Morgunblaðið - 26.07.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.07.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JULI 1974 pinrgmnlrla&ll* Útgefandi hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Bjórn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 1 00. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 35,00 kr. eintakið Stjórnmálaþróunin I þeim tveimur aðildar- ríkjum Atlantshafsbanda- lagsins, sem búið hafa við einræðisstjórn, þ.e. í Grikklandi og Portúgal, er lýðræðissinnum að vonum mikið fagnaðarefni. Svo hafði virzt sem einræðis- herrar þessara tveggja ríkja væru svo fastir í sessi, að ekkert gæti ógnað veldi þeirra. En fyrir nokkrum mánuðum urðu þáttaskil í Portúgal. Ein- ræðisöflum, sem stjórnað höfðu landinu i hálfa öld var hrundið frá völdum. Ungir herforingjar, sem fyrir byltingunni stóðu eru bersýnilega ákveðnir í að koma á lýðræðislegu stjórnarfari í Portúgal og efna til almennra kosn- inga. Nú hefur her- foringjastjórnin í Grikk- landi hreinlega gefizt upp og beðið stjórnmálamenn- ina um að taka við og bjarga því, sem bjargað verður. Þannig er endur- reisn lýðræðis vel á veg komin í þessum tveimur aðildarrikjum Atlantshafs- bandalagsins. Ljóst er, að Portúgalar eiga eftir að ganga í gegn- um mjög erfitt tímabil, áð- ur en lýðræðislegt stjórn- arfar og hugsunarháttur hafa fest þar rætur. Fyrsta verkefni þeirra er augljós- lega að veita nýlendunum í Afríku fullt frelsi og siálf- stæði og gera það á þann veg, að ekki leiði af sér blóðbað og hörmungar fyr- ir fólkið i þessum ríkjum. Þess eru of mörg dæmi í Afríku, að blóðug átök hafi fylgt í kjölfarið, þegar ný- lenduveldin hurfu á brott. Versta dæmið um það er líklega Kongó. Endalok portúgalska nýlenduveldis- ins í Afríku er forsenda þess, að hægt verði að koma á sæmilegri ró heima fyrir. Það er ljóst af reynslu Frakka í Alsír. Bandamenn Portúgala í Atlantshafsbandalaginu hljóta að vona, að það erfiða verkefni, sem núver- andi valdhafar f Portúgal hafa tekið að sér, muni leiða til þess, að lýðræðis- legir stjórnarhættir fái að ráða þar rikjum og skjóta traustum rótum. Slík þró- un mála mun styrkja Atlantshafsbandalagið verulega. Portúgal verður ekki lengur svartur blettur á bandalagi, sem stofnað var til þess að vernda lýð- ræði og frelsi í aðildar- ríkjum þess. Atburðarásin í Grikk- landi hefur verið ótrúlega hröð. Herforingjarnir hafa ráðið þar ríkjum í 7 ár og ekkert sýndist geta hnekkt veldi þeirra. En ævintýri þeirra á Kýpur hefur leitt til þess, að þeir hafa gefizt upp. Líklega er uppgjöf af þessu tagi mjög óvenjuleg, þar sem einræðisstjórn hefur á annað borð ríkt og tæplega hefði til hennar komið nema vegna þess, að sterk öfl innan hersins hafa krafizt þess, að borgaraleg stjórn tæki við á ný. í Grikklandi ríkir sterkari lýðræðisleg hefð en í Portúgal og þess vegna má búast við, að breytingin yfir í lýðræðislega stjórn- arhætti á ný verði Grikkj- um sæmilega auðveld. En Urskurður Hæsta- réttar Bandaríkjanna í fyrrinótt þess efnis, að Nixon forseti skuli af- henda rannsóknardómara í Watergate-málinu segul- bandsspólur, sem hann hefur hingað til neitað að afhenda, er mjög alvarlegt áfall fyrir forsetann og eykur líkur á því, að ríkis- réttur verði settur yfir honum. Yfirleitt hafði ver- ið gert ráð fyrir, að úr- skurður Hæstaréttar félli á þennan veg, en hins vegar hafði verið búizt við því, að ágreiningur yrði meðal dómara og að sjónarmið Nixons mundu eiga þar nokkru fylgi að fagna. Svo reyndist ekki vera. Erlendir menn eiga afar erfitt með að skilja Water- gate-málið. Það, sem hing- að til hefur komið fram í því, hefur leitt í ljós svo þessi þróun mála í Grikk- landi mun augljóslega styrkja Atlantshafsbanda- lagið verulega. Andmæl- endur þess geta nú ekki lengur tönnlast á því, að innan vébanda þess séu tvö ríki, með einræðisstjórnar- far. Þess vegna er þróunin i þessum tveimur ríkjum stuðningsmönnum Atlants- hafsbandalagsins mikið fagnaðarefni. óhugnanlega spillingu og almenna mútustarfsemi, að með ólíkindum er. En jafnframt þarf enginn að láta sér detta í hug, að þessi spilling sé bundin við Nixon einan og samstarfs- menn hans; hún er áreiðanlega mjög útbreidd meðal bandarískra stjórn- málamanna og ekki ólík- legt, að ýmislegt fleira eigi eftir að koma upp, áður en yfir lýkur. Fyrir Bandaríkin skiptir nú mestu, að Watergate- málið verði upplýst að fullu og jafnframt öll sú mikla spilling, sem fram hefur komið í sambandi við það. Á grundvelli þeirra upplýsinga verður banda- ríska þingið svo hið fyrsta að taka afstöðu í máli Nixons. Sú óvissa, sem rík- ir um stöðu hans, er banda- rískri utanríkisstefnu til trafala. LÝÐRÆÐIÐ OG NATO Af all fyrir Nixon JÓHANN HJÁLMARSSON ^^STIKUR GYLDENDALS Litteratur- leksikon heitir mikið upp- sláttarrit um bókmenntir. Tvö fyrstu bindin eru komin út, en ráðgert er, að ritið verði fjögur bindi. Ritstjórar eru Henning Harmer og Thomas Jörgensen, en auk þeirra vinna margir bókmenntafræðingar að gerð ritsins. I formála segja ritstjórarnir, að aðaláhersla sé lögð á samtím- ann og danskar bókmenntir, en einnig sé áhersla lögð á erlendar bókmenntir og ein- staka rithöfunda annars vegar vegna mikilvægis höfundanna sjálfra og hins vegar vegna gildis þeirra fyrir danskar bók- menntir. I ritinu er ekki ein- ungis getið fjölmargra rit- höfunda heldur eru þaryfirlits- greinar um bókmenntir ein- stakra landa, skýringar á bók- menntalegum hugtökum og stefnum og ýmsu því, sem tengt er bókmenntunum. Fagurbók- menntir sitja í fyrirrúmi. Allar greinar, sem eru lengri en fá- einar línur og sýna á einhvern hátt ákveðið bókmenntamat, eru merktar höfundum sínum. Engar myndir eru í ritinu. Eins og vænta mátti er hægt að hafa mikið gagn af þessu yfirgripsmikla riti. íslenskur lesandi þess hefur að sjálfsögðu mestan áhuga á að sjá, hvernig íslenskum bókmenntum eru gerð skil. í öðru bindi er yfir- litsgrein um fslenskar bók- menntir eftir Erik Sönderholm háskólalektor, en hann er umsjónarmaður hins íslenska þáttar ritsins. Erik Sönderholm er áreiðanlega velviljaður maður í garð Islendinga, hefur skrifað um Island í dönsk blöð og þýtt nokkrar fslenskar bækur. Margt, sem hann lætur frá sér fara í Gyldendals Litteraturleksikon, er vel athugað. Skrif hans um fslenskar nútímabókmenntir hljóta þó að stafa af ókunnug- leika. Formbyltingarskáld, þ.e.a.s. skáld, sem brutust úr viðjum hefðbundinnar fslenskrar brag- listar og tileinkuðu sér tækni evrópskra og amerískra nútímaskálda, nefnir Erik Sönderholm í þessari röð eftir mikilvægi þeirra: Steinn Steinarr, Hannes Pétursson, Matthías Johannessen og Jónas E. Svafár. Þeir Steinn og Jónas eiga heima f þessari upptaln- ingu, en Hannes og Matthías komu fram, þegar formbylting- in var að mestu um garð gengin (1955—’58). Furðulegt er, að Sönderholm skuli ekki minnast á Jón úr Vör, sem ásamt Steini Steinarr er tvímælalaust það skáld, sem einna mestu hefur ráðið um þróun íslenskrar ljóð- listar. Sama er að segja um Hannes Sigfússon. Dymbilvaka Hannesar var tímamótaverk í Gyldendals Litteratur- leksikon anda þess, sem efst var á baugi í erlendri ljóðlist. Sigfús Daða- son og Stefán Hörð Grímsson hefði einnig verið ástæða til að nefna, sömuleiðis þá Jón Óskar og Einar Braga. Sleppt er að geta þess, hvernig Magnús Ásgeirsson opnaði ungum skáldum glugga út í heiminn með ljóðaþýðingum sínum. Þegar kemur að nýjungum í skáldsagnagerð tekur ekki betra við. Brautryðjendurnir eru nefndir í þessari röð: Thor Vilhjálmsson, Guðbergur Bergsson, Jóhannes Helgi, Jökull Jakobsson og Ingimar Erlendur Sigurðsson. Indriða G. Þorsteinssonar og Jóns Dan er ekki getið, hafa þeir þó báðir ásamt ýmsum öðrum átt þátt í breyta viðhorfum manna til skáldsagnagerðar. Nægir að nefna 79 af stöðinni eftir Indriða og Sjávarföll Jóns. Það, sem sagt er um fslenska leikritagerð, skal birt orðrétt: „Trods livfig og frodig teater- virksomhed i Reykjavik er der ikke framstáet nogen nævne- værdig moderne isl. dramatik, det intressanteste bidrag er Laxness forsög med denne form i forfatterskabets seneste fase.“ Að mati Sönder Holms eru það sem sagt aðeins leikrit Laxness, sem vert er að nefna, leikritahöfundar eins og Agnar Þórðarson, Jökull Jakobsson, Oddur Björnsson, Matthías Johannessen, Jónas Arnason og Birgi Sigurðsson, svo að fáeinir séu nefndir, komast ekki á blað. Af skrá yfir verk um íslenskar bókmenntir, sem Sönderholm birtir, verða ljós þau mistök, sem yfirlitsgrein hans vitnar um. Verk um nútímabókmenntir Islendinga, sem hann hefur sótt fróðleik til, eru þessi: History of Icelandic Poets 1800—1940 eftir Richard Beck, útg. 1950; History of Icelandic Prose Writers 1800—1940 eftir Stefán Einarsson, útg. 1948, og Islenzkar nútímabókmenntir 1918—1948 eftir Kristin E. Andrésson, útg. 1949. Nýlegar bækur og ritgerðasöfn um íslenskar nútímabókmenntir hefur Erik Sönderholm ekki hirt um. Þetta er þvf kynlegra sem ritstjórar Gyldendals Litteraturleksikon segja í for- mála að kapp hafi verið lagt á að afla nýjustu upplýsinga fyrir ritið. Ritið var að þeirra sögn fullunnið haustið 1973. Umsagnir Eriks Sönderholms um einstaka rithöfunda þegar yfirlitsgreininni sleppir skulu ekki ræddar að sinni. Enn eru tvö bindi ókomin. Þó verður ekki hjá komist að benda á nokkur atriði. Guðmund Danfelsson lætur Sönderholm njóta sannmælis, hann hælir Guðmundi fyrir frásagnargleði og sálfræðilegan áhuga. I verk- um Gunnars Gunnarssonar, einkum hinum fyrstu, er sál- fræðin einfölduð og grunn- færnisleg, þar að auki má finna að dönskukunnátta Gunnars og stíl að dómi Sönderholms. Á Guðmund G. Hagalín er drepið í yfirlitsgreininni, en ekki hefur Sönderholm talið ástæðu til að birta sérstaka um- sögn um Hagalín. Skáld að nafni Jóhannes úr Kötlum virðist ekki tilheyra íslenskri bókmenntasögu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.