Morgunblaðið - 02.08.1974, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.08.1974, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. AGUST 1974 29 BRUÐURIN SEIvt ■ ■ % # /V Eftir Mariu Lang ■ I ii |™ Þýðandi: Jóhanna Kristjónsdóttir 17 má ég taka fram enn einu sinni, að það er við Anneli að eiga, og hún er satt að segja ákaflega óvenjuleg stúlka. Og Christer fékk það staðfest rétt einu sinni enn, að það er ómögulegt að henda reiður á því, sem f konusál hrærist. Gat verið, að Dina væri að skrökva? Og gat verið, að Anneli hefði einnig ver- ið að skrökva og tilfinningar hennar til unnustans hefðu verið allt aðrar en hún gaf í skyn? Hvernig gat hann verið viss um nokkurn skapaðan hlut í þessu máli? Hlé varð á samræðum þeirra, þegar þjónninn birtist og Christer mundi allt í einu eftir, að hann hafði ekkert borðað sfðan snemma um morgunin. Dina sagði að hún hefði ekki fengið almenni- legan mat í f jóra dag og matarlyst hennar gaf til kynna, að það væri ekki fjarri sanni. Þau snæddu af beztu lyst gómsætan málsverðinn og minntust ekki á allar þær spurningar, sem brunnu á vörum beggja meðan þau neyttu matar- ins... Þau skröfuðu vítt og breitt um starf Dinu f bankanum, um veðrið, um sameiginlega kunn- ingja. Dina spurði, hvernig Einar Bure liði og Christer fánn, að hann saknaði Puck. Hann gaf dýrðlegar lýsingar á eins ára gömlum syni þeirra, sem hann var guðfaðir að, og Ioks sagði Dina brosandi: — Ekki skil ég, hvers vegna þú hefur ekki gift þig? — Ég hef ekki enn fundið þá réttu. Hann lyfti glasinu sínu. Hvernig væri að ég spyrði þig sömu spurningar? Hún yppti öxlunum. — Ég verð að segja hinn hryggi- lega sannleika — það vill mig enginn. Var einhver beizkja f rómnum? Ef svo hafði verið, tókst honum ekki að skýra þá hugsun fyrir sér til hlftar, því að Sebastian Petren, sem virtist vera á útleið gekk framhjá borðinu þeirra. Hann var blóðrjóður í framan og sveittur langt upp á skallann, og hann beygði sig fram og hvfsl- aði: — Einkennileg saga. Slíkt og þvflíkt hefur aldrei gerzt hér f Skógum. Og mikið skelfing finn ég til með henni Gretel. Við þessari yfirlýsingu var svo sem ekkert sérstakt svar. Christer spurði: — Hvernig kom hún þér fyrir sjónir í gær? Anneli auðvitað... Var hún æst? Þunglynd? Leið yf- ir einhverju? Svarið var eins virðulegt og hægt var að búast við eftir allt það kampavfn, sem hann hafði innbyrt. — Ég sá Anneli ekki í gær. Christer sagði rólega. — Þá her ég misskilið það. .. Mér hafði skilizt, að hún hafði komið f heimsókn á skrifstofuna um eitt leytið. — AIls ekki. Og klukkan eitt... var ég heldur ekki á skrifstof- unni. En augnaráðið var hvarflandi og hann forðaðist að horfa beint framan í lögregluforingjann. Christer hélt áfram hlífðar- laust, vægðarlaust. — Og það vill ekki svo til að þú hafir hitt hana nokkru síðan hjá Falkman? — Hjá... hjá... Það var óhugnarlegt að sjá hvemig hann skipti litum, og Dina hugsaði með sér, full skelf- ingar, að hann myndi sennilega fá hjartaslag á staðnum. Christer grip í manninn, sem virtist vera að hnfga út af. En hann reif sig lausan og reikaði f átt til dyra. Christer settist aftur, hann var bæði iðrandi og reiður. — Það er alveg dæmalaust, að það er aldrei hægt að ljúka sam- tali við þennan mann... Dina starði á hann og var for- vitnin uppmáluð. — Hvað f ósköpunum varstu að tala um? Hvers vegna varstu að minnast á Fanny Falkman? Varla hefur Sebastian verið þar í gær? Christer ákvað að vera- hrein- skilinn. Hann sagði frá heimsókn þeirra Berggrens í verzlunina og þeim einkennilegu orðum, sem gamla konan, Gustava Eriksson, hafði látið falla. Dina vék samstundis að einu atriði. — Það kom aðeins einn skúr í gær og þá stóð ég einmitt fyrir framan verzlunina og Anneli var inni. Ef Gustava gamla er viss um, að'Sebastian hafi laumazt út, ein- mitt þegar rigningunni slotnaði, þá er augljóst, að hann HEFUR VERIÐ ÞAR ALLAN TÍMANN. En Christer, það nær ekki nokk- urri átt? Christer varð enn hugsað, að hún væri alveg sérstaklega lagleg og viðfelldin stúlka, einnig þegar hún var alvöru gefin. Löngun hans til að ræða hvarf Annelis dvínaði óðfluga. Og það var ekki fyrr en síðar um kvöldið, að þau komu aftur að því. — Segðu mér nú, Dina, hver er þfn raunverulega skoðun á hvarfi Annelis? Enda þótt hún hafi ekki trúað þér fyrir innstu leyndar- málum sínum, þá hlýtur þú að hafa verið sú manneskja, sem þekktir hana bezt. Skeyttu ekki hætis hót um staðhæfingar þeirra Sebastians og Fannyar, þær fá hvort sem er engan veginn stað- izt. Ekkert er svo óskiljanlegt, að skýring finnst ekki á þvf að lok- um.... Heldurðu að hún hafi bara ákveðið — si svona upp úr þurru — að stinga brúðguma sinn af? — Ja-a... Hún dró seiminn og horfði ráðleysislega á hann. — Já ég býst við ég gæti ekki komizt að neinni annarri niðurstöðu. En þó LJOS & ORKA GLÆSILEGIR ÞÝZKIR GÓLFLAMPAR Velvakandi svarar í síma 10-100 kl. 10.30 — 1 1.30, frá mánudegi til föstudags. 9 Til hvers þjóð- búning ef ekki á þjóðhátíð? Fanný Jónmundsdóttir sendir okkur eftirfarandi bréf: „Islenzki þjóðbúningurinn er hátíðlegasti klæðnaður, sem fslenzk kona getur skartað. Eða er það ekki? Á þjóðhátíðinni á Þingvöllum voru margar konur þessarar skoð- unar og skörtuðu þær sínu feg- ursta og jafnvel voru stúlkubörn allt niður í tveggja ára aldur á upphlut til augnayndis og ánægju fyrir alla þá, sem voru f hátíðar- skapi, og það voru vfst flestir. Það eru ekki allar konur, sem eru svo heppnar að eiga sér þjóð- búning. Þetta er dýr klæðnaður, sérstaklega skautbúningurinn, en þar skiptir þó miklu máli, hversu miklu silfri hann er búinn. Það fór ekki á milli mála á þjóðhátíðinni, að mikill jöfnuður ríkir manna á meðal hér á Islandi. Það er ekki sízt alrtiúgakonan, sem virtist hafa haft efni á þvf að eignast þjóðbúning. Konur fyrirmanna þjóðarinnar virtust ekki eiga þjóðbúning. En hvernig er það, hafa ekki einhverjar þessara ágætu kvenna fengið að gjöf þjóðbúning og jafn- vel skautbúning? Hvenær ætti það betur við en einmitt á þjóðhátíð að bera slíkan búning? Nei, sannleikurinn er sá, að flestar fyrirkonurnar, sem sér- staklega var boðið stúkusæti á þjóðhátiðinni fannst betur til- Ef ViAWN VfEFO^ YIIG \ VES5D V£6!N0M £E VÁ VEW) £6 V/Í/.A0S/ fallið að vera í „safarifötum" eða einhverju slfku I tilefni dagsins. Hvár er nú allur hátfðleikinn? Ég sá aðeins tvær konur meðal fyrirkvenna, sem báru þjóð- búning. Kona biskupsins, frú Magnea Þorkelsdóttir, var í mjög fallegum upphlut með stór- fallegan möttul, og frú Sigurlaug Bjarnadóttir, alþingismaður, kona Þorsteins Thorarensens, bar peysuföt með sérlega smekklegn vaðmálssvuntu út fslenzku hand- ofnu efni. Þessar konur báru af öðrum konum f heiðursstúkunni. Fanný Jónmundsdóttir.“ 9 Skotthúfan og skautfaldurinn Bréf Fannýjar minnir Vel- vakanda á það, að hann átti orða- stað við unga stúlku nokkrum dögum fyrir þjóðhátfðina og var þá einmitt rætt um þjóðbúninga. Stúlkan sagðist hafa verið að hugsa mikið um það að koma sér upp þjóðbúningi, annaðhvort peysufötum eða upphlut, fyrir þjóðhátíðina, en sagðist ekki geta hugsað sér að ganga um með „þessa asnalegu skotthúfu", eins og hún orðaði það. Hún sagðist hafa orðað það við fullorðna konu, sem hún þekkir hvort ekki mætti einfaldlega sleppa skotthúfunni, en sú taldi það af og frá. Þar með hafi þetta mál verið útrætt frá sinni hendi. Þetta leiðir huganna að þvf, hvort það sé i raun og veru nauðsynlegt að bera höfuðföt við þjóðbúningana. Nú verður að vfsu ekki sagt um skotthúfur, að þær séu þung höfuðföt og óþjál f meðferð, hvað sem fegurð þeirra lfður, en skaut- faldurinn erþað áreiðanlega. Vel- vakandi þekkir tvær konur, sem báðar eiga skautbúning og hafa haft mörg tækifæri til að bera hann, en hafa sjaldnast gert það vegna þess, að þetta er ekki búningur, sem konur bregða sér f, heldur er nauðsynlegt að fá hjálp við að klæðast honum, og ekki á allra færi að veita þá hjálp, auk þess sem nauösynlegt er að gera ráð fyrir sérstakri hárgreiðslu, svo vel fari. Skautfaldurinn er tígulegur höfuðbúnaður, sem getur verið vel við eigandi við mjög hátíðleg tækifæri, og sjálfur búningurinn er ákaflega fallegur, eins og fáum getur blandast hugur um. Það er ekki úr vegi að ætla, að stundum hafi skotthúfur og skautfaldurinn beinlfnis orðið til þess að draga úr því að konur hafi komið sér upp þjóðbúningi, og er þá illa farið. Nú þætti okkur vænt um að fá skoðanaskipti um þetta, þvi að við hér á ritstjórninni erum þvf miður ekki svo vel að okkur f islenzkum klæðaburðarfræðum, að við treystumst til að skera úr þvf, hvort það séu kannski helgi- spjöll að klæðast þjóðbúningi, án þess að skotthúfan eða skaut- faldurinn séu borin einnig. # Hestar á ösku- haugum Reykja- vfkurborgar Sigrfður Hallgrímsdóttir hafði samband við Velvakanda vegna bréfs frá sauðavini, sem birtist hér í dálkum s.l. miðviku- dag. Það er þó ekki efni bréfsins, sem Sigríður vildi gera athuga- semd við, heldur hugleiðingar Velvakanda í framhaldi af þvi. Þar segir, að sorphaugar okkar Reykvfkinga séu rammgirtir og vel varðir, en Velvakanda hefði verið nær að athuga málið betur áður en hann fór að hælast um yfir ffnirfinu. Sigríður segir nefnilega, að á sorphaugunum sé jafnan fjöldi hesta innan girðingarinnar, en hliðið sé opið allan daginn. Fyrir skömmu átti hún leið þarna upp eftir og ofbauð að horfa á skepnurnar rffa f sig skemmdan mat og annan úrgang. Hún nefndi þetta við eftirlits- menn, sem þarna voru, en þeir sögðust ekki geta staðið f því að reka hestana út um hliðið. Hún sagðist þá hafa spurt, hvernig því yrði tekið, ef hestarnir dræpust, en svarið var þá á þá leið, að þeir hlytu þá að vera löngu dauðir ætti það fyrir þeim að liggja að éta sorp sér til óbóta. Sigrfður sagði, að hestar þessir hefðu verið frá Gufunesi, en fyrir nokkrum árum hefðu hestar þaðan einmitt komizt í skemmt hveiti á sorphaugunum og hefðu þeir orðið fárveikir af. Hún bætti þvf við að lokum, að sér fyndist, að dýraverndunar- samtök ættu hiklaust að láta þetta til sín taka. Velvakandi vill aðeins bæta þvi_ við, að vandalítið hlýtur að vera að gæta þess, að hestar eða aðrar skepnur komist ekki inn fyrir hliðið á sorphaugunum, þar sem hliðið er aðeins opið á daginn, auk þess sem verðir eru hafðir á staðnum, þegar haugarnir eru opnir, en að öðru leyti er þessum athugasendum beint til heilbrigðisyfirvalda. I/ '( VE V/AWN VIIG IKKI úV VES50 ‘ofóAX A YKMGOW VÁ VRIM ÍG ‘bMVSYlotQÍ IV mu M£F0R YIIG \ V£SS0M VR/tLVÓYll LW S)AG £NNVA M£IMTA ÍG \<AuP(YÆKKOW/ kakto m a? vm/ EINJ5 OG 5m5\GGM EINNIG ÚRVAL DANSKRA GÓLFLAMPA LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL LJÓS & ORKA Suóurlandsbraut 12 simi 84488 Jötul Ofnar í sumarbústaðinn nýkomnir. Brenna öllu. V E R Z LU N 1 N G Eísil m Vestugötu. nucivsmcnR ^*-*22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.