Morgunblaðið - 18.01.1974, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.01.1974, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1974 31 Meistarar lagðir Fram hafði öll tök á leiknum við Val og sigraði 27—21 ÞAU fyrirheit, sem íslandsmeistaralið Vals gaf f leiknum á móti Akureyraliðinu Þór á dögunum, reyndust vera svikaglenna. Það koma á daginn, er meistararnir mættu Fram í 1. deildar keppninni f Laugardalshiillinni í fyrrakvöld, að enn hefur liðið alls ekki náð upp þeim svip og þeirri baráttu, sem færði því titilinn í fyrra. Valsmenn máttu sín lítils í þessum leik gegn ákveðnu og baráttuglöðu Framliði og varð að þola tap, 21-27,’og mun vera langt sfðan Valsliðið hefur fengið á sig svo mörg mörk í leik. Má til gamans geta þess, að liðið fókk ekki nema 12 mörk á sig að meðaltali f leik f íslandsmótinu í fyrra. Eftir fremur jafnan og skemmtilegan fyrri hálfleik í fyrrakvöld tókst Fram á ná öllum tökum á leiknum, og varð sigur þeirra sízt of stór að leikslokum. Léku Framarar þennan leik af miklum krafti, sérstaklega í sókn, þar sem þeim tókst að nýta svo til hverja sókn á tímabili. Kom þar bæði til, að ógnun var í spili þeirra, og eins það, að bæði vörn og markvarzla Valsliðsins voru á núllpunkti. Þegar leikurinn hófst, brugðu Valsmenn á sama ráð og flest lið hafa gert í leikjum sínum gegn Fram í vetur; að taka Axel Axels- son úr umferð. Kom þá brátt í ljós, að það myndi ekki hafa sömu áhrif og oft áður, þar sem Stefán Þórðarsson tók upp merki Axels ógnaði í sífellu og gerði vörninni erfitt fyrir. Þá var Björgvin einnig í hinu ágætasta formi, svo og Ingólfur, sem hafði róandi áhrif á leik Framliðsins, þegar það átti við. Gerðu Framarar þrjú fyrstu mörk leiksins, og allur svipur leiks þeirra benti til, að þeir myndu vera hinir sterku í leiknum. Tvivegis í fyrri hálfleik tókst Valsmönnum að jafna, en undir lok hálfleiksins náði Fram aftur tveggja marka forystu. Þegar Valsmönnum tókst ekki að vinna það forskot upp, þegar í byrjun hálfleiksins, virtist ein- hver örvænting grípa liðið. Reynt var að skjóta úr slæmum færum og við þau skot réð Guðjón Er- lendsson, sem átti góðan leik í Frammarkinu, næsta auðveld við, I varnarleiknum áttu Vals- menn svo jafnvel í enn meiri örðugleikum en áður og létu stundum hreinlega plata sig upp úr skónum. Það var langt frá því, að það væri mulningsvélarbragur yfir vörn Vals í þessum leik. Hún var fyrir neðan meðallag að styrk- lega, og þarf greinilega að stokka upp spilin. Sem fyrr greinir átti Björgvin Björgvinsson stórleik með liði sínu. Ekki aðeins að hann væri einna bezti leikmaður liðsins í vörninni, heldur skoraði hann hvert markið af öðru. Björgvin er geysilega sterkur leikmaður, og lætur það lítt á sig fá, þótt einn eða tveir andstæðingar hans hangi á bakinu á honum, er hann brýzt inn í teiginn. Axel var einn- ig góður í þessum leik, og naut þess, að ekki var hangið yfir hon- um. Endurkoma Guðjóns Erlends- sonar í markið hjá Fram gerði þó ekki hvað sízt gæfumuninn. Markvarzlan hefur verið veikasti hlekkur Framliðsins i vetur, og oft ráðið baggamuninn. Þegar Guðjón stendur jafn vel ög hann gerði í leiknum í fyrrakvöld, verð- ur Framliðið erfitt viðureignar fyrir hvaða lið sem er og ekki sízt ef sama baráttugleði og kraftur haldast hjá því. Margir áhorfendur fylgdust með leiknum, og skapaðist um tíma skemmtileg og hávaðasöm stemmning í Höllinni. Gangur leiksins: Mín. Fram Valur. 5. Axel 1:0 6. Ingólfur 2:0 7. Ingólfur 3:0 9. 3:1 Bergur(v) 10. Stefán 4:1 12. 4:2 Gunnsteinn 13. Björgvin 5:2 14. 5:3 Jón K. 15. 5:4 Gfsli 17. 5:5 Gunnsteinn 17. Björgvin 6:5 18. Björgvin 7:5 18. 7:6 Gunnsteinn 20. 7:7 Hermann 20. Stefán 8:7 21. Axel 9:7 22. 9:8 Bergur(v) 25. 9:9 Hermann 27. Ingólfur 10:9 28. Sigurbergur 11:9 29. 11:10 Jón J. 30. Stefán 12:10 Hálfleikur 31. Stefán 13:10 31. 13:11 Gfsli 34. Björgvin 14:11 34. 14:12 Ólafur 35. Björgvin 15:12 37. 15:13 Hermann (v) 38. Andrés 16:13 41. Stefán 17:13 42. 17:14 Hermann (v) 45. Axel 18:14 44. Axel 19:14 44. 19:15 Ólafur 45. Björgvin 20:15 46. Axel (v) 21:15 48. 21:16 Þorbjörn 49. Axel (v) 22:16 50. Axel 23:16 50. 23:17 Bergur (v) 52. 23:18 Gfsli 55. Axel 24:18 56. Pétur 25:18 57. 25:19 Gfsli (v) 58 25:20 Gunnsteinn 58 Ingólfur 26:20 59. 26:21 Gfsli 60. Björgvin 27:21 Mörk Fram: Axel Axelsson 8, Björgvin Björgvinsson 7, Stefán Þórðarson 5, Ingólfur Óskarsson LIÐ FRAM: Guðjón Erlendsson 3, Ingólfur Óskarsson 2, Pálmi Pálmason 1, Björgvin Björgvinsson 4, Andrés Bridde 2, Stefán Þórðarson 3, Sigurbergur Sigsteinsson 2, Pétur Jóhannesson 2, Arnar Guðlaugsson 1, Guðmundur Þorbjörnsson 1, Axel Axelsson 3, Jón Sigurðsson 1. LIÐ Vals: Ólafur Benediktsson 1, Jón Karlsson 2, Þorbjörn Guðmundsson 2, Hermann Gunnarsson 2, Gfsli Blöndal 2, Gunn- steinn Skúlason 3, Bergur Guðnason 1, Jóhann Ingi 2, Agúst Ögmundsson 1, Ólafur H. Jónsson 2, Jón P. Jónsson I, Ólafur Guðjónsson 1. mundur Þorbjörnsson Fram í 2. mín.. Misheppnað vítakast: Ekkert. Dómarar: Björn Kristjánsson og Óli Olsen. Þeir dæmdu sæmi- lega. I STUTTU MALI: Laugardalshöll 16. janúar íslandsmótið 1. deild. ÚRSLIT: FRAM — VALUR 27—21 (12—10) Júgóslavar unnu Svía JUGÓSLAVAR unnu Svía með 19 mörkum gegn 18 i landsleik í handknattleik sem fram fór f Stokkhólmi á miðvikudagskvöld. Staðan í hálfleik var 12-10 fyrir Svíþjóð. Geysileg harka hljóp í leikinn undir lokin, og tókst Júgó- slövunum að skora fjögur síðustu mörkin, enda þá alltaf einn og stundum tveir Sviar utan vallar. Stefán Þórðarson gerði Valsmönnum oft gramt I geði f leiknum f fyrrakvöld, hér sést hann skora eitt marka sinna f leiknum — sloppinn í gegnum hina „sterku“ Valsvörn. (Ljósm. Kr. Ben.) Falleg mörk Einars lögðu grunninn að 27—22 sigri Víkings yfir Þór 11 glæsileg mörk, sem Einar Magnússon, Víkingi, skoraði f leik liðs sfns við Þór frá Akureyri í 1. deildar keppni Islandsmótsins í hand- knattleik í Laugardalshöllinni f fyrrakvöld, var nánast þaðeina, sem í þeim leik sást, sem var hróss vert. Til þess að skora þessi 11 mörk notaði Einar jafnmargar tilraunir, og mun heldur fátftt að leikmaður hafi svo stórkostlega skotanýtingu. Einar er greinilega í betra formi um þessar mundir en hann hefur verið að undanförnu, og er óhætt að binda miklar vonir við hann f heimsmeistarakeppninni. En þar fær Einar örugglega ekki jafngóð tækifæri og f leiknum f fyrrakvöld þar sem hann fékk alltaf að taka skrefin sín og Iyfta sér upp fyrir vörnina, án þess að nokkur kæmi á móti honum. Þegar jafn hávaxinn og skotviss leikmaður og Einar fær að leika svo lausum hala, þarf ekki að sökum aðspyrja. 49. Einar 22:18 50. 22:19 Aðalsteinn 51. Jón 23:19 51. 23:20 Þorbjörn 53. Einar 24:20 54. 24:21 Ólafur 56. 24:22 Sigtryggur (v) 57. Stefán 25:22 57. Einar 26:22 59. Einar 27:22 4, Sigurbergur Sigsteinsson 1, Andrés Bridde 1, Pétur Jóhannes- son 1. Mörk Vals: Gísli Blöndal 5, Her- mann Gunnarsson 4, Gunnsteinn Skúlason 4, Bergur Guðnason 3, Ólafur H. Jónsson 2, Jón Karlsson 1, Jón P. Jónsson 1, Þorbjörn Guð- mundsson 1. Brottvísanir af velli: Jón Karls- son og Ólafur H. Jónsson, Val, í 2 mín. Arnar Guðlaugsson og Guð- Einar lagði grunninn að 27:22 Víkingssigri í leiknum með þess- um fallegu mörkum sínum. Reyndar lék það aldrei á tveimur tungum, að Víkingarnir voru sterkari aðilinn í leiknum, jafnvel þótt þeir ættu f basli til að byrja með og væru þá jafnan undir. Sú staðreynd liggur fyrir, að fá lið sýna jafn góðan sóknarleik og Víkingar, en enn þá er vörnin hjá þeim hálfgert sáld, ekki sízt þegar liðið er búið að ná forystu í leikjunum, en þá er naumast að sumir leikmenn þess nenni að hlaupa aftur í vörnina. Hið sama má reyndar einnig segja um Þór. Sóknarleikur liðs- ins er i góðu lagi, og samvinna leikmanna þar góð, en hins vegar er vörnin afar götótt og mark- varzlan slök. Þau voru t.d. teljandi á fingrum sér þau skot, sem markverðir liðsins vörðu í þessum leik. Án þess að bæta varnarleikinn kemst Þórsliðið aldrei langt. Það getur haldið sér uppi i 1. deild, i ár og má vera, að til þess að gefa til að laga óánægja kom Laugardalshöll- 1. deildar hefjast á (iangur leiksins: það gæti nægt liðinu tíma gallana. Mikil fram með það inni í fyrrakvöld, að leikirnir skyldu ekki sama tima og vant er, þ.e. kl. 20.15. Leikur hófst i 2. flokki karla, kl. 20.00 og gáfu 1. deildar leikirnir þar af leiðandi ekki hafizt fyrr en um kl. 21 og var þeim ekki lokið fyrr en laust fyrir miðnætti. í STUTTU MALI: Laugardalshöll 16. jan. Islandsmótið 1. deild. Urslit: Víkingur — Þór 27—22 (10—7) mín. Vfkingur Þór 2. 0:1 Þorbjörn 5. Guðjón 1:1 7. ' 1:2 Ámi 9. Stéfán 2:2 10. 2:3 ólafur 11. Skarphéðinn 3:3 12. Páll 4:3 14. 4:4 Sigtryggur 15. Guðjón 5:4 16. Skarphéðinn 6:4 18. 6:5 Sigtrvggur (v) 20. Einar 7:5 23. 7:6 Sigtryggur (v) 23. Einar(v) 8:6 25. Ólafur 9:6 25. 9:7 Benedikt 30. Páll 10:7 HALFLEIKltR 31. 10:8 Ólafur 32. Skarphéðinn 11:8 33. Guðjón 12:8 34. 12:9 Aðalsteinn 34. Einar 13:9 35. 13:10 Sigtryggur (v) 35. Einar (v) 14:10 3& 14:11 Aðalsteinn 36. Skarphéðinn 15:11 38. Einar 16:11 39. 16:12 Ami 39. Einar(v) 17:12 41. Stefán 18:12 42. Guðjón 19:12 42. 19:13 Sigtryggur (v) 43. Ólafur 20:13 44. 20:14 Aðalsteinn 45. 20:15 Þorbjörn 46. Einar 21:15 46. 21:16 Þorbjörn 48. 21:17 Þorbjörn 49. 21:18 Aðalsteinn Mörk Víkings: Einar Magnús- son 11, Skarphéðinn Óskarsson 4, Guðjón Magnússon 4, Stefán Halldórsson 3, Páll Björgvinsson 2 Ólafur Friðriksson 2, Jón Sigurðsson 1. Mörk Þórs: Sigtryggur Guðlaugsson 6, Þorbjörn Jensson 5, Aðalsteinn Sigurgeirsson 5, Ólafur Sverrisson 3, Árni Gunnarsson 2, Benedikt Guðmundsson 1. Brottvísunaf velli: Engin. Misheppnað vftakast: Sig- tryggur Guðlaugsson átti skot framhjá úr vítakasti á 36. mín. Ðómarar: Kjartan Steinbech og Kristján Örn Ingibergsson. Þeir voru nokkuð óákveðnir til að byrja með, en sóttu síðan i sig veðrið og þegar á heildina er litið, verður ekki annað sagt en að þeir hafi komið vel frá leiknum. — stjl. Cruyff markhæstur HINN frægi hollenzki knatt- spyrnumaður Johann Cryuff sem leikur með spánska 1. deildar lið- inu Barcelona er nú orðinn mark- hæsti leikmaðurinn í spænsku 1. deildar keppninni, hefur hann skorað 11 mörk. Barcelona hefur forystuna í keppninni hefur 26 stig, Atletico de Bilbao er með 24 stig og Zaragoza er I þriðja sæti með21 stig. LIÐ VÍKINGS: Rósmundur Jónsson 2, Sigurgeir Sigurðsson 1, Guðjón Magnússon 2, Jón Sigurðsson 1, Einar Magnússon 4, Skarphéðinn Óskarsson 3, Páll Björgvinsson 2, Stefán Halldórsson 2, Viggó Sigurðsson 1, Sigfús Guðmundsson 2, Ölafur Friðriksson 2. LIÐ ÞÖRS: Tryggvi Gunnarsson 1, Aðalsteinn Sigurgeirsson 3, Jón Símon Karlsson 1, Gunnar Gunnarsson 1, Ólafur Sverrisson 2, Árni Gunnarsson 2, Þorbjörn Jensson 3, Benedikt Guðmundsson 2, Ragnar Karlsson 1, Sigtryggur Guðlaugsson 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.