Morgunblaðið - 31.07.1974, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 31.07.1974, Blaðsíða 35
t* MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. JULl 1974 35 Þessi mynd var tekin á samsýningu danskra málara f Úðinsvéum I vor, þegar forseti Islands, herra Kristján Eldjárn, og kona hans, frú Halldðra, skoðuðu sýninguna, en forsetinn var þá á ferð þarna í tilefni þess, að háskólinn I Óðisvéum gerði hann að heiðursdoktor. Með forsetahjónunum á myndinni eru Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari og lengst til hægri er fslenzk-norska listakonan Margrethe Nielsen fædd Bertelsen, en hún hefur getið sér gott orð sem málari f Danmörku og átti myndir á þessari sýningu. Margrethe er gift Arne Nielsen konsúl Islands f Óðinsvéum. — Þróun 874-1974 Framhald af bls. 2 deildar sjávarútvegsins er Guðmundur Ingimarsson. I deild landbúnaðarins er sýnd þróun þessa atvinnuvegar svo langt sem heimildir ná, en elztu áreiðanlegar og sam- felldar upplýsingar tölulegar eru frá því um 1700. Hér er greint frá því, hvernig ræktun lands hefur verið farið, línurit eru um túnastærð á ýms- um tfmum, yfirlit um notkun áburðar, skýrðar jarðarbætur, og þar sést m.a., hvernig rækt- un eykst mjög verulega með gildistöku jarðræktarlaganna árið 1923, gróðurkortagerð eru gerð skil, yfirlit er um land- búnaðarverkfæri og skýrslur um innflutning landbúnaðar- véla eru aðgengilegar, og svo mætti lengi telja. Þá eru upplýsingar um al- menna neyzlu landbúnaðar- vara, hversu mikill hluti þær eru af daglegri neyzlu, og upp- lýsingar eru um hlutfall land- búnaðarafurða í þjóðarfram- leiðslunni. Þá er einnig gerður saman- burður á mannfjölda í sveitum og þéttbýli á ýmsum tímum og sýnt, hvernig hlutfallið hefur að segja má snúizt við á skömm- um tíma. Eitt það skemmtilegasta, sem fréttamönnum var sýnt á sýningunni, eru tvö hús, sem hlaðin hafa verið að gömlum hætti, og hefur Guðmundur Jósafatsson frá Brandstöðum haft umsjón hleðslunnar með höndum, en hann er einn fárra manna, sem enn þá kunna til þeirra verka. Utan við Laugardalshöllina eru sýndar helztu tegundir landbúnaðarvéla, og einnig gefur þar að lfta plóg og herfi, sem Torfi í Ólafsdal og nemendur hans smíðuðu á sín- um tíma. Þá eru einnig sýndar nýjungar í landbúnaði á sýning- unni, og má til dæmis nefna svonefnt legubásafjós eða lausagöngufjós, en slfk fjós eru nú mjög að ryðja sér til rúms hérlendis. Nokkur slík fjós hafa þegar verið byggð hér. A vegum þeirra aðila, sem standa að sýningum land- búnaðar og sjávarútvegs, fer fram sýnikennsla í matreiðslu, þar sem einvörðungu eru notaðar íslenzkar afurðir. Hús- mæðrakennararnir Margrét Stefánsdóttir og Guðrún Ingvarsdóttir sjá um þessa kynningu. Sýnikennslan fer fram flesta daga og er gestum boðið að bragða á réttunum, auk þess sem dreift er upp- skriftum að þeim réttum, sem matreiddir eru. Sýningin Þróun 874—1974 er opin daglega kl. 14—22, og er aðgangseyrir 250 krónur fyrir fullorðna, en 100 krónur fyrir börn 7—12 ára. Að sögn Agnars Guðnasonar hafa nú um 5000 manns sótt sýninguna. Hún verður opin til 11. ágúst. 1 kvöld kl. 9 hefst sýning á innlendum fatnaði og Skóla- hljómsveit Kópavogs leikur fyrir utan Laugardalshöllina frá kl. 8.30. — Fræðilegt rit Framhald af bls. 2 Sigurður Kristinsson formaður Landssambands iðnaðarmanna skrifa, segir m.a.: „Gera má ráð fyrir, að þær miklu upplýsingar, sem hér hefur verið safnað saman á einn stað, geti komið fleirum að gagni en þeim, sem að úttektinni stóðu. Það er von samtakanna, að með því að láta vinna þetta verk, hafi verið unnið gagnlegt starf, til þess að varpa nokkru ljósi á at- vinnusögu Islands sfðustu ára- tugi. Það er von okkar, að sú aukna þekking, sem við það fæst, stuðli að auknum skilningi á stöðu og þýðingu iðnaðarins fyrir þjóðarbúið." Þegar þetta verk hófst voru Gunnar J. Friðriksson og Vigfús Sigurðsson formenn í þeim tveim samtökum iðnaðarins, er að þess- ari útgáfu standa. Núverandi for- menn eru Davíð Scheving Thor- steinsson og Sigurður Kristins- son. Ætla má, að rit þetta eigi eftir að verða gagnlegt öllum þeim, sem kynna vilja sér á hlutlausan og fræðilegan hátt efnahagsþróun áranna 1950—70, enda er ritið hentugt til uppsláttar. Margir sér- fróðir menn hafa unnið að gerð bókarinnar á vegum Hagvangs hf., en að auki hafa menn úr at- vinnulífinu, sérstaklega þeim at- vinnugreinum, sem um er fjallað, lesið handritið og gert við það sinar athugasemdir og gefið ábendingar. Bókin verður seld í bókabúðum og kostar 1170 krónur. — Góð kveðja Framhald af bls. 36 bréfsins er einkum varðveittur á tveimur skinnhandritum frá mið- öldum, öðru íslenzku, og eru bæði varðveitt í Svíþjóð. I bréfi, er Sverri Egholm lands- bókavörður Færeyinga ritaði með gjöfinni, segir, að hún sé send „í sambandi við 1100 ára tjóðarhátíð lslendinga — við bestu kvöðu okkara við ynskinum um eyðnu- góða framtíð í menningar- starvssemi fslendsku tjóðarinn- ar“. Frétt frá Landsbókasafni Islands. — Deilt um Framhald af bls. 13 ná 200 sjómílur frá grunnlínu og ákvæði eru þar um siglingafrelsi og fleira. 1 kaflanum um land- grunn segir meðal annars: „Land- grunn strandríkis nær út fyrir landhelgi þess allt að 200 mílur frá viðeigandi grunnlínum og yfir eðlilegt framhald landsvæðis rikisins, þar sem slík eðlileg fram- lenging nær út fyrir 200 mílur.“ Þetta ákvæði ásamt ákvæðun- um um eyrfki olli mestum erfið- leikum á lokastigi tillögugerðar- innar. Ástralía og Argentína eru ekki meðflutningsaðilar, af því að ekki er tekið fram berum orðum, að réttindi strandríkis nái út að landgrunnsrótum. Indónesia taldi hins vegar að athuguðu máli rétt að standa að flutningi þessa máls, enda er f vinnuskjalinu tekið undir meginkröfur eyríkja. — Stikur Framhald af bls. 14 fantasíur ýmiskonar, „sem blómstra nú ekki síður en dóku- mentarisminn víða um lönd — við kannski meiri almannahylli en menntamanna". Gaman hefði verið að fá útlistun á þessu fyrirbrigði og sömuleiðis rökstuðning í stað alhæfinga, sem vaða uppi og margar hverj- ar eru ákaflega andrfkar. Þessu gerir höfundurinn sér grein fyrir í eins konar eftirmála, en sendir um leið íslenskum gagn- rýnendum og fræðimönnum um bókmenntir eftirfarandi kveðju: „Og kannski er ekki sfður engin vanþörf á aðeins meiri glannaskap, sveigjan- leika í hinni oft þurrlegu bók- menntaumræðu hérlendis." Eina skáldskaparefnið f Eim- reiðinni að þessu sinni er smá- sagan Brot eftir Unni Eiríks- dóttur, liðlega samin saga, sem lýsir eintali konu við spegil. — Atli Dam Framhald af bls. 1 mánudag f verzlun í Þórshöfn á- samt 50 skotum. I fréttum frá NTB segir, að tilræðismaðurinn sé 29 ára gamall og heiti Bugvi Joensen. Hann var ákærður fyrir nokkrum mánuð- um fyrir að hafa uppi áætlanir um mannsmorð, en var sýknaður. Við það tækifæri var hann settur f geðrannsókn, en úrskurðaður heilbrigður. A meðan hann var á sjúkrahúsinu, strauk hann og stal læknisbátnum „Rauði krossinn" og sigldi til Noregs, en Slysavarn- arfélag Islands var fengið til að gera leit að bátnum. Norsk yfir- völd framseldu manninn til Fær- eyja. Þjóðhátíðin 1 cinemascope GlSLI Gestsson, kvikmynda- gerðarmaður, kvikmyndaði alla þjóðhátfðina á Þingvöllum f cinemascope. Leigði hann sér- staka linsu til þessa erlendis frá og var með fimm manna lið við kvikmyndatókuna. Gísli tjáði Morlgunblaðinu f gær, að töluverður aðdragandi hefði verið að því, að hann réðst í þetta fyrirtæki. Fyrir allt að tveimur árum átti hann viðræður við þjóðhátíðarnefnd um kvik- myndun þjóðhátíðarinnar með þessum hætti. Þjóðhátíðarnefnd var hins vegar þröngur stakkur sniðinn fjárhagslega og treysti sér ekki til að kosta gerð myndar- innar af þeim fjármunum, sem hún hafði yfir að ráða. Gfsli sagði aftur á móti, að úr því að það tókst að kvikmynda hátíðirnar 1930 og 1944, hefði sér þótt súrt, ef ekki reyndist unnt að endurtaka leikinn nú vegna peningaleysis. Að vísu hefði sjón- varpið skráð þennan merkilega atburð í myndum, en það væri mest megnis í svart-hvítu og auk þess væri sjónvarp allt annar f jölmiðill en kvikmyndin. Hann kvaðst því hafa ákveðið að ráðast í verkið upp á eigin spýtur og hafi það tekizt fyrst og fremst fyrir góða fyrirgreiðslu Fuji-filmuframleiðandanna, sem veittu honum mjög hagstæða samninga um kaup á 35 mm film- um. Engu að síður sagði Gísli, að þetta hefði verið geysilega dýrt og ef einungis væri miðað við filmu- kostnað og framköllunarkostnað, hefðu 200 þúsund krónar farið þennan eina dag. „Mér fannst hins vegar ekki vansalaust að láta þennan viðburð líða, án þess að hann væri kvik- myndaður í heild sinni, og ég er ákveðinn í að ljúka þessari mynd, ef mér tekst að kljúfa kostnaðinn með góðra manna aðstoð,“ sagði Gísli. Hafnaraðstaða fyr- ir Akraborg ekki tilbúin á þessu ári VEGNA aðstöðuleysis f Akranes- og Reykjavfkurhöfn, getur nýja Akraborgin ekki tekið bíla inn á bflaþilfarið. Er aðeins hægt að koma 11 bflum fyrir á efra þil- fari, en á bflaþilfari gæti rúmast 51 bfll. Efra þilfarið hefur verið fullnýtt f öllum ferðum skipsins, og orðið hefur að vfsa mörgum frá með bfla sfna. Mbl. ræddi við Þórð Hjálmsson, framkvæmdastjóra Skallagrfms hf., og innti eftir því hvenær hafnaraðstaðan yrði tilbúin, þannig að aka mætti bílum inn og út úr skipinu. Svaraði Þórður því til, að á Akranesi væri byrjað að steypa ker, sem sökkt verður f innri höfninni, þar sem Akraborg fær aðstöðu. I Reykjavík eru framkvæmdir ekki hafnar, enda ekki búið að velja stað fyrir skipið. Koma tveir staðir til greina, við Grófarbryggju, þar sem Akraborgin liggur venjulega, og í horninu við Faxagarð. Taldi Þórður ólíklegt, að hafnaraðstaða í báðum höfnunum yrði tilbúin á þessu ári. Þórður sagði, að nýja Akra- borgin hefði reynzt ákaflega vel og ferðir hennar verið mikið notaðar, enda færi nú betur um farþegana en í gömlu Akraborg- inni. Sagði Þórður, að nauðsyn- legt væri að hraða framkvæmdum í höfnunum, svo að hægt væri að nýta til fulls rýmið á bflaþilfar- inu. Fannborgarmótið 1 Kerl- ingarfjöllum HIÐ árlega Fannborgarmót Skfðaskólans f Kerlingarfjöllum verður haldið í Kerlingarfjöllum um helgina. Þátttaka f mótinu verður mjög mikil að þessu sinni — Hans G. Andersen Framhald af bls. 1 kostnað strandrfkja. Kvað Hans fulltrúa meir en 100 rfkja á ráðstefnunni hafa lýst stuðn- ingi við 200 mílna auðlinda- svæði og kvað viðhorfin gjör- breytt frá fyrri hafréttarráð- stefnum. Sagðist hann vona, að almenn samstaða tækist um 200 mílna regluna, enda væri ekki að vænta árangurs á ráðstefn- unni, nema svo yrði. Fleiri ræð- ur um vinnuskjalið átti svo að flytja í gær. 1 gær og f fyrradag hefur forseti ráðstefnunnar, Amera- singhe, sett fram hugmyndir um einhvers konar ályktun í lok fundanna í Caracas og um að halda áfram fundum i Vínar- borg næsta vor, en ekki síðar á næsta ári, eins og áður hafði verið ráðgert. Þessum hug- myndum hans um ályktun hef- ur ekki verið vel tekið. Nokk- urrar áhyggju er nú farið að gæta, að árangur fundanna i Caracas verði ekki eins mikill og vera þyrfti. Haagdómurinn hefur ekki verið nefndur í neinni ræðu hér á ráðstefnunni og texti hans hefur ekki borizt hingað í heild. um helgina og þar mun keppa margir útlend- ingar, auk allra beztu skfða- manna lslands. öll aðstaða til skfðaiðkana hefur batnað mjög mikið í Kerl- ingarfjöllum í sumar, en nú er búið að koma fyrir tveimur 600 metra lyftum í brekkunum, þannig að geysistórt skíðasvæði hefur nú opnast til nota fyrir skfðafólk. íslenzkir skíðamenn, sem keppa í Kerlingarfjöllum um helgina verða frá Akureyri, Isafirði, Reykjavík og vfðar. Þá munu sex útlendingar keppa, einn frá Austurrfki, einn frá Frakklandi, tveir frá Bandaríkjunum og tvær stúlkur frá Italíu. Þannig að hér verður um alþjóðlegt mót að ræða. Veður hefur verið mjög gott í Kerlingarfjöllum í sumar og hafa þeir sem þar hafa dvalið, komið vel brúnir til baka. — Samkomulag Framhald af bls. 1 Aþenu, þegar fregnir bár- ust af samkomulaginu. Þó að Grikkir hafi þurft að slá mikið af sínum kröfum, lýstu grískir embættis- menn ánægju sinni með samkomulagið, þar sem það dró úr stríðshættu. I Ankara fagnaði tyrk- neski forsætisráðherrann samkomulaginu og sagði, að það skapaði sterkan og heilbrigðan grundvöll fyrir framtið Kýpur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.