlarinnar hefur verið hér á landi stöð- ug verðbóiga. Ekkert hefur ver.'ð gert til þess að vinna bug á henni. Verðbóigan hef- ur sprengt upp verðlag og kaupgjald í landinu og þann- 'g rýrt hinn íslenzka gjalcl- miðil. Þannig hefur hún gert okkur ósamkeppnishæfa á heimsmarkaðimtm. Þegar liagur útflutningsatvinnuvcg- anna stóð með blóma á styrj- aldarárunum hefði mátt hækka gengi krómmnar tiJ. þess að kveða niður verðhólg- una. En (það' Var ekki gert þrátt fyrir tillögur Alþýðu- flokksins um það efni. Ilelztu ráðstafanir, er nú kærau til greina gegn verðbólgunnt væru vaxtahækkun, neyzlu- skattar til að draga úr kaup- mætti, lækkun ríkisíitgjaldat og niðurfærsla. Ráðstafanir gegn verðhólgu hafa það sam eiginlegt að þær draga úr kaupmætti og þar mcð eftir- spurn eftir vörum, en niinnt eftirspurn á að leiða tij læk k- unar á verðlagi. Mesta vanda málið í sambandi við ráðstáf- anir gegn verðbólgu er, að þær leiði ekki til atvinnuleys is. Þannjg; getur vaxtahækk- un valdið samdrætti og at- vinnuleysi, Af framangreind- um ráðstöfunum mundi nið- urfærsla líklega reynast árang ursríkust gegn verðbólgu. Það er vafalaust, að mður- færsla yrði erfið í framkvæmd. Auðveldast yrði að fella geng- ið eins og áður. En líklega yrði mest unnið við að fara niður- færsluleiðina. Þá yrðu þátt.a- skil. Verðbólguhjólinu yrði snú ið við, Kaupmáttur krónunnar mundi aukast á ný, menn mundu öðlast trú á krónuna, sparifjármyndun ykist, Geng'- islækkun hefur hins vegar öf- ug áhrif, Hún er í eðli sínu verð bólguaukandi, rýrir trúna á gjaldmiðilinn og kippir fótum undan sparnaðarviðleitni. f stjórnartíð Stefáns Jóh, Stefánssonar var gerð tih aun til niðurfærslu. — Ráð- stafanir þær, er þá voru gerð ar, mæltust ekki vel fyrir. En nú viðurkenna allir, að aldrei hafi teldzt hetur en þá har- áttan gegn verðbólgunni. Þess vegna ber að gera tilraunina aftur. III ÁKVEÐID hefur verið, að s, 17. þing Samhands ungraS ^ jafmaðarmanna komi samanS (í októbermán. í haust. For-S \menn FUJ-félaganna! eru S S hvattir til að hafa samband L Svið skriftsofu SUJ og láta í) í té upplýsingar um f jölda fé r S lagsmanna, en hvert félag r ' rctt til að senda einn full ^ trúa fyrir hverja 25 félags-^ ^ menn. ý Ungi jafnaðarmenn utaný ý af landi, sem koma til bæj-S (arins eru hvattir til að lítaS (inn á skrifstofu SUJ í AI-S S þýðuhúsinu, tflí skrafs og ^ S ráðagerða. Hún er opin alla^ Svirka daga og þar liggja^ Sframmi ný erlend jafnaðar- - mannablöð. — Nánar verð-^ ur tflkynnt um þingið síðar.*

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.