Morgunblaðið - 22.08.1974, Side 19

Morgunblaðið - 22.08.1974, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. ÁGUST 1974 19 Hafsteinn Sigurbjarnarson Reykholti - Minning F. 11. febrúar 1895 D. 18. maf 1974 Hinn 18. maí siðastliðinn andað- ist að Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi Hafsteinn Sigurbjarn- arson eftir stutta sjúkdómslegu. Hann var fæddur að Vigdisar- stöðum i Linakradal 11. febrúar 1895. Foreldrar hans voru þau hjónin Sigurbjörn Hansson og Ragnheiður Stefánsdóttir. Mér tókst aldrei að kynnast langafa mínum náið, enda langt á milli okkar. Margir hafa þó orðið til þess að fræða mig um hans erfiðu, en jafnframt athafnasömu æfi. Sem barn að aldri ólst hann í fyrstu upp hjá foreldrum sínum, en aðeins átta ára gamall missti hann föður sinn, og mátti þá móð- irin ein sjá fyrir þremur börnum sínum, upp á eigin spýtur. Það var erfitt, en einhvern veginn tókst henni, að koma þvi svo fyrir, að leiðir hennar og einkasonarins lágu saman að einhverju leyti. En þrátt fyrir það átti drengur- inn misjafna daga, því móðirin vann baki brotnu og gat þvi ekki sinnt drengnum eins mikið og hún hefði helzt viljað. Samt sem áður óx hann og þroskaðist á alla lund, og kannski fékk hann meiri skilning á lífinu en aðrir, einmitt vegna þess hve ungur hann kynntist ýmsum hliðum þess. Hann hóf snemma baráttu fyrir lífinu og hélt henni áfram fram á síðustu ár. Hinn 13. maí 1921 kvæntist hann Laufeyju Jónsdóttur frá Höfnum á Skaga. Foreldrar henn- ar voru Jón Bjarnason skipstjóri og Ölína Sigurðardóttir ljósmóðir á Skagaströnd. Laufey var hin mætasta kona, gestrisin og örlát, og manni sínum hinn bezti lffs- förunautur. Hann missti mikið, þegar hún andaðist fyrir fjórum árum. Eg man vel eftir langömmu minni, þótt ég hafi ekki verið gömul, og allar þær minningar eru bjartar og hlýjar. Þau hjónin stofnuðu bú sitt að Bergsstöðum í Miðfirði. Fimm ár- um siðar fluttust þau búferlum að Háagerði á Skagaströnd og nokkru seinna að Finnstöðum. A þeim árum var oft þröngt í búi og erfitt uppdráttar, því að barnahópurinn var orðinn stór. Alls eignuðust þau hjón sjö börn, allt dætur, sem nú eru búsettar víðs vegar um landið. Þessi tími var þungur í skauti, en með þrautseigju og dugnaði sigraðist hann á erfiðleikunum, sem að steðjuðu. Arið 1942 réðist hann 1 að byggja húsið Bergsstaði á Skaga- strönd. Þar bjó fjölskyldan f sex ár, þar til að lokum hann byggði húsið Reykholt, er hann bjó í fram á sfðasta dag. mundsson F. 15. febrúar 1973 D. 8. ágúst 1974. Þann 8. ágúst hvarf okkur lítill drengur, Jón Gunnar. Jón Gunnar var alltaf hýr og glaður, en hvað segir máltakið. Allt tekur enda um síðir. Já, brosið hans hvarf, en við vitum, að bros hans er bjart- ara nú en þegar hann lá á Land- spítalanum, já, þar lá Jón Gunnar síðustu dagana sína. Jón Gunnar var ekki einn í sín- um veikindum, starfsfólk gerði það, sem það gat, og ekki megum við gleyma móður hans Björk Gunnarsdóttur og föður Guð- mundi Jónssyni, sem hjá honum voru öllum stundum. Guð minn, styrktu þau og varðveittu um alla eilifð. Hver getur hjálpað fólki i svo mikilli sorg? Hvernig yrði okkur við að missa Dæturnar uxu úr grasi, giftust og eignuðust sín börn. Langafi minn átti eftir að verða allt í senn faðir, afi og langafi. Þrátt fyrir að hann var ætfð störfum hlaðinn, var hann um- hyggjusamur faðir. Hann var van- ur að segja, að bezti auður sinn, væru börnin. Og hann lét sér ekki nægja aðalauppeiginbörn. Flest bamabörnin áttu sitt annað heim- ili hjá ömmu og afa, og veit ég, að þau minnast þeirra stunda með þakklæti og virðingu. — Og þá var það litli drengurinn, dóttur- sonurinn, sem ólst upp hjá þeim fyrstu æviár sín. Hann var sólar- geislinn á efri árum þeirra og vfst er, að hann mun ætíð búa að því veganesti, sem hann hlaut hjá þeim. 1 Reykholti var gestkvæmt mjög. Þangað komu menn úr öllum stéttum þjóðfélagsins og um langan tíma ráku hjónin þar matsölu. Arðurinn af þeirri starf- semi var þó ekki mikill, þvf að þar fengu menn húsaskjól, hvort sem þeir höfðu ráð á því eða ekki. Hjartagæzkan sat ávallt í fyrir- rúmi. Þangað kom einnig gamalt fólk og dvaldist þar sína síðustu lffdaga. Þar leið því vel og það naut umhyggju og hjúkrunar hús- móðurinnar. Mikið þurfti til að framfleyta þessu margmenna heimili, og þó að langafi minn ynni myrkranna á milli, dugði það tæplega til. Oft varð vinnu- dagurinn langur. Um tíma leigði hann út hluta hins stór húss til skólahalds og í mörg ár rak hann þar verzlun ásamt búskapnum. Eg minnist þess, hvar hann sat á bak við búðarborðið og var örlátur á góð- gætið, þegar ég heimsótti hann. En þrátt fyrir geysimikið ann- rfki urðu alltaf einhverjar stund- ir, sem langafi minn gat notað í eigin þarfir. — Hann átti sér áhugamál, hann skrifaði bækur um ýmis efni og hann hafði dá- læti á að yrkja. Fremur var hann litillátur með þessa hluti, og fram- an af þorði hann aldrei að láta skáldskap sinn koma fyrir ann- arra augu. Þótt ljóðin væru mörg er þó mikill fjöldi, sem hvorki hefur né mun koma fram í dags- ljósið. Eftir að börnin voru orðin upp- komin og gömlu hjónin orðin ein með sitt bú, þurfti minna fyrir lífinu að hafa. Þrátt fyrir það sinnti heimilisfaðirinn störfum sínum fram á síðustu ár. Þegar svo eiginkona hans fór yfir landamærin miklu og hann var orðinn einn eftir meðal dætr- anna og fjölskyldna þeirra, gaf hann sér loks næði til þess að líta yfir farinn veg. Nú þegar langafi minn er allur, þökkum við honum allt hið liðna og minnumst hans með söknuðu. Hvíli hann i friði. Þórey Friðbjörnsdóttir. —Minning það yndislegasta, sem við áttum? En ég veit, að guð gefur eitthvað í staðinn. Guð minn, Björk og Guðmund- ur hafa mikla sorg á herðum sín- um núna og engin önnur lausn er en að horfa á þig og biðja um hið bjarta. Það væri gaman að geta horft til Jóns Gunnars, og fengið fulla vitneskju, geta kvatt hann ánægð- an, frískan og glaðan, fyrst við vissum, að til þessa kæmi, og að vita til þess að mega sjá hann. En við ráðum ekki öllu þótt við vild- um og við, sem ekki sáum hann veikan á Landspítalanum, lifum í endurminningunni um hann, þeg- ar hann rétti okkur leikföngin sin svo glaður og bjartsýnn. Já, ég man eftir honum elskulega Jóni Gunnari, þegar hann sfóð fyrst uppi i rúminu sínu glaður yfir dugnaði sínum. Nú þegar faðir minn er frá okk- ur farinn, rifjast upp svo enda- lausar minningar frá löngu liðn- um dögum. Ég var fimm ára, þegar yngsta systir mín fæddist. Þá nótt fékk ég að sofa hjá pabba. Ég lá með höfuðið á handlegg hans og horfði á stóra ofninn með kórónunni á toppnum, hún náði nærri upp i loft. Eg minnist þess, hve mér fannst gamla stofan í Finnstaða- bænum sérstaklega björt og hlý þetta kvöld. Allt var svo rólegt, og ég sjálf svo örugg. Vöðvarnir á handleggnum, sem ég hvildi á, sýndu, að til annars höfðu þeir verið notaðir en til þess að halda á telpukríli, þótt sjöunda dóttirin væri að fæðast. ÖIl verk, sem bóndi þurfti að vinna millifjallsogfjöru, plægja, girða, byggjahúsino.fl. á jörð eftir jörð, hafði hann unnið ótrauður myrkranna á milli, að segja má með berum höndum. Ég man eitt kvöld um sumar. Faðir minn stöð fyrir framan bæ- inn, hallaði sér upp að bæjarþil- inu og fylgdist með manni, sem kom ríðandi heim frá veginum. Ef til vill hefur þetta verið einhver skuldheimtumaður, þar sem hann var ekki vanur að bíða þannig eftir gestum, sem alltaf var nóg af. Þótt ég væri lítil, fannst mér ég finna einhvern vott af áhyggjum hjá honum. Sjálfsagt hefur ekki alltaf verið af nógu að taka í þá daga með svo stóran barnahóp. Þennan dag hafði ég verið send á engjar með kaffi handa fólkinu. Þá hafði ég verið næstum búin að gæða mér á öllum molasykrinum, þegar ég náði til sláttumannsins. Ég átti því von á áminningu, en hún var mjög væg að mér fannst. Þó hef ég aldrei gleymt henni. Eftir að hafa talað um, hvað ég hafði gert af mér sagði hann: „Þegar einhverjum er treyst til að gera einhvern hlut, verður hann að sýna, að hann sé traustsins verður.“ Eftir að við fluttum inn á Skagaströnd, fór ég í fyrsta skipti að heiman. Ég var barnfóstra f húsi í hinum enda staðarins, þá sjö ára gömul. Ég man hvað pabbi kom oft við hjá mér, þegar hann var búinn að vinna á kvöldin. Hann sat hjá mér á túnblettinum og var alltaf með eitthvað gott til að gefa mér eða gaf mér aura. Ég var oft undrandi yfir, að hann skyldi ekki heldur fara beint heim. — Seinna þóttist ég sjá, að föður mínum hafði verið hugsað til sjálfs sfn á þessum aldri. Föð- urlaus drengur, sem flæktist bæ frá bæ, stundum með móður sinni, stundum skilinn einn eftir, þegar hún hafði ekki ástæður til að hafa hann með sér. Þeir erfið- leikar á unglings- og uppvaxtarár- um hans hafa sjálfsagt gert hann harðan og ákveðinn í að búa börn- Við minnumst máltækisins. Lengi skal við ljúfan kenna. Það er áreiðanlegt, að Jón Gunnar verður mikill og vel metinn mað- ur hjá sínu fólki. Þegar æviröðull rennur rökkvar fyrir sjónum þér hræðstu eigi hel er fortjöld hinum megin birtan er. Höndin sem þig hingað leiddi himins til þig aftur ber, Drottinn elskar, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Ég kveð Jón Gunnar með minni innilegu samúð til foreldra hans og bið guð um að hjálpa þeim í sorg þeirra. G.b. nucivsincRR «£^-«22480 Jón Gunnar Guð- um sfnum gott heimili, þar sem hann í lífi sínu var alltaf að stækka og bæta heimili okkar. Oft lagði hann hart að sér, þótt læknar teldu hann ekki færan til Afmælis- og minning- argreinar ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar vinnu bæði eftir slys, sem oft hentu hann, eða aðgerðir. En hann spurði engan, hvað væri sér fyrir beztu, alltaf hélt hann áfram, — og honum lánaðist það. Alltaf voru nóg verkefnin og nóg- ur áhuginn til framkvæmda. Faðir minn lofaði oft sitt barna- lán og taldi það eitt mesta lán sérhvers manns. Ég vii þakka honum allt á mfnu bernskuheimili, sem alltaf var svo bjart og hlýtt og fullt af lífi og fjöri, þar mættust sjö systur og tengdasynir, nftján barnabörn og sjö barnabarnabörn. Ég mun sakna hans, en ég er innilega glöð yfir því að hann þurfti ekki að liggja langar legur í ellinni. Ég veit, að hann meinti það, er hann sagðist vilja fá að fara, þegar starfskraftarnir væru búnir. Ahuginn og viljinn dugir þá ekki lengur. G:A. Hafsteinsdóttir. verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á f mið- vikudagsblaði, að berast f sfð- asta Iagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera f sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu Ifnubili. Til sölu Ford Pick-up árgerð 1 972. Ekinn 20 þús. mílur með álhúsi. 6 cyl. beinskiptur. Chevrolet sendiferðabifreið 1971 með diesel- vél. Gluggará hliðum. Upplýsingar í símum 1 2879 og 25988 milli kl. 9 — 5. jŒZBaLLedtekóLi bópu Dömur athugiö Nýr 3ja vikna kúr hefst mánudaginn 26. ágúst. Likamsrækt og megrun fyrir dömur á öllum aldri. Morgun-, dag- og kvöldtímar. Næst sið- asta sumárnámskeiðið. Sturtur — Sauna K| mwm m - — Tæki' uPP!ýsingar og innritun i sima ! N lík«fli/mkl 83730 N JaZZBQLLeCtSkÓLj BÓPU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.