Morgunblaðið - 06.06.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.06.1974, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1974 Fa /T «//,.! i v 4 iAjm LOFTLEIÐIR BÍLALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 LOFTLEIÐIR gmn • 25555! mm\ IGA CAR RENTALI Hverfisgötu 1 8| 27060 Ferðabílar Bílaleiga — Sími 81260 Fimm manna Citroen G.S. station. Fimm manna Citroen G.S. 8—22 manna Mercedes Benz hópferðabílar (m. bilstjór- um). SKODA EYÐIR MINNA. SHoan LEtCRtt AUÐBREKKU 44-46. SfMI 42600. Æ BÍLALEIGAN felEYSIR CAR RENTAL 3»24460 í HVERJUM BÍL PIOMEER ÚTVARP OG STEREO KASSETTUTÆKI HVER ER SINNAR ÆFU SMIÐUR ^ SAMVINNUBANKINN HOPFERÐABILAR Til leigu í lengri og skemmri ferðir 8 — 50 far- þega bílar. Kjartan Ingimarsson Sími 86155 og 32716 Afgreiðsla B.S.Í Simi 22300 Haldreipi Alþýðu- blaðsins slitnað Það virðist ekki vera vanda- laust að vera ritstjóri Alþýðu- blaðsins. Höfundi forystugrein- anna hefur nú verið fengið það erfiða verkefni að leita logandi Ijósi að einhverju þvf, sem orð- ið gæti Alþýðuf lokknum til framdráttar í þeim kosningum, er nú standa f.vrir dvrum. Held- ur hefur sá góði maður farið illa af stað, ef eitthvert mark má taka á forystugrein blaðsins í gær. Þar er minnzt á það, að forvstuinenn Sjálfstæðisflokks- ins hafi upplýst. að Olafur Jó- hannesson forsætisráóherra hafi leitaó hófanna hjá Sjálf- stæóisflokknum um hugsanlegt stjórnarsamstarf á síóustu dög- um þingsins. Ritstjórinn hefur greinilega á tilfinningunni, að nú hafi hann bjargaó Alþýóu- flokknum og fundió haldreipi, sem flokkurinn þarfnast svo mjög. Af framangreindum full- vrðingum dregur hann eftirfar- andi álvktun: „Ef þessi saga er rétt um samræður forystumanna Sjálf- stæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins á þessari stundu, þá hijóta þær m.a. aó hafa snúizt um þaó að revna aó ná samkomuiagi um einhver þau atriói f kaupránsaógerdum Olafs, sem Alþýðusamband Is- lands hefur mótmælt. Ein- hverjir valdamenn í Sjálf- stæóisflokknum hafa sem sé verió reióubúnir tii þess aó ganga til liós vió einhverjar þeirra — annars hefóu engar vióræóur af þeirra hálfu vió Olaf Jóhannesson farið fram. — Af þessu getur fólk séð, að engu er um þaó aó treysta, hvaó Sjálfstæðisflokkurinn kann að gera í málum þessum eftir kosningarnar. Eini þing- flokkurinn, sem einarðlega stóð gegn kaupránsaðgerðum ríkisstjórnarinnar og vildi ekki Ijá máls á neinum samningum um slíka hluti, var þingflokkur Alþýóuflokksins." Svo mörg voru þau orö. Á þessari álvktun Alþýóu- blaósritstjórans er einn megin- galli. Hann er sá, að Olafur Jóhannesson átti vióræöur viö forsvarsmenn Alþýðuflokksins með sama hætti og við Sjálf- stæðisfiokkinn, þ.e. um ein- hvers konar stjórnamyndun án kosninga. Sjálfstæóisflokkur- rnn hafnaði öllu samstarfi þar til ríkisstjórnin hefói sagt af sér. Hitt er svo auðvitað einungis barnaleg fjarstæöa, aö forystu- menn stjórnarandstööuflokk- anna hafi lagt blessun sína yfir sýndarmennskutillögur Olafs Jóhannessonar með þvf að hlusta á hann!! Sýndartillögur Ólafs Dagblaðið Tfminn reynir enn í forystugrein í gær að telja lesendum sfnum trú um, að Ölafur Jóhannesson hafi lagt fram ítarlegar tiilögur um iausn efnahagsöngþveitisins, sem ríkisstjórn hans hefur meó ráöadeildarlevsi valdið. Rit- stjöri Tímans er meira að segja svo ráðþrota í hóli sínu um for- sætisráóherrann, aó hann telur þaó bera vott um einstaka stjórnvizku og ábyrgö aö birta skýrslu hagrannsóknadeildar um þaó hættuástand, er nú blasir vió í efnahagsmálum! Það þarf ekki mikiö til þess að verða mikilmenni I augum rit- stjóra Tímans. Hitt er svo auövitaö hrein blekking, að Ólafur Jóhannes- son hafi lagt fram ítarlegar til- lögur um lausn efnahagsvand- ans. Allir landsmenn vita — og sennilega framsóknarmenn líka — að svokallaö frumvarp ríkisstjórnarinnar um þetta efni var sýndarmennskan ein. I því var sín tillagan frá hverjum ráóherranum og sföan skrifuöu þeir allir undir meö fyrirvara, jafnvel um sínar eigin tillögur. Sanni er nær, aö þaö hafi verið hið mesta ábyrgóarleysi og óvirðing viö Alþingi og fólk- ið í landinu aö sýna þetta svo- kallaóa efnahagsmálafrum- varp. spurt og svarad I Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINSI Hnngið í sima 10100 kl 10—11 frá mánudegi til föstudags og biðjið um Les- endaþjóriustu Morgunblaðs- ins □ Þjónusta toll- stjóraembættisins Kristján Theodórsson, Urðarstíg 11 a, Reykjavík, spyr: Er bílaskattur féll I gjald- daga, hringdi ég I tollstjóra- embættið út af fjaldseðli. Svar- að var fremur stygglega: Við sendum aldrei miða. Ef allir kröfuhafar þjónuðu eins og tollstjóraembættið þeim fjölda bifreiðaeigenda, sem þar koma við sögu, væri algjört öng- þveiti vagna símhringinga og vinnufata, bæði hjá stofnunum og gjaldendum. Ekki virðist heldur bætandi á umferðina um miðbæinn, sé ætlazt til að komið sé með greiðslu. Þá ágætu þjónustu, sem útsending gjaldseðla er, veita flestir og margir notfæra sér siðan póst eða banka til þess að koma greiðslunni til skila. Því er spurt: Má þessi þjón- usta tollstjóraembættisins sam- rýmast nútíma hagræðingu? Björn Hermannsson tollstjóri svarar: Það er rétt hjá fyrir- spyrjanda að ekki eru sendar út tilkynningar um upphæð bif- reiðaskatts. Ég er einnig sam- mála fyrirspyrjanda um það, að þessi háttur samrýmist ekki nú- tima hagræðingu. Ástæðan til þess, að þessu hefur ekki verið breytt enn, er sú, að til stóð allt slðastliðið ár að fella þennan skatt niður af öðrum bílum en þeim, sem nota dlselolíu sem eldsneyti og fella gjaldtökuna inn í bensínverðið. Þegar ljóst varð í árslok, að ekki ynnist tími til að koma málinu fyrir Alþingi, var einnig orðið of seint að breyta innheimtuaðferðinni t.d. yfir i gíróinnheimtu. Tillaga um breytingu á þessari skatt- heimtu mun lögð fyrir Alþingi næstu daga, þannig að þess má fastlega vænta, að þetta verði síðasta ár þessa skatts í núver- andi formi. Hafi svör, er fyrirspyrjandi fékk hjá embættinu verið styggileg, ber að harma það og biðjast á því afsökunar. □ Fá bankastarfs- menn 13. mánuð- inn borgaðan? Brynjólfur Þorvarósson, Óðinsgötu 17, Reykjavík, spyr: „Er það rétt, að bankastarfs- menn fái greidd laun fyrir 13 mánuði á ári, enda þótt almanakið segi okkur, að aðeins séu 12 mánuðir I árinu? Sé þetta tilfellið, hver hefur þá sett þessar reglur? Eru bankamálaráðherra og fjármálaráðherra þessu sam- þykkir? Þar sem þrír bankar eru rikisbankar, er þá ekki alveg eins eðlilegt, að rikisstarfs- menn fái greitt fyrir 13. mánuð- inn, og þá kannski ekki sízt ráðherrarnir, sem ég býst við, að séu i áþekkum launaflokki og bankastjórarnir? Jóhann Ágústsson, starfs- mannastjóri Landsbankans svarar: Bankastarfsmenn fá greidd 13 mánaða laun. Greiðslan fyrir 13. mánuðinn er vegna eftir- vinnu, sem unnin er frá kl. 17 til 18. Þá er aldrei greidd eftir- vinna fyrir daglegt uppgjör í bönkunum, þó svo að því sé ekki lokið fyrir kl. 18. Þessi háttur á greiðslu fyrir eftirvinnu hefur verið síðan 1952 og að sjálfsögðu með sam- þykki bankaráðs og banka- stjórnar. Gera verður ráð fyrir, að þáverandi bankamálaráð- herra hafi verið því samþykk- ur. 7(^ H Gap Haflibi Jótíssov er komin n sumartíð Við skulum vona, að Olafur konungur Noregs hafi koiríið með hina raunverulegu sumar- tíð til okkar, og enga gjöf gætum við fengið betri á 1100 ára afmæli þjóðarinnar, en sól- ríkt og gróðurríkt sumar. Nú eins og svo oft áður eru veður oft válynd á siglingu yfir hafið og það þarf bæði harðgert fólk og þolinn gróður til búsetu á þessu landi. Það hefur ellefu alda re.vnsla sýnt okkur og sannað. Þess vegna getum viö ekki hagað vali okkar á skraut- jurtum í garðinn okkar eftir erlendum uppskriftum, en verðum að taka okkur sjáif trúanleg af fenginni revnslu. Af erlendum tegundum skrant- blóma, sem hér hafa verið reyndar, eru ekki nema um það bil tuttugu, sem nokkurn veg- inn má treysta, að hér blómgist í flestum árum og um þetta leyti í fyrra var hér í þættinum sett upp handhæg skrá yfir þessar tegundir, sem sjálfsagt gæti komið mörgum vel, að nú verði endurprentuð. regni og dimmviðri en skarta hins vegar fagurlega i sólskini. Þær blómtegundir, sem hér hafa verið taldar, eru al- gengustu sumarblómin, sem Nafn: Litur: Ilæð: Bil milli Stjúpur Ýmsir litir 10—15 sm 15 sm Morgunfrú Gulrauð 30—50 — 20—25 - Bellis Hvítur og rauður 10 — 10—15 Ghr.vsanthemun Hvítur og gulur 30—60 — 20—30 - Ljónsmunni Gulur, hvíur, rauöur 25—40 — 15—20 ■ Levkoj Hvítur hlár, rauður 25—35 — 15—20 • Kornblóm Blár 25—30 — 15—20 ■ Nemesía Gulrauö 25—35 — 20—25 Apablóm Rauðskræpótt 25—35 — 20—25 Paradfsarblóm Ljósskræpótt 25—30 — 15—20 ■ Skrautnál Hvft eóa rauðblá 1Ó—15 — 10—15 ■ Brúðarauga Fagurblá 7—10 ' 10—15 ■ Hádegisblóm Fagurrautt 10—15 — 15—20 ■ Regnboói Hvftur og laxableikur 15—20 — 15—20 • Tvær síðast töldu tegundirn- eru á boðstólum i ; ar loka blómkrónum sínum í 1 stöðvum, markaði af fágætari tegundum sem fóik þekkir minna til, en ætti að kaupa til reynslu og gamans. Þær gróðrarstöðvar, sem ala upp sumarblóm í upp- hituðum gróðurhúsum, munu án efa hafa til sölu tegundir eins og tagetes, petuníu, dahlfu o.fl. viðkvæmari blómplöntur, sem geta orðið hér mjög blóm- ríkar í göðum sumrum, en falla fyrir fyrstu frostum á haustin. Þessi viðkvæmu blóm er óvar- legt aö gróðursetja i garðinn fyrr en um miðjan júní, þar sem þau þola illa hrakviðri. Á þessu sumri inunu allir kappkosta að skreyta heimili sín jafnt utan dyra sem innan. Flestum hafa i seinni tið orðið þau sannindi Ijós, aö það er mun ódýrara og ánægjulegra að þekja og rækta sína lóð, en klæða ailt innan veggja með ullarvoðum og harðviöi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.