Morgunblaðið - 29.11.1973, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.11.1973, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÖVEMBER 1973 15 Dayan hótar enn að segia af sér Tel Aviv, 28. nóv. AP. MOSHE Dayan hefur hótað að segja af sér embætti landvarna- ráðherra ef rannsóknarnefnd kennir honum um ófarir Israels f byrjun strfðsins við Araba I októ- ber, að sögn heimildarmanna, sem eru handgengir ráðherran- um. Dayan sagði pólitískum sam- herjum á heimili sínu í Tel Aviv, að ef niðurstöður rannsóknar- nefndarinnar „kæmu af stað ein- hverjum efasemdum um hæfni hans f öryggismálum eða sýndu að hann hefði gert sig sekan um van- rækslu í starfi, mundi hann ekki bíða eftir því að stjórnin sýndi, að hún bæri ekki traust til hans — hann mundi draga sfnar eigin ályktanir og segja af sér“. Golda Meir forsætisráðherra hefur viðurkennt, að Dayan hafi beðizt lausnar skömmu eftir að stríðið hófst. Nú skýrir Dayan sjálfur svo frá, að hann hafi aftur Japanir fá Tokyo,28. nóvember, AP. KAKUEI Tanaka forsætisráð- herra sagði fréttamönnum f dag, að japanska stjórriin hefði tekið upp stefnu hliðholla Aröbum vegna þess, að þjóðarhagsmunir væru f húfi. Hann kvað vinveitta stefnu við Bandarfkin óbreytta. Yasuhiro Nakasone viðskipta- ráðherra sagði jafnframt, að hann væri þakklátur æðstu mönnum Moshe Dayan boðizt til að segja af sér þegar Jaakov Shimsho Shapiro fjár- málaráðherra krafðist þess. Shapiro sagði sjálfur af sér, þegar frú Meir lýsti yfir trausti á Dayan. undanþágu Arabaríkjanna fyrir þá ákvörðun, sem þeir tóku á fundi sfnum f Algeirsborg að undanskilja þá 5% takmörkun á olfusölu, sem var ráðgerð i desember. Filipps- eyingar sleppa einnig við slfka takmörkun. Hann kvað ákvörðunina sýna skilning Araba á nýrri stefnu Jap- ana i Miðausturlöndum, en sagði, Framhald á bls. 18 Jerusalem Post hefur eftir Dayan, að hann telji sig eiga nokkra sök á áföllunum fyrst í stríðinu þar sem hann hafi ekki aðeins verið landvarnaráðherra heldur einnig herráðsforseti og þar að auki verið álitinn sérfræð- ingur. Hins vegar á Dayan að hafa játað, að ef hann segði af sér nú, mundi það veikja stöðu ýmissa herforingja meðan á rannsókn- inni stæði. Dayan neitaði þvi, að Shmuel Gonen hershöfðingi („Patton ísraels“) hefði verið lækkaður f tign með smán þegar hann var fluttur úr starfi yfirmanns suður- herstjórnarinnar í stöðu yfir- manns á Sharm E1 Sheikhsvæð- inu. Hann sagði, að Israel Tal hershöfðingi hefði verið skipaður i starfið þar sem strið gæti skollið á á hverri stundu og Tal væri hæfasti maðurinn, sem völ væri á. Haft er eftir Dayan, að ef Gonen hefði staðið sig frábærlega vel í strfðinu, hefði hann ekki verið sviptur herstjórn. „Hann vildi að Gonen yrði annar Napol- eon,“ sagði annar heimildar- maður en bætti því við, að tii þess hefði hann þurft þrjá mánuði. Haim Bar-Lev hershöfðingi, fv. forseti herráðsins, hefur gagn- rýnt það, að ýmsar hersveitir hörfuðu og aðrar voru við þvotta- störf, þegar Egyptar réðust á þunnskipaða vamarlínu fsraels- manna. Þessar deilur vegna stríðsins ganga undir nafninu „stríð herforingjanna" i ísrael. VERÐUR ÍSABELLA FORSETI? Buenos Aires 28. nóv. -AP VEIKINDI Perons Argentinufor- seta hafa valdið stjórnmálamönn- um þar í landi áhyggjum um, að til þess kunni að koma, að isa- bella, hin 42 ára gamla eiginkona hans og varaforseti, verði forseti við fráfall eða langvarandi veik- indi hans. Telja margir, að af því kunni að leiða ringulreið og ókyrrð, þar eð isabella sé'ekki beint til forystu fallin. EKKINÝTT SKÁKEINVÍGI? Moskvu 28. nóvember-AP VIKTOR Baturinsky, valdamikill maður f sovézka skáksambandinu, sagði i dag, að hann teldi engar líkur á, að af nýju einvígi verði milli Bobby Fischers og Boris Spassky um heimsmeistaratitil- inn í skák fyrir ráðgerða heims- meistarakeppni árið 1975. I fyrsta lagi hefði sovézka skák- sambandinu ekki borizt nein tii- laga um þetta, f öðru lagi hefði Alþjóða skáksambandið (FIDE) afnumið endurtekningu einvfga um titilinn fyrir 11 árum siðan, og í þriðja lagi væri nú leitin að nýjum áskoranda í fullum gangi. Deildi Baturinsky mjög á Fischer fyrir að hafa lokað sig af með heimsmeistaratitil sinn eftir ein- vígið í Reykjavik, „og ekki tef lt alvarlega skák síðan“. YFIRHEYRSLUNUM YFIR FRÚ SAKHAROV FRESTAÐ. Moskvu 28. nóvember-AP SOVEZKA leynilögreglan, KGB, tilkynnti Yelenu Sakharov, eigin- konu kjarneðlisfræðingsins Andrei Sakharov, i dag, að yfir- heyrslunum yfir henni, sem áttu að vera í dag, yrði frestað til fimmtudags, að því er eiginmaður hennar sagði f simtali við frétta- menn. Áður hafði Yelena verið yfirheyrð fimm sinnum vegna meintrar „andsovézkrar starf- semi.“ A þriðjudag hafði Svichikov ofursti hjá KGB hótað að senda vörubfl til að sækja frú Sakharov og alla hennar „andsovézku vini“ ef hún neítaði að mæta til yfir- heyrslunnar. ÖNGÞVEITI A N-ÍRLANDI. Belfast 28. nóvember-NTB ALGERT öngþveiti varð á vegum um allt Norður-Irland í dag eftir að írski lýðveldisherinn hafði komið upp vegatálmunum með stolnum strætisvögnum og einka- bifreiðum. Þrir menn létu lífið í umferðaróhöppum, sem stöfuðu af þessum aðgerðum IRA. Tals- menn brezku öryggissveitanna telja, að þær séu gerðar til að mótmæla áætlun Heaths um sam- steypustjórn kaþólskra og mót* mælenda. Fljótlega tókst að opna um 55 mikilvægustu þjóðvegina á ný, en alls staðar voru langar biðraðir bíla, og raunar voru samgöngur almennt lamaðar um tíma þvf að ferðir járnbrauta trufluðust einn- ig. Ævisaga Gunnars Benediktssonar: Stungið niður stílvopni BÓKAUTGÁFAN Öm og Örlygur hefur sent frá sér bókina Stungið niður stílvopni, — „Drottins smurði til Grundarþinga", eftir Gunnar Benediktsson. Bókin er sjálfsævisaga Gunnars og f bók- inni segir frá Gunnari sem presti, byltingarforingja, kennara og fræðimanni. Gunnar Benedikts- son er löngu þekktur fyrir fjöl- þætt afskipti sín af félags- og menningarmálum. Um árabil bar það oft til, þegar efnt var til alvar- legra pólftískra funda, að þar var Gunnar kominn og flutti sinn „fagnaðarboðskap". Myndlista- og handíðaskóli íslands: Frumstæður tækjakostur lamar allt starf I bókinni minnist Gunnar lið- innar ævi, allt frá því að hann gerðist „Drottins smurði til Grundarþinga” norður f Eyjafirði árið 1920, þar til hann lætur af kennslustörtum í Hveragerði árið 1972, þá áttræður. Káputeikningu aðbókinni gerði HilmarÞ. Helgason, Prentstofa G. Benediktssonar setti bókina, Prentsmiðjan Viðey prentaði og bókin er bundin hjá Arnarfelli h.f. „Skilningsleysi yfirvalda og hins almenna borgara á þýðingu skólans f fslenzku þjóðfélagi er svo yfirgengilegt, að ekki verður unað við öllu lengur. Þaðer kom- inn tími til, að menn geri sér grein fyrir, að nemendur hér eru ekki að dunda við að teikna, held- ur stunda langt og strangt nám.“ Þannig fórust Gfsla B. Björnssyni skólastjóra Myndlista- og hand- iðaskóla tslands orð á blaða- mannafundi, er skólinn efndi til vegna þess vandræðaástands, sem nú rfkir f málefnum hans. Það, sem einkum háir starfsemi skólans, er skortur á tækjabúnaði og húsmunum. Stóla og vinnu- borð vantar. Nemendur sitja margir saman við vinnuborð, sem eru fátæklegir búkkar með ófrá- gengnum spónaplötum. Reynt er að notast við barnaskólaborð, sem hafa verið borin út úr öðrum skól- um sem ónothæf. Laus teikni- Mynd þessi sýnir vel aðbúnaðinn f skólanum. Ölkassar notaðir f stað stóla. bretti á borð vantar. Málaratrön- ur vantar. Kennarar hafa engin borð í stofum fyrir sig og kennslu- töflu vantar. Stólar eru lélegir, ósamræmdir og alltof fáir, þannig að flytja verður þá milli stofa, eða hver deild að stela þeim, Sem ónotaðir eru í hverju augnabliki. Auk þessa er allur tækjabúnaður Ráðuneyti lætur kanna skjóta nýt- ingu innlendra orkugjafa í stað olíu HINN 23. nóvember sl. fól iðnaðarráðuneytið Verkfræði- stofu Sigurðar Thoroddsens að framkvæma „könnun á þvf, hvernig unnt sé með sem skjót- ustum hætti að nýta innlenda orkugjafa f stað olfu til húshitun- ar og annarra þarfa“. Var verk- fræðistofunni falið að hafa sam- ráð við opinbcrar stofnanir og aðra aðila, sem hlut eiga að máli, um framkvæmd þessarar könnun- ar og hraða henni svo sem kostur er. Á sviði hitaveituframkvæmda á könnunin m.a. að beinast að flýt- ingu framkvæmda í Kópavogi, Hafnarfirði og öðrum nágranna- byggðum Reykjavfkur; að lögn hitaveitu frá Svartsengi til þétt- býlisstaðanna á utanverðu Reykjanesi; að lögn hitaveitu frá Deildartunguhver í Borgarfirði til Akraness og Borgarness; og að ýmsum smærri hitaveituáformum eftirþvísem hagkvæmt ertalið. Á sviði raforkuframkvæmda er verkfræðistofunni ætlað að kanna, hvernig unnt sé að flýta áformum um notkun raforku til húshitunar, m.a. með samtenginu orkuveitusvæða, þannig að næg raforka verðifáanlegá sama heild- söluverði um land allt og unnt að nota hana til húshitunar á Aust- fjörðum, Vestfjörðum og í öðrum byggðarlögum, þar sem jarðhiti er ekki tiltækur eða notkun hans ekki hagkvæm. I því sambandi er nú unnið f iðnaðarráðuneytinu að frumvarpi til laga um heimild til allt að 55MW jarðgufuvirkjunar á Kröflusvæðinu til þess að styrkja raforkukerfið í Norðurlandi og Austfjörðum. Þá hefur iðnaðarráðuneytið snúið sér til Seðlabankans og far- ið þess á leit, að bankinn hefji undirbúning að gerð fjármögn- unaráætlunar um sem skjótasta nýtingu innlendra orkugjafa i samvinnu við Verkfræðistofu Sig- urðar Thoroddsens. svo ófullkominn, að til vandræða horfir. Skólinn hefur nú á leigu all- rúmt húsnæði í Skipholti 1. Húsnæðið er þó ekki teiknað eða útbúið til kennslu og er því mjög öþægilegt. Ur þvi mætti bæta, ef nægilegt fé fengist til að kaupa á tækjum og húsmun- um. En skilningur yfirvalda er ekki fyrir hendi og þar stendur hnífurinn i kúnni. Gfsli benti á, að fjárbeiðnir skólans væru settar fram af hóg- værð og aðeins farið fram á lág- marks fjárframlög fyrir þvi allra nauðsynlegasta. Engu að siður fengist aðeins helmingur umbeð- ins f jár. Þannig gengi það ár eftir ár en nú væri mælirinn fullur. Nemendur standa einhug^ að baki skólayfirvalda i baráttu þeirra fyrir bættum aðbúnaði. Hafa þeir sent frá sér yfirlýsingu, þar sem farið er fram á námslán, viðurkenningu yfirvalda á þýð- ingu námsins og að yfirvöld meti skólann til jafns við sambærileg- ar menntastofnanir á Norðurlönd- um. Hafa þeir hótað að grípa til róttækra aðgerða, verði ekki fljót lega bætt úr brýnustu þörf i að- búnaði til náms við skólann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.