Morgunblaðið - 05.01.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.01.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1974 Jónas Bjarnason, formaður launamálaráðs BHM: FORMAÐUR samninganefndar B.S.R.B. ritaði grein í Tfmann 28.12. sl. og fór þar m.a. nokkrum orðum um ummæli mín vegna samninga B.S.R.B. við fjármála- ráðherra, en þau birtust í Morgunblaðinu 19.12. Nokkuð skortir á, að formaðurinn hafi gert þeim ummælum skil á eðli- legan og sanngjarnan hátt í Ijðsi þess, að hann byggir veigamikinn þátt greinarinnar á þeim. Ég mun f þessari grein leitast við að skýra ummæii mán nánar í sem stystu máli. Ennfremur er margt annað í grein formannsins, sem unnt og eðlilegt væri að taka nánar til meðferðar, en ég mun aðeins drepa á fá atriði að sinni og láta iinnur ósnert. Um launahækkanir ríkis- starfsmanna. Launamálin hafa í heild verið flókin, og flækjast þau enn meir um þessar mundir vegna mikillar verðbólgu og vaxandi tilhneiging- ar til að nota verðlagsbætur á laun sem almennt hagstjórnar- tæki. Það hlýtur því að samræm- ast ábyrgðartilfinningu formanns samninganefndar B.S.R.B. og annarra samningamanna gagn- vart meðlimum samtakanna, að öll þeirra gögn um þessi efni séu sem nákvæmust, og mat á þeim verði með eðlilegum hætti. Það er því alveg óþarfi af formanninum að snúa út úr ummælum mínum í umræddri blaðagrein frá 19.12. (blaðaviðtal), þótt um ónákvæmt orðalag væri þar að ræða. Ekki brigsla ég honum um að hafa mis skilið inntakið, en líklegra er, að hann hafi sjálfur reiknað ellefu rófur á köttinn af húmorfullri þráttarhyggju. Verðlagsbætur á laun eru meginháttar grundvöll- ur, sem kjarasamningar standa á, og eru þær ríkisstarfsmönnum veigameira atriði en öðrum laun- þegum yfirleitt, m.a. vegna yfir- borgana og launaskriðs hinna síðarnefndu. Verðlagsbætur á laun síðastlið- ið samningstímabil ríkisstarfs- manna (1.7 1970 — 31.12. 1973) voru reiknaðar út með þeim hætti, að kaupgreiðsluvísitala skyldi fylgja framfærsluvísitölu en þó tneð þeim takmörkunum, að ENN UM KJARASAMNINGA OPINBERRA STARFSMANNA Jónas Bjarnason hækkun á launalið búvöru skyldi ekki hækka kaupgreiðsluvisitölu. Þann 1.12 1973 hafði þessi út- reikningamáti í för með sér, að 8.34 stig vantaði á, að kaup- greiðsluvísitala hefði fylgt fram- færsluvísitölu. Auk þess var breytt um innheimtuaðferð á sjúkrasamlags- og almannatrygg- ingagjöldum á samningstimabil- inu. Þessi gjöld féllu niður sem nefskattar, en í stað þess rann fé til viðkomandi starfsemi úr ríkis- sjóði, en sem öllum er kunnugt um, hefur almenn skattheimta vaxið verulega síðastliðið samn- ingstímabil. Þessi breyting hafði í för með sér lækkun kaupgreiðslu- vísitölu um tæp 2 stig. Þessi tvö atriði hafa rýrt kaupmátt launa ríkisstarfsmanna um rúm 10 kaupgreiðslustig eða nálægt 6.8% af launum 1.12. 1973. Þess vegna hélt ég því fram í viðtali við blaðamann Morgunblaðsins, að þeir B.S.R.B. — launþegar, sem hefðu fengið þessa hækkun nú í síðustu samningum, hefðu fengið leiðréttingu á skertum verðlags- bótum einum saman. „Kjarabætur eða kjaraskerð- ingu miða menn auðvitað við þau kjör, sem gilda, þegar samið er, eða þegar samningur kemur til framkvæmda, en ekki það ástand, sem væri, ef aðrar reglur hefðu gilt,“ segir formaðurinn orðrétt í þessu sambandi. Segja má, að þessi langa setning sé sérstaklega handhæg til þess að sannfæra fólk um það, að ætíð sé samið um kjarabætur, ef krónutala er hærri með nýjum en gömlum samning- um, hversu mikið sem kaupmátt- ur launanna hefur rýrnað yfir samningstímabil. Hefði staðið „krónubætur" í stað „kjarabæt- ur“, mætti setningin standa að- finnslulaust. Því hljóta aðeins ný- ir samningar, sem fela í sér aukinn kaupmátt miðað við upphaf fyrri samnings, að teljast gefa kjarabætur. Formaður samninganefndar B.S.R.B. miðar greinilega við, að nýir samningar teijist fela í sér kjarabætur, ef þeir gefa í upphafi samningstímabils hærri krónu- tölu en fyrri samningar gáfu í lok sfns tímabíls. Slíkt getur leitt með mörgum samningum til stöð- ugs tröppugangs niður á við í launakjörum og þeim mun hrað- ar, sem verðlagsbætur eru ófull- komnari. Samt væri unnt að halda því fram, að kjarabætur hefðu náðst við hvern samning! Samkvæmt samningi B.S.R.B. fá 14. launaflokkur og launaflokk- ar þar fyrir neðan 7% launa- hækkun eða meira. Hærri launa- flokkar allir fá minna og allt nið- ur í 2.9%. Má því segja, að kjara- bætur hafi fengist fyrir 14. launa- flokk og aðra neðar. Allir aðrir hafa orðið fyrir kjaraskerðingu. Hvernig túlka má samningana í heild, hlýtur að byggjast á taln- ingu B.S.R.B. — ríkisstarfsmanna fyrir ofan og neðan 14. launa- flokk. Nærri lét, að þungamiðja ríkisstarfsmanna hafi á síðasta ári verið um 16. — 17. launaflokk, svo auðvelt á að vera að túlka launalið samninganna í heild. B.S.R.B. samdi ennfremur um 3% hækkun launa 1.12. 1974 og aðra 3% hækkun 1.9. 1975. I ljósi þess, að launaliður búvöru er enn undanskilinn á sama hátt og áður í samningunum, og vísitölu- ákvæði samninganna er opið fyrir breyttum vísitölureglum frá al- mennum launamarkaði, má ætla, að þessar hækkanir komi aðeins til móts við skertar verðlagsbætur yfir samningstímabilið fram til 1.7. 1976. Rétt er með farið, að BHM hafi ekki farið fram á, að launaliður búvöru verði tekinn upp í kaup-' greiðsluvísitölu né heldur, að sjúkrasamlags- og almannatrygg- ingagjald verði tekið upp að nýju sem sérstakt gjald. Þessi ábend- ing er kjarna málsins allls óvið- komandi. Einstök launþegasam- tök ráða þessum málum ekki ein. En BHM hefur reiknað með áhrif- um af þessum vísitöluliðum í kröfum sínum. Um kjör launþega á al- mennum vinnumarkaði. Nú vaknar sú spurning, hvort allir aðrir launþegar landsins hafi ekki á sama hátt orðið fyrir skert- um verðlagsbótum á sama hátt og ríkisstarfsmenn? Á vissan hátt er það svo, en ýmsar launahækkanir koma á móti m.a. vegna yfirborg- ana, launaskriðs og skemmri samningstíma, eða þá kaup er á einhvern hátt bundið söluafurð- um, sem taka verðbreytingum. Þvi hefur reyndar merkilega lítið verið haldið á loft af hálfu B.S.R.B., að síðasta samningstíma- bil þeirra var 3!4 ár. Það réttlætir í sjálfu sér hærri kauphækkunar- kröfur en hjá öðrum yfirleitt. Á þessu samningstímabili hafa orð- ið verulegar kauphækkanir á al- mennum vinnumarkaði og fyrst og fremst með eða sem afleiðing af samningum ASI og Vinnuveit- endasambands Íslands4. 12. 1971. Áreiðanlegar tölur sýna, að kaup- máttaraukning hefur orðið á þessu tímabili milli 20—30% og hefur hún gengið í gegnum allt kerfið, að sögn ráðamanna, en launahækkanir hafa að sjálfsögðu orðið miklu hærri. Aukning þjóðartekna á mann hefur orðið um 26% á sama tímabili. Rikis- starfsmönnum var dæmd um 7% launahækkun 1.3. 1973. Segja má, að B.S.R.B. hafi með samningun- um 15.12. 1973 sleppt tilkalli til leiðréttingar á því misræmi, sem skapast hefur milli launþega rikisins og launþega hins al- menna vinnumarkaðar síðastliðin 31A ár. Þótt ágreiningur kunni að ríkja um það, hvort kaupmáttur ráðstöfunartekna fólks hafi vaxið um 20% yfirleitt síðastliðið samn- ingstímabil m.a. vegna aukinnar skattheimtu, er það staðreynd, að kaupmáttur launa hefur vaxið svo mikið. Hafi skattheimta vaxið verulega, hefur hún bitnað á rikisstarfsmönnum sem öðrum. Umsagnir vinnuveitenda. Formaðurinn tekur upp um- sagnir nokkurra vinnuveitenda um ástandið í kjaramálum og þá sérstaklega um það, að atvinnu- vegirnir þoli ekki launahækkun. Flestum mun sennilega minnis- stæðust ályktun L.Í.Ú. þess efnis, að frumskilyrði fyrir áframhald- andi rekstri útgerðar væri, að opinberir starfsmenn fengju enga launahækkun. ÞÍtta er beinlinis krafa um, að „bakari skuli hengd- ur fyrir smið“ í ljósi þess, sem undan er gengið. Það var alveg óþarfi að minnast á þetta til að sýna fram á, hversu samningsað- staða B.S.R.B. hafi verið slæm. Þegar tilmælum um „skynsam- lega hófstillingu við gerð kjara- samninga" er sérstaklega beint gegn ríkisstarfsmönnum vegna mikilla undangenginna launa- hækkana á almennum vinnu- markaði, eru þau af sömu ætt og l.I.Ú. ályktunin. Lokaorð. Það er reyndar merkilegt, hve ríkisstjórnir yfirleitt og sumir vinnuveitendur eru viðkvæm fyr- ir kjarasamningum opinberra starfsmanna. Það virðist sem litið sé á þá sem meginháttar „stilli- skrúfu“ eða stjórnunartæki á kaupgjald allt í landinu og þar með verðbólgu að einhverju leyti. Það gerist best með þeim hætti, að kjör ríkisstarfsmanna séu tölu- vert lægri en flestra annarra launþega f landinu miðað við sömu störf til að halda aftur af öðrum.“ B.S.R.B. og B.H.M. hafa margt sameiginlegt til að berjast fyrir eða gegn. Það olli mér nokkrum vonbrigðum, að formað- ur samninganefndar B.S.R.B. skyldi afdráttarlaust hafna allri umræðu um stefnumál og um leið samvinnu B.S.R.B. og B.H.M. Mér leikur forvitni á að vita, hvort sú ákvörðun hafi verið tekin með jafn lýðræðislegum hætti og for- maðurinn vil meina, að ákvarðan- ir um nýgerðan samning hafi ver- ið gerðar. Reykjavik, 2. janúar 1974. Jónas Bjarnason, formaður launamálaráðs B.H.M. BREF TIL PRENT- VILLUPÚKANS Akureyri, 23. des. 1973. HEIÐRAÐI prentvillupúki Morgunblaðsins, með fullri virðingu fyrir yður og stéttar- félagi prentvillupúka sendi ég þessar línur til leiðbeiningar. I sumar sem leið var haft viðtal við Nær 11 þús. ljósastólpar í götulýsingarkerfi á orku- veitusvæði Rafmagnsveitu Reykjavikur eru samtals 10.988 ljósastólpar og afl Ijós- gjafa 2.419 kw, segir í nýút- kominni skýrslu fyrir sl. ár. Fjölgun lampa í kerfinu frá fyrra ári hefur orðið 629 og aukning á afli 153 kw, en það er 6,8% aukning á afli frá fyrra ári (um 6% aukning árið áður). Langflestir af þeim 11.719 lömpum, sem uppsettir eru í kerfinu, eru kvikasilfur- lampar, eða 10.291, þá eru 1.112 glólampar og 316 af öðr- um tegundum. Skipt var um 7.447 ljósgjafa á árinu. undirritaðan á síðum blaðsins þar sem ég er kallaður Gunnarsson. Á þeim reikningum, sem Morgun- blaðið sendir undirrituðum, er ég þó réttkallaður Stefánsson. En auðvitað er það ekki rétt í sjálfu sér, þar sem faðir undirritaðs er Veturliði Gunnarsson. Með grein, sem birtist þann 18. des., „Hengið upp myndir, ekki listamenn" eftir undirritaðan fylgir mynd af afa mínum og nafna, en hann kemur hvergi við sögu í þeirri grein nema á óbein- an hátt fyrir langa löngu. Ennfremur langar undirritaðan að bæta því við vegna þess að farið var að slá í greinina, þegar hún birtist, að Myndlistarfélag Akureyrar hefur þegar ýtt af stað myndlistarskóla og amtsbóká- vörður hefur sýnt mér leyndar- dóma bókasafnsins, nýjar og gamlar bækur um myhdlist geymdar á bak við. En þar sem engin skrá er til yfir þær bækur, og myndlistarbækur til útláns eru auðtaldar fyrir tveggja ára barn, fannst mér ástæða til að finna að. í von um að þér skemmtið yður vel á þrettándanum með hinum púkunum, sendi ég bróðurkveðju. Valgarður Stefánsson Akureyri. Skák Unglinga- meistaramótið í Groningen Þegar þetta er ritað mun Evrópumeistaramóti unglinga í Groningen í Hollandi vera um það bil að ljúka, þótt ekki hafi borizt af því miklar fréttir. Fulltrúi íslands í keppninni er Sævar Bjarnason. Hann stóð sig vel í undankeppninni og komst í A-úrslit, en ekki veit ég um vinningatölu hans í undanrás- unum né heldur um það, hverj- ir voru andstæðingar hans. i 1. umferð úrslitakeppninnar tefldi Sævar við sovézka full- trúann, sem hann hafði tapað fyrir í undankeppninni. En við skulum nú líta á viðureign þeirra úr úrslitakeppninni. Hvftt: Sergei Makareptev (Sovétríkin). Svart: Sævar Bjarnason. Frönsk vörn l.e4 — e6, 2. d4 — d5, 3. Rd2 — Rf6, 4. e5 — Rfd7, 5. Bd3 — c5, 6. c3 — Rc6, 7. Re2 — cxd4, 8. cxd4 — f6, 9. Rf4? (Nú lendir hvítur á glapstig- um. i skák sömu aðila í undan- keppninni lék Rússinn hér 9. exf6 og eftir 9. — Rxf6, 10. Rf3 — Bd6, 11. 0—0 — 0—0, 12. Bg5 — Db6, 13. Bc2 — Bd7 náði svartur betri stöðu þótt hvítur ynni að lokum. Hvítur getur ekki leikið 9. f4 vegna 9. -— fxe5, 10. fxe5 — Rxd4, 11. Rxd4 — Dh4+). 9. — Rxd4! 10. Dh5+ — Ke7, 11. Rg6+ — hxg6, 12. exf6+ — Rxf6, 13. Dxh8 (Hvítur hefur nú unnið skiptamun fyrir peð, en engu að síður er staða hans töpuð. Drottningin kemst aldrei f leik- inn aftur) 13. — Kf 7, 14. 0—0 — e5, 15. b4 (Leiðir til peðstaps, 15. b3 var skárra). 15. — e4, 16. Bb2 — Db6, 17. Bbl —Dxb4,18. Rb3— Re2+, (Bezt, eftir 18. — Rxb3 fengi hvítur gagnfæri). 19. Khl — a5, 20. Bc2 (Hvítur á óhægt um vik, en nú tapar hann skiptamun. Til greina kom að leika hér 20. Dh4). 20. — Dc4! 21. Hacl (21. Bdl eða 21. Bbl gekk ekki vegna 21. Rg3+). 21. — Rxcl, 22. Hxc 1 — Bd7, 23. f3 — Ba3! (Skemmtileg skiptamuns- fórn, sem gerir út um skákina í örfáum leikjum). 24. Dxa8 — Bxb2, 25. Rxa5 — De2,26. Hgl — exf3, (Mun sterkara en Dxc2). 27. gxf3 — Dxf3+, 28. Hg2 — Bd4I, 29. Bxg6+ — Ke7 og hvit- ur gefst upp. Jón Þ. Þór.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.