Morgunblaðið - 18.05.1974, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.05.1974, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MAI 1974 31 Skemmtun á vegum Langholtssafnaðar Langholtssöfnuður efnir til skemmtunar með happdrætti til ágóða fyrir kirkjubyggingu safn- aðarins, sem nú er hafin. Verður skemmtunin haldin að Hótel Sögu, Súlnasal, sunnudagskvöld. Á skemmtuninni verður m.a. danssýning, tízkusýning og Ömar Ragnarsson heldur uppi gaman- málum. Milli atriða syngja félagar — Gengislækkun Framhald af bls. 1 minna gagnvart ýmsum öðrum er- lendum gjaldmiðlum, sem farið hafa hækkandi að undanförnu. I tilkynningu Seðlabankans segir, að ástæðan fyrir þessari breytingu sé fyrst og fremst sú, að afkoma ýmissa greina sjávarút- vegs og útflutningsiðnaðar hafi farið versnandi að undanförnu, bæðivegnahækkandi tilkostnaðar og verðbreytinga erlendis. I opin- berum umræðum að undanförnu hafi það komið fram hvað eftir annað, að einn iiður í nauðsynleg- um aðgerðum til að leysa þennan vanda ætti að vera að láta gengi krónunnar síga niður á við. Þetta hafi skapað óvissuástand um gengi krónunnar, sem síðan virð- ist hafa ýtt urrdir spákaup- mennsku og aukna gjaldeyrissölu. Af hálfu Seðlabankans hafi því verið taiið heppilegra að láta gengið nú breytast i einum áfanga um það, sem talið sé hæfi- legt við núverandi aðstæður með tilliti til hagsmuna útflutnings- framleiðslunnar. Þessi breyting eigi að gera kleyft að halda meðal- gengi krónunnar nokkurn veginn stöðugu á næstunni að öllu óbreyttu. Niðurgreiðslur Ríkisstjórnin hefur nú tekið upp stórfelldar niðurgreiðslur á ýmsum landbúnaðarvörum í þvi skyni að lækka vöruverðið um skeið. Verðlækkunin nemur frá 30% og er hækkun þessara niður- greiðslna igildi 8 stiga hækkunar á kaupgjaldsvisitölu. Miðað við að hvert vísitölustig samsvarar um 250—70 milljónum króna, koma þessar niðurgreiðslur til með að kosta rikissjöð yfir tvo milljarða króna á ársgrundvelli. Hið nýja verð á landbúnaðarafurðum kem- ur til framkvæmda nk. mánudag. t fréttatilkynningu frá land- búnaðarráðuneytinu segir, að ríkisstjórnin hafi í samræmi við stefnu sína um viðnám gegn verð- bólgu ákveðið að lækka verð á brýnustu nauðsynjavörum með niðurgreiðslum á verði þeirra. I þessu markmiði verði auknar niðurgreiðslur á verði mjólkur, kindakjöts, rjóma, skyrs, smjörs, osta og kartaflna. Hækkun niður- greiðslnanna, sem hér um ræðir, sé ígildi 8 vfsitölustiga, eins og áður kemur fram. Hjá framleiðsluráði land- búnaðarins fékk Morgunblaðið þær upplýsingar, að útsöluverðs- lækkunin nái til allra þeirra vara. sem greiddar hafi verið niður upp á síðkastið en verð á öðrum vör- um sem ekki hafi notið slíks, hald- ist óbreytt. Sem'dæmi um verðbreytingarn- ar má nefna, að 2ja lítra mjólkur- fernan, sem kostar nú kr. 66.50, lækkar um 14.90 i 41.60 kr. og er lækkunin 37,4%;kvartlítrahyrna af rjóma, sem kostar nú 66.70 kr., lækkar um 17.60 í kr. 49 eða um 26,5%; skyrið, sem kostar 73 kr. kílóið, lækkar um 24.60 kr. í 48.40 eða um 33,7%. Smjörið lækkar um 56,9% eða um 200 krónur úr 464 kr. í 264 krónur. Sem dæmi um lækkun kjötvara má nefna, að súpukjötið (fram- partar úr siðu), sem kostað hefur 300 kr. kilóið, lækkar um 117 krónur og mun kosta 183 krónur. Lækkunin nemur 39%. Læri lækka um 25,6% kilóið — þau kosta nú 337 krónur en munu kosta 217 kr. svo að lækkunin nemur 120 krónum. Kótelettur hafa kostað 380 kr. kilóið, en munu kosta 257 krónur. Lækkun- in er því 123 krónur eða um 32,3%. Loks lækkar 1. flokkur af kartöflum um kr. 20,60 eða um 56,6% en annar flokkurinn um 69,6% kílóið miðað við 5 kg. poka. Innflutningshömlur Viðskiptaráðuneytið hefur i úr kirkjukór safnaðarins. Meðal vinninga í happdrættinu, sem alls eru 20, verður flugferð til Kaup- mannahafnar og til baka. Verð- mæti vinninganna nemur tugum þúsunda króna. Kynnar á skemmtuninni verða Hannes Hafstein, safnaðarfull- trúi, og Ölafur Örn Árnason, for- maður sóknarnefndar. Skemmt- unin er öllum opin. samráði við Seðlabankann ákveðið að taka upp 90 daga bind- ingu á fé til gjaldeyriskaupa vegna vöruinnflutnings. Inn- borgunin nemur 25% af fjárupp- hæðinni, sem varið er til vöru- kaupanna. Nokkrir vöruflokkar eru þó undanþegnir bindingu á innborgunarfé. I auglýsingu frá ofangreindum aðilum segir, að við gjaldeyris- kaup eða innlausn skjala í banka gegn vixli eða öðru skuldaskjali, beri að greiða innborgunarfé til banka, samkvæmt þessum regl- um. í fyrsta innborgunarhlutfall sé 25% af innlausnarverði vöru- skjala (gjaldeyriskaupum) og skal féð bundið á reikningi í bankanum I 90 daga eins og áður kemur fram. Eftirfarandi vörur eru þó undanþegnar innborgun undir þessum liði; Mikilvæg hrá- efni til iðnaðar, kornvörur og fóðurvörur, kaffi, sykur, te, kakó, matarsalt, kol, salt, olía, bensín, gas, veiðarfæri, nauðsynlegar umbúðir um útflutningsvörur og efni til þeirra, áburður og grasfræ, vörur til lækninga og dagblaðapappír. I öðru lagi nær þetta til inn- flutnings án bankaábyrgðar en með erlendum gjaldfresti, og er innborgunin 25% af öllum öðrum vörum en þeim, sem hér að framan voru taldar. Þessi borgun skal bundin á meðan greiðslu- frestur stendur, en þó ekki skemur en 90 daga. í þriðja lagi ná þessar reglur til innflutnings með bankaábyrgð, með eða án greiðslufrests, og er innborgunin þá bundin á reikningi gildistíma ábyrgðar (að meðtöldum greiðslu- fresti, sé um hann að ræða). Sé hins vegar ábyrgð greidd áður en 90 dagar eru liðnir, skal haldið eftir 25% innlausnarverðs til loka þess tíma. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, hefur Verzlunarrað Islands ekki verið látið fylgjast með þessum málum, enda þótt farið hafi verið fram á slíkt. Hins vegar er ljóst, að þessi innborgun mun gera inn- flutnings- og verzlunarfyrir- tækjum mjög erfitt fyrir, enda jafngildir hún því, að þjónusta að óbreyttu fjármagni minnkar sem þessu nemur, allir lagerar og allt vöruframboð hlýtur að dragast saman. Að þessu viðh ttu mun Seðlabankinn hafa ákveðið að draga úr lánum til verzlunar, meira en til annarra atvinnu- greina, sem einnig hlýtur að stuðla að frekari samdrætti á vöruframboði. — SIS Framhald af bls. 3 útflutningsgjaldinu að gera sjóðnum kleyft að kaupa góða gripi, sem annars yrðu seidir úr landi. Utflytjendur eiga að standa skil á gjaldinu, en þeir hafa færzt undan því. Ráðuneytið hefur átt viðræður við SlS og aðra aðila um málið, og sagði Sveinbjörn, að sætzt hefði verið á, að innheimta yrði miðuð við slðustu áramót, og sleppa því útflytjendurnir alveg við að greiða gjöldin fyrir árið 1973. Búnaðarfélag Islands innheimt- ir gjöldin. Ferming í Oddakirkju sunnud. 19. maí 1974, (kl.2 e.h.) Nöfn fermingarbarna: Auðbjörg Jónína Sigurðardóttir, Vetleifsholti, Asahr., Rang. Iris Björk Sigurðardóttir, Utskál- um 7, Hellu, Rang. Jóna Bjarnrún Arnadóttir, Hellu- víði, Rangárvallahr. Ragnheiður Guðný Sumarliða- dóttir, Heiðvangi 6, Hellu, Rang. Ragnheiður Hanna Sigurkarls- dóttir, Hólavangi 3, Hellu, Rang. Unnur Sveinsdóttir, Uxahrygg 2, Rangárvailahr. — Glistrup Framhald af bls. 1 hefur komið I gegn, en í þeim felast mjög miklar skattahækkan- ir á lúxusvörum af ýmsu tagi og milljarðarkróna niðurskurður á ýmsum þáttum félagsaðstoðar. En einnig kemur hér til hið almenna pólitíska óánægjuástand í land- inu, sem kristallaðist I miklum stuðningi við öfgaflokka til hægri og vinstri í kosningunum í desem- ber í fyrra. Meðal þeirra var Mogens Glistrup og Framfaraflokkur hans, sem í raun voru sigur- vegarar kosninganna. Glistrup varð fyrst landsfrægur árið 1971 þegar hann skýrði frá þvi hinn borubrattasti, að hann greiddi alls engan tekjuskatt, þrátt fyrir, að hann hefði efni á mjög mikilli einkaneyzlu. Lögreglan hóf fljót- lega rannsókn á skattamálum Glistrups, en hann lagði salla- rólegur grundvöllinn að fiokki sínum og leiddi hann inni í kosn- ingabaráttuna 1973, þrátt fyrir það, að opinberum ásökunum um gróf lagabrot rigndi yfir hann. Persónuleiki hans og blönduð stefnuskrá stjórnleysis og ihalds- semi höfðu aðdráttarafl ' fyrir kjósendur og nú er flokkur hans sá næst stærsti á þjóðþinginu. Flokkurinn berst m.a. fyrir afnámi tekjuskatts og næstum allra opinberra stofnana. Eftir um það bil mánaðardvöl I þinginu klofnaði flokkurinn, þar eð einn af þingmönnum hans dró sig út úr og stofnaði eigin flokk. HLEGARÐUR Júdas skemmta í kvöld. Sætaferðir frá B.S.I. kl. 9 og 10. HLJOMSVEIT HALLA BJARNA LEIKUR TIL KL 2 FESTI GRINDAVIK Laugardagskvöld Ungó — Keflavík Haukar skemmta Sætaferðir frá B.S.Í. kl. 9.30. Ungmennafélag Grindavíkur. HLJÓMAR LEIKA íKVÖLD FRÁ KL. 10—2. Sjálfboöalifear á k jórdag D-listan vantar fólk til margvislegra sjálfboðastarfa á kjördag. Sérstaklega vantar fólk til starfa sem fulltrú- ar listans i kjördeildum auk margvislegra annarra starfa. Þeir sem vilja leggja D listanum lið með starfskröftum sinum á kjördag, 26. mai næstkomandi, hringi vin- samlegast i sima: 84794. Skráning sjálfboðaliða fer einnig fram á skrifstofum hverfafélaganna ] l l-lisfinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.