Morgunblaðið - 16.02.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.02.1974, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1974 Sigurbjörn Einarsson: í nær hálfan annan áratug samfleytt hefur prestastéttin barizt fyrir því að fá breytt lögum um veitingu prestsem- bætta. Öánægjan með prest- kosningar er þó miklu eldri. Og því fer fjarri, að prestar hafi verið einir um hana. En vorið 1960 voru prestskosningalögin aðalmál á prestastefnu. Var þá með ölium þofra atkvæða sam- þykkt ályktun þess efnis, að brýna nauðsyn bæri til þess að endurskoða gildandi lög um þetta og var þvi beint til biskups og kirkjuþings að fylgja því máli eftir. Samkvæmt þessari ályktun var lagt frumvarp fyrir kirkju- þing haustið 1960. Var það þess efnis, að almennar kosningar til prestsembætta skyldu samt fyrir meðalgöngu kjörinna trúnaðarmanna sinna hafa íhlutun um val á sóknarprest- um og hafa úrslitin í sinni hendi, ef samstaða væri greini- leg. Kirkjuþing ákvað að þessu sinni að íhuga málið nánar, m.a. að kanna gjör viðhorf safnað- anna. Var leitað álits allra hér aðsfunda. Niðurstaða þeirrar^ athugunar varð sú, að nær allir héraðsfundir lýstu yfir því, að þeir teldu tímabært að afnema prestskosningar í núverandi mynd. Flestir lýstu og fylgi sínu við grundvallaratriði þess frumvarps, sem kirkjuþing hafði haft til meðferðar. Síðan var málið tekið að nýju fyrir á kirkjuþingi og frumvarp samþykkt, efnislega samhljóða því, er fyrir var lagt í fyrstunni, með 2/3 atkvæða. Að afstöðn- um nýjum kosningum til kirkjuþings þótti rétt að leggja frumvarp þetta aftur fyrir. Var það þá aftur samþykkt og með auknu atkvæðamagni. En ekki nægði það til þess, að alþingi tæki málið til afgreiðslu. Enn var þetta sama frumvarp lagt fyrir kirkjuþing 1970, að afstöðnum nýjum kosningum til þingsins. Þá var það samþykkt f þriðja sinn og nú nær einróma. Sérstaklega er Prestskosningar Hvað líður því máli á alþingi? vert að benda á, að fulltrúar leikmanna á þinginu höfðu ein- huga samstöðu um að fylgja því. Þóttust menn nú mega væpta þess, að alþingi léti nú loks til sin taka í þessu máli. Þingið í fyrra leið þó svo, að ekki var þetta frumvarp flutt fyrr en undir lokin, þegar sýnt var, að það gæti ekki hlotið afgreiðslu. Nefndin, sem fékk það til flutnings, tók sér hins vegar fyrir hendur að senda það út um allt land til umsagn- ar, enda þótt það væri búið að vera til umræðu í hálfan annan áratug og allir þeir aðilar, sem láta sig málið varða, hefðu haft ærin tækifæri til þess að láta uppi álit sitt um það og hefðu að miklum meirihluta lýst fylgi sínu við það. A alþingi því, er nú situr, hefur frumvarpið enn farið í gegnum eina umræðu í efri deild. Síðan hefur verið hijótt um það. Hvað ætlar alþingi að gera? Ætlar það að sofa á þessu máli og svæfa það? Er það hug- mynd alþingismanna að hafa að engu þær eindregnu óskir og vilja, sem þetta frumvarp á að baki sér? Ég fullyrði, að meiri sam- staða um lausn á ábyrgðar- miklu máli sé varla hugsanleg en sú, sem orðin er um þetta. Það þarf aldrei að gera ráð fyrir þvi-, að engir eigi örðugt með að fallast á breytingu á rótgrónu fyrirkomulagi. Slíkt gerist ekki. Og endalaust er hægt að sjá alls kyns fyrirburði f götunni framundan, ef menn eru svo sinnaðir. Auk þess sem menn geta verið yfimáttúrlega heldir fyrir rökum og stað- reyndum. Mergur þessa máls er i fyrsta lagi sá, að þorri þeirra manna í landinu, sem láta sig kirkjuna varða að marki og eru virkir í starfi hennar, eru þeirrar skoð- unar, að prestskosningalögin séu búin að ganga sér til húðar og valdi kirkjunni tjóni. I öðru lagi er það staðreynd, að presta- stéttin má heita einhuga i því að krefjast þeirrar breytingar, sem fyrirliggjandi frumvarp felur í sér. 1 þriðja lagi má benda á það, að sú aðferð um veitingu prestsembætta, sem hér er í gildi, viðgengst hvergi i nálægum löndum. Þar sem sú aðferð hefur verið reynd, hafa gallar hennar alls staðar þótt svo berir i Ijósi reynslunnar, að ekki yrði við unað. Hið sama er löngu orðið augljóst hér, öllum þeim, sem vilja sjá. Prestastéttin er ekki fjöl- menn. Hún hefur ekki atkvæða- megin til þess að láta alþingis- menn hafa beyg af sér af þeim sökum. En það hygg ég, að sú stétt önnur verði ekki fundin í voru þjóðfélagi — a.m.k. vona ég, að hún finnist ekki, — sem yrði að þola það, að þingmenn nenntu ekki að sinna máli, sem svo brennur á hörundi hennar sem þetta. Og ef tillögur kirkju- þings, sem svo eru rækilega íhugaðar og undirbúnar sem þetta frumvarp og svo einhuga samþykktar, eru ekki viðlits verðar, hver er þá staða og virð- ing þess þings? Einstöku sinnum falla orð í blöðum og á flokksþingum um stuðning við kirkju og kristni. Slik orð eru gagnslítil, ef þau stangast við alla reynd. Fersk dæmi úr nágrenni voru sýna að margháttvirtir kjósendur geta gefizt upp á þumbaralegu afríki valdamanna, bæði um ráðstöfun á ríkisfjármunum og á öðrum sviðum. Hverja lær- dóma sem menn kunna að draga af sliku, þá er það full- víst, að eftir þvi verður tekið, hvernig alþingismenn víkjast við því máli, sem hér ræðir um, og hvaða lyktir verða á því. Mér er innblástur að koma hingað VIÐ hittum hann að máli á Hótel Borg. Það er fastur dvalarstaður Bent A. Kochs, þegar hann er á íslandi. Hve oft hann hefur verið hér veit hann ekki sjálfur. — Kannski er þetta í fjórtánda, kannski fimmtánda eða sextánda skipti, segir hann. — Þegar handrítamálið stóð sem hæst, og þegar við vorum að undirbúa byggingu Norræna hússins, kom ég oftar hingað en nú. En komi ég ekki að minnsta kosti einu sinni á ári hverju til íslands, finnst mér eitthvað bogið við mig. Ég hef mitt ákveðna herbergi hér á Borg- inni. Ég hef mikiar mætur á því að sjá sólina koma upp yfir þök Reykjavíkur, heyra klukkur Dómkirkjunnar og sjá flugvél- arnar strjúkast við reykháfana. — Hefur Reykjavík breytzt mikið á þessum árum? — Já, ætli nokkur borg hafi breytzt jafnmikið á svo fáum árum og Reykjavík, hefur gert? Ég átti móðursystur, sem bjó hér í nokkur ár, frá 1930—1940. Hún þekkti borgina tæpast aft- ur, þegar hún kom hingað. Það var reyndar þessi frænka mín, sem varð fyrst til að vekja áhuga minn á íslandi. Þegar hún kom heim aftur, sagði hún mér frá Islandi. Þá var ég ný- byrjaður í skóla. Hún var jarð- bundin kona, en augu hennar Ijómuðu, þegar hún sagði mér frá Esjunni: Hvern dag horfði ég á Esjuna og á hverjum degi var Esjan ný og heillandi, sagði hún. island er töfrandi og það var henni innblástur að vera hér. Og sama máli gegnir um mig. Það er furðulegt, hversu sterk tengslin geta orðið við annað land, og stundum spyr ég sjálfan mig, hvernig það megi vera. Ég veit það ekki alveg — innst inni held ég, að það sé þetta samband af snilli og snar vitleysu, sem býr i svo mörgum íslendingum og ég fæ ekki stað- izt. — Vitleysu? — Já, þar á ég við gleðina yfir því fráleita, — því, sem er á mörkunum. Þessi tilhneiging — að vera við mörkin — er aðall manneskjunnar og þó sér- staklega hjá Islendingum. — Snilli? — Já, og kannski hefði ég átti að segja lífslist og hafa listina undirstrikaða. Hér á þessu ey- landi gera menn sér sannarlega ljóst, að gnægðin er nauðsyn- leg, eins og Frakki hefur orðað það. Við erum „jafnsléttuþjóð" og höfum enga Esju til að örva hugarflug okkar. Uppáhalds- orðið okkar er ,,hygge“, við vilj- um samkomulag og okkur er meinilla við alían ágreining eða ögranir. Það er erfitt að tala um þau mál, sem skipta einhverju í lífinu, heima i Danmörku: Guð, ðstina og dauðann. Á íslandi kemst enginn hjá því. — Hefurðu ekkert neikvætt að segja? — Jú, auðvitað. Hlýleiki minn til íslands hefur ekki gert mig blindan. Margar umræður hér finnast mér móðursýkisleg- ar — og til dæmis nú um stöð- ina i Kef lavík. — Hver er skoðun þín á því máli? — Það, sem skiptir sköpum, er auðvitað, hvort við erum á þeirri skoðun, að island geti SAMTAL VIÐ BENT A. KOCH verið eins og hernaðarlegt tóm í heiminum, eða hvort heimur- inn er enn slikur, að það sé nauðsynlegt fyrir ísland að taka þátt í varnarsamstarfi og vera í varnarbandalagi. Ef við jánkum því, þá kemur upp spurningin um eðli og umfang þess framlags, sem island getur lagt af mörkum. í& ætla ekki að blanda mér i það. Persónu- leg skoðun min er sú, að Atlantshafsbandalagið sé mjög mikilvægt til að draga úr spennu milli austurs og vesturs og að við verðum að halda áfram að vera i bandalaginu — en kannski i breyttu formi. Ég hef tekið eftir, að mörgum hugsjónamönnum bæði á is- landi og í Danmörku, liggur þungt á hjarta að gera að veru- leíka Paradísargoðsögnina. Sem kristinn maður legg ég vitaskuld við hlustirnar. Ég vil einnig berjast fyrir „nýjum heimi, þar sem réttlætið ríkir“ eins og segir í Biblíunni, en ég minni á, að milli okkar og Paradísar liggur syndafallið. Ef maður leiðir það hjá sér er mað- ur „útópisti". En reynið ekki að koma mér út á hálan ís. Ég vil ekki blanda mér í íslenzk stjórnmál. Við skulum hverfa að öðru lifs- hættulegu efni: hálkunni á göt- um Reykjavíkur! Það er mér óskiljanlegt, að helmingur borgarbúa skuli ekki liggja fót- brotinn á sjukrahúsum. En skellið þó ekki skuldinni á borgarstjórann. Alþingi ætti að samþykkja lög, þar sem hver húseigandi væri skyldaður til að hreinsa gangstéttina fyrir framan hús sitt og hann ætti Bent A. Koch. að vera skaðabótaskyldur við alla þá, sem slösuðust við hús hans. Það myndi vera til bóta. — En þú getur ferðazt í leigu- bíl. — Þökk fyrir heilræðið! Hvernig ætti ég þá að njóta tæra loftsins, sem er eitt af helztu kostum Reykjavíkur. Engin önnur höfuðborg í heim- inum getur státað af jafn hreinu lofti og Reykjavík. Ann- ars líkist borgin ýmsum öðrum höfuðborgum i því að hér skort- ir umhyggjuna fyrir því gamla Og menn láta stjórnast af bíln- um — plágu samtímans. Hvers vegna er ekki reynt að varð- veita borgarkjarnann eins og hann var og gera umferðina þekkilegri? Steinsteypublokkir með skrifstofum og álnalangar raðir af bílum með einn far- þega i hverjum er niðurdrep- andi sjón. Það er ekki lengur spurning um bil og mann, heldur um bíl eða manninn. Þessu er þó ekki einvörðungu beint til íslands, heldur ekki síður Kaupmannahafnar. Fjög- urerfiðustu samfélagsmál Dan- merkur eiga rót sína að rekja til bifreiðarinnar: óhagstæður við- skiptajöfnuður, mengun, offita og slysin. Sem stendur er bann við sunnudagsakstri í Dan- mörku. Það er blessun. Og þær hraðatakmarkanir, sem hafa fylgt í kjölfar olíukreppunnar, upp f 80 og 60 km hámarks- hraða fá vonandi að vera áfram í gildi. — Um hvað er annars talað í Danmörku? — Oliu og Glistrup. Það er dimmt og kalt í Danmörku i vetur. Mörgum er kalt og götur og verzlanir eru dimmar. Og sumir horfa svartsýnir til fram- tíðarinnar. Orkukreppan kom eins og þjófur á nóttu, en við munum án efa fá fleiri viðvar- anir um, að við getum ekki haldið áfram að stunda rán- yrkju á hráefnum og náttúru- auðlindum jarðarinnar. Dans okkar umhverfis þann gullkálf, sem heitir hagvöxtur, getur ekki haldið áfram. En geta lýð- ræðisríkin snúizt til varnar? Geta þau gefið skapandi og raunhæf svör við ögrunum sam- timans? í Danmörku eru ýmsir á báðum áttum. Mönnum finnst stjórnmálamennirnir rífast of mikið og aðhafast fátt til lausn- ar á þeim vandamálum, sem þeir lofa fyrir hverjar kosn- ingar að leysa, en samt sem áður er ekkert að gert. Hvað var það, sem Mark Twain sagði nú um veðrið? Allir tala um veðrið og enginn gerir neitt i málinu. Fýrir mig var það bæði niður- drepandi og skelfilegt, að lýð- skrumari á borð við Glistrup gæti safnað að sér hálfri millj- ón atkvæða og fengið 28 á þing- ið, af 179 þingmönnum — i grónu lýðræðisríki, þar sem vagga lýðháskólanna stendur. En hvernig á skoðun í lýðræðis- riki að komast til skila eftir öðrum leiðum? Kosningarnar í Danmörku voru aðvörun til gömlu flokkanna, en við vitum ekki enn, hvort hún ber árang- ur. — Ertu svartsýnn maður? — Ekki að upplagi. En þegar ég sé viss úrkynjunarmerki, sem setja mörk sín á hina vest- rænu siðmenningu okkar nú, og þegar ég hugsa um mannfjölg- unarvandamálið, um bilið milli fátækra og ríkra landa, um mengunina og hvernig við mis- notum hæfileika okkar þá verð ég stundum gripinn ótta um, að við stefnum hugsunarlaust í áttina til tortímingar menning- ar okkar. En nú ætla ég að fara út i Reykjavíkurloftið, sem enn er ómengað, og heilsa upp á Esjuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.