Morgunblaðið - 11.09.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.09.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1974 Á SUMARDEGI Erlendur Jónsson EIN STEFNA - AFTUR Á BAK ÞEGAR þetta er ritað nálgast óðum sá tlmi að skólar taki til starfa. Unga fólkið hverfur frá söluopi, fiskverkunarborði, húsgrunni eða hverjum þeim vinnustað öðrum þar sem það hefur fundið orku sinni viðnám yfir sumarið og tekur sér bók I hönd. Kennarar setja upp alvörusvip, þurrka gleraugun og munda krftina. Skólinn er orðinn daglegt brauð hluti hins sjálfsagða, en ekki spurning, álitamál, eins og áður var; enginn spyr: A ég eða á ég ekki? öll- um er þröngt f skóla hvort sem þeir vilja eða vilja ekki, og þar eru allir drifnir áfram sama hringveg- inn, hring eftir hring, en hvorki spurt um eigið frum- kvæði né áhugamál. Þeim sem geta og vilja er skólinn vinnu- staður, öðrum er hann geymsla. hæli. Nýrri skólalöggjöf var hespað gegnum þingið rétt fyr- ir lok þess f vor. Aður voru f gildi lög frá 1946. Þau voru vond. Verri eru þau hin nýju. Hið illa hefur ávallt tilhneig- ing til að verða sýnu verra. Sú var tfðin að þjððin átti fáa skóla. En þeirra á meðal voru þó alltaf einhverjir f betri röð. Góðir voru þeir ekki vegna þess að kennslustofurnar væru rúm- ar, gluggarnir stórir, gangarnir breiðir, heldur sakir hins að stjórnin var f lagi, kennslan fyrsta flokks, og innan veggja þeirra rfkti gagnkvæmur vilji til að láta eitthvað gott af sér leiða. Þeir voru f einu orði sagt — menntastofnanir, og skfr- teini frá þeim voru ekki verð- laus eins og krónan. Til þeirra höfðu valist kennarar sem Iitu stórum augum á hlutverk sitt (eins þó samfélagið liti smáum augum á það); uppfræddu af eldmóði og innlifun og hrifu nemendurna með sér eða losuðu sig við þá tækist það ekki. Farskóli í sveit þar sem hver nemandi naut kennslu aðeins fáar vikur vetrar og einn kennari kenndi allar greinar og öllum nemendunum gat allt eins verið úrvals fræðslustofn- un ef — eftir á að hyggja — sá eini kennari var hvort tveggja, menntamaður f raun og kenn- ari af guðs náð. Margur far- kennarinn var hvort tveggja, enda gat tæpast verið að nokk- ur maður tæki sér fyrir hendur svo Iftils metið starf nema af ástrfðu. Ekki þrátt fyrir það heldur vegna þess væri verðugt að rannsaka hvers vegna fs- Ienskir farkennarar — meðan kennslufyrirkomulag tfðkaðist — hlutu svo hraklega útreið sem raun ber vitni I fslenskum bókmenntum, og þó sér f lagi I skáldsögum á fjórða og fimmta áratugnum. Eg nefni engin dæmi, þau eru ærin. Ég minni lfka á gömlu gagn- fræðaskólana og þá sem þar kenndu og námu. Frá Möðru- völlum, Akureyri og Flensborg dreifðust gagnfræðingar út um byggðir landsins og stjórnuðu öðrum fremur fslenzkum byggðamálum allan fyrripart þessarar aldar; voru hrepp- stjórar, oddvitar, þingmenn og svo framvegis. Með lögunum frá 1946 var gagnfræðaskólun- um þrýst niður f dfki meðal- mennskunnar, og tók þá fljótt að sfga á ógæfuhlið fyrir þeim. Ef til vill gerðis það f fyrstunni óvart fremur en viljandi, einu gildir. Með lögunum frá f vor eru þeir svo endanlega þurrk- aðir út, requiescat in pace! Menntaskólarnir, sem voru sex vetra skólar og eru Ifkast til að uppruna elsta tegund skóla- halds f landinu bfða þess líka að vera afnumdir. Sláturtfð menntamálanna er sem sagt hafin svo ekki verður um villst. Upp af þessu skal svo spretta eitt hrikalegt bákn, ópersónu- legt og örugglega Ifka óviðráð- aniegt, og nefnast einu nafni skólakcrfi. í stað þeirrar menn- ingarlegu matreiðslu sem hug- sjónamenn höfðu áður með höndum kemur ein risastór mötunarvél, sjálfvirk og óstöðv- andi eins og mótorhjólið á Ak- ureyri forðum. Mikið má vera ef einhver á ekki eftir að týnast f þeirri vél. Stórfé er árlega ausið f skóla- kerfið, fé sem sótt er f vasa skattgreiðenda. Þessu fé er á margan hátt illa og óskynsam- lega varið. Reist er rándýrt skólahúsnæði að skrauti og fburði sem kann svo, þegar til kastanna kemur, að reynast alls endis ófullnægjandi og illa svarandi kröfum tfmans. Keypt eru geysidýr tæki, en sfðan ekki söguna meir, engin að- staða til að nýta þau og ekkert hirt um að skapa hana. Stjórn- endur skóla og kennarar fá minna og minna ráðið um starf sitt f reynd þó látið sé f veðri vaka með ýmiss konar lýð- skrumi að tillögur þeirra séu nokkurs virtar. Og svo klókir eru þeir sem ábyrgð bera á lögum og reglugerðum um skólamál að þeir láta ógjarnan teygja sig út f umræður um sjálfan vandann; hvers vegna skólarnir eru ekki betri en þeir eru eða hvernig mætti bæta þá. Til þess duga nefnilega hvorki lög né reglugerðir, enn sfður neins konar „kerfi“, heldur góður vilji, áhugi, athöfn, vinna, en fátt af þvf virðist hafa verið fáanlegt f kjörbúð þeirra sem stjórnað hafa íslenskum menntamálum undanfarin ár. Farskólinn og annars konar Framhald á bls. 31 „Ungra krafta og gáfna glæðing” Upp úr miðri 19. öld mun ólæsi hafa verið orðið frekar fágætt hér á landi, margt karla orðið skrif- andi og tekið mjög að aukast, að konur lærðu skrift, margar þó fremur af sjálfsdáðum en af hvöt- um foreldra og klerka. Annars ræktu prestar yfirleitt húsvitjan- ir og eftirlit með fræðslu af sam- vizkusemi, þó að flestir þeirra ættu víð bág kjör að búa, ef þeir voru ekki dugandi bændur og eftirgangssamir um að tekjur þeirra gyldust. Kostur prentaðra bóka var orðinn allmikill, og enn var það tfðkað, að prentuð bók væri lánuð til afritunar, og svo væri gjarnan afritið lánað og endurskrifað. Þá var og tekið að stofna lestrarfélög, og enn var það í blóma, að lesið væri og kveðið á kvöldvökum og rætt fram og aftur um efni hins lesna eða kveðna og þannig urðu hinar löngu kvöld- vökur vetrarins bæði skemmti- og fræðslutími. Foreldrar höfðu yfirleitt áhuga á að kenna börnum sínum lestur. Talið er, að árið 1874 hafi verið í reglubundum barnaskólum 200 börn, en engin í unglingaskólum, en réttum tuttugu árum síðar 6210 börn og 78 unglingar í skól- um, þar sem veitt var ósérhæfð f ramhald sf ræðsla. Árið 1881 hófst gagnfræðaskól- inn á Möðruvöllum í Hörgárdal, og ári sfðar sams konar skóli f Flensborg í Hafnarfirði. Búnaðar- skóli var stofnaður í Ólafsdal 1880, á Hólum 1882, Eiðum 1883 og 1889 á Hvanneyri. Tveimur árum síðar hófst Stýrimannaskól- inn í Reykjavík. Kvennaskóli Þóru Melsteð tók til starfa 1874 og svo voru stofnaðir kvennaskól- ar i Skagafirði, Húnavatnssýslu og Eyjafirði á árunum 1877—’79. 1 kvennaskóla Skagfirðinga er kal- ið að stundað hafi nám alls 50 nemendur, í skólanum í Ytri Ey í Húnavatnssýslu um 500, og að námsmeyjar Laugalandsskóla í Eyjafirði hafi alls verið um 300. Það var mikið tfðkað á sfðasta fjórðungi 19. aldarogfyrstuárum þessarar, að allvel stæðir bændur réðu til sín heimiliskennara tvo, þrjá og allt upp f fimm mánuði vetrarins. Nutu góðs af þessu börn frá býlum, sem voru svo nærri skólastaðnum, að þau gætu sótt skólann heiman frá sér. Til kennara voru valdir gagnfræðing- ar, búfræðingar, jafnvel menn með skipstjórapróf og auk þess stúlkur, sem höfðu fengið fram- haldsfræðslu. 1 þessum heima- skólum voru það fá börn, að kennarinn gat miðað kennslu sfna við misjafnan aldur og misjafnar námsgáfur og áhugaefni. Faðir minn tók kennara nokkra mánuði af fjórum vetrum — vel gefna stúlku einn veturinn og hina búfræðinga frá Hvanneyri. Allir voru vel læsir, þegar hinir aðfengnu kennarar hófu að fræða þá, og öllum var þeim síðan kennd skrift réttritun, reikningur og kristinfræði og sumum náttúrufræði, landafræði, ís- landssaga og mannkynssaga. Mun láta nærri, að sá nemandi, sem naut námsins lengst, hafi fengið alls 16 mánaða fræðslu og var vel læs og nokkuð skrifandi þegar hann varð lærisveinn hins fyrsta aðfengna kennara. Öll þessi kennsla var kostuð af föður mfn- um einum- Það varð ýmsum ljóst á sfðasta fjórðungi 19. aldar, að þjóð, sem stóð langt að baki nágranna- þjóðunum i alhliða framförum á sviði atvinnuhátta og atvinnulífs og þá einnig f flestum félagsleg- um efnum, þyrfti að njóta í sem ríkustum mæli hæfileika hinna uppvax'andi kynslóða — og að slíkt gæti ekki orðið nema menn fengju auk sérhæfðrar þekking- ar, sem mesta almenna fræðslu, er yki þeim víðsýni( vitund um greind sína og getu og örvaði áhuga þeirra til aukins mann- dóms, menningar og félaglegrar samstöðu. Því var það, að á nokkr- um stöðum á landinu og þá ekki sízt í Þingeyjar og Strandasýsl- um hafði verið hafizt handa um fræðslu unglinga, stofnað til námskeiða og jafnvel nokkurra mánaða skóla. Kom þetta þeim, sem fræðslunnar nutu, að góðu gagni og jók hjá mörgum skilning á nauðsyn unglingafræðslu, en opinberir aðilar héldu yfirleitt að sér höndum og hinar góðu og gildu tilraunir einstakra manna eða hópa urðu skammvinnar. 1 þann tíma sem lýðháskóla- hreyfing Gundtvigs hafði valdið gerbreytingu á unglingafræðslu í sveitum Danmerkur og var tekin að ryðja sér til rúms í Noregi, fór ungur Borgfirðingui; Guðmundur Hjaltason, utan og stundaði nám í lýðháskólum f Noregi og Dan- mörku frá 1875—’81. Hann fór og námsferðir til Svlþjóðar og Englands. A árunum 1876—’81 flutti hann erlendis marga fyrir- lestra um Island, sögu þess og menningu þjóðarinnar. Heim kom hann haustið 1881 og hélt síðan skóla á Akureyri og á ýms- um stöðum í Þingeyjarsýslum fram yfir aldamót og samtímis kynnti hann lýðháskólahreyfing- una í blaðagreinum og viðtölum en tókst ekki að afla fjár og fylgis til slíkrar skólastofnunar. Lff hans og þrotlausa baráttu fyrir Bökmenntir eftir GUÐMUND G. HAGALÍN fræðslu- og menningarlegum um- bótum geta menn kynnt sér af Ævisögu hans sem kom út 1923 og ar bókinni Tvennir tímar, eftir Elínborgu Lárusdóttur, en sú bók hefur að geyma endurminningar eiginkonu Guðmundar Hjaltason- ar, skráðar eftir sögn hennar sjálfrar. Sú bók var gefin út árið 1949. Þó að Guðmundi Hjaltasyni auðnaðist ekki að koma upp lýð- háskóla, hafði kynning hans á slíkum skólum vfðtæk og varan- leg áhrif. Til þeirra áhrifa má til dæmis að allmiklu leyti rekja hið mikla, langa og óeigingjarna skólastarf séra Sigtryggs Guð- laugssonar, sem hélt skóla með lýðháskólasniði á Ljósavatni f Þingeyjarsýslu 1903—1905 og stofnaði síðan og starfrækti að mestu á eigin kostnað ungmenna- skólann á Núpi f Dýrafirði frá 1906—1929. Um ævi hans og starf hefur Halldór Kristjánsson, bóndi á Kirkjubóli, skrifað mjög fróð- lega og skilríka bók, sem út var gefin fyrir nokkrum árum, og systursonur hans, Finnur Sig- mundsson, fyrrverandi lands- bókavörður, hefur tekið saman bókina Saga í sendibréfum, sem út kom 1967, en sú bók er mjög merk heimild um þroskasögu séra Sigtryggs og auk þess um sitthvað í menningarlífi þjóðar- innar, þegar hún er að komast* til vitundar um, hvar hún er á vegi stödd í sókn sinni til ný- menningar, sem orðið geti sam- bærileg við hennar fornu menn- ingarreisn. Ahugi unglingafræðslu með lýðháskólasniði hafði víðar vakn- að en á Norðurlandi og í Strandasýslu. Og einmitt í heimahögum Guðmundar Hjaltasonar var stofnað- ur Hvítárbakkaskólinn, fyrsti varanlegi lýðháskólinn hér á landi, og nú er komin út bók um hann skráð af Magnúsi Sveinssyni frá Hvftsstöðum á Mýrum, gagn- fræðskólakennara í Reykjavík. Heitir bókin Hvítárbakkaskólinn 1905—1931. Er hún í þremur aðal- köflum, og heita þeir: Drög að sögu Hvítárbakkaskólans, Nem- endur Hvítárbakkaskólans og Hvítbekkingar á ritvelli. Bókin er aðeins 178 síður, en samt sem áður sérlega fróðleg og mjög læsi- leg. Og fróðlegust og merkilegust þykir mér hún fyrir þær sakir, hve ljóslega hún sýni það, sem um eru mörg fleiri dæmi f sögu íslenzkrar endurreisnar, að þar sem skorti framtak og forsjá stjórnvalda, megnuðu fátækir og umkomulitlir einstaklingar að gerast forystumenn um úrlausn nauðsynjamála. Einn þeirra var Sigurður Þórólfsson. Sigurður var fæddur í Holti á Barðaströnd af fátækum en dug- miklum og gáfuðu foreldrum, sem áttu allmikið góðra bóka. Sig- urður var snemma bókhneigður og námfús og varði hverri tóm- stund til lestrar, hafði því á barns- aldri lesið margt fslenzkra bók- mennta, fornra og nýrra, með leiðsögn móður sinnar, og eftir fermingu var hann tvö ár hjá frænda sínum, Birni bónda Péturssyni á Hlaðseyri í Patreks- firði, sem átti margt bóka og kunni svo vel að meta bókhneigð Sigurðar, að hann veitti honum fyrir þær sakir meiri tómstundir en ella hefði orðið. Nítján ára fékk Sigurður svo tíu vikna til- sögn í reikningi, dönsku og rétt- ritun hjá Einari veitingamanni á Vatneyri, og tveimur árum síðar fór hann til náms í búfræði hjá afreksmanninum Torfa í Ólafsdal og lauk þaðan prófi 1892. Hann tók kennarapróf í Flensborg 1893, vann síðan að jarðabókum og mælingum á sumrum, en kenndi á vetrum og vann við blöðin ísafold og Dagskrá 1897—’99 og 1899 stofnaði hann búnaðarblaðið Plóg og stýrði því allt til ársins 1907. Vorið 1901 fór hann til Danmerk- ur og kynnti sér danska búskapar- hætti, en var síðan vetrarlangt f lýðháskólanum f Askov. Veturinn 1902—1903 hélt hann kvöldskóla í Reykjavík með lýðháskólasniði, og 1903—1905 var hann skóla- stjóri unglingaskóla í Búðardal. Hann hafði kynnzt Páli amtmanni Briem sem var sem kunnugt er mikill 'áhugamað- ur um fslenzkar framfarir, og hann var það, sem réð Sig- urði til að fara til Danmerkur og kynna sér hinn rómaða skóla í Askov, leggja síð- an nokkra stund á unglinga- kennslu eftir komu sína heim, en stofna svo lýðháskóla í sveit, þá er hann sæi sér það f ært. Það varð svo að ráði, að hann Framhald á bls. 23. Fyrri hluti Frumherjar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.