Morgunblaðið - 16.10.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.10.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1974 3 Kennarar og skólastjóri einkaritaraskóians, talið frá vinstri: Susan Airy, Mary Greenall, Jean Claren- bone, C. V. C. Harrisson, Einar Pálsson, skólastjóri, Þórunn Felixdóttir, sem sjá mun um vélritunar- kennslu og Karla Kristjánsdóttir. Ljósm. Mbl.: 01. K. M. nemandinn hafi vald á málinu, geti notað það án þess að hika — munnlega og skriflega — og hvort hann kunni helztu hugtök verzl- unar- og skrifstofustarfa. Fólk, sem hefði slík próf væri mjög eftirsótt hvarvetna. Ef aðsókn að einkaritaraskól- anum verður góð, verður nýjum greinum bætt smátt og smátt við. Verður starfað eftir svonefndu punktakerfi þannig að hver nem- andi geti með tímanum aflað sér réttinda án þess að taka öll fög samtímis. Verzlunarráði Islands og Verzlunarmannafélagi Reykja- víkur hefur verið boðið að hafa fulltrúa við prófin. Þá standa vonir til, að Pitman-stofnunin enska veiti Mími full réttindi til að útskrifa nemendur í Pitman greinum. Ef svo verður gilda próf Mímis ekki einungis á tslandi heldur og á öðrum Vesturlöndum. Þá sagði Einar, að fólk, sem útskrifaðist úr einkaritaraskól- anum, fengi að lfkindum hærri laun á vinnumarkaðinum, og ætti því kostnaður við námið að greiðast fljótt með hærri launum. Þá væri algengt erlendis, að fyrir- tæki og opinberar stofnanir styrktu starfsfólk sitt til náms þessarar tegundar. Nokkrir Is- lendingar hefðu lært þetta starf í Englandi, en það væri nú orðið mjög dýrt og skólavist f 8 vikur þar kostaði nú ekki undir400þús. kr., en hvert 8 vikna námskeið hjá Mími myndi kosta kr. 25 þús. Gamli stíll- inn aftur í neðri deild VERIÐ er að gera breytingar f sal neðri deildar Alþingis og koma þar fyrir húsgögnum sem ekki hafa verið þar f 15 ár. „Við tökum inn forsetaborð- ið, sem var tekið út 1959“, sagði Friðjón Sigurðsson skrifstofu- stjóri Alþingis,'* og einnig skrifaraborð og ræðustól, sem lfka var hætt að nota 1959. Þá er verið að lagfæra sæti á áheyrendapöllum. Þessi gömlu húsgögn eru f sama stfl og er á húsgögnunum f salnum, eða svipað og f efri deild. Nokkur breyting hefur þó verið gerð á húsgögnunum til þess að þau komist hagan- legar fyrir". <Jr sal neðri-deildar Al- þingis, þar sem forseta- borð, ræðustðll og skrif- arar eru venjulega. MÁLASKÓLENN MÍMIR stofnar einkaritaraskóla Málaskólinn Mfmir hefur ákveðið að koma á fót einkaritara- skóla á Islandi, en það er kennsla f skrifstofustörfum á svipuðum grundvelli og „Secretarial Schools" erlendis. Ráðinn hefur verið til landsins C.V.C. Harris- son frá Englandi og mun hann skipuleggja nám og kenna við deildina. Innritun f einkaritara- skólann hefst mánudaginn 21. október og stendur yfir f fimm V ar ðar- fundur í kvöld Landsmálafélagið Vörður, sam- band sjálfstæðisfélaganna f Reykjavfk, heldur almennan fund f Átthagasal Hótel Sögu f kvöld, miðvikudag 16. október. Fundurinn hefst kl. 20.30. Á fundinum fer fram kosning í kjörnefnd félagsins. Ræðumaður verður dr. Gunnar Thoroddsen, iðnaðar- og félagsmálaráðherra. daga. Kennsla hefst sfðan mánu- daginn 28. október. Einar Pálsson skólastjóri Mímis sagði á fundi með blaðamönnum f gær, að fyrst yrði hafin kennsla i einni grein og síðan yrði öðrum bætt við eftir þörfum. Fyrsta greinin er tvfþætt: enska og hag- nýt verzlunarstörf. Áfangar verða sniðnir eftir Pitman-kerfinu enska. Miðað -er að því að taka fimm Pitman-stig á fyrsta árinu og verða tekin próf eftir hvern áfanga. I fyrsta áfanga verða tekin tvö stig í ensku og í síðasta áfanga tvö stig i verzlunarfræð- um. Allt námsefni er miðað við það, að nemendur hafi allgóða undirstöðuþekkingu úr gagn- fræðaskólum. Sagði Einar, að ástæðan til þess, að Pitman-kerfið hefði verið valið, væri tvíþætt: annars vegar, að einungis væri um hagnýtt enskunám að ræða, og hins vegar, að átta vikna áfangar þættu mjög heppilegir. Þrjú próf eru áætluð, það fyrsta 30. janúar 1975, annað 2. apríl 1975 og þriðja 30. maí 1975. Kennt verður f 3 tíma á dag 5 daga vikunnar, og ennfremur er gert ráð fyrir klukkutima heima- vinnu dag hvern og að auki fer fram þjálfun f notkun véla kl. 13—14 á laugardögum. — Við Pitman-prófin, sagði Einar, er ekki spurt af þvi hvort nemandinn skilur málið sæmilega af bókum. Spurt er að hinu, hvort „Stormurinn” sýnd- ur Húnvetningum Dr. Gunnar Thoroddsen, iðnaðar- og félagsmálaráðherra. LEIKFÉLAG Sauðárkróks hefur undanfarið sýnt sjónleikinn Storminn eftir Sigurð Róberts- son. Leikstjóri er Gfsli Halldórs- son. Leikurinn hefur hlotið mikl-1 ar vinsældir og aðsókn verið ágæt, eða uppselt á nær allar sýn- ingar. Næsta sýning verður á Sauðárkróki n.k. föstudag, en um næstu helgi gefst Húnvetningum kostur á að sjá þennan bráð- skemmtilegaleik, því hann verður sýndur á Hvammstanga á laugar- dag (19. okt) kl. 21 og á Blönduósi á sunnudag (20. okt) kl. 16. s.d. Myndín er af Helgu Hannes- dóttur og Kára Jónssyni f hlutverkum Jóakims smiðs og Önnu konu hans. (Ljósm St. Pedersen) Sæljón við bryggju á Eskifirði: Ljósm. Mbl. Ævar. Forsætisráðherra fór í reynsluferð með Sæljóni Eskifirði 14. okt. NVTT fiskiskip, Sæljón SU 104, kom til heimahafnar á Eskifírði I gær. Sæljón er 142 brúttólestir að stærð, með 750 hestafla Cater- pillar aðalvél og Ijósavél. Skipið er búið öllum nýjustu fiskileitar- og siglingartækjum. Ganghraði reyndist 13,2 sjómílur í reynsluför. Sæljón er smfðað í Slippstöðinni á Akureyri og er eign hlutafélagsins Friðþjófs hf. á Eskifirði. Skipstjóri er Friðrik Rósmundsson, 1. vélstjóri Bjarni Stefánsson og 1. stýrimaður Stefán Jónsson. Þess má geta, að er skipið var í reynslusiglingu á Akureyri tók forsætisráðherra, Geir Hall- grímsson, sér far með Sæljóni og fékk sér siglingu um Eyjafjörð. Létu skipverjar vel af veru hans um borð, en sögðu, að hann hefði samt ekki viljað pláss áfram um borð. — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.