Morgunblaðið - 09.07.1974, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.07.1974, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. JULl 1974 33 Skuggamynd i fjarska FRAMHALDSSAGA EFTIR MARIU LANG, ÞÝÐANDL JÓHANNA KRISTJÓMSDÓTTIR. 50 sem hvert og eitt þurftu ekki að skipta meginmáli, en þegar allt var talið saman gáfu þau ýmsar vísbendingar. Augljós óstyrkur hans þegar morðið barst i tal. Hann keðjureVkti svo, að það fór meira að segjá í taugarnar á mér. Og svo voru tilraunir hans til að fá bæði Puek og mig til að standa I þeirri trú, að Eva hefði verið svo „sveitaleg", að enginn karlmaður hefði viljað lfta við henni. Þar af leiðandi væri fráleitt, að ástar- ævintýri væri málinu viðkom- andi. Einnig, að hann notaði alltaf hanzka — meira að segja stund- um inni við líka. Og mikilvægast af öllu var þó týnda taskan... Auðvitað var fyrsta hugsun mín sú, að það hefði verið annað hvort Staffan Arnold eða Pelle Bremm- er, sem fjarlægði handritið. Staff- an féll úr þeirri sögu, þegar hand- ritið fannst í fórum hans, það var of augljós viðleitni til að varpa grunsemdum yfir á hann. Hin til- gátan, að Pelle Bremmer væri morðinginn og að hann hefði ákveðið að fórna ritgerð sinni til að leiða athyglina frá sér og losna þannig við allar grunsemdir — sú kenning var í sjálfu sér ekki svo vitlaus og ég var dálítið hrifinn af henni um tíma. A hinn bóginn fékk ég sterklega á tilfinninguna, að reiði hans og gremja væru sönn og Einar var fyrir sitt leyti alveg sannfærður um, að Bremm- er hafði sagt satt og rétt frá ástæðunni til að hann brauzt inn til að reyna að grafa upp Stagneliusarbréfið. Svo kom Einar fram með þriðju kenninguna, sem var að minnsta kosti ekki fráleitari en hinar. Ef, sagði hann, morðinginn vildi ná f skjöl Pelles, hvers vegna var hann þá að dragnast með tösku, sem hlaut að setja hann í samband við bæði Evu Cleason og morðstaðinn. Nei, ég held satt að segja, að taskan sé lykillinn að ódæðinu. Og hvað vitum við um hana? Við vitum, að Jan Hede átti hana. Við vitum, að hann hafði lánað Evu töskuna nokkrum dög- um áður og við vitum, að taskan var hlutur, sem hann var vanur að hafa nálægt sér og sem hann í-ið. veitti enga teljandi eftirtekt leng- ur. Þá hljóta það að hafa verið ósjálfráð viðbrögð hjá honum að rétta fram höndina og taka tösk- una með sér þegar hann sá hana liggja á borðinu heima hjá Bures- hjónunum. Sérstaklega ef hann hefur verið í miklu uppnámi eftir morðið og hann hefur óttazt að skilja eftir sig einhver spor. . . Jan Hede hafði hlustað fjálg- lega á skýringar lögregluforingj- ans. Hann greip nú glaðlega fram I: — Stórkostlegt! Alveg frábært! Það var nákvæmlega svona, sem það gekk til. Ég hugsaði alls ekki út í, að ég hafði ekki haft töskuna meðferðis, þegar ég kom til Skill- inggránd og ég tók hana með mér, án þess að hugsa nokkuð út í þajð. Ég gerði mér ekki grein fyrir þessu töskumáli fyrr en Pelle fór að æpa og væla um týndu ritgerð- ina sína. Ég hélt ég myndi fá slag, þegar mér varð ljóst, að þetta umtalaða handrit lá í töskunni minni í glugganum og hafði legið þar óheyft sfðan á sunnudaginn. Fyrsta hugsun mín var, að ég þyrfti að losna við það hið fyrsta. En svo datt mér í hug, að annað hvort Puck eða Lillemor hefðu komið auga á töskuna og loks sagði ég við sjálfan mig, að ekki tjóaði annað en að láta töskuna vera þar sem hún var komin. En ég tók þó alla pappírana upp úr töskunni og lagði þá í skúffuna hjá Staffan. Það var ekki ætlun mfn að kasta grunsemdum á hann, en mér fannst hann eiga skilið að fá ritgerðina í hendur, þar sem Pelle hafði komið sví- virðilega fram við hann. Christer kinkaði kolli. — Mér bauð f grun, að Einar hefði fundið réttu slóðina. En það var þó eitt, sem var Jan Hede í hag. Ég var næstum handviss um, að gesturinn, sem Ingmar Grand- stedt sá við Skillinggrand, væri morðinginn. En um það leyti var Jan Hede hér á bókasafninu. Sú hlið málsins tók algerum stakka- skiptum, þegar í Ijós kom, að morðið hafði ekki verið framið fyrr en eftir klukkan hálf níu. Hvernig var nú háttað fjarvistar- I I I I I I I sönnun Jans Hede? Sá möguleiki | var fyrir hendi, að hann hefði ■ skroppið frá milli klukkan 8.55 og * 9.45 án þess að nokkur hefði veitt | því sérstaka athygli. En duga | fimmtfu mínútur til að drepa . mann og komast aftur hingað á ■ þeim tíma? Kannski, ef hann | hefði tekið sér leigubíl, en var ■ trúlegt að hann myndi leggja sig J .í þá hættu? Og ef hann hefði I verið í burtu f tíu mínútur eða | kortér í viðbót hefði ég verið . sannfærður um, að hann væri ■ hinn seki. Hver var það, sem | hafði sagt, að hann hefði verið ■ kominn á safnið aftur klukkan J kortér fyrir tíu? Það voru I Bremmer og Segerberg, sem | höfðu setið og rætt við hann ■ niðri í reykherberginu. En f kvöld * sá ég, að tfmaskyn Segerbergs er I ekki alltaf öruggt og hann | viðurkenndi, að maður sæti ekki ■ með klukkuna í hendinni og • glápti stanzlaust. Þetta gat því | þýtt, að Jan Hede hefði komið I seinna en þeir Segerberg og . Bremmer höfðu álitið. Föli ungi maðurinn í glugga- ■ kistunni brosti dauflega. — Ég kom rúmlega tfu. Ég | læddist inn án þess að þeir | tækju eftir enda voru þeir nið- ! ursokknir í samræður. Þegar I stund var liðin sagði ég: „Það er | nú meiri tíminn, sem fer í svona ■ rökræður. Hér hef ég setið síðan ^ klukkuna vantaði kortér í tfu og | við höfum ekki komizt að neinni I niðurstöðu enn.“ Og þeir ginu við J þessu. I Hann virtist hugleiða eitthvað J með sjálfum sér og sagði sfðan: I I — Segið mér í hreinskilni, lög- | regluforingi. Hvenær voruð þér J alveg vissir um að það væri réttur I aðlili, sem þér grunuðuð? — Raunverulegt samband Framhald af bls. 11 er ég sótti til Þorsteins, í alllöng- um inngangi, og Þorsteinn sýndi þá háttvfsi að gera engar athuga- semdir við þennan inngang nema á einum stað: Þar sem ég ræddi um — að ég vil meina — hinn trúarlega þátt kenninga dr. Helga og taldi hliðstæðu með honum og skilgreiningu James á átrúnaði, breytti Þorsteinn orðalagi mínu í að „merkilegt samræmi" væri þar á milli. I ljósi þessarar ágætu viðskipta minna við Þorstein varðandi fyrri greinina, kemur mér nú ákaflega spánskt fyrir sjónir, þegar hann sakar mig um að hafa svikizt aftan að þeim Nýalssinnum með lýsingu minni af sambands- fundinum. Það var stjórn Félags Nýalssinna, sem bauð mér að sitja þennan sambandsfund. Ég skrifaði síðan lýsingu af honum, eins og hann kom mér fyrir sjónir — og þar birtust einungis mín persónulegu viðhorf til þessa eina tiltekna fundar. Þorsteinn hlýtur að sjá sjálfur hversu fráleitt það er að ætlast til þess að hafa íhlut- un um það hvernig ég lýsti þess- um fundi. Eg sótti engar upp- lýsingar til Nýalssinna á þessum fundi og þurfti því ekki að bera neitt undir þá. Það hvarflaði held- ur aldrei að mér, að Þorsteinn ætlaðist til slíks, hann orðaði það aldrei við mig en mátti þó vita, að varla færi ég að sitja fundinn ef ég hygðist ekki notfæra mér það, sem þar bæri fyrir augu og eyru. Aðdróttanir hans um óheiðar- leika af minni hálfu eru því mark- leysa og skortur á háttvísi. Um önnur atriði þessarar athuga- semdar Þorsteins ætla ég ekki að fjalla — honum er að sjálfsögðu frjálst að hafa sínar skoðanir á greinum mínum og gagnrýna þær — með heiðarlegum rök- stuðningi. bvs I — Tja, sagði Christer — ég hef . verið á leiðinni f markið í allt * kvöld og hef smám saman orðið | vissari í minni sök. Ég reyndi að 1 leggja þetta kerfisbundið niður . fyrir mér, meðan Kersti og Görel I voru að tala og þá varð mér ljóst, | að allar lfkurnar hnigu í sömu átt. | VELVAKAIMOI Velvakandi svarar I sima 10-100 kl. 10.30 — 1 1.30, frá mánudegi til föstudags. 0 „Hætt við skúrum“ Björn L. Jónsson skrifar: 1 dálkum Velvakanda 3. júli reynir Borgþór H. Jónsson, veður- fræðingur, að réttlæta ofangreint orðalag með tilvitnun f orðabók Menningarsjóðs, og sjálfum finnst honum „skemmtilegra" að segja „hætt við skúrum“en“senni- lega skúrir“. Ég á þó bágt með að trúa þvf, að hann sjái ekki blæbrigðamuninn á þessu tvennu. Upphaflega er þetta orðalag komið inn f veðurspárnar fyrir daga núverandi veðurfræðinga við Veðurstofuna, vafalaust að sumarlagi, þegar veðurfræðingur- inn — ef til vill ég sjálfur — setti sig í spor bóndans, sem á hey úti. Mörgum árum sfðar er það svo Pétur Pétursson útvarpsþulur, sem opnar augu mín fyrir því í morgunútvarpi, að þarna sé óheppilega að orði komizt f veður- spánni, þegar jörðina þyrstir eftir regni eftir langvarandi þurrka. Varla get ég hugsað mér, ef farið væri að spá fyrir sólfari, að nokkur veðurfræðingur segði: „hætt við sólskini í dag“. Þetta orðalag bendir til, að i augum þess, sem kemst þannig að orði, sé eitthvað óæskilegt á ferðinni. Þannig mundi setning eins og þessi: „Hætt er við, að vinstri stjórn verði áfram við völd í land- inu“ ekki sjást f Þjóðviljanum. Og ég er ekki viss um, að Borgþóri þætti „skemmtilega" að orði komizt, ef einhver segði: „Það er hætt við, að veðurspárnar eigi eftir að batna", eða ef læknir kæmi til hans sem sjúklings og segði: „Það er hætt við, að þú verðir orðinn frfskur á morgun“. Slíkt orðalag tel ég eigi að hverfa úr veðurspám, sem eiga að vera hlutlausar, án óskhyggju. Og með þeim orðum kveð ég Borgþór og aðra gamla og góða vini og samstarfsmenn á Veðurstofunni, um leið og ég vil þakka fyrir ágætar og greinargóðar veður- fregnir á sjónvarpsskerminum, er taka þeim fram, er ég hefi séð f Englandi og á Norðurlöndum Björn L. Jónsson.“ # Kveðjatil framsóknarmanna Læknir á Reykjavík á þetta bréf: „Sjálfstæðisflokkurinn er sigur- vegari alþingiskosninganna 1974. Þetta þarf ekki að koma neinum hugsandi manni á óvart. Framsóknarflokkurinn hefur leikið hættulegan leik undan- farandi þrjú ár með því að hleypa ofstækismönnum marxistatrúar- bragðanna inn í stjórnarráðin. Alþýðubandalaginu hefur á fá- einum mánuðum tekizt, eða náð ótrúlegum árangri við, að koma fram þremur helztu áhugamálum sínum um þessar mundir: Að leggja ísland varnarlaust að fótum heimskommúnismans, — að nota landhelgismálið til að ala á úlfúð milli Islendinga og sam- herja þeirra innan NATO og veikja traust íslenzkrar alþýðu á efnahagssamstarfi VesturEvrópu- búa, — og að koma efnahag Is- lendinga í kalda kol. 0 Veizla Goðmundar á Glæsivöllum Skelfdur kemur Framsóknar- flokkurinn úr veizlunni með kommúnistum. Þeir, sem setið hafa boð Goðmundar á Glæsi- völlum, fýsir ekki í fleiri. Framsóknarflokkurinn hefur laxerað og losað sig við Ólaf Ragnar Grfmsson og fleiri vond efni. Flokksforystan getur nú hugsað skýrar eftir að hafa losnað við vinstri flónin, sem hurfu af líkama flokksins ásamt með téðum Grímssyni. Nú er tækifæri fyrir Framsóknarflokkinn að reka af sér það orð, að hann geti ekki verið hreinn og einlægur í neinu pólitisku stórmáli. Linurnar í varnarmálunum hafa skýrzt, — allur þorri fram- sóknarmanna vill, eins og sjálf- stæðismenn, eiga samleið með Bandaríkjamönnum í varnar- málum í vorum heimshluta. 0 Magnús þekkir höfuðandstæðing- inn Magnús nokkur Kjartansson hefur réttilega bent á Sjálfstæðis- flokkinn sem höfuðandstæðing klíku sinnar. Hin pólitfska spurn- ing dagsins er auðvitað þessi: Marx-isti eða and-Marxisti. Sjálfstæðismenn eru hiklausir andstæðingar marxisma í hvers konar geri. Gangið því ekki að þvf grufl- andi á Skólavörðustígnum, að á ykkur verður haft vakandi auga og reynt verður að eyða áhrifum ykkar innan launþegasamtaka, skólakerfis, útvarps og sjónvarps. 0 Ný sóknarlota að hef jast Sjálfstæðismenn munu nú hefja mikla sóknarlotu í nafni mannlegs frelsis, f nafni mann- gildis og mannúðar og til að vernda landsmenn gegn frekju pólitfskra uppáþrengjara. Rógberar verða vonandi teknir til bæna af dómstólum og almenn- ingi. Andlegt ástand kjósenda er góður jarðvegur fyrir þéttings- góða samstöðu og markvissa stjórnarstefnu sjálfstæðismanna og framsóknarmanna. Málgögn Framsóknarflokksins verða að leggja niður móðursýkis- legar aðdróttanir í garð sjálf- stæðismanna og láta sér skiljast, að frjáls verzlun er til blessunar fyrir allan landslýð. Þessir flokkar eiga báðir f röðum sínum ágæta og gætna forustumenn, sem eiga að bindast um það samtökum að skapa ró í pólitísku lffi Islendinga, gætni i fjármálum og svikalausa sam- stöðu með þjóðum, er eiga sömu utanríkispólitísku hagsmuna að gæta sem við hér á norðurhjara." » , jllorijuublitbib margfaldar markad wðar W Jane Hellen wnnfr cJ&vt\o.riókci í* Sufturlandsbraut 10. simi HH080

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.